Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 7
88. blað TÍMOnV, brigjndagiim 20. nóv. 1945 7 Safnrit úr íslenzkum bókmenntum Kvæði og sálmar, fornsagnaþættir, þjóðsögur, smásögur, prédikanir, ritgerðir og minn- ingar eftir flesta merkustu höfunda þjóðarinnar fyrr og síðar. — Prýtt sýnishornum af útsaumi, tréskurði, höggmyndasmfð, málverkum og teikningum eftir íslenzka myndlistar- menn að fornu og nýju. Þetta er ffrsta safnritið á íslenzka tungu, er einvörðungu inniheldur verk, sem á einhvern hátt snerta jólahátíðina. En jafnframt því að vera þannig yfirgripsmikil heimild' á þessu sérstaka sviði, er hér um að ræða fjölskrúðug dæmi íslenzkrar listar í flestum greinum, og getur því bókin verið lesandanum jafnkær og tiltæk á hvaða tíma ársins sem er. Hitt er svo annað mál, að hafi nokkurntíma verið völ á reglulegri jólabók, þá er það þessi sameiginlega jólagjöf snillinga vorra til þjóðarinnar. Og víst er um það, að enganveginn tryggjum vér betur tengslin við menningararf vorn, en með því að rifja upp og bera sam- an slík listaverk, forn og ný. Þeir, sem á annað borð hafa hugsað sér að gefa vinum sínum heima eða erlendis bók í jólagjöf, ættu þess vegna að byrja á því að kynna sér þessa bók og gæta þess að tryggja sér eintak í tæka tíð. Jólabókin cr Jólavaka. Jólavaka cr jólabókin Fæst hjá öllum bóksölum a Jólabókin er komin JÓLAVAKA Efnagerðin Njáll Tilkynnir Tilraunir þær sem fram hafa farið undanfarin 2 ár, — hafa sannað að ekkert annað meðal en „Áli“ læknar mæðiveikina og garnaveikina í sauðfé. — Þeir bændur sem hafa hugsað sér að nota meðalið Ála á þessum vetri til þess að lækna sitt fé — ættu að senda pantanir sínar sem fyrst. Bændur í Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu snúi sér til herra bónda Kjartans Ólafssonar Haukastaðatungu Kolbeins- staðahreppi — hann læknaði 95 kindur síðastliðið ár — hann gefur bændum í sýslunni leiðbeiningar — hann hefir meðalið „Ála.“ — Bændur í Árnessýslu , snúi sér til herra bónda Kristjáns Jóhannssonar Hlemmiskeiði Skeiðarhreppi — hann hefir meðalið „Ála.“ Allar upplýsingar veittar fljótt ef óskað — bændum bent á að bezt er að sótthreinsa með „Ála“ allt sitt fé — til þess að gera það hraust —. Efnagerðin Njáll Pósthólf 404. Rcykjavík. Tíðarfarið hefir verið einmuna gott í Englandi á þessu hausti, ekki síður en hér á landi. Á myndinnl sjást nokkr- ir Lundúnabúar njóta góðviðrisins i garði National Gallery. Á víbavangi Mynd þessi gefur glögga hugmynd um, hve fljótlegt er að búa til nothæfa flugvelli nú á tímum. Á myndinni sést flugvallargerð, sem framkvæmd er fyrir brezka setuliðið i Austurríki. Fer hún fram með þeim hætti, að stál- plötur eru lagðar ofan á jarðveginn, þegar búið er að þétta hann. Erlent yfirlit ramhald a] 2. síðu) að, sem virðist hafa átt tan þátt í því, að Bretar a nú látið til skarar skríða hafið hernað gegn þjóðern- mum, eru ýms óaldarverk, þeir hafa unnið, m. a. drápu • háttsettan brezkan herfor- a, þegar hann var að semja þá. Bretar telja það eitt •kmið sitt með þessu að koma jgum og reglum, en ekki að ákveða endanlegá stjórnarfar landsins, því að þeir óski sam- komulags um það milli Jövu- manna og Hollendinga. Hollendingar hafa þegar boðizt til að veita Jövubúum takmarkaða sjálfsstjórn, en þjóðernissinnar virðast stefna að því að fá svipað sjálfsfor- ræði og Pilippseyingar fá hjá Bandaríkj amönnum. Yfirleitt virðist hin frjálsmannlega framkoma Bandaríkjamanna á Filippseyjum ýta mjög undir frelsiskröfur nýlenduþjóðanna Hvernig þetta mál leysist verður enn eigi sagt, en líklegt ætti að mega telja, að þjóðern- issinnar muni fá miklu af kröf um sínum framgengt. Það mun ekki mælast vel fyrir, ef Hol- lendingar reyna að koma þar á aftur nýlendustjórn með harð ræði, og ólíklegt er, að Bretar og Bandaríkjamenn hjálpi þeim til þess. Sérstaklega myndi Bret- um reynast það erfitt vegna þess stuðnings, sem Múhameðstrúar- (Framhald af 2. síOu) ig það eigi svo að teljast fjand- skapur við útgerðina, að Fram- sóknarmenn vilja láta selja togarana sem fyrst, munu á- reiðanlega engir skilja, en vit- anlega þurfa heldur ekki fylg- tsmenn Kommúnjistaflokksins að skilja það, því að þeir eru aldir upp í að trúa, en ekki að skilja. Meðan kommúnista geta ekki lagt fram önnur sönnunargögn en þessi fyrir fjandskap Fram- sóknarmanna við sjávarútveg- inn, munu vissulega ekki aðrir en blindustu liðsmenn þeirra leggja trúnað á þann vitnis- burð. Hins vegar munu allir skilja þær afleiðingar, sem dýr- tíðarstefna kommúnista hefir haft fyrir útveginn og sem eru þær, að það þarf mokafla til þess að útgerðin geti borið sig, þrátt fyrir hæsta stríðsverð á fiskinum. menn annars staðar veita þjóð- ernissinnum á Jövu. Þessi höll heitir Fredensborg og er á Norður-Sjálandi. Konungur Danmerkur býr þar öðru hvoru og stundar þá veiðar. Konungurinn gat aldrei dvalið í höllinni meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. GARÐUR Tímaritið Garður er komið út. Tímaritið flytur margar fróðlegar og skemmtilegar greinar eftir þjóðkunna menn, og er allur frágangur ritsins hinn ágætasti. Þér ættuð að eignast ritið frá byrjun. Ég undirritaður gerist hér með. áskrifandi að tímaritinu Garði. Nafn ......................................... Heimilisfang ................................. Box 912, Reykjavík. Tekið á móti áskrifendum á Auglýsingaskrifstofu E. K., Áusturstræti 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.