Tíminn - 14.12.1945, Síða 7
95. blað
TÍMIM, föstiidaginn 14. des. 1945
7
BÖKIN, SEM MENN HAFA BEÐIÐ EFTIR
Út er komin heildarútgáfa af öllum ljóðum og vísum
KKISTJANS IV. JtLlUS
(K. IV.)
Heitir bók þessi
Kvæöi og kviölingar
Prófessor Richard Beck hefir gefið bókina út og skrif-
að ítarlegan formála um skáldið og skýringar með
kvæðunum. Haraldur Sigmar, prestur, hefir einnig skrif-
að endurminningar sínar um K. N. í bókina.
Það er óþarfi að kynna K. N. fyrir íslendingum, því að
vísur hans hafa árum saman verið hér á hvers manns
vörum og hefir það því þótt mikill skaði, að ljóð hans
hafi hvergi verið til í heild. Það ætti því að vera öllum,
sem unna græskulausum gamanljóðum og góðum kveð-
skap, mikið fagnaðarefni, að nú hefir verið ráðizt í að
safna öllum þessum ljóðum og lausavísum saman í eina
veglega bók.
Mjög hefir verið til bókarinnar vandað hvað ytri frá-
gang snertir, svo óhætt mun að fullyrða, að pappír og
band sé með ágætum.
Ljóðabók K.N. veröur því vafalaust jólabókin í ár
BÓKFELLSÚTGÁFAN
\Ijjöt
ikOL
iiw
ifa
W*
|i>
Iprr
Bændur láta ekki
(Framhald aj 3. síðu)
skipta, enda snerta þau bæði
réttindi þeirra og lífsafkomu.
Krafa bænda er því sú til Al-
•þingis, að það rétti hlut þeirra
og fái þeim sjálfum í hendur
vald yfir sjóðum sínum og sölu-
verði vara þeirra.
Þá krefjast bændur einnig, að
bygging áburðarverksmiðju
verði hraðað eins og hægt er.
Bændastéttin er elzta at-
vinnustétt þessa lands og ein
sú fjölmennasta. Þjóðin á vissu-
lega þökk að gjalda hverjum
þeim manni,sem unir við að erja
jörðina, hvort sem hann er
bóndi eða venjulegur verka-
maður við það starf.
Það er því æði kaldhæðnisleg
örlagasvipa, er rekur þá menn
og flokká áfram, er sífellt vinna
að því að gem hlut þeirra, er
í sveitunum búa, lakari en ann-
ara manna. Mun það koma þeim
sjálfum í koll og þjóðinni allri,
fyrr en siðar, ef ekki verður
skjótt hægt að stöðva framgang
þeirra fylkinga, er nú reyna að
skapa upplausn í sveitum
landsins.
Kaupfélögin, sem eru styrk-
ustu stoðirnar i sjálfsbjargar-
viðleitni sveitafólksins, eru nú
ofsótt með sköttum og vöxtur
þeirra heftur með óheilbrigðri
stjórn á verzlunarmálum þjóð-
arinna, þar að auki vinna hópar
manna að sundrung og klofn-
ingu í þessum samtökum, þar
sem því verður við komið.
Er þetta enn einn þátturinn
í því miður göfuga starfi að
beygja sveitafólkið og gera það
bljúgt og undirgefið.
Augu bænda eru nú almennt
að opnast fyrir því, hvert stefn-
ir í málum þeirra, enda munu
þeir um langt skeið ekki hafa
verið eins einhuga og' nú að
halda í rétt sinn og afkomu-
möguleika á við aðra borgara
landsins. Þeir hafa stundum
fyrr.ú sögu þjóðarinnar þurft
að berjast fyrir tilveru sinni,
sem þá var að visu barátta fyr-
ir tilveru þjóðarinnar. Þá áttu
þeir í höggi við erlenda þjóð, er
beitti þá yfirgangi. Nú verður
baráttan háð við yfirgangsseggi
af þeirra eigin þjóðerni. Það
voru bændur er lægðu yfirgang
Jóns Gerrekssonar, Ljenharðs
fógeta og fleiri slíkra kumpána.
Og þó yfirgangsmenn nútímans
hafi á sér annað snið og beiti
öðrum aðferðum, Þá munu
bændur enn láta hart mæta
hörðu, þótt með öðrum hætti
verði en fyrr á öldum.
Ferðamenn!
Tilvalin og varanleg jólagjöf
handa frúnni og kærugtunni, er
litprentuð rós.
Handa bóndanum og unnust-
anum skipa-, dýra og landlags-
myndir.
Fyrir börnin flugvéla-, barna-
og dýramyndir.
Allt í vönduðum og fallegum
römmum.
Verð og stærð við allra hæfi.
RAMMAGERÐIN
HÓTEL HEKLU
(gengið inn frá Lækjartorgi).
Hyacintulaukar
hvitir,
rauðir og
bláir.
Takmarkaðar birgðir.
Blóm & Ávextir
Sími 3717.
Sam.vinnu.menn!
Munið að brunatryggingar húsa og húsmuna
eru mikilsverður þáttur í einstaklingsöryggi nú-
tímans.
Samband ísl.
samvinnufélaga
Móðir mín
Ilólmfríður Snorradóttir
frá Vogsósum
andaöist mánudaginn 10. þessa mánaðar.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
ÁSMUNDUR VILHJÁLMSSON.
Heimsstyrjöldin
1939-1945
Saga þessa mikla hildarleiks kemur út í tveimur
bindum á næsta ári. — Ólafur Hansson, sögukennari
Mentaskólans í Reykjavík, semur bæði bindin. — Fyrra-
bindið er nú fullsett og komið í prentun. Mun það koma
út í janúar. Seinna bindið kemur út á næsta hausti. —
í bókinni verður fjöldi mynda af mönnum og merk-
ustu atburðum heimsstyrjaldarinnar, ennfremur margir
uppdrættir, sem sérstaklega hafa verið gerðir fyrir út-
gáfuna.
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins fá þetta sögurit, auk fjögurra annarra
bóka, fyrir ársgjald sitt, sem er aðeins 20 krónur.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjó ðvinafélagsins
Jólabækurnar í ár:
JRItsafn Flims á Kjörseyri:
Ævisögur og þjóðhættir frá 19. öld
er tvímælalaust ein gagnmerkasta bókin, sem á
markaði verður fyrir þessi- jól. Þetta er stór og
forkunnarvönduð bók, sem hefir að geyma ó-
hemjumikinn persónu-sögulegan fróðleik víðs veg-
ar að af landinu, ættfræði, þjóðháttalýsingar og
margvislegan fróðleik annan. Bókin er prýdd fjölda
1 teiknimynda eftir Finn sjálfan, sem aldrei hafa
verið birtar áður.
Ritsafn Finns á Kjörseyri er jóiabók hinna vand-
| látu — Kemur fyrir jólin.
! Undir austrænum himni
Þetta er nýjasta skáldsaga Pearl S. Buch, og af
mörgum talin hennar allra skemmtilegasta bók.
Sagan gerist á styrj aldarárunum í Kína og fjallar
um njósnir, sprengjuárásir og vélabrögð, ástir og
afbrýðisemi, en inn i þessa umgerð er fléttuð hug-
ljúf ástarsaga, látlaus og hrífandi
i Saga þessi hefir nú verið kvikmynduð.*
fe /
I I munarheimi
er önnur skáldsaga eftir Pearl S. Buch, saga um
ástir og ævintýr amerísks flugmanns í Kína, þar
sem á vegi hans verður dularfull og töfrandi mær,
sem hann verður ástfangimr af við fyrstu sýn.
Þetta er ljóðræn, heillandi skáldsaga, sem enginn
| getur verið ósnortinn af.
í
I»essar tvær töfrandi skáldsögnr
Buch eru tvímælalaust jólaskáld-
sögurnar í ár.
Mansöngvar og minningar
Ný Ijóðabók, eftir Steindór Sigurðsson, sem hef-
ir að geyma ýmis hans beztu kvæði, þar á meðal
hinn stórbrotna ljóðaflokk, er hann orti 17. júní í
fyrra i tilefni lýðveldisstofnunarinnar.
Viltur vegar
Þetta er önnur ljóðabók hins efnilega skálds,
Kristjáns Einarssonar frá Djúpalæk.
Þessar tvær ljóðabækur eru vel valdar jólagjafir
handa öllum ljóðavinum.
Sfðasti víkingurinn
eftir Bojer, er ein allra stórbrotnasta skáldsaga
heimsbókmenntanna um sjósókn og sæfarir.
Sjálfsögð jólagjöf handa öllum sjómönnum.
Sjómenn
Bráðskemmtilegar lýsingar á selveiðum í norður-
höfum, prýddar skemmtilegum teikningum. Höf-
undurinn er vinsæll rithöfundur, Peter Tutein.
HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM:
Töfragarðurinn
Þetta er ein allra bezta og skemmtilegasta ung-
lingabók, sem þýdd hefir verið á íslenzku og hentar
jafnt drengjum sem stúlkum. Hún er eftir sama
höfund og hin ágæta og vinsæla bók, Litli lávarð-
urinn.
Tröllin í Heydalsskógi
Bráðskemmtileg norsk ævintýri, prýdd ágætum
myndum.
Handa yngstu lesendunum
eru bækurnar Skógarævintýri Kalla og Hlustið þið
krakkar, söngljóð handa börnum eftir Valdimar
Hólm Hallstað. Báðar þessar bækur eru prýddar
skemmtilegum myndum.
Kaupið þessar bækur lijá næsta bók-
sala ella pantitS þær frá útgefanda.
Bokaútg.Pálma H. Jónssonar
Aknreyri.