Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 2
2 TtMIM, þriðjmlagiim 5. febr. 1946 22. blað A CíÍatiaHqi ErLent yfirlit Einræðisstjóm í andaslitrunum mikið meira fylgi af íhaldinu sínu. Fyrir það getur hún líka og kommúnistum í bæjarstjórn- girt með því að láta þá bíða stór- arkosningunum nú. |kostlegt fylgistap i næstu kosn- ingum. Það er dýrt að láta íhaldið stjórna Nokkru fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar gekk bæjarstjórn- in á Akureyri frá fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir árið 1946. Samkvæmt henni verða útsvör- in, sem jáfnað verður niður á skattgreiðendur þar í ár, um 3.1 milj. kr. Hér í Reykjavík var ekki geng- ið frá fjárhagsáætlun bæjarins fyrir kosningarnar. Frumvarp borgarstjórans um hana mun að vfsu hafa verið lagt fyrir bæjar- stjórnarfund, en hins vegar var því haldið vandlega leyndu fyr- ir kjósendum. M. a. var Tíman- um neitað um að fá að sjá það. Nú eru kosningarnar liðnar og frv. hefir verið birt. Samkvæmt því eiga útsvörin að verða rúm- lega 34 millj. kr., auk hinna venjulegu 10% álagningar. Það þýðir, að útsvörin verða samkvæmt frv. um 38 milj. kr. Þetta þýðir, að útsvörin verða meira en þriðjungi hærri en á Akureyri, ef miðað er við fólks- fjölda. Á Akureyri eru um 6 þús. íbúar, en hér um 45 þús., eða 7i/2 sinnum fleiri. Væri útsvars- upphæðin svipuð hér og á Ak- ureyri, ætti hún því að verða 3.1 millj. X 7% eða rúmar 23 millj. kr. En hún verður hér samkvæmt frv. borgarstjórans 38 milj. eða 15 milj. kr. hærri. Hlutfallslega hafa verið miklu meiri framkvæmdir af hálfu bæjarins á Akureyri en í Reykja- vík, eins og t. d. má sjá af því, að Akureyrarbær hefir byggt vandaðan gagnfræða- og iðn- skóla og íþróttahöll meðan slík- ar framkvæmdir hafa verið van- ræktar hér. Hlutfallslega ætti líka að vera dýrara að stjórna litlum bæ en stórum. Þrátt fyr- ir það eru útsvörin svona miklu hærri hér en á Akureyri, þegar miðað er við fólksfjölda. Þetta er sannarlega góð sönn- un þess, hve dýrt það er að láta íhaldið stjórna — íhaldið, sem er hugsunarlaust um allt nema eigin hag, og skeytir því minna en aðrir flokkar um almennar framfarir og hvernig opinberar álögur nýtast. Fram að þessu hefir þetta ekki bitnað eins þungt á skattþegun- um hér og ætla mætti af mis- muninum á heildarupphæð út- svaranna hér og á Akureyri. Ástæðan er sú, að hér er miklu meiri innflutningsverzlun og hún hefir borið stærstan hluta útsvarsbyrðanna. En horfur eru á, að hún geti dregist saman og þá finna skattþegnarnir fyrir alvöru, hvernig stjóm íhaldsins er. m aðrir flokkar en íhaldið hefðu einnig átt hlutdeild í bæjarstjórninni hér og sömu hagsýni því verið gætt og á Ak- ureyri, ættu útsvörin nú að vera hér um 23 milj. í stað 38 milj. Ef íhaldsmenn einir hefðu stjórnað Akureyri og haft út- svörin þar jafnhá og í Reykja- vík, hefðu þau orðið rúmar 5 milj. f stað 3.1 milj. kr. Þegar þetta er athugað, væri ekki urtdarlegt, þótt ýmsir skattgreiðendur vakni við vond- an draum nú eftir kosningarn- ar. En sú er alltaf bót í máli, að þeir geta mikið bætt úr þessu með því að leggja lóðið í vogar- skálina á móti íhaldinu í kosn- ingunum í vor. 25,5% aukning Samkvæmt útreikningi, sem Alþýðublaðið hefir gert á úr- slitum bæjarstjórnarkosning- anna fyrra sunnudag og úrslit- um þingkosninganna haustið 1942, hefir Alþýðuflokkurinn aukið fylgi sitt í kaupstöðun- um á þessum tíma um 26.8%, Framsóknarflokkurinn um 25.5%, Kommúnistaflokkurinn um 17,3% og Sjálfstæðisflokk- urinn um 14.6%. Við nánari athugun kemur það í ljós, að þesar tölur eru ekki með öllu réttar, hvað snertir Framsóknarflokkinn. Andúðin gegn stjómar- stefnunni. Það hefir að vonum vakið mikla athygli, að Alþýðuflokk- urinn sem var tregastur til stjórnarsamvinnunnar og mest hefir gagnrýnt hana, var eini stjórnarflokkurinn, er hélt velli og jók heldur fylgi sitt í ný- afstöðnum bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum. Þetta sýnir, að almenningur bæjanna er byrjaður að opna augun fyrir því, hvert stjómarstefnan leiðir og vill því gjarna vera láus við hana. Hefir þó ekki verið eytt orku, málæði og prentsvertu meira til neins af hálfu íhalds- ins og kommúnista en að blekkja íbúa kaupstaðanna með hvers konar skrumi um ágæti stjórn- arstefnunnar. Jafnframt hafa svo þessir tveir flokkar keppst um að eigna sér hana. Allur ár- angurinn er svo sá, að fylgi þeirra hrörnar, en óánægði stjórnarflokkurinn færist í auk- ana, ásamt stjórnarandstæðing- um. Þessi þróun mun þó áreiðan- lega koma miklu skýrara í ljós í kosningunum í vor, þegar afleiðingar stjórnarstefnunnar verða orðnar enn augljósari. Á réttri leið. Jk Það hefir áreiðanlega verið hyggilega ráðið af jafnaðar- mönnum á ísafirði að vilja ekki taka þátt í samvinnu íhalds- manna og kommúnista um bæjarmálin. Það er sama stefn- an og jafnaðarmenn hafa fylgt, þar sem þeir hafa unnið mest á, t. d. í Bretlandi. Þar lýstu jafnaðarmenn því yfir fyrir kosningar, að þeir treystu sér hvorki til að vinna með auð- kóngunum eða kommúnistum og myndu heldúr vera í stjórn- arandstöðu en að taka þátt í stjórnarsamvinnunni með þess- um aðilum. Hér hefir mikið skort á, að forustumenn jafnaðarmanna hafi fylgt slíkri stefnu. Þótt margir þeirra hafi gjarnan vilj- að það, hefir annað orðið í reyndinni. Þannig fóru þeir eig- inlega gegn vilja sínum inn í stjórnarsamvinnu við kommún- ista og íhaldið í fyrrahaust. Það er ekki nokkur vafi á því, að hefðu jafnaðarmenn verið lausir við alla ábyrgð á heild- salagróðanum og fjármálaspill- ingunni, sem núv. stjórn við- heldur, myndu þeir hafa unnið Haustið 1942 hafði hann fram- bjóðendur í Hafnarfirði og á ísafirði, og eru atkvæðin, sem þeir fengu, vitanlega talin með í heildartölunni frá 1942. Hins vegar hafði hann ekki fram- bjóðendur á þessum stöðum nú og verður það til að lækká eðli- legu heildartöluna nú og þá jafnframt hundraðstölu aukn- ingarinnar. Væri tekið fullt til- lit til þessa, og smávægilegra skekkja annarra, myndi það koma i ljós, að Framsóknar- flokkurinn er sá flokkurinn, sem mest hefir aukið fylgi sitt í kaupstöðunum á þessum tíma. Hefir hann þó aldrei haft meira fylgi í kaupstöðunum í þing- kosningum en 1942. En jafnvel þótt fylgisaukn- ingin þar, væri ekki nema 25.5%, eins og Alþýðublaðið segir, er það glæsileg útkoma. Gegn Framsóknarflokknum hefir ver- ið rekinn hinn hatrammasti áróður í kaupstöðunum af hálfu allra stjórnarflokkanna og þó einkum eftir að stjórnarsam- vinnan hófst. Framsóknarflokk- urinn hefir haft ónógan blaða- kost þar og óhæga aðstöðu til að mæta þessum áróðri. Samt hefir hann unnið svona glæsi- lega á. Því veldur vitanlega ekkert annað en hinn góði málsstaður flokksins. Það hefir verið þrálátasta á- róðursefni andstæðinganna, að flokkurin væri einhliða bænda- flokkur. Hann hugsaði ein- göngu um málefni bænda og væri helzt á móti öllu öðru. Þetta er að því leyti rétt, að hann hefir verið og er eini flokk- urinn, sem hefir viljað unna bændum jafnréttis og réttlætis, Skrípaleikurinn heldur áfram. Enn heldur skrípaleikurinn á- fram, sem hafinn var í blöðum kommúnista og íhaldsmanna fyrir bæjarstjórnarkosningam- ar. Þjóiðviljinn er nú jafnvel enn stórorðari um okurgróða heildsalanna og braskaralýðsins yfirleitt. Mbl. gefur jafnvel enn berlegar til kynna, að kommún- istar séu ekkert annað en land- ráðalýður. Þessum leik mun vafalaust eiga að halda áfram fram yfir þingkosningarnar í vor. En mikið mætti vera, ef þessar að- farir gætu ekki fyrir þann tíma opnað augu kjósendanna og hjálpað þeim til að gera sér ljóst, að "þetta er ekkert annað en fullkomnasti skrípaleikur meðan þessir flokkar ekki að- eins una hið bezta samstarfinu í ríkisstjórninni, heldur færa það út á öðrum sviðum, t. d. í bæjarstjórn ísafjarðar. í augum allra sæmilegra manna munu kommúnistar líka áreiðanlega hljóta aukna fyrir- litningu fyrir skammirnar um heildsalagróðann, meðan þeir halda verndarhendi yfir honum með þátttökunni í ríkisstjórn- inni. Enn meiri fyrirlitningu verðskulda þó leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins fyrir að vinna með mönnum, sem blöð þeirra lýsa sem erindrekum erlends stórveldis, þ. e. ómenguðum landráðalýð. Leikritagerff stjórnarflokk- anna. Þjóðviljinn gerir sér nú tíð- rætt um, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi í smíðum leikrit, er nefnist: Til Vesturheims vil ég halda. Mun víst eiga að gefa til kynna með þessu, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé að undirbúa einskonar yfirráð Bandaríkj- anna hér á landi. Frásagnir Þjóðviljans um þetta skulu ekki rengdar, því að hann ætti að vera kunnugur því, sem er að gerast á stjórnar- heimilinu. En hins er jafnframt rétt að minnast, að annar flokk- ur hér hefir einnig lengi haft leikrit í smíðum, sem mætti nefna: Til Austurheims vil ég halda. Fyrir þjóðina væri það áreiðanlega bezt, að hvorugur flokkanna fengi lokið leikriti og eini flokkurinn, sem hefir viljað búa landbúnaðinum sömu framfaraskilyrði og öðrum atvinnuvegum. Þessari stefnu mun flokkurinn hiklaust fylgja áfram. En hann gerir það ekki vegna bændanna, heldur vegna þjóðarinnar allrar, því að hann telur, að því aðeins geti þrosk- ast blómlegt menningar- og at- vinnulíf í landinu, að stór hluti þjóðarinnar haldi áfram að búa í sveitunum og hafi ekki lakari lífsskilyrði en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Vaxandi fylgi Framsóknar- flokksins í kaupstöðunum sýnir, að þetta sjónarmið nýtur vax- andi stuðnings þar, jafnframt því og önnur stefnumið flokks- ins,eins og t. d. samvinnan, afla honum þar aukins fylgis. Kosn- ingarnar leiða það í ljós, að það er að verða erfiðara en áður að rægja þá sveitamenn og kaup- staðarbúa sundur, er eiga að hafa sameiginleg sjónarmið og eiga á margan hátt sameigin- leg hagsmunamál. Þess vegna er það, að Framsóknarflokkur- inn eflist í kaupstöðunum. f næstu ..kosningum, alþingis- kosningunum í vor, er það svo sveitafólksins að sýna, að það kunni að meta baráttu Fram- sóknarflokksins fyrir j afnrétti þess og jafnvægi atvinnuveg- anna í landinu. Nú er það þess að sýna, að það verði ekki frek- ar eftirbátur kaupstaðafólksins en í lýðveldiskosningunum 1944. Þess vegna eiga kosningarnar i vor ekki aðeins að sýna 25.5% fylgisaukningu Framsóknar- flokksins. þar, heldur miklu meiri. Að því marki verða Fram- sóknarmenn þar að stefna og gera sitt bezta til að ná því. Almannahagur og heildsala- gróffi. Jón Pálmason heldur enn á- fram þeirri iðju sinni að skrifa um Sjálfstæðisflokkinn, sem flokk allra stétta. Hann er ekki enn farinn að sjá, hve hlægileg þessi blekking er orðin í aug- um alls meginþorra þjóðarinn- ar. En gaman væri, ef Jón vildi skýra það, hvort það er í sam- ræmi við kenninguna um allra stétta flokkinn, að Sjálfstæð- isflokkurinn berst með hnúum og hnefum gegn skerðingu heildsalagróðans. Að dómi ann- arra er sú staðreynd ein nægi- leg til að sýna það, að það eru hagsmunir stórgróðamanna, er Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrir brjósti. Flokkur þeirrar st^ttar er hann, en annarra stétta ekki. Stefna meffalvegarins. Jón Pálmason er nú aftur far- irin að klifa á því í Morgun- blaðinu, að hér eigi aðeins að vera tveir flokkar, þjóðnýting- armenn og eignarréttarmenn. í raun réttri er Jón ekki að gera þar annað en að túlka hina ríkj - andi stefnu húsbændanna, sem vilja skipta þjóðinni í slíkar fylkingar. í bæjarstjórnarkosn- ingunum reyndu þeir að láta líta svo út og höfðu um það samstarf við kommúnista, að baráttan hér væri eingöngu milli þeirra og kommúnista. Kjósend- urnir sýndu hins vegar, að þeir litu Öðruvísi á málin og þess vegna voru það miðflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og jafnaðarmenn, er efldust mest í kosningunum, en íhaldið og kommúnistar, er töpuðu. Þetta viðhorf kjósenda er líka ríkjandi um allan heim. Þeim mönnum fer yfirleitt fjölgandi, er vilja draga úr margvíslegum sérréttindum eignastéttanna og auka opinbera íhlutun og sam- hjálp borgaranna, án þess þó að hverfa til stórfelldrar þjóð- nýtingar. Þessir menn geta hvorki starfað sem hreinir þjóð- nýtingarmenn eða hreinir eignaréttarsinnar. Þeir vilj a í janúarblaði sjómannablaðsins Vik- ingur birtist grein um nýsköpunina eftir Þorv. Björnsson. Er þar m. a. drepið á þau hafnarskilyrði, sem íhaldið hefir undirbúið í Reykjayík fyrir nýsköpunina. M. a. segir á þessa leið: „Þegar tekið er tillit til aukning- ar þess skipastóls, sem gert er ráð fyrir með „Nýsköpuninni" og áætlað að Reykjavík fengi bróður- partinn af þeim flota, sem höfnin ætti að bera, samanborið við mann- fjölda og önnur skilyrði til útgerð- ar, þá virðist óskiljanlegt hvar á að koma þessum skipastól fyrir, ef hann á að hafa sömu skilyrði, og aðrar þjóðir skapa sínum fiskiflota. Þar eru aðgerðarhús, frystihús og niðursuðuverksmiðjur byggðar á bryggjum eða sem næst henni, svo fiskur fer fyrirhafnarlítið frá skip- inu inn í þetta hús. Þar er einnig, eða rétt við hendina, geymslur fyrir veiðarfæri skipsins og annað er því fylgir, svo kostnaður við tilfærslu verði sem minnstur. En þegar athugað er hvernig aðstaða útvegnmn er búin hér, munu flestir verða undrandi. Hér eru þessi hús reist sem lengst frá höfninni, og jafnvel farið með þau í önnur byggðarlög, svo sem fram á Sel- tjarnames. Sagt er að standi til að reisa eitt suður í Kópavogi. Og síðustu dagana hefir staðið í frétt- um að leyft hafi verið að reka frystihús inni á Kirkjusandi og starfrækja það í 15 ár! En þess var ekki getið hvað kostaði að flytja fiskinn þangað, og því síður hvað hann myndi velkjast mikið í þeim meðförum. Sama á og við um hina staðina. Að visu hefir frystihús verið byggt fyrir nokkru í námunda við bátahöfnina og fiskimálanefnd er að láta reisa frystihús m. m. niðri á hafnarbakka, en samt eru þessi Af hinum mörgu einræðis- herrum í Evrópu fyrir styrjöld- ina og á styrjaldarárunum eru nú aðeins þrír eftir, Stalín í Rússlandi, Salazar í Portúgal og Franco á Spáni. Sá þessara þriggja, sem er líklegastur til að hrapa fyrstur úr valdastólnum, er Franco. Veldissól hans virðist nú ganga hratt til viðar og mun þess tæpast langt að bíða, að hún gangi alveg undir. Það, sem hefir gert Franco erfiðast fyrir síðan stríðinu lauk, er stuðningur sá, sem Hitl- er og Mussolini veittu honum, þegar hann var að brjótast til valda. Án þessa stuðnings hefði Franco aldrei komist í valda- stólinn. Það hefir hins vegar hjálpað honum nokkuð, að hann gekk aldrei fullkomlega í lið með Hitler og Mussolini á stríðsárunum, en þátttaka Spánar í styrjöldinni með öxul- ríkjunum hefði getað ráðið úr- slitunum á þeim tíma, er Banda- mönnum gekk verst. Þetta hafa Bretar viljað metá og því sýnt honum nokkura linkind. Linkind þeirra mun þó einnig eiga þær rætur, að þeir vilja komast hjá því, að stjórnarbylting á Spáni leiði til nýrrar borgarastyrjald- ar og blóðsúthellinga. Um stjórn Francos eru mjög deildar skoðanir. Franco-tók við landinu í hálfgerðum rústum eftir borgarastyrjöldina. Hann hefir enga vægð sýnt pólitízk- um andstæðingum, þótt ekki hafi hann komið jafn grimmd- arlega fram og hinir þýzku skoðanabræður hans. Fátækt almennings er enn mikil, þótt nokkuð hafi miðað í rétta átt. Hins vegar hafa verklegar fram- farir orðið miklar og allmikill nýr iðnaður risið upp. Að því leyti verður aðstaðan sæmileg fyrir eftirmenn Francos. Eins og málin standa nú, er konungdæmið líklegra en lýð- þræða milliveginn og taka það bezta frá báðum. Þeir flokkar, sem hafa fylgt þessari stefnu, hafa yfirleitt unnið mest á í kosningum annars staðar síð- an stríðinu lauk. Jóni Pálmasyni og öðrum for- kólfum íhaldsins, sem vilja hús, ásamt bátabryggjunni, er byggS var á síðastliðnu sumri, stað- sett þannig að óhjákvæmilegt er, að einhver flutningatæki verður að nota, til að koma fiskinum að hús- unum. Og þótt sá flutningur sé styttri en um bæinn enda á milli, eða út fyrir takmörk hans, þá kost- ar það þó eitthvað og alltaf velkist hann f flutningnum.“ , Þessi lýsing á hafnaraðstöðu út- vegsins í Reykjavík, sýnir vel þá fram- sýni og íyrirhyggju, er jafnan ein- kennir íhaldið. X greininni segir enn fremur: „Fyrir höndum eigum við harö- vítuga baráttu og samkeppni við aðrar þjóðir um markaði erlendis fyrir fiskafurðir okkar. Og ef ekk- ert er gert, svo aðstaða sjávarút- vegs batni í þessum efnum, þá er nokkurnveginn ljóst hvert hlut- skipti okkar verður þrátt fyi-ir, að helmsins beztu fiskimið liggja upp að landsteinum okkar. Um hæfni hinna nýju skipa okkar liggur hálf- gerð hula. Nokkur eru komin það langt áleiðis, að hægt er að sjá hvernig þau líta út í sjó. Að öðrum aðeins frumdrættir. Svo það verða aðeins getgátui- um, hvemig þau muni reynast í okkar óblíða veð- » urfari og hvort þau muni verða það sparneytin í notkun og það endingargóð, sem þau þurfa að vera, svo að við vinniun sigur í hinni hörðu baráttu, sem fram- ' undan er, fyrir tilverunni." Greinarhöfundur lýsir sig mjög fylgjandi nýsköpuninni, en seinustu ummæli hans eru þó ekki laus við efasemdir um ágæti nýju skipanna. Og því miður munu þær efasemdir ekki alveg ástæðulausar. ★ Alþýðublaðið birti 1. þ. m. forustu- grein um kosningasamvinnu íhalds- manna og kommúnista á ísafirði. Blaðið segir: veldið til að leysa einræðisstjórn Francos af hólmi. Valda því margar ástæður. Lýðveldissinn- ar, en foringjar þeirra dvelja allir í útlegð, eru tvískiptir. í spönsku útlagastjórninni, er hýtur forsætis Girals, eiga hvorki sæti kommúnistar né rótttækir jafnaðarmenn, eins og t. d. Negrip. Er mjög grunnt á því góða milli þessara flokks- brota, þótt það sé sæmilegt á yf- irborðinu. Ýmsir stuðningsmenn Gírals hafa látið svo um mælt, að þótt þeir kjósi helzt lýðveld- isformið, telji þeir samt endur- reisn frjálslyndrar konungs- stjórnar til mikilla bóta frá því, sem nú er. Þá kjósa vitanlega Falangistar, þ. e. stuðnings- menn Francos, konungdæmið miklu fremur en lýðveldið, og svo mun um alla hægri menn, er óttast refsiaðgerðir, ef rót- tækir vinstri menn komast til valda. Loks er líklegt að Bretar styðji konungdæmið af þeirri ástæðu, að það sé líklegra til að afstýra upplausn og innan- landsstyrjöld. Konungsefnið er Don Juap, yngsti sonur Alfonsar konungs, er hrökklaðist frá völdum árið 1931. Hann þykir á ýsan hátt vel til foringja fallinn. Sagt er, að Franco hafi lengi boðið hon- um endurreisn konungdæmis- ins, en hann hafi jafnan hafnað þeim skilyrðum, er Franco setti fyrir því. Jafnframt er hann sagður hafa sett ný skilyrði, er Franco hafi ekki viljað ganga að. Don Juan birti eins konar stefnuskrá fyrir 10 mánuðum síðan. Lýsti hann sig þar fylgj- andi frjálslyndu stjórnarfari og fúsan til samvinnu við alla flokka, nema kommúnista. Don Juan hefir lengstum dvalið í Sviss, en nú'fyrir nokkrum dög- um fór hann þaðan um England áleiðis til Portúgal. Er sú ferð hans sett í samband við það, að hánn muni vera að ganga frá samningum við Franco, er gerð- ir séu með samþykki Breta. Því er spáð, að Franco verði að ganga að kostum hans, því að annars muni Bretar ekki aftra því lengur, að stórveldin beiti Spán þvingunarráðstöfunum, eins og Frakkar eru taldir hafa viljað lengi. „En hitt er svo annað mál, hvað kjósendur ihaldsmanna og komm- únista hugsa um þá flatsæng, sem forsprakkar þeirra eru nú skriðnir í á ísafirði, eftir allan bægsla- gang kosningabaráttunnar. Hvað eiga til dæmis þær þúsund- ir Sjálfstæðismanna, sem vikum saman fyrir kosningarnar lásu það í Morgunblaðinu, að kommúnistar sætu á svikráðum við lýðræðið í landinu, að hugsa um heilindi síns eigin flokks, sem ekki er fyrr kom- inn frá kjörborðinu, en hann tekur höndum saman við slíka menn til þess að hefja þá til valda og áhrifa með sér í einu af stærri bæjar- félögum landsins? Hvort skyldu þær þúsundir Sjálfstæðismanna hafa viö því búizt, að þær yrðu sviknar þannig og hafðar að ginn- ingarfíflum af forsprökkum flokks- ins? Og hvort skyldu þær treysta slíkum forustumönnum og greiða þeim atkvæði í annað sinn? Eða hvað skyldu kjósendur kom- múnista segja? Var þeim ekki sagt það í Þjóðviljanum fyrir kosning- ar, að nú stæði baráttan á móti íhaldinu? Og hefir Þjóðviljinn ekki farið um það mörgum fjálglegum orðum, síðan kosningaúrslitin urðu kunn og ósigur kommúnista varð öllum ljós, að nú þyrfti að sameina fylgi og bæjarfulltrúa verkalýðs- flokkanna á móti íhaldinu? Hvað eiga lesendur Þjóðviljans og fylg- ismenn kommúnista yfirleitt að hugsa um slíka hræsni, sem birtist í blaði þeirra í sömu andránni og þeir fá fréttina af samfylkingu kommúnistaforsprakkanna við í- haldið í bæjarstjórn ísafjarðar? Hvort munu þeir greiða slíkum loddurum og svikurum atkvæði sín í annað sinn?“ Hvað mikil óheilindi skyldu forkólfar íhaldsins og kommúnista þurfa að sýna til þess, að kjósendur þeirra láti ekki blekkjast lengur og snúi baki við þeim? (Framhald á 7. ttíJu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.