Tíminn - 05.02.1946, Page 3
22. blað
3
i
TÍMEVN, iM-Ígjndagiim 5. fcbr. 194G
Húnvetnskur bóndi:
Sigu.rður Jónsson frá Arnarvatni:
Hér legg ég orð
í belg
Ljós yfir land og jbjciB
Það er staðreynd, sem ekki
verður á móti mælt að á síðustu
áratugum hefir fólkinu fækkað
í sveitum landsins, en fjölgað í
bæjum og þorpum. Hliðstæð
dæmi eiga sér stað í nágranna-
löndum okkar og enda víðar.
Má í því sambandi minna á að
ekki fyrir svo mörgum árum
síðan mun það hafa komið
nokkuð til orða, að íslenzkir
menn flyttust til annarar
heimsálfu til þess að starfa þar
við landbúnað. — Um þetta leyti
var atvinnuleysi á landi hér, þ.
e. a. s. í bæjum, og verkalaun
lág.
Það virðist því mega slá því
föstu, að þetta fyrirbrigði í okk-
ar þjóðfélagi sé ekkert eins
dæmi á alþjóðamælikvarða, en
vitað er að flestar ríkisstjórnir
leggja mjög kapp á .að halda við
landbúnaðinum og auka hann.
Frá hagfræðilegu sjónarmiði
þykir þetta skipta miklu máli
og svo líta flestir þannig á að
landbúnaðarstörfin styðji svo
veigamikinn þátt í þjóðfélags-
uppeldinu, að æskilegt sé að sem
flestir einstaklingar alist upp í
sveitum að einhverju eða öllu
leyti.
Nú er nokkuð athyglisvert að
gefa því gaum, að á sama tíma-
bili og þessir fólksflutningar
hafa átt sér stað á landi hér,
hefir framleiðsla á landbúnað-
arvörum ekki dregizt saman
heldur aukizt og batnað meðferð
og gæði þeirra eirinig. Þetta
sýnir ljóslega að hver einstakl-
ingur afkastar nú stórum meira
verki en áður átti sér stað.
Verkmenningin hefir aukizt
með ýmsu móti og afköstin um
leið og kröfurnar um aukna vél-
tækni við landbúnaðarstörf
hafa aldrei verið háværari en
einmitt nú.
Þegar þess er gætt hvar við
stöndum í dag í ræktunarmál-
unum og ýmsum öðrum fram-
faramálum sveitanna og hvern-
ig sömu málum var komið fyrir
20—25 árum siðan, verður því
ekki neitað að á því tímabili
hefir orðið víðtæk þróun ef ekki
bylting í íslenzkum landbúnaði.
Ræktunin hefir margfaldazt og
og bæjar og peningshús víða
verið endurreist og úr varanlegu
efni. Girðingar verið auknar,
ekki aðeins um tún, engi og
ræktarlönd, heldur og beitilönd-
in víða afgirt. — Bændur hafa
lagt geysimikið ' fjármagn í
ýmsar vinnusparandi vélar til
jarðvinnslu, heyöflunar og garð-
ræktar o. s. frv. — Um síðustu
aldamót hafði t. d. verið flutt
ein sláttuvél til landsins og ár-
ið 1920 var buið að flytja inn
eina dráttarvél.
Þessi dæmi eru nefnd til þess
að sýna fram á, hversu íslenzkir
bændur hafa verið fljótir að til-
einka sér vélanotkun við land-
búnaðarstörfin.
Sé hins vegar litið á þær
framfarir, er örðið hafa á 20
árum í félagslegum umbótum
bændastéttarinnar.dyist það fá-
um að þar hefir ekki minna á-
unnizt. Á þessu tímabili hafa t.
d. öll mjólkurbúin verið stofnuð,
öll frystihúsin byggð, áveiturn-
ar á Flóa og Skeið eru litlu
eldri, — Hvað ætli hafi verið
margir sveitabæir í akvegasam-
bandi fyrir 20 árum? Hversu
margir voru í símasambandi?
Hvað voru mörg sveitaheimili
rafiýst? Fjölmörg samkomu- og
skólahús hafa verið reist í
sveitunum og skal sízt gleymast
að geta allra héraðsskólanna.
Svona mætti lengi telja.
Á þessu tímabili hafa þó að
m. k. tvö óhöpp steðjað að ísl.
landbúnaði, sem hafa orðið
honum mjög örlagarík. Hið
fyrra er verðfall afurðanna eft-
ir 1930, en það kom mjög til-
finnanlega við hag bænda sök-
um þess, að þeir höfðu þá marg-
ir hverjir hleypt sér í skuldir
vegna ræktunar og bygginga.
Hið síðara er sauðfjársjúkdóm-
arnir alþekktu. Á hinn bóginn
hefir árferði frá náttúrunnar
hendi ver\ð hagstætt flest árin.
Fyrir rúmlega 100 árum hófu
bændur þessa lands skipulegan
félagsskap um búnaðarmálin og
litlu síðar um verzlunina. Nú
eru starfandi búnaðarfélög í
öllum hreppum landsins og
sveitamenn verzla að mestu við
sínar eigin verzlanir, samvinnu-
félögin. Báðar þessar stócmerku
félagsmálahreyíingar eru stofn-
settar af bændunum og velunn-
urum þeirra. Munu þó vart
finnast hliðstæð dæmi um fé-
lagsmál meðal annara stétta
þjóðfélagsins.
★
í sumum blöðum núverandi
ríkisstjórnar er um þessar
mundir vikið að bændastétt
landsins með litlum skilningi,
en þó enn minni vinsemd.
Bændur eru bornir hinum verstu
sökum. Búskapurinn sé rekinn
með miðaldasniði cg landbún-
aðarframleiðslan sé bæði lítil og
ill%— Bændur séu ölmusulýður,
sem lifi á styrkjum frá hinu
opinbera og jafnvel er gengið
svo langt að halda því fram, að
betra væri fyrir ríkið að hafa
bændafólkið á ómagaframfæri í
bæjunum en að viðhalda hinum
dreifðu byggðum landsins.
í málgagni Sj álfstæðisflokks-
ins, sem ætlað er okkur bændum
til lestrar, hafa nýlega birzt
þrjár greinar um þessi mál og
er höfundurinn héraðslæknir-
inn í Blönduóshéraði. Hefir
hahn áður vakið á sér athygli
hliðstæð skrif. — Greinar þess-
ar hafa hlotið náð fyrir augliti
ritstjórans, Jóns Pálmasonar,
bónda og alþingismanns, og
hann stillir sig ekki um að vekja
athygli á hversu þar sé vel og
fimlega á málunum haldið.
«
Þannig lítur þingmaður okkar
A.-Húnvetninga á einhver þau
verstu sorpskrif, sem birzt hafa
um íslenzka bændastétt og
sannast það sem oftar, að litill
er metnaður hans sem bónda.
Hver tilgangur Kolku læknis
er með þessum skrifum sínum
er ekki gott að segja. Varla eru
þau heppileg til þess að auka
á vinsældir hans og álit í byggð-
arlaginu heldur þvert á móti.
Kolka læknir kemst að þeirri
niðurstöðu.að sú niðurlæging, er
ríki. með íslenzkum bændum,
sé vegna þess, að þeir séu í á-
lagaham! Þeir hafi látið blekkj-
ast til þess að styðja Framsókn-
arflokkinn síðan hann tók við
völdum árið 1927. En þeim
flokki stjórni hinir verstu lodd-
arar, fámenn klíka suður i
henni Reykjavík og svo finnist
nokkrir útsendarar þeirra meðal
bænda, sem teymi stéttarbræð-
ur sína á asnaeyrunum (bænd-
urna með fjósskófluna).
„Félagsbræður ei finnast þar,
af frjálsum manngæðum
lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir, sem
betur mega.“
Svo kvað Bólu-Hjálmar um
samtíðarmenn sína í Akra-
hreppi, en þessar ljóðlínur hafa
komið ýmsum í hug að aflokn-
um lestri á greinum Páls
Kolku.
Sennilegt má teljast, að orsök
þessara greina og annarra hlið-
stæðra í blöðum Sjálfstæðis-
flokksins, sé sú gremja Sjálf-
stæðismanna í garð bænda fyrir
þá auknu mótstöðu og sam-
heldni, er þeir sýni gegn ýmsum
gerðum núv. ríkisstjórnar í
landbúnaðarmálunum.
Kosningar til Alþingis nálg-
ast óðum. Forustumenn Sjálf—
stæðisflokksins munu hafa gert
sér það ljóst, að stefna þeirra í
landbúnaðarmálunum hefir
ekki hlotið vinsældir meðal
bænda. Nærtæka sönnun þess
er að finna í eigirí herbúðum
flokksins. Þess vegna er gripið
til þess sem örþrifaráðs að ausa
upp moldviðri af rógi og blekk-
ingum um þá menn og þau sam-
tök, sem hafa haft forustu í ísl.
búnaðarmálum á því mesta
framfaratímabili, sem yfir þjóð-
ina hefir gengið.
En bændur munu ekki láta
villa sér sýn með slíkum að-
ferðum, heldur svara þeim á
viðeigandi hátt á sinum tíma.
Ljós yfir land og þjóð!
Ljómandi dagur
varpar nú geisla-glóð
glæstur, alfagur.
Ung þjóð og endurskírð
upp rís í morgundýrð.
Frægðar-þrá, móð og mátt
minningar ólu.
Djarfhuga horfir hátt,
hátt, móti sólu.
Alfrelsis örvaboð
eggjandi flýgur.
Sjá, hve við sólarroð
sóknhugur stígur.
Gáfuð og göfug ætt
glöp sín fær yfirbætt.
Frelsi skal fyrst til alls.
— Frelsi er hlotið.
Nú, milli fjöru og fjalls
fullveldis notið.
Við þá verða ekki notaðar múg-
æsingar. Til þess eru þeir of
víðsýnir og fylgjast enda yfir-
leitt vel með gangi þjóðfélags-
mála. Þeir krefjast ekki for-
réttinda fyrir stétt sína, en
munu heldur ekki þola að á
henni sé troðið, og muna skal
það, að bændur hafa ekki
gengið út í harðvítuga stétta-
baráttu að nauðsynjalausu.
★
Nú er mikið talað um „ný-
sköpun“ á landi hér, undir
handleiðslu núv. ríkisstjórnar.
Fest'hafa verið kaup á 30 ný-
tízku togurum til eflingar sjáv-
arútveginum. Þetta er aðeins
nefnt sem dæmi. — En svo hefir
heyrzt, að tvö stærstu og reynd-
ustu útgerðarfyrirtækin, Kveld-
úlfur og Alliance, hafi aðeins
beðið um sitt skipið hvort. Vit-
að er, að skipastóll þessara fé-
laga er úr sér genginn og hefir
auk þess orðið fyrir óhöppum á
stríðsárunum. Mætti því ætla,
að þessi félög hefðu tekið „ný-
sköpuninni" fegins hendi. Svo
virðist þó ekki vera. — Annað
dæmi: Okkur bændum hefir
verið sagt, að flutt hafi verið
inn í landið á stríðsárunum
Enn bíða ærin hér
efni í landi;
hlutverk, sem hæfa þér
hagsýni andi.
Hafið skín himin-vítt.
Hafið er landnám nýtt.
Aðall vor alla stund
enn mun í listum
— þar vaxtast þjóðar-pund,
þar skjóta’ upp kvistum.
ísland, ó móðir mín,
móðirin góða!
Afrek vor, örlög þín
út meðal þjóða
skapa og skipa þér.
Skilji það maður hver.
Hlífi og hlúl þér
hollvættir góðar.
Blessist og búi hér
börn frjálsrar þjóðar!
Sigurður á Arnarvatni.
eins mikið af verkfærum til
lándbúnaðarþarfa, eins og hægt
hefir verið að fá. Þá er hitt vit-
að að þessi innflutningur hefir
hvergi nærri fullnægt eftir-
spurninni. — fjöldi bænda bíð-
ur nú með óþreyju eftir alls
konar nýtízku landbúnaðarvél-
um, auk þess sem hinar gömlu
þurfa endurnýjunar við. — Svo
virðist einnig að þyrfti um tog-
araflotann.
Hvort dæmið bendir svo frek-
ar á það, sem kalla mætti þann
anda, er ríkja skal, um „nýsköp-
un atvinnuveganna?“ Um það
geta lesendur þesarar greinar
sjálfir dæmt, en nú virðist það
æði mikil óskammfeilni af blaði,
sem telur sig málgagn bænda,
að bera fram fyrir lesendur sína
slíkan þvætting sem greinar
Páls Kolku eru, þar sem því er
haldið fram, að verkmenning
bænda sé hliðstæð fjósskóflunni
og þeir búi miðaldabúskap!!
Slíkt verður varla vel þegið
af bændastéttinni og velunnur-
| um hennar og fipar vart þá öru
1 þróun, sem nú á sér stað í
landbúnaðarmálum íslendinga.
Það má heldur ekki verða. —
Um það erum við bændurnir
sammála.
Steingrímur Baidvinsson:
Bændaförin
þingeyska 1945
(Framhald).
Miðvikudagur 13. júní.
Morguninn eftir fengu menn
að sofa eins og þeir vildu og
urðu flestir því fegnir, því
svefninn hafði verið stuttur
síðustu næturnar.
Nálægt dagmálum komu þó
flestir að Búnaðarfélagshúsinu.
Var ekið þaðan um borgina og
nágrenni hennar til að skoða
hið markverðasta, er séð varð í
fljótu bragði, með leiðsögn
ýmsra ágætra Þingeyinga, sem
búsettir eru í Reykjavík. Loks
var farið til Hafnarfjarðar og
dvalið góða stund í Hellisgerði,
hinum sérkennilega og fagra
skrúðgarði Hafnfirðinga.
Einn af gestunum kvað eftir-
farandi vísur um Hellisgerði:
Hér faðmast grjót og gróður
í glæstri samstilling —
og maður horfir hljóður
á hrjóstrin allt í kring. —
Hver bjó sitt Berurjóður
í brúðarskart svo frítt?
Sjá, Hafnfirðinga hróður
ber Hellisgerði vítt.
Hér fæddist Arnar óður,
hér ástin finnur skjól,
hér brosir barn við móður
i blíðri júnísól.
Hér vjixtast vonasjóður.
Á vegum hrauns og sands
legg starf þitt, granni góður,
í gróðurdraum þíns lands.
Síðar um daginn var - gengið
í Hnitbjörg, sem stóðu norðan-
mönnum opin fyrir milligöngu
Búnaðarfélags fslands.
Langa stund gengu menn um
salina og skoðuðu listaverk Ein-
ars. Þótti þó öllum sú stund of
stutt, og munu flestir hafa
heitið því að koma þangað aft-
ur, ef ástæður leyfðu. Mörgum
gestanna voru listaverk Einars
Jónssonar nokkuð kunn af
myndum og gekk því betur en
ella að átta sig á því, sem þarna
bar fyrir augu.
Aldraður bóndi, sem þarna
var, hvíslaði eftirfarandi vísum
að þeim, sem þetta ritar, um
Hnitbjörg.
Hér geymir steinninn stóra
sál —;
í sterkum, mjúkum línum hans
er eins og logi lífsins bál
og lýsi huga manns —,
hann mælir Hávamál.
Hér er lífið sett á svið, '
sorg þess, gleði, strit og ró;
Þú heyrir alda öldunið
frá andans Stórasjó —
og sál þín finnur frið.
Hér er máluð spurn og spá
og spakleg kenning sjáandans,
draumur, allra alda þrá
og æðsta hugsjón manns.
Kom, ó, kom og sjá.
Kl. 19 bauð stjórn B. í. ferða-
fólkinu til kvöldverðar í Odd-
fellowhöllinni.
Boð þetta sat landbúnaðar-
ráðherra, Pétur Magnússon, og
frú hans, Jónas Jónsson alþm.
og frú, ásamt fleiri gestum úr
Reykjavík.
Margar ræður voru fluttar yf-
ir borðum, kvæði flutt og mikið
sungið.
Fyrst ávarpaði Bjarni Ásgeirs-
son, form. B. í., gestina og bauð
þá velkomna. Þá talaði Stein-
grímur Steinþórsson, búnaðar-
málastjóri. Bauð hann ferða-
fólkið velkomið til Reykjavíkur,
og þakkaði því samfylgdina dag-
inn áður, og kvaðst nú jafn-
framt verða að kveðja, bví
næsta dag færi hann norður
um land til móts við vestfirzka
bændur og til fylgdar við þá
í kynnisför beirra austur um
land. Þakkaði hann sveitafólk-
inu fyrir það að taka sig uop
frá búum sinum mitt í vorönn-
unum, til þess að skoða fjarlæg
héruð og kynnast fólkinu sem
bar býr. Minntist hann sér-
staklega elzta mannsins í
hóni ferðafólksin.s, Gunnlaugs
Snorrasonar í Geitafelli, sem er
hát.t. á áttræðisaldri og bolír
ferðalae'ið eins vel oe hver ann-
ar.Óskaði hann að lokum Þing-
eyingum góðrar ferðar og heim-
komu.
Jónas H. Þorbergsson þakkaði
stjórn B. í. boðið og form. þess
hlýleg orð í garð ferðafólksins.
Þá þakkaði hann Steingrími
búnaðarmálastjóra góða forustu
og ánægjulega samfylgd, en allt
of stutta. Óskaði hann honum
og vestfirzku bændunum góðrar
ferðar.-Þá næst töluðu: Jónas
Jónsson alþm., Hallgrímur Þor-
bergsson á Halldórsstöðum, Jó-
hannes Reykdal á Setbergi, frú
Védís Jónsdóttir frá Litlu-
Strönd og Gunnlaugur Krist-
mundsson sandgræðslustjóri.
Friðjón Jónasson á Silalæk las
kvæði og Hildur Baldvinsdóttir
las nokkrar lausavísur.
Sungið var milli þess er menn
fóku til máls og stjórnaði Sig-
fús í Vogum söngnum af mikl-
um skörungsskap. Þegar sungið
var kvæðið: „Blessuð sértu
sveitin mín....,“ var höfundur-
inn kallaður fram og hylltur á-
kaft með almennu lófa.
Að lokum þakkaði fararstjóri
Búnaðarfélagi ísl. og Þingey-
ingafélaginu í Rvík fyrir gest-
risni þeirra og margs konar
aðstoð við ferðafólkið.
Kl. um 23 endaði veizlan.
Mælti þá Bjarni Ásgeirsson
nokkur kveðjuorð til gestanna
og óskaði bændaleiðangrinum
góðrar ferðar.
Margt af Þingeyingum í
Reykjavík safnaðist saman úti
fyrir Oddfellow um kvöldið, til
þess að svipast eftir kunnugum
andlitum í hónnum, sem út kom
úr húsinu. Hitti þá margur
gamlan kunningja! vin eða ætt-
ingja. Var svo gengið um götur
bæjarins í kvöldblíðunni, dáðst
að hinu undurfagra útsýni úr
Reykjavík, rifjaðar upp gamlar
minningar, skipzt á fréttum,
glaðst og notið góðrar stundar.
Fimmtudagur 14. júní.
Næsta dag var lagt af stað
frá Búnaðarfélagshúsinu kl. 7
áleiðis til Þingvalla. Veður var
bjart og milt fyrst um morgun-
inn, en andrúmsloftið þokufullt
og bungbúið.
Við mynni Almannaeiár steiv
fólkið úr bílunum. Þaðan sést
vel yfir þingstaðinn og allt um-
bverfi hans. Benedikt Sveins-
son bókavörðúr hafði verið
fenginn til að leðbeina ferða-
fólkinu á Þingvöllum.
Sýndi hann hinn fræga sögu-
stað og allt umhverfi hans og
benti mönnum á helztu örnefni.
er þaðan sjást. Sá enn til fjalla
oe: hrósuðu menn happi að get.a
séð „fjallið fr’ða,“ sem allir
kannast við af kvæði Jónasar.
Þoka var nú óðum að bireja
austurfiöllin og byriað að ria-na.
Gengið var í fylkingu niður
Almannagiá til Lögberss. Stóð
Benedikt Sveinsson bar í snor-
um hinna fornu lögsögumanna
og talaði til mannfiöldans og
miðlaði honum af sínum mikla
sögufróðleik. Syndi bann mönn-
um hvar frægustu búðir á Þing-
völlum hnfðu staðið. Eftir það
var haldið niður á vellina oe
norður að gróðrarstöðinni, það-
an upp í gjána og að Öxarár-
fossi.
Frá fossinum hélt flokkurinn
austur yfir vellina, sknðaði
Tiárnar, þjóðargrafreitinn,
kirkjuna og Þingvallabæinn.
Myndasmiður frá Reykjavík
■■ók myndir af ferðafólkinu á
Þingvöllum. Birtust sumar
beirra I Morgunblaðinu* daginn
eftir.
Að síðustu var stefnt til „Val-
ballar.“ Þar settust menn í bíl-
ana. Mörgum þótti viðdvölin
belzt til stut.t á Þingvöllum.
Fæstir höfðu komið þangað áð-
ur af þessum hóp, né bjuggust
við að eiga þes.s kost að sjá
bennan sögufræga og fagra
'tað öðru sinni.
Nú var haldið niður með Þing-
vailavatni að austan og stefnt
'ð Ljósafo.ssi. Hafði bæjarstjórn
Reykjavíkur boðið bændaleið-
angrinum að koma þar við og
Mggja góðgerðir.
Þegar þangað kom, voru gest-
unum sýnd hin miklu mann-
virki við fossinn. Fannst öllum
mikið til um þau, svo o£ um
fossinn sjálfan.
í hinum mikla vélasal raf-
stöðvarinnar voru framreiddar
veitingar handa gestunum. Var
all-mikil þröng í salnum. Náði
bó hver því er vildi af hinum
ágæta veizlukosti.
Guðmundur Ásbjörnsson, for-
seti bæiarstjórnar Reykjavíkur,
bauð gestina velkomna með
snjallri ræðu. Þurfti sterkan
róm til bess að heyrast mætti
um salinn yfir vélakliðinn. Þá
flutti frú Guðrún Jónasson,
bæiarfulltrúi, skörul°ga ræðu.
Snéri hún máli sínu fyrst og
fremst til hinna bingeysku hús-
mæðra, er barna voru.
Steingrfmur Jónsson raf-
magnsst.ióri fræddi gestina nm
T.jósafossstöðina og ýmislegt
henni viðkomandi.