Tíminn - 05.02.1946, Side 4

Tíminn - 05.02.1946, Side 4
TÍMINry. þriðjndaginn 5. febr. 1946 4 22. hlað Helgi Benediktsson: f iskiþingið Dánarmlnnmg: Óskar Úlfarsson frá Fljótsdal Eftir Þátttaka útvegsmanna I við- skiptaráði og samninga- nefnd utanríkisviðskipta. „FiskiþingiS skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um, að skipaðir séu fulltrúar frá helztu útflytjendum, svo sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Landssambandi ísl. útvegs- manna og Síldarverksmiðjum ríkisins í samninganefnd utan- ríkisviðskipta og viðskiptaráð." Örðugleikar bátaútvegsins. „Fiskiþingið telur fjárhags- grúndvöll vanta til þess að hægt verði, að óbreyttum aðstæðum, að gera vélbátaflotann út á þorskveiðar í vetur. Telur þingið að útgerðin geti því aðeins haf- izt almennt, að .útgerðarkostn- aður verði með opinberum ráð- stöfunum færður niður til verulegra muna, eða afurðaverð hækkað." Stuðningur við hraðfrystihúsin. „Jafnframt skorar Fiskiþing- ið á ríkisstjórnina og bankana að veita Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna fyllsta stuðning til þess að kaupa eða leigja, eða hvort tveggja, skip til að flytja fram- leiöslu sína á erlendan markað. Einnig að veita öðrum félags- samtökum útgerðarinnar sams konar aðstoð.“ Ráðstöfun framleiðsiunnar. „Fiskiþingið telur sjálfsagt að framleiðsluvörur útvegsins verði ekki seldar á erlendum markaði án þess viðkomandi félagssamtök útflytjenda sam- þykki verðið.“ Áhyggjur Péturs. Pétur Ottesen alþm., kom eitt sinn á fund sjávarútvegsnefnd- ar Fiskiþingsins. Pétur kvað ekki gott í efni með nýsköpun Jóhanns, því hafnarmálaástand landsins væri slíkt, að ef skip þau og sér- staklega vélbátafloti sá, sem verið væri að smíða fyrir ís- lendinga kemur til landsins, þá væri hvergi til nægilegt eða ör- uggt hafnarpláss fyrir þessa flotaaukningu. Jafnframt lýsti Pétur því að búið væri að eyða fyrirfram 3 miljónum af næsta árs hafnarbótafé, og sæi hann ekki annað úrræði, en að taka stórt rikisíán til að byggja höfn eða hafnir til að geyma flotann í. Sveinn Benediktsson taldi sjálfsagt að krefjast stöðvunar á innanlands-bátabyggingum ríkisstjórnarinnar, en Magnús Gamalíelsson benti á, að ef ráð- ist yrði í hinar stórfenglegu og hröðu hafnarbyggingar, sem Pétur vildi láta gera, þá yrði að taka þá fáu og sífækkandi ís- lendinga, sem fiskveiðar stunda, til hafnarbygginga og færu þeir þá aldrei til fiskveiða framar. Ekki er öll vitleysan eins, né skortur á fyrirhyggju. Bölsýni. Einar Sigurðsson, formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, segir svo i skýrslu sinni til hraðfrystihúsanna: „Trú manna á bjargráð hefir veikst, því sumir útgerðarmenn hafa orðið að taka bjargráðalán mitt í „stríðsgróðanum“, sem á- góði næsta árs eða næstu ára, eftir því hvernig gengur, fer til að greiða. Bóndinn gengur á bústofn sinn vegna lítilla heyja og uggir að sér um nýjar fram- kvæmdir, þótt þeirra sé full þörf. Um afurðaverð hans standa há- værar deilur og skoðar nokkur hluti þjóðarinnar þennan þjóð- holla og nauðsynlega átvinnu- rekstur sem ómaga á þjóðar- búskapnum." Enn segir Einar. ' „Fiskimálanefnd leigir svo fjölda „Færeyinga“ meðan verst horfir fyrir frystihúsunum, og tekur fisk i þá og önnur skip, sem frystihúsin höfðu stundum samning um eða höfðu þörf fyr- ir að fá til að halda rekstri sín- um stöðugum. Olli þetta miklum óþægindum og mörgu frystihús- inu stórtjóni." Verðjöfnunargjald. Um það segir Einar: „Verðjöfnunargjald er svo á- kveðið. Útflutningsskipunum er gert að greiða 15% hærra verð fyrir fiskinn en frystihúsunum. Liggur það í augum uppi.hversu vel slíkt misræmi er fallið til að skapa andúð útgerðarmanna og sjómanna á því að selja frysti- húsunum aflann. Kemur þetta þó enn gleggra í ljós nú eftir á. Það er skaðlegt fyrir þennan nauðsynlega atvinnurekstur, ef honum skapast andúð, eins og átt hefir sér stað með landbún- aðinn í sambandi við uppbætur á framleiðsluvörum bænda.“ Niðurstaða Einars. „Vísitalan hefir haldið áfram að þokazt upp. Hún var í árs- byrjun 273 stig og er nú 278 (285). Grunnkaupshækkanir hafa sums staðar átt sér stað. Allt er þetta á einn veg. Takmark fyrir öllu: Verði nú á næsta ári áfram vegið í sama knérunn með framleiðslustöðv- un, lækkuðu afurðaverði, tak- mörkun á framleiðslu, þvingun og hráefnasvelti Fiskimála- nefndar, aðstöðumun flutninga- skipanna, hækkandi vísitölu og kaupgjaldi, þurfa einhverjir ekki um skeihu að binda að ári um þetta leyti.“ Bankaviðskipti útvegsins. Meðan Fiskiþingið stóð yfir, voru útgerðarmenn af Suður- nesjum og víðar gangandi bón- leiö á milli búða bankanna í Reykjavik, um útgerðarlán og fengu litla áheyrn. Uppástunga Finnboga. Finnbogi Guðmundsson vildi láta afhenda útgerðinni, eða nánar tiltekið hinum ýmsu fé- lagasamtökum útvegsins, Út- vegsbankann, og breyta starf- rækslu hans til samræmis við nafn. Fiskveiðasjóður. \ Fiskiþingið var á einu máli um að stefna bæri að því að gera Fiskveiðasjóð að sjálf- stæðri bankastofnun, og taka hann úr stjúpmóðurfóstri Út- vegsbankans. Að vextir af út- gerðarlánum og stofnlánum út- vegsins ættu og yrðu að stór- lækka. Stofnlán þyrftu að hækka. Starfsemi Fiskveiða- sjóðs til útlána ætti að verða víðtækari. Að Fiskveiðasjóði ætti að veitast réttur til gjald- eyrisverzlunar til jafns við Landsbankann og Útvegsbank- ann og að bönkum beri að stilla fyrirgreiðslugjöldum (provisi- onum) í hóf þannig, að þau verði ekki óeðlilegur baggi á út- gerð og verzlun landsmanna. Má það merkilegt teljast af hvaða ástæðum verðlagseftirlit- ið hefir undanfellt að verðleggja þessa starfrækslu til jafns móti hliðstæðum í annarri starf- semi. Aukafiskiþing. Til að reyna að fyrirbyggja að samþykktir þingsins yrðu svefnþorni stungnar, samþykkti Fiskiþingið á síðasta fundi sín- um: „Fiskiþingið felur. stjórn Fiskifélagsins að kalla sáman auka fiskiþing, fái. helztu sam- þykktir mála þessa þings ekki eðlilega áheyrn og afgreiðslu.“ Kosningar. Á Fiskiþinginu rikti almenn óánægja yfir • aðgerðaleysi og undirbúningsleysi mála af hálfu stjórnar Fiskifélagsins. Mun Ól- afur B. Björnsson fyrstur hafa vakið máls á, að ekki yrði kom- izt hjá að skipta algerlega um stjórn félagsins. Tvenns konar sjónarmið. í aðalatriðum skiptust menn í tvo flokka, annar flokkurinn vildi annaðhvort láta endur- kjósa alla stjórnina, eða kjósa eingöngu nýja menn, og þá að- haga vali þeirra þannig, að kosnir yrðu starfandi áhuga- menn i útgerðarstétt, og var Arngrímur Fr. Bjarnason for- mælandi þessa sjónarmiðs, og var Ólafur B. Björnsson búinn að setja fram á einkafundum og í samtölum tillögur um slíka stjórn, og virtust menn þar nokkuð á einu máli. Þó tók Ól- afur þann fyrirvara, sem ekki olli ágreiningi, að einn maður, Laugardaginn 19. f. m. var líkami hans til moldar borinn að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þegar kallið kom, varst þú því viðbúinn. Svo er um þá, sem góðir eru. Óskar var fæddur 27. des. 1889, að Fljótsdal í Fljótshlíð. Af góð- um stofni enda hvers manns hugljúfi. Þegar ég minnist þín, kæri látni vinur, dettur mér í hug, fögur er Hlíðin, enda hefir þaðan margt fagurt komið, svo má einnig ségja um æviferil þinn. Óvíða er eins mikla feg- urð að finna og á æskustöðvum þínum, hin háu fjöll og grasi- grónar hlíðar, syngjandi fossar Þórólfsfell, Þórsmörk, Eyja- fjallajökull og Markarfljót í fögrum skógardal, allt hefir þetta haft að sjálfsögðu áhrif á huga þinn og hjarta. Fátt var þér hugstæðara en að fylgja fólki yfir hin straumþungu vötn Sveinn Benediktsson, kæmi ekki til greina í stjórn. Annar flokk- urinn, undir forustu Sveins, vildi láta framkvæma pólitíska hreinsun, sem hann kallaði, til þess að útiloka Framsóknar- menn og kommúnista frá stjórnarstörfum, og mun hafa getað fallizt á hvern sem væri, ef hann fengi sjálfur að vera með. Kosningaúrslitin urðu svo þau, að gamla stjórn- in var endurkosin, að undan- skildum Ingvari Pálmasyni, og þannig gerð tilraun til þess að koma Fiskifélaginu á vettvang pólitísks dægurþrass, auk þess sem þetta átti að vera hnefa- högg í andlit Framsóknarflokks- ins af hendi meirihluta fulltrú- anna — sennilega í þakkarskyni vegna þess, að Framsóknarfl. er eini flokkurinn, sem hiklaust og afdráttarlaust hefir stutt Fiskifélag íslands á Alþingi. Skrítin niðurstaða. Ef athuguð eru störf Fiski- þingsins og samþykktir, þarf ekki lengi að leita til þess að sjá, að samþykktir þess eru lít- ið annað en stefnuskrá Fram- sóknarflokksins, eins og hún til Þórsmerkur. Þar var sú feg- urð,sem þér fannst vert að sýna Óskar var elztur sinna systkina og var því leiðtogi hinna yngri, hann var eigi gamall maður er hann lagði fram krafta sína til hjálpar föður sínum og systkin- um, en móður sína missti hann ungur. Ég man þá tíð er minnst var á hið gestrisna Fljðtsdals- heimili, hvað börnin væru góð og myndarleg og var það með sanni sagt. Hjálpfýsi þín, Óskar, og góðleiki mun seint gleymast, og hugprýði þín við dauðastríð- ið sýndi bezt, hve trúaður þú varst og í fullu trausti fólst þig Guði. Þín er nú sárt saknað af elskandi systkinum, bróður- dætrum er þér voru svo hug- stæðar, ættingjum og vinum. Minning þín lifir og lýsir sem viti um ókomin ár. var samþykkt á 7. flokksþingi Framsóknarmanna í apríl 1944. Sagan endurtekur sig. í bók sinni íslenzk samvinnu- félög hundrað ára, lýsir Arnór Sigurjónsson því, hvernig sam- vinnusamtökin komu upp svo að segja samtímis á mismunandl stöðum, án þess fyllilega yrðu rakin sambönd á milli hinna ýmsu samtaka stofnana. Sj ávarútvegsmálastefnuskrá Framsóknarflokksins var að vísu á sínum tíma birt í tímariti Fiskifélagsins, Ægi, svo að ekki vantar kynni útvegsmanna né vitneskju um hver hún er, en niðurstaða Fiskiþingsins er fyrst og fremst sú sem raun ber vitni, vegna þess að Framsókn- arflokkurinn hefir einn lands- málaflokkanna, fylgzt með þró- uninni í útvegsmálunum og er þess vegna í samræmi við hið starfandi líf. Jafnrétti þegnanna. Þá er enn ógetið einnar til- lögu, sem allmiklar umræður spunnust út af á Fiskiþinginu. „Fiskiþingið skorar á alþingi, að taka til alvarlegrar athug- unar þá misjöfnu aðbúð þegn- (Framhald á 7. síðu) N. K. Af hálfu Þingeyinga töluðu þau: Jón Sigurðsson Yztafelli, Bergþóra Magnúsdóttir á Hall- dórsstöðúm og Jón Haraldsson á Einarsstöðum. Jón H. Þorbergsson þakkaði fyrir hönd ferðafólksins boð bæjarstjórnar Reykjavíkur og hinar ágætu viðtökur. Var þá Reykjavík hyllt og bæjarstjórn með ferföldu húrrahrópi. Sig- fús í Vogum stjórnaði söngrpm skörulega eins og jafnan. Var söngur þama mikill og fjör- . ugur. Fólkið gat hreyft sig um sal- inn eftir vild. Skiptust menn á gamanyrðum, spjölluðu og hlóu. Fór samkvæmið hið bezta fram og mun fólkið, sem þarna var statt, jafnan bera hlýjan hug til Reykjavíkur og Reykvík- inga. Um þetta var kveðið: Allir lofa Reykvikinga rausn og sanna dyggð: reiddu þeir fram bjóra og „snapsa“ smáa og stóra. Þeir fengu líka ýmislegt sitt bezta úr okkar byggð, já, borgarstjórann sjálfan, að minnsta kosti hálfan. Það gæti verið hyggilegt að halda við oss tryggð: Vér höfum máske efni i fleiri borgarstjóra. Annar kvað: Lifnaði ást við Ljósafoss líkt og bál í þurri sinu. Rak þar líka rembingskoss Reykjavik að dreifbýlinu. Frá Ljósafossi var ferðinni heitið til Geysis. Á leiðinni var stanzað við Kerið í Grímsnesi, en það er gamall eldgígur. Þegar kom að Haukadal, var þar fyrir álitlegur hópur Bisk- upstungnamanna. Fögnuðu þeir komumönnum með söng. Því- næst flutti Þorsteinn Sigurðsson í Vatnsleysu ávarp og bauð Þingeyinga velkomna. Eftir það var gengið upp að Geysi. Hafði Búnaðarfélag Biskupstungna keypt 60 kg. af sápu, sem nú var mokað í hverinn, eftir að vatnið hafði verið lækkað í honum, til þess að fá hann til að gjósa fyrir þingeyska fólkið. Stóð Sigurður Greipsson í Haukadal fyrir þessum fram- kvæmdum. Veður var kalt og hryssings- legt. Töldu kunnugir, að það mundi spilla fyrir gosi. Auk þess hafði hverinn .gosið um morg- uninn, svo útlit fyrir mikið gos var engan veginn álitlegt. Meðan fólkið beið eftir gos- inu, litaðist það um á hvera- svæðinu, sem er víðáttumikið, og er þar margt merkilegt að sjá. Sumir fengu sér hressingu heima í Haukadal. Eftir alllanga bið, tóku að heyrast drunur frá hvernum. Þyrptust allir þangað. Var nú hinn virðulegi öldungur byrjað- ur að spúa ólyfjan þeirri, er honum hafði verið gefin. Stóð gosið lengi, en varð aldrei svo hátt og fagurt sem Geysis- gos geta orðið, enda lagðist stormurinn þungt á vatnssúl- una og spillti henni mjög. Að lokum var skálin tæmd og sá langt niður í kok hversins. Heyrðust þaðan þungar drunur, hvæs og sog, en einstakar vatns- gusur spýttust hátt í loft upp. Fór nú fólkið að tínast frá hvernum og að bílunum, hrifið af mikilleik Geysis og þakklátt Biskupstungnamönnum fyrir rausn þeirra og alúðlegar við- tökur. Var nú stefnt að Laugarvatni, en þar skyldi gist um nóttina. í Biskupstungum voru fánar víða dregnir að hún á bæjum meðfram veginum. Stóð heima- fólk sums staðar úti og veifaði til ferðafólksins. Var þá óspart veifað í bílunum og hugsað hlýtt til hinna smekkvísu og gestrisnu stéttarsystkina í Tungunum. Á leiðinni frá Geysi voru ein- hverjir að tala um hinn óskap- lega kulda meðan beðið var eft- ir gosinu. Varð þá einum að orði: Hátignarlega Geysir gaus, — gladdi það Norðanmenn — en svo var þá kalt, að súlan fraus — og situr þar máske enn. Lítið nutu menn útsýnis þennan dag, því lágskýjað var og sást skammt frá sér seinni hluta dagsins. Margir voru átta- villtir eftir að farið var frá Þingvöllum. Sumir sneru frá þeirri villu í sólskininu daginn eftir, en aðrir læknuðust ekki til fulls, fyrr en tók að halla norður af aftur. Að Laugarvatni kom leiðang- urinn fyrr en áætlað hafði verið. Var kuldinn ag dimmviðrið or-. sök þess. Bjarni skólastjóri bauð komu- mönnum inn i sal einn mikinn. Settust allir þar að kaffiborðum. Bauð skólastjóri gestina vel- komna. Tilkynnti hann, að allir gætu fengið rúm aö sofa í um nóttina, meira að segja gátu um 50 hjón fengið sérherbérgi. Fékk þá Bjarni mörg hýrleg augnatillit víðs vegar úr saln- um. Páll Guðmundsson skáld á Hjálmsstöðum ávarpaði Þingey- inga og las upp nokkrar snjallar hringhendur. Nógur tími var til þess að skoða sig um á Laugarvatni um kvöldið, en þar er margt mark- vert að sjá. Niður við vatnið er Vígðalaug. Þar var heiðnum mönnum breytt í kristna með heilagri skírn eftir kristnitök- una árið 1000. Síðar kom þessi laug við sögu, er lík Jóns bisk- ups Arasonar og sona hans voru flutt þangað og þvegin úr hinu vígða vatni laugarinnar, áður en þau voru færð norður að Hólum til greftrunar. Húsmæðrakennaraskóli ís- lands starfar að Laugarvatni yfir sumarið. Forstöðukona hans, ungfrú Helga Sigurðar- dóttir, bauð öllum gestahópnum að þiggja góðgerðir í skálanum. Tíndust menn þangað í smá- hópum um kvöldið. Framreidd- ur var fjallagrasaábætir og með honum svaladrykkur gerð- ur úr tröllasúru, hvort tveggja hið ijúffengasta. Meðan gestirnir neyttu góð- gerðanna, sungu námsmeyjarn- ar vel samið ljóð, sem ort hafði verið í tilefni gestakomunnar, sjálfsagt af einhverri náms- meynni eða sjálfri forstöðukon- unni. Ungfrú Helga lýsti skólastarf- inu fyrir gestunum, en náms- meyjarnar sýndu þeim mat- jurtagarðana, sem þær annast að öllu leyti sjálfar, skólahúsið, niðursuðuna og áhöld skólans. — Vakti allt þetta mikla hrifn- ingu komumanna. ' Byggingar eru miklar á Laug- arvatni og er sífellt verið að auka þær. Þar var í smíðum hús fyrir íþróttaskóla ríkisins, mikil bygging og fullkomin að.gerð. Ekki þótti búfólkinu staður- inn fullskoðaður, nema komið væri í fjósið, enda hafði Bjarni skólastjóri talað með nokkru stolti um fjósamann sinn og af- rek hans. Fannst og gestunum mikið til um kýrnar og um- gengni alla í fjósinu. Hefir ýfirmaður kúabúsins, sem hér er nefndur fjósamaður, unnið merkilegt starf á stuttum tíma með kynbótum, hagkvæmri fóðrun og allri meðferð kúnna. Milli náttmála og lágnættis fór fólkið smám saman aö tínast til herbergja sinna og njóta hvíldar eftir langah og erfiðan dag, minnugt þess, að farar- stjóri hafði tilkynnt skýrt og skilmerkilega, að allir yrðu að vera risnir úr rekkju kl. 7 að morgni. Þótti sumum það vera harðir kostir, en ekki tjáði móti að mæla. Föstudagur 15. júnf. Ekki þurfti að hvetja menn til fótaferðar morguninn eftir. Þá var veður hiö fegursta og skein sól í heiði. Fagurt var að sjá yfir vatnið og Laugardalinn, en mest hreif menn þó fjalla- sýnin: Hekla, alhvít niður að rótum, glóði eins og demant í dýrum baug, en Tindafjallajök- ull og „Eyjafjallaskallinn gamli“ kepptu við hana um fegurð og mikilleik. Þessi morgunstund á Laugarvatni verður öllum þeim ógleymaríleg, sem hennar nutu. Fólkið brá sér inn í salinn, drakk morgunkaffið óg að vörmu spori út aftur. Brjóst- in hófust, morgunloftið svalt og tært fyllti lungun, augun fylgdu línum landslagsins leiftrandi af hrifningu og teyguðu liti lofts og jarðar. Þannig leiö morguninn. Er líða tók að burtfarartíma, gekk allur gestaskarinn niður að skála Helgu Sigurðardóttur til að kveðja og þakka fyrir sig. Flutti fararstjóri þar nokk- ur kveðju- og þakkarorð, en Helga Sigurðardóttir svaraði með stuttri ræðu. Voru þá sung- in nokkur lög. Heima við héraðsskólann kvaddi Bjarni skólastjóri gest- ina með stuttri ræðu og óskaði þeim góðrar ferðar, en farar- stjóri þakkaði. Voru þá skóla- stjórahjónin hyllt svo og Laug- arvatnsskóli með margföldu' húrra. Eftir það voru sungnir ættjarðarsöngvar, en að lokum hlj ómaði kveðj usöngurinn: „Vegir skiljast....“ Margt Árnesinga kom að Laugarvatni um morguninn og slóst í för með Þingeyingum, til fylgdar um héraðið. Var einn eða fleiri Árnesingar í hverjum bil Norðanmanna, en Þingey- (Framhald á 5. síOu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.