Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 8
KosningaskrLfstota Framsóknarmanna er í Edduhúsinu. Sími 6066. 8 REYKJÆVÍK FRAMSÓKNARMENN! 5 FEBR. 1946 Komíð í kosningaskrifstofuna 22. folað ANNÁL.JL TÍÍBANS Eru foringjar Sjáifst.fiokksins? Grikklandsmálm rædd I Öry^isráðinu. Krafa Rússa um, að Öryggis- ráðið fjallaði um málefni Grikk- lands og dvöl brezka hersins þar, var rædd á fundi ráðsins á föstudaginn. Fulltrúi Rússa deildi all fast á framkomu Breta þar, en Bevin svaraði fullum hálsi. Kvað hann það lítið vin- skaparbragð af Rússum að vísa þessu máli til Öryggisráðsins f stað þess að hefja viðræður um það við Breta sjálfa. Hann sýndi síðan fram á,' að Bretar hefðu eftir megni forðast öll afskipti af innanlandsmálum Grikkja og stutt að því eftir megni, að frjálst lýðveldi kæm- ist þar á. Þá benti hann á dvöl rússnesks setuliðs í Búlgaríu, Júgóslavíu, Ungverjalandi og Rúmeníu. Bretar hefðu ekki vilj- að gera þau mál að umtalsefni í Öryggisráðinu, þótt meiri á- stæða hefði verið til þess en að ræða afskipti Breta af málefn- um Grikkja. Málið hefir enn ekki verið af - greitt frá ráðinu. Brczkur Iier í Japan Samkomulag hefir orðið um það milli Breta og Bandaríkja- manna, að brezkur her taki þátt í hernámi Japans. Fyrstu brezku hersveitirnar fara þangað fljót- lega. _____ Uraniiimiiániiir finnast. í Ástralíu hafa fundist auðug- ustu uraníumnámur heimsins, að því er talið er. i Svarti dauði í Man- sjiiriu. í Mansjúríu hafa komið fyrir nokkur svarta dauða tilfelli. Rússar, sem fara með stjórn í þeim héruðum þar sem veikinn- Skemmtikvöld. Framsóknarfélögin í Beykjavík efndu til skemmtunar í Listanianna- skálanum s. 1. föstudagskvöld fyrir þá, sem unnu á kosningadaginn fyrir B- listanum í kjördeildum, skrifstofu eða önnur störf. Var fullt hús samkomu- , gesta, sem skemmtu sér prýðilega við söng, ræðuhöld og upplestur með- an setið var að kaffidrykkju. Forstöðumaður hófsins hefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi orðsendingu: Vegna þess hve húsrúm var tak- markað fyrir ofangreinda skemmtun var ekki hægt að bjóða nærri eins mörgum og æskilegt var. Þeir, sem unnu fyrir B-listann og rnóske hafa ekki fengið boðskort eru vinsamlega beðnir að láta vita um það í skrifstofu flokksins í Edduhúsinu. Framsóknarvist. Næsta skemmtun Framsóknarmanna í Reykjavík, verður í Listamannaskál- anum n. k. föstudag. Byrjar hún með Framsóknarvist klukkan 8,30. Af því hve mikil aðsókn hefir verið undan- farið að þessum samkomum og margir orðið frá að hverfa vegna rúmleysis, eru Framsóknarmenn, sem sækja ætla þessa skemmtun, minntir á að panta aðgöngumiða sem fyrst i síma 2323. Tvær fyrirsagnir á sjöttu síðu blaðsins í dag hafa ruglazt — þannig að yfir þakkarorð- um Stefáns Sigurðssonar fyrrverandi íshússtjóra stendur Afmæliskveðja, en yfir afmæliskveðju til Eggerts Levý bónda á Ósum stendur Þakkarorð. — Á þessum mistökum er beðiö velvirð- ingar. Sjómannablaðið Víkingur, 1. hefti, 8. árg., er nýkomið út, fjöl- breytt að efni að vanda. — Efni er m. a.: Varðbátakaupin, Áramóta- þankar eftir Ásgeir Sigurðsson. Aukið öryggi, ný tegund skipsbáta, þýddar smósögur, á frívaktinni, bækur, úr vélarúminu o. fl, Farþegar með es. Lagarfossi vestur og norður. og til Oslo: Guðmundur Albertsson, Flateyri. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Siglufjörð. — Skafti Sigurðsson, Akur- eyri. Lárus Jóhannsson, Flateyri. Jón ar hefir orðið vart, hafa gert ít- rustu ráðstafanir til að hefta útbreiðslu hennar. Nýtt lýðveldi. Ungverska þingið hefir sam- þykkt, að Ungverjaland skuli vera lýðveldi. Montgomery fær nýtt embætti. Montgomery marskálkur hefir verið skipaður yfirmaður alls brezka hersins. Ekki er enn ráð- ið hver tekur við herstjóifninni í Þýzkalandi í stað hans. Aðsetursstaður Þjóða- bandalagsins. Nefnd, sem hefir haft til at- hugunar, hvar aðsetursstaður nýja Þjóðabandalagsins skuli vera, hefir lagt til, að hann verði nálægt bænum Stamford, sem er 40 km. frá New York. Danska frelsisráðið klofið. Danska frelsisráðið, er stjórnaði mótspyrnuhreyfing- unni gegn Þjóðverjum, hefir klofnað. Fulltrúar íhaldsmanna og jafnaðarmanna hafa gengið úr því. Klofningurinn virðist stafa af því, aö kommúnistar hafa viljað gera ráðið að póli- tisku tæki fyrir sig. Hirðisbréf páfans. Páfinn hefir nýlega sent hirð- isbráf til katólsku biskupanna í Þýzkalandi. Hann segist sér- taklega votta Þjóðverjum í Berlín og Austur-Þýzkalandi samúð sína, þar sem þeir hafi verið hraktir í stórum stíl frá heimilum sínum. Þá segist páf- inn harma þá niðurlægjandi meðferð, sem margar þýzkar konur, er búa á þessu svæði, hafa orðið að sæta. Karlsson, Akureyri. Þórhallur Þor- steinsson, Akweyri. Katrín Lárusdótt- ir, Akureyri. Hermann Hermannsson, toliv. Nýtt kvennablað, 7.—8. tbl. 6. árg. hefir blaðinu bor- ist. Er blað þetta hið vandaðasta. prentað á góðan pappír og prýtt f jölda mynda. Á forsíðu þess er myhd af verki Einars Jónssonar, er hann nefn- ir Alda aldanna. Auk þess eru ýms- ar greinar og sögur. Aðalfundur félags ís- lenzkra myndlistarmanna var nýlega haldinn. Var þar kosin stjórn félagsins og ýmsar nefndir. — Kosningar fóru sem hér segir: í stjórn félagsins voru kjörnir: Þorvaldur Skúlason, formaður. Jón Engilberts, ritari og Jón Þorleifsson, gjaldkeri. í sýningarnefnd voru kjörnir Ásgrímur Jónsson, Jón Þorleifsson, Þorvaldur Skúlason, Sigurjón Ólafsson og Jó- hann Briem. Þá fór fram kosning 5 fulltrúa til þess að mæta á fundum Bandalags íslenzkra listamanna, og hlutu kosningu þeir: Sigurjón Ólafs- son, Ásmundur Sveinsson, Svavar Guðnason, Jón Þorleifsson og Jóhann Briem. Félagar í Félagi íslenzkra myndlistarmanna, sem nú dvelja hér á landi, eru 36 talsins. Teresia Guðmundsson veðurstofustjóri Frú Teresia Guðmundsson hefir verið sett til að gegna embætti veðurstofustjóra. Þorkeli Þorkelssyni, sem veitt heíir Veðurstofunni forstöðu frá ársbyrjun 1920, hefir verið veitt lausn frá embætti með fullum launum skv. heimild Al- þingis. Frú Teresia er af norsku bergi brotin og vel menntuð. Hún er íslenzkur ríkisborgari, gift Barða Guðmundssyni, þjóð- skjalaverði. (Framhald af 1. síðu) meiri tök en hann þegar hefir fengið.“ Öllu rækilegri landráöaað- dróttun er vissulega ekki hægt að bera neinni flokksforustu á brýn en þá, sem hér er borin á forkólfa Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru hvað eftir annað nefnd- ir landráðalýðurinn og því hald - ið fram fullum fetum, að þeir vinni að því af fullum krafti að svíkja ísland undir erlent stór- veldi. Ætla foring'jar Sjálf- stæðisflokksins að þegja við þessn? Það er vissulega margt, sem mun vekja athygli í sambandi við þessar aðdróttanir Þjóð- Viljans. Það vekur t. d. athygli, að Þjóðviljinn skuli nú fyrst eft- ir bæjarstjórnarkosningarnar minnast á glæpsamlega atburði, er hann telur forkólfa Sjálf- stæðisfl. hafa unnið ’í októ- ber og nóvember í haust. Voru heildsalarnir kannske búnir að fá Brynjólf og Einar til að þegja um þennan verknað sinn og hefðu þeir þagað um hann áfram, ef kommúnistum hefði gengið vel í kosningunum? j Hafa forkólfar kommúnista ekki gert sig grunsamlega með þess- ari löngu þögn sinni, sem þeir rjúfa fyrst eftir óhagstæð kosn- ingaúrslit? Mesta athygli hlýtur það þó að vekja, að Sjálfstæðisflokkur- inn virðist ætla að þegja með öllu við þessum aðdróttunum Fjársöfnun tií barna (Framhald a) 1. síðu) er gjöfum einnig veitt móttaka í skrifstofu Rauða Kross íslands Hafnarstræti 5, Reykjavík. Hér fer á eftir ávarp frá Rauða Krossinum í tilefni þessarar söfnunar. „Samkvæmt bréfum og skýrsl- um, sem stjórn Rauða Kross ís- lands hafa borizt frá erlendum Rauða kross-stofnunum, eru nú miljónir barna á meginlandi Ev- rópu í lífshættu stödd vegna klæðleysis, sjúkleika og lang- varandi fæðuskorts. Er eigi ann- að sýnna en að mikill fjöldi þessara barna muni verða hung- urmorða eða bíða varanlegt tjón á heilbrigði sinni, andlegri og líkamlegri, ef ekki berst stórum aukin og skjót hjálp erlendis frá. Vér íslendingar framleiðum hlutfallslega meira en nokkur önnur þjóð þá vöru, sem flestu eða öllu öðru er líklegri til bjargar þessum nauðstöddu börnum, en það er meðalalýsi. Með hæfilegum dagskammti af lýsi, sem fullnægi bætiefnaþörf - inni og bætir að verulegu leyti úr feitmetisskortinum, nægir ein flaska af lýsi einu barni í nálega tvo mánuði. — Enda þótt stjórn Rauða kross íslands sé það ljóst, að ís- lendingar hafa nú þegar látið allmikið fé af hendi rakna til hjálpar erlendum þjóðum, telur hún sér skylt að beita sér fyrir því, að enn verði gert betur, ef verða mætti til þess að bjarga mörgum bágstöddum börnum frá sjúkdómum eða dauða. StjórnRauða kross íslands vill því beina eindregnum tilmælum til allra íslendinga, að þeir enn leggi nokkurt fé af mörkum, til kaupa á meðalalýsi, sem sent verði hið fyrsta til Miö-Evrópu og úthlutað meðal þurfandi barna, í samráði við Rauða kross-stofnanir viðkomandi landa. Til þess að hjálpin komi að sem mestum og beztum notum, er nauðsynlegt að lýsið verði sent héðan hið allra fyrsta. Er því ákveðið að söfnun fjár skuli hraðað eftir föngum og sé lokið um 20. þ. m. Þess er vænst að íslenzka þjóðin, nú sem fyrr, bregðist vel og skjótt við beiðni um stuðning við mannúðarmál og að skerfur hennar til þessa verði henni til sæmdar og sem flestum nauð- stöddum til bjargar. Þjóðviljans. Slík framkoma úr því, sem komið' er, getur vitan- lega ekki annað en ýtt undir grunsemdirnar. Enginn flokkur, sem veit sig saklausan, getur þagað við slíkum aðdróttunum, og þó allra sízt, þegar þær eru bornar fram af samstarfsflokki í ríkisstjórn, er ætti því að vera öllum hnútum vel kunn- ugur. Það er áreiðanlega krafa þjóðarinnar og þó fyrst og fremst hinna óbreyttu liðs- manna Sjálfstæðisflokksins, að foringjar hans hreinsi sig op- inberlega af þessum iandráða- aðdróttunum og leggi öll gegn á borðið í því máli, sem hér mun átt við, en það er vafalaust beiðni Bandaríkjanna um her- stöðvar hér. Tíminn hefir lengi krafizt þess, að þessi gögn væru lögð á borðið. Forsætis- og utanríkis- málaráðherra hefir jafnan þrjózkast við því. Hér eftir get- ur hann ekki gert það með góðu móti, nema dökkur skuggi falli á hann og flokk hans. Lærdómsríkar npplýs- Ingar um stjórnar- sainviiiiiuiia. En það er fleira í þessu sam- bandi, sem þjóðin þarf að at- huga. Hún þarf ekki sízt af þessu tilefni að gera sér grein fyrir því stjórnarsamstarfi, sem hér er nú. Trúir hún því, að það stjórn- arsamstarf geti verið farsælt og þar muni unnið af mikilli ein- drægni, þar sem smastarfs - flokkarnir keppast við að bera landráöabrigsl hvorir á annan? Treystir hún þeim forsætis- ráðherra, er metur völdin svo mikils, að hann situr áfram, eins og ekkert hafi í skorizt, eftir að annar samstarfsflokk- urinn hefir borið honum og flokki hans verstu landráð á brýn? Halda menn t. d., að Chur- chill hefði látið samstarfsflokk sinn í brezku þjóðstjórninni bjóða sér slíkt? Og trúa menn á lýðræöTsást og heiðarleika þess stjórnmála- flokks, er heldur áfram að styðja þá menn til stjórnarforustu, sem hann telur landráðalýð af lökustu tegund? Halda menn, að slíkur stuðningur sé frekar veittur til að efla álit og veg lýðræðisins eða til að eyðileggja það? Framangreindar aðdróttanir Þjóðviljans, er ein bezta sönnun þess, hvílíkt fúafen spillingar- innar grundvöllur núv. stjórn- arsamstarfs er. Það sýnir eins vel og verða má, að hér hafa ábyrgðarlausir öfgamenn og valdabraskarar skriðið saman vegna stundarhags, og allt ann- að en hagsmunir þesara klíkna er óvirt og einskis metið. Þjóðin þarf að losna við slíka stjórnarsamvinnu. Það er henni lífsspursmál. Hún þarf í næstu kosningum að skapa nægilega öflugan meirihluta frjálslyndra umbótamanna, eins og aðrar þjóðir hafa gert hvar- vetna annars staðar, þar sem frjálsar kosningar hafa farið fram. Skjatdarglíman (Framhald af 1. síðu) 5. Ágúst Steindórsson, H. 3 vinninga. 6. Kristján Sigurðsson, Á. 3 vinninga. 7. Davíð Hálfdánarson, K.R., 2i/2 vinning. 8. Guðm. J. Guðm.son, K.R., iy2 vinning. 9. Ólafur Jónsson, K.R., 0 v. Guðm. Ágústsson vann því í fyrsta sinn hinn nýja skjöld, sem Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður hafði gefið. Þann gamla hafði Guðmundur unnið í fyrra til fullrar eignar. Einnig voru veitt tvenn fegurðarglímu- verðlaun, litlir silfurbikarar. Hlaut Guðm. Ágústsson fyrstu verðlaun og Guðm. Guðmunds- son 2. verðluan. Þá voru Sigurði Hallbjörnssyni veitt heiðurs- verðlaun, silfurbikar, fyrir að Ú R B Æ N U M (jatnla Bíó fbjja Bíc Undir austræmim bimni (China Sky) Hefnd ósýnilog'a iiianiisiiis (The Invisible Man’s Revenge) Eftir sögu Pearl S. Buck. Bandoip Scott, Ruth Warrlck, Ellen Drew. sýnd kl. 5 og 9. Börn innan 16 ára f4 ekki aðgang. Sérkennileg og óvenjulega spennandi mynd. Aðalhlutverk: Jón Hall. Eveiyn Ankers. John Carradine. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sundhöll á Isafirði IjatHatbíó (Framhald af 1. siðu) laugarsalsins er 24XH m. og hæð 5 m. Alls kostaði byggingin 476 þús. kr. Gjafir og vinnuframlög námu 162 þús. kr., framlag bæjarsjóðs, 75 þús. kr. og fram- lag íþróttasjóðs 120 þús. kr. Að láni voru teknar 120 þús. kr, er íþróttasjóður mun greiða. Augun mín og augun jiín (My Love Came Back To Me). Amerísk múslkmynd. Olivía de Havilland Jeffrey Lynn, Eddie Albert Jane Wyman. Sýning kl. 5, 7 og 9. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik SKÁLHOLT (Jómfrú Ragnheiður) eftir Guðmund Kamban anuað kvöld kl. 8 (stimdvíslega). Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 Til félagsmanna KRON Munið að skila arðmiðum yðar frá árinu 1945 fyrir 15. febrúar n. k., því eftir þann tíma verður ekki tekið á móti arðmiðum. Ef einhver félagsmaður hefir eigi fengið bréf um arðmiðaskil, er hann vinsamlega beðinn að gera skrif- , stofu félagsins aðvart fyrir 8. þ.,m. Reykjavík, 2. febrúar 1946. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. \ é Orðsending til garðleigjenda í Reykjavlk. Pöntunum á tilbúnum áburði og útsæði verður veitt móttaka í skrifstofu minni í Austurstræti 10, virka daga frá kl. 10—12 og 1—3, laugardaga 10—12, sími 5378. / Ræktunarráðunautur Reykjavíkur. Byggingarsamvinnufél. Reykjavíkur. SÆNSK HÚS Þeir félagsmenn Byggingarsamvinnufél. Reykjavíkur, sem óska eftir að félagið útvegi þeim tilbúin timburhús frá Svíþjóð í sumar, ef innflutningsleyfi fæst, og sjái um uppsetningu þeirra að einhverju leyti, eru beðnir að skrifa sig á lista, sem liggur frammi á teiknistofu Gísla Halldórssonar arkitekts, Garðastræti 6, daglega kl. 4—6 til 12. febrúar.. — Nokkrar teikningar af til- búnum húsum eru til sýnis á sama stað. Lóðir undir húsin mun félagið fá við Langholtsveg. Félagsstjórnin hafa tekið þátt í Skjaldarglím- unni 10 ár í röð. Glíman fór mjög vel fram, og voru margar glímurnar hinar skemmtilegustu. Aðalkeppnin var milli þeirra nafnanna úr Ármanni. Guðm. Ágústsson var þó vel að sigrinum kominn, og á hann nú orðið óvenju glæsi- legan sigurferil að baki. Áhorfendur voru eins margir og húsrúm leyfði. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.