Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 6
6 TÓIEVW þriðjudagimi 5. febr. 1946 22. blafS ATTRÆÐUR: Dánarmiiming: Albert Kristjánsson bóndi á Páfastöðnm. Jón Pálsson fyrrverandi bnkagjaldkeri. Bændahöfðinginn Albert Kristjánsson á Páfastöðum í, Skagafirði varð áttræður 28. nóvember síðastliðinn. Hann er fæddur á Kotá í Eyjafirði 28. nóvember 1865. Foreldrar hans voru Kristján Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Þau voru af góðu bergi brotin hvað ætterni snerti, eín fátæk munu þau hafa verið. Albert var því alinn upp við þröngan kost á harðbýlu tímabili í-sögu þjóð- arinnar. En á honum sönnuð- ust orð skáldsins: „Þótt vor sé kalt, samt það vekur allt er veit til sigurs, í hjarta manns.“ Æskuvor Alberts mun hafa verið fremur kalt, og erfitt mun honum hafa kynnzt að afla sér þeirrar menntunar, sem hugur hans þráði. Hinn ungi sveinn fékk stafróf skrifað af afbæjar- manni, en þá vantaði skriffær- in, og svo varð hann að basla við að skrifa á spássíur á sendi- bréfum og miðum, sem til féll- ust á heimilinu. Skriftarnámið gekk þó svo vel, þótt aðstæður væru óhægar, að Albert ritar flestum mönnum fegurri hönd. Kom þar strax í ljós smekkvísi hans, listhneigð og vandvirkni, er ætíð síðan hefir einkennt öll hans störf í smáu og stóru. Albert stundaði nám á búnað- arskólanum á Hólum í Hjaltadal og lauk þár prófi vorið 1888. Var þá harðæri mikið á Norður- landi þau ár, er Albert var í skólanum, og aðbúnaður skóla- sveina mundi ekki þykja boðleg- ur námsmönnuin nútímans. Skólasveinar urðu að bera mat- föng til skólahússins á bakinu frá Hofsós til Hóla um vorið, svo voru fannalög mikil að ekki varð hestum við komið. En þrátt fyrir alla erfiðleika mun þó Albert hafa lagt þarna með námi sínu grundvöllinn að sínu merka ævistarfi sem stórbóndi og fyrirmyndar jarðræktarmað- ur og forvígismaður í félagsmál- efnum bænda í sveit sinni og héraði. i Árið 1889 giftist Albert Guð- rúnu Ólafsdóttur, prests að Hvammi í Laxárdal. Faðir hennar var af Skagfirðingum jafnan kallaður séra Ólafur stúdent, vegna þess að hann var lengi sýsluskrifari og mála- færslumaður áður en hann tók prestvígslú. Hann var gáfaður maður og einkennilegur um marga hluti. Guðrún á Páfa- stöðum var stórmerk kona, gáf- uð og skáldmælt, sem faðir hennar, og glæsileg fríðleiks- kona. Þau Páfastaðahjónin voru að andlegu og líkamlegu atgerfi hvert öðru samboðin enda voru þau hjónin í fremstu röð hvert á sínu starfssviði meðan þau lifðu bæði. Frú Guðrún dó 23. janúar 1931. Börn þeirra Páfastaðahjóna eru þrjú á lífi, Ólafur póstaf greiðslumaður og frú Karlotta, bæði búsett í Reykjavík, en yngri dóttir Alberts, frú Lovísa Skagfield er ráðskona föður síns heima á Páfastöðum frá því að móðir hennar dó. Fósturdóttir þeirra Páfa- sta^ahjóna frú Guðrún Péturs- dóttir, sem gift er Steingrími Óskarssyni, býr á Páfastöðum á parti af jörðinni. Það eru eng- in vandræði að hafa tvíbýli á Páfastöðum nú, hvorki hvað snertir húsakost eða jarðargæði. Þótt Páfastaðir hafi alltaf verið talin góð^jörð, þá hefir Albert bætt hana á alla lund og hefir honum .tekizt að fara langt fram úr fyrirmælum ritningarinnar um að láta tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt eða ekkert strá. Jafnan hefir mikið kveðið að Albert 1 öllum félagsmálum og hefir hann notið hins mesta trausts í sveit sinni og héraði. Hann hefir verið formaður Bún- aðarfélags Staðarhrepps lengst af frá stofnun þess. Oddviti sveitar sinnar í mörg ár o. s. frv. En mest félagsmálastarf Alberts er þó á sviði samvinnufélaganna i Skagafirði. Hann er nú einn á lífi þeirra framsýnu og stór- huga brautryðjenda, er stofnuðu Kaupfélag Skagfirðinga árið, 1889 og var hann þá þegar á stofnfundjnum kosinn í ábyrgð- ar og trúnaðarstörf fyrir félagið. ■Alla tíð síðan hefir hann gegnt og haft á hendi fremsta og á- byrgðarmestu trúnaðarstörf fyr- ir félagið, verið í stjórn þess eða annar aðalendurskoðandi þess. í fáum orðum sagt: Albert hefir verið einn af fremstu og traustustu stuðningsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga frá stofnun þess t.il þessa dags. Og að því leyti hefir Albert sérstöðu í hópi forvígismanna kaupfé- lagsins að hann hefir skilað lengstu dagsverki allra vina og stuðningsmanna þess. Á fimhi- tugsafmæli félagsins var hann kjörinn heiðursfélagi kaupfé- lagsins. Var það að vonum og maklegleikum því að enginn hefir átt eins óslitnum vinsæld- um að fagna í sögu félagsins eins og hann. Þá var Albert einnig um langt skeið stjórnarnefndar- maður í Sláturfélagi Skagfirð- inga meðan það félag hafði þýðingu fyrir bændur héraðsins. Albert var og stuðningsmað- ur og lengi endurskoðandi Sparisjóðs Sauðárkróks. En sú stofnun hefir jafnan haft hina mestu þýðingu fyrir héraðið. Árið 1930 var Albert sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Síðan árið 1889 hefir Albert búið á Páfastöðum. Hann hefir alla sína löngu búskapartíð ver- ið fyrirmyndarbóndi. Ábýlisjörð hans ber þess fagurt vitni, bæði hvað jarðrækt, húsabætur og alla umgengin snertir. Jarð- ræktarmaður hefir Albert verið svo af ber og ætíð í fararbroddi skagfirzkra bænda um véla- notkun og útvegun verkfæra og jarðvinnsluvéla. Albert hefir vel vitað að meira vinnur vit en strit og hefir hann því jafnan verið á undan samtíð sinni um nýjar vinnuaðferðir með alls konar verkfærum til þess að auka vinnuafköstin. Þegar bún- aðasaga Skagfirðinga verður at- huguð það tímabil, sem Albert bjó á Páfastöðum, mun honum verða skipaður þar heiðurssess vegna fyrirmyndar búskapar og brautryðandastarfs í jarðrækt og öllum búnaðarháttum, ekki síður en hann hefir hlotið fyrir félagsmálastarfsemi sína og al- menn og alkunnug menningar- áhrif sín í Skagafirði. Albert er gáfaður maður og fjölmenntað- ur af sjálfsnámi og eigin athug- unum. Þótt hann alla sína ævi hafi verið störfum hlaðinn við búskap og margháttuð félágs- störf hefir hann lagt stund á ýmsan fróðleik svo sem stjörnu- fræði. Munu þeir bændur vera fáir, er það hafa gert, frá því að Jón í Þórormstungu var uppi. Albert hefir sagt mér, að ekkert hafi sér þótt fegurra og tignar- legra en heiðríkur stjörnuhim- in á kyrru vetrarkvöldi. Þar hefir fegurðarþrá hans og víðsýni notið sín til fulls, og svalað sér við lindir hins tæra víðsýnis. Annars einkennir prúð- mennska Alberts, vandvirkni og smekkvísi öll hans störf og á ævikveldinu er honum rétt að líta yfir farinn veg frá því að hann var umkomulaus og fá- tækur drengur. Sannarlega hef- ir hann tekið virkan þátt í við- reisnarstarfi lands og þjóðar með sínu merka og heillaríka ævistarfi. En við vinir hans sendum honum heillaóskir á áttræðis- afmælinu og vottuðum honum virðingu okkar og þakklæti fyr- ir öll hans miklu menningar- störf. Sigurður Þórðarson. Stúlkur óskast til fiskflökunar eft- ir áramótin. Hátt kaup, frítt húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja í dag er til moldar borinn gagnmerkur maður, Jón Pálsson fyrrum bankaféhirðir, og vildi ég mega minnast hans með fá- um orðum. Hann var einn hinna merku 7 bræðra frá Syðraseli við Stokkseyri, fæddur 3. ágúst 1865, sonur hinna velþekktu hjóna, Páls Jónssonar og Mar- grétar Gísladóttur. Allir voru þeir bræður mestu atgervis- menn til sálar og líkama, og eru þeir nú allir látnir, Jón var sá síðasti. Ég heyrði, er ég var ungling- ur, um þá talað, og ekki sízt Jón, sem fyrirmynd ungra manna þar eystra, svo að af bar. Á yngri árum stundaði Jón alla algenga vinnu til sjós og lands, en jafnframt því aflaði hann sér hagnýtrar þekkingar í ýmsum fræðigreinum, svo að hann mátti snemma telja fjöl- menntaðan mann, þó ekki væri hann skólagenginn. Söngur og hljóðfærasláttur var víst eitt hið kærasta viðfangsefni hans, eins og fleiri þeirra bræðra og afkomenda þeirra, og varð hann organisti við Stokkseyrarkirkj u eftir lát Bjarna bróður síns, hins mikilhæfa manns, er drukknaði í Þorlákshöfn 24. fe- brúar 1887 ásamt Páli föður þeirra. Jón var einnig organisti á Eyrarbakka, og við Fríkirkjuna hér í Reykjavík. Fyrstu veruleg kynni mín af honum hófust við sjóróðra í Þorlákshöfn, þar réri hann tvær vertíðir, og var þar eins og annars staðar, talinn svo glæsilegur ungur maður, að allir vildu binda við hann fé- lagsskap og vináttu. Ungur að aldri byrjaði hann barna- og unglingakennslu, og var talinn ágætur kennari. Var hann og verzlunarmaður á Eyrarbakka við LefoliáVerzlun um ■ allmörg ár, og í stjórn og starfsmaður Sparisjóðs Árnessýslu á Eyrar- bakka um nokkur ár, eða þar til hann flutti til Reykjavíkur, og ýmsum fleiri störfum í al- menningsþarfir gegndi hann^ eystra við ágætan örðstír. Jón lagði, jafnframt störfum sínum, mjög mikla stund á að safna ýmsum fróðleik þjóðlegum, og átti hann orðið geysi mikið safn af ýmsu tagi, (kom út á síðasta ári lítið sýnishorn af því, sem verður vafalaust í framtíðinni auðug gullnáma fyrir fræði- menn). Hann vildi alls staðar og ávallt stuðla að aukinni menn- ingu, og komust fyrir forgöngu hans fyr og síðar á, mörg gagn- leg félagssamtök. Hafði hann sérstakan áhuga og hæfileika til slíkra hluta, og nutu öll þau samtök hinna ágætu starfs- krafta hans í ríkum mæli. Allir smælingjar, menn og málleys- ingjar, og síðast en ekki sízt, fuglarnir, áttu einlægan vin þar, sem Jón var. Fuglalífið hér við Reykjavíkurtjörnina ætti sann- arlega að verða honum veglegur minnisvarði, því það er honum allra manna mest að þakka, að margir hafa ánægju af því, á fögrum frídögum, og er óskandi, að einhver taki upp það fagra og ' göfuga merki, eftir hinn fráfallna ágæta mann. Opinber störf Jóns hér eru svo alkunn, að ekki skal farið út í að rekja þau, enda verður þeirra vafalaust getið af öðrum, sem kunnugir eru, en mannkostir hans, tryggð og heilræði, munu ekki gleymast þeim, er svo voru lánsamir, að eignast yináttu hans, og minnist ég margra ánægjulegra samverustunda við hann, bæði í félagsskap og á heimili þeirra ágætu hjóna. Hann var kvæntur Önnu Adólfs- dðttur frá Stokkseyri, og voru þau hjónin samhent og sam- valin í öllu góðu og gagnlegu starfi yfir 50 ára skeið, (áttu 50 ára hjúskaparafmæli á síð- astliðnu hausti). Þau eignuðust ekki börn, en tóku til fósturs börn um lengri og skemmri tíma, og tvö systkin, pilt og stúlku, tóku þau til fósturs kornung, er þau höfðu misst móður sína úr spönsku drepsótt- inni, sem gekk hér 1918. Jón Pálsson hefir nú lokið hér í heimi góðu og gagnlegu starfi, og er lagstur til hvíldar eftir langan ævidag, en ég trúi því, að hann muni þegar vera vakn- aður — eða vakna upp ungur einhvern daginn, með eilífð glaða kringum sig — í æðri heimi, og þar muni margir þeir fagna honum, sem hann hefir veitt velgerðir og heilræði hérna megin, og mér þykir jafnvel lík- legt, að fuglarnir muni taka á móti honum með himneskum fögrum fagnaðarsöngvum. Þeir, sem ennþá hafa fengið gjald- frest á skuldinni, er allir eiga að borga, minnast hans með virðr ingu og þakklæti, fyrir gott og gagnlegt ævistarf, og munu trúa því, margir staðfastlega, að þeir muni finna Jón aftur, ungan, áhugasaman og fúsan til að leiðbeina þeim á brautum æðra lífs. Farðu vel vinur í fegri heim. Reykjavík, 1. febrúar 1946. Sigurður Þorsteinsson. Afmæliskveðja Með línum þessum vil ég þakka Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga fyrir þá margvís- legu hjálp, sem það hefir látið mér í té, allan þann tíma, sem ég hefi verið veikur, og frá vinnu um hálfs árs skeið. En þrátt fyrir veikindaforföll mín hefir það greitt mér full laun og gefið mér þar að auki 10.000,00 krónur, þQgar ,ég var ekki fær um að taka við starfi mínu aftur. Alveg sérstaklega vil ég þakka fyrrverandi húsbónda mínum, Jóni Árnasyni fram- kvæmdastjóra, fyrir allt það, er hann hefir fyrir mig gert öll þau ár, sem ég hefi starfað hjá honum og undir hans stjórn, því mun ég aldrei gleyma, en bið góðan guð að launa honum og Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga fyrir allt það er hann og það hefir fyrir mig gert. Stefán Sigurðsson fyrrverandi íshússtjóri Ctbreiðið Tlmann! Þakkarorð Þegar merkisbóndinn Eggert Leví að Ósum varð 70 ára á síð- astíiðnum vetri, fékk hann þess- ar vísur frá Birni Friðrikssyni í Reykjavik: Sjötug þegar sigld er leiðin, sæmdur vinhug granna merkra, öll með borðum sköruð skeiðin skjöldum þinna nytjaverka. i Veiti byrinn varma að geði, vel þér dugi röng og benda. Fermdri heil^u, gæfu, gleði, gnoðinni sigldu á leiðarenda. Hestur í óskilum Brúnn hestur, með stórri stjörnu í enni, taminn. Mark: sýlt hægra, er í óskilum að Högnastöðum, Þverárhlíð, sími Norðtunga. Eigandinn gefi sig fram sem fyrst. Islendingar! Skiptið við kaupfélögin. Það er bezta tryggingin fyrir vörugæðum og sanngjörnu verði. Samband ísi samvinnufélaga % Veltuskattur Samkvæmt sérstakri heimild tilkynn- ist hér með, að frestur til að skila skýrslum um veltuskatt 1 Reykjavík framlengist til 10. febrúar næstkom- andi. Skattstjórinn í Reykjavík ÁTTRÆÐUR: Hólmgeir Jensson dýralæknir. í fyrrakvöld heyrði ég þess getið í útvarpinu, að gamall sveitungi minn einn ætti átt- ræðisafmæli þann dag, — heil- steyptur fulltrúi þeirra merki- legu manna, sem uxu úr grasi á árunum kringum þjóðhátíðina 1874, brutust úr fátækt að heim- an til þess að leita sér mennt- unar og frama, en sneru aftur heim í sveit sína, fullir af áhuga til umbóta, færðu með sér nýja menningarstrauma og gerðust forustumenn í hinni merkilegu framsókn þjóðarinnar beggja megin síðustu aldamóta. Maður þessi er Hólmgeir Jensson dýralæknir. Hólmgeir fæddist á Kaldá í Önundarfirði 13. janúar 1886, en þar bjuggu þá foreldrar hans Jens Jóhannesson og Þorkatla Bjarnadóttir. Foreldrar Jens voru ■ Jóhannes úr Vífilsmýrum, Jónssonar á Efstabóli, Ásmunds- sonar í Hjarðardal, Jónssonar, — og Guðrún Jónsdóttir á Kirkjubóli í Korpudal, Oddsson- ar á sama stað, Jónssonar, en móðir Guðrúnar var Sigríður Hákonardóttir á Arnarnesi í Dýrafirði, systir Brynjólfs á Mýrum. Foreldrar Þórkötlu, móð ur Hólmgeirs, voru Bjarni í Tungu í Önundarfirði Jónsson á Gelti í Súgandafirði, Bjarnason- ar, — og Herdís Narfadóttir frá Hvítanesi við ísafjarðardjúp. Má af þessu sjá, að þetta ætt- fólk hefir um langan aldur verið tryggt við sína heimahaga. Hólmgeir ólst upp með for- eldrum sínum, en missti ungur föður sinn. Rúmlega tvítugur að aldri fór hann í skólann í Ól- afsdal, sem Torfi Bjarnason hafði stofnað þar 1879, eins og kunnugt er. Var Torfi óvenju- mikill áhugamaður um allt, sem laut að framförum þjóðarinnar, og skóli hans hin merkasta stofnun. Hafði Hólmgeir mikil not af veru sinni í Ólafsdal, því að þar víkkaði sjónhringur hans og meðfæddir hæfileikar hans og áhugi beindust inn á heilla- vænlegar brautir. Nokkru eftir að Hólmgeir kom frá Ólafsdal, gerðist hann og þrír aðrir ungir menn í Önund- arfirði frumkvöðlar að því, að þar var árið 1894 stofrjað félag, sem hlaut nafnið Vonin, og mun Hólmgeir hafa átt frumkvæðið. Félag þetta var hvort tveggja í senn, málfundafélag og almennt menningarfélag. Er það enn við lýði og hefir unnið mikið starf og merkilegt. Má rekja flestar menningarlegar framfarir þar í sveit á síðustu fimmtíu árum til Vonarfélagsins, beint eða ó- beint. Starfaði Hólmgeir mikið í félaginu á fyrstu árum þess. Haustið 1895 fór Hólmgeir til Noregs og lagði þar stund á dýralækningar. Kom hann heim vorið eftir, svo að náms- tíminn hefir ekki verið langur, en hitt er óhætt að fullyrða, að nemandinn hefir ekki legið á liði sínu þann tíma. Er það mála sannast, að Hólmgeir lærði furðu mikið í dýralækningum, og tók hann að stunda þær þeg- ar heim kom. Stundaði hánn þær síðan jafnframt búi sínu, því að hann kvæntist haustið 1896 og reisti bú á Vöðlum ár- ið eftir. Kona hans var Sigríður Halldórsdóttir á Vöðlum, systir Jóns húsgagnasmíðameistara í Reykjavík, sem nú er látinn fyr- ir fáum árum, Sigríður var hin merkasta kona, og minnist sá, er þetta ritar, margra góðra og glaðværra stunda, sem hann hefir átt á heimili þeirra Sigríð- ar og Hólmgeirs, hjá þeim og börnum þeirra, en þaú eru fjög- ur: Jens, skrifstofustjóri í Reykjavík, Þorbjörg, gift kona á ísafirði, Elín, húsfreyja á Þórustöðum í Önundarfirði, og Þorkatla, ógift. Hólmgeir bjó nokkur ár á Vöðlum og síðan í Tungu (1904 —1908), en vorið 1909 flutti hann að Þórustöðum í Önundar firði og bjó þar til 1930, að hann sleppti jörðinni við tengdason sinn, Jón Jónsson. Er það mikið verk, sem Hólmgeir kom í fram- kvæmd á Þórustöðum, jafnhliða því, sem hann stundaði dýra- lækningarnar, en þeirra vegna varð hann oft að yera fjarvist- um frá heimili sínu lengri eða skemmri tíma. Var Hólmgeir brautryðjandi í ýmsum búnað- arframkvæmdum í sveit sinni. Auk túnræktar kom hann á fót myndarlegri áveitu á landi sínu. Hann varð fyrstur önfirzkra manna til þess að fá sér sláttu- vél, og vothey verkaði hann fyrr en aðrir þar um slóðir. Mætti fleira til nefna, er sýndi, hve vakandi Hólmgeir var jafnan um allt það, er til hagsbóta- stefndi í búskapnum. Síðustu árin hefir Hólmgeir átt heima á Flateyri. Þessi átt- ræði vormaður er enn ungur í anda, hýr á svip og glaðvær að hitta. Hafnarfirði, 15. janúar 1946. Ólafur Þ. Kristjánsson. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Þlð, aem I drelfbýllnu búlð, hvort heldur er við s1ó eða í svelt! Minnist þeas, að Tlminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunnlngjum ykkar blaðið og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrlf- endur. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.