Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.02.1946, Blaðsíða 7
22. hlað TÍMIM, hriðjjutlaginn 5. fcbr. 194G Fyrirlestrarstarfsemi samvinnumanna Flutningur fyrirlestra er gam- all og nýr þáttur í menningar- viðleitni þjóðanna. Heitir bar- áttu- og hugsjónamenn tóku hana snemma í þjónustu sina til að kynna alþýðunni nýjar stefnur og nýjar kenningar sem þeir báru mjög fyrir brjósti og vildu allt til vinna að næðu vin- sældum og áhuga almennings. Starfsemi þessi fluttist einnig hingað til lands á vakningarár- unum og tók sambandið hana í þjónustu sína svo að segja strax og öðru grundvallarstarfi var lokið. Árið 1911 hóf Sigurður Jóns- son í Yztafelli fyrstu fyrirlestr- arferðirnar á vegum sambands- ins. Hafði hann hlotið til þess styrk nokkurn frá Alþingi og þræddi nú fyrst síðari hluta vetrar þá á'tján staði á Norður- landi, sem fjölmennastir voru og líklegastir í þessum tilgangi að hans dómi. Flutti hann boð- skap sinn hvorki meira né minna en 31 sinni við mikla aðsókn, t. d. sjö sinunm að Hólum í Hjaltadal, fjórum sinn- um á Sauðárkróki, þrisvar í gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og jafn oft í Húsavíkur- kauptúni. Meðalfjöldi áheyr- enda var um 90 manns á hverj- um stað en heildartalan skipti hins vegar þúsundum. Bar eink- um tvennt til um slíka aðsókn, að maðurinn var í bezta lagi máli farinn og hlustendur heyrðu veruleikakenndina af vörum þessa frömuðar, sem sjálfur hafði stýrt og stjórnað raunverulegum samvinnu- og kaupfélagsmálum um áraskeið. Þrjú næstu árin hélt Sigurð- ur ferðunum áfram og lagði nú leið sína til þeirra landshluta, sem afskiptir höfðu orðið hin fyrstu missiri. 1913 var hann t. d. í Borgarfirði syðra og Eyja- firði, 1914 á Suðurlandi og 1915 á Fljótsdalshéraði og víðar. Einnig dvaldist hann um hríð á Hvanneyri, er þar var haldið bændanámskeið, og fór jafnvel allt suður til Hafnarfjarðar ár- ið 1914, þar sem hann talaði sex sinnum fyrir bæjarmenn. Voru fyrirlestrarnir þá orðnir 107 alls eftir fjögur ár og höfðu verið fluttir á 70 stöðum í sveitum og sjávarþorpum. Sigurður í Yztafelli var merkilegur brautryðjandi í fyr- irlestrastarfsemi samvinnu- manna og óvenjulega vinsæll gerðist hann á þeim fáu ár- um, er hann eyddi orku sinni til að uppfræða landslýðinn, jafn- vel I hinum afskekktustu þorp- um og sveitum. Má það ekki sízt þakka vali efnisins, sem alls ekki var eingöngu bundið við samvinnumálin, heldur miklu fremur hvers kyns félagsstarf- semi og stefnur, sem samtíðin var að skapa og taka í þjónustu sína, í staðinn fyrir hið gamla og úrelta. Er í því sambandi ó- 'hiögulegt að meta og kanna á- hrif þau, sem hann kann að hafa haft á vaxandi félags- þroska og skoðanagrundvöll fjölda fólks viðs vegar í land- inu, einmitt þegar stjórnmála- lífið lá í deiglunni, þegar þjóð- in var að hrista af sér síðustu deyfðina og gamla fúna hlekki framandi manna. Eftir að Sigurður hætti ferð- um sínum, lá fyrrilestrastarf- ! semin niðri um langa hríð. En veturinn 1921—1922 fór Bene- dikt Gíslason á Egilsstöðum landveg frá Reykjavík suður og •austur og hélt fundi og fyrir- lestra í kaupfélögunum á Suð- j austur- og Suðurlandi. Styrkti Sambandið hann nokkuð til I þeirra ferða, enda gaf hann stjórninni síðan skýrslu um ár- j angur allan. Næstu skref á þessum vettvangi voru fyrir- lestraferðir Jóns í Yztafelli, son- ! ar Sigurðar, víðs vegar um land Á víðavangL (Framhald af t. tiOu) skipta þjóðinni eingöngu 1 tvær fjandsamlegar fylkingar, mun því reynast, að þeir eru að vinna vonlaust verk. Heilbrigð hugs- un kjósendanna verður þeim of- jarl. En vissulega ættu þessir menn ekki að látast á sama tíma eins og þeir vilji efla frið og samheldni með þjóðinni, því að ekkert ér líklegra til stórfelldra og háskalegra deilna en að þjóðin skiptist I tvær fjandsam- legar fylkingar og enginn þriðii aðili sé til, er geti borið klæði á vopnin, þegar mest skerst í odda, og þrætt þann meðalveg, sem er líklegastur til sátta í þjóðfélaginu. árin 1924—1927, t. d. á Suður- láglendinu, um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur og sveitirn- ar við Breiðafjörð, allt norður á Strandir. Auk þess má hér nefna 16 fundi, sem sami maður hélt á líkum slóðum árið 1934. Samsýslungi Jóns, Sigurður skáld á Arnarvatni, tók upp starfa hans sama ár og hann hætti og ferðaðist um Borgar- fjörð árið 1927, að tilhlutun samvinnumanna þar. 1929 flutti hann samvinnuerindi á Búnað- arnámskeiðum norðanlands og 1930 í Norður-Þingeyjarsýslu, á Austfjörðum og allt suður á Rangárvelli. Loks hélt hann svo tíu fundi um samvinnumál I Múlasýslum árið 1934. Ekki fara sögur af fyrirlestra- ferðum Sambandsins næstu fimm árin eftir þetta. En 1940 flutti Ragnar Ólafsson, þáver- andi lögfræðingur og eftirlits- maður stofnunarinnar, fyrir- lestra á búnaðarnámskeiðum norðanlands og einnig á aðal- fundum þriggja sambandsfé- laga á Suðurlandi. Voru það síðustu framkvæmdirnar i málum þessum, þar til fræðslu- og félagsmáladeildin var stofn- uð, en hún hefir síðan gert skipulegar áætlanir um fyrir- lestraflutning og látið fylgja þeim í sambandi við kvik- myndasýningar, aðalfundi kaup- félaganna og aðrar samkomur samvinnumanna. Eftir fiskiþingLð (Framhald af 4. slSu) c anna, sem nú ríkir hér á landi og ágerzt hefir undanfarin ár vegna ýmissa aðgerða löggjaf- arvaldsins. Samkvæmt ákvæð- um stjórnarskrárinnar, ættu allir landsbúar, hvar sem þeir eru búsettir, að hafa jafnan rétt aðbúð og aðstöðu, en í fram- kvæmdinni eru svo miklir mis- brestir um þetta, að telja má þjóðfélagið í alvarlegri hættu, ef slíku fer fram.“ Fyrir þessu var gerð svolát- andi grein: Ofanrituð ályktuð er borin fram til þess að hreyfa við þeirrl misskiptingu almennra og sam- eiginlegra lífsgæða þegnanna, sem skapazt hefir með eða fyrir aðgerðir löggjafarvaldsins, eink- um nú síðari árin, og má þangað að vorri hyggju, reka margar þær misfellur og meinsemdir, sem nú þykja ískyggilegastar. Skulu nefnd örfá dæmi til skýr- ingar. 1. Fyrst skal á það minnzt, hvernig fjármagnið í æ vaxandi mæli er tekið frá landsbyggð- inni og flutt til Reykjavíkur og ávaxtað þar, svo er t. d. um tryggingargjöld sjómanna og útgerðar, brunabótagjöld o. fl. o. fl. Jafnvel þar, sem bankaúti- bú starfa, eru öll áðurnefnd gjöld, svo og skattar og auka- tekjur ríkissjóðs, flutt til Reykja víkur. Með slíku háttalagi eru byggðarlög utan Reykjavíkur rúin eðlilegu fjármagni og um leið er Reykjavik gerð að alls- herjarmiðstöð fyrir fjármagn allrar þjóðarinna og er það eðli- legt, að fólkið leiti þangað á eftir. 2. Verðbólgan hér á landi er öllum ljós, og mun flestum kunnugt, að ekki óverulegur hluti hennar er nú þegar háður svonefndum svörtum markaði, sem ekki kemur fram í vísitölu- útr^ikningnum. Til þess að jafna afleiðingar verðbólgunnar hefir verið tekinn upp vísitölu- útreikningur. Eru fullar líkur til, að það fyrirbrigði eigi sér ’engri aldur en menn héldu í öndverðu. Vísitalan er nú reikn- uð út samkvæmt verði ákveð- inna vörutegunda í Reykjavík. en gildir fyrir allt land, enda þótt vitað sé, og viðurkénnt með verðlagsákvæðum, að nauðsynja vörur almennings eru dýrari út um land en í Reykjavík. Með bessu er skapað misrétti þegn- anna, sem enginn hefir hreyft hendi til þess að laga, og má það furðulegt teljast. Enn furðulegra er þó það, að lög- gjafarvaldið hefir ákveðið, að opinber framfærslueyrir barna- og gamalmenna og öryrkja utan Reykjavíkur er ákveðinn lægri en framfærslueyrir barna, gam- almenna og öryrkja í Reykjavík. 3. Lífsgæðin eða lífsþægindin á hverjum stað í landinu eru raunverulega framkvæmd með sameiginlegu fjármagni þjóðar- innar, svo sem raforkuveitur, hitaveitur o. fl. Af eðlilegum á- stæðum koma slíkar fram- kvæmdir fyrst þar sem fjöl- mennið er mest, en auk þess, sem hin smærri og dreifðari byggðarlög mega oftast lengi bíða slíkra gæða, verða þau að greiða mikið hærra verð fyrir notkun þeirra. Hér er enn nýtt misrétti, sem stuðlar að því, að 'andsfólkið flytji meira á einn stað eða örfáa staði en æskilegt væri. 4. Framanritað eru nokkrir aðalpunktar, sem valdið hafa vaxandi flutningum fólks úr dreifbýlinu. — Til þessa hafa fólksflutningar aðallega verið úr sveitum landsins, en nú þeg- ar ber á þessu sama í ýmsum kaupstöðum og verstöðvum landsins, og svo er komið, að náttúrugœði og fiskiauðlegð ýmissa staða verða ekki notuð, nema að nokkru, sökum fá- mennis. Flutningsmenn telja, að hér sé um svo þýðingarmikið og merkilegt mál að ræða, að þvi verði að hreyfa, þótt fiskiþingið hvorki hafi tima né tækifæri til úrlausnar þessu máli, gæti álit þess haft áhrif á viðhorí löggjafans til þessara vanda- mála. Flutningsmenn þessarar til- lögu voru: Helgi Benediktsson, Arngr. Fr. Bjarnason, Valtýr Þorsteinsson. Margeir Jónsson, Guðm. Einars- son, Arnþór Jenssen, Guðm. Guðmundsson, Þ. Einarsson." Sveinn fær kast. Tillaga þessi, sem er ekki ann- að en tilmæli um athugun á þjóðfélagslegu vandamáli var lögð fram á fiskiþingi 28. nóv. 7 Nýtt hefti af TÍMARITI MÁLS OG MENNINGAR flytur m. a. ritgerðir eftir Jón Helgason prófessor, Hallðór Kiljan Laxness, Pálma Hannesson, Gils Guðmundsson, minningarljóð um Sigurð Thorlacius skólastjóra, eftir Jóhannes úr Kötlum, kvæði Överlands, er hann flutti í haust við setningu háskólans í Osló, smásögu eftir Halldór Stefánsson, ritdóma o. fl. Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja heftisins í Bókabúð Máls og menningar. MÁL OG MEMDiG, Laugavegi 19. — Simi 5055. / ANSUTBOÐ Byggingarsjóður verkamanna hefir ákveðið að bjóða út 2 handhafaskuldabréfalán, annað að upphæð 2.300.000 kr., hitt að upphæð 1.200.000 kr. Verður andvirði þeirra, samkvæmt gildandi lög- um um verkamannabústaði, notað til útlána til byggingarfélaga í eftirtöldum kaupstöðum og kauptúnum landsins: Reykjavík, Patreksfirði, Bolungarvík, Húsavik, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Búðahreppi, Djúpavogi, Eyrarbakka, Keflavík og Hafnarfirði. Til tryggingar lánunum er skuldlaus eign Byggingarsjóðs, ábyrgð ríkissjóðs og bakábyrgð hlutaðeigandi bæjarfélaga og sveitarfélaga. Annað lánið, að upphæð 2.300.000 kr., endurgreiðist á 42 árum (1948—1989) og eru vextir af því 4% p. a. Hitt lánið, að upphæð 1.200.000 kr., endurgreiðist á 15 árum (1948—1962) og eru vextir af þvi 3%% p. a. Bæði lánin endurgreiðast með sem næst jöfnum afborgunum eftir hlutkesti, sem notarius pu- blicus framkvæmir í júlímánuði ár hvert. Gjalddagi útdreginna bréfa er 2. janúar, I fyrsta sinn 2. janúar 1948. Vextir greiðast eftir á, gegn afhendingu vaxtamiða, 2. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 2. janúar 1947. Innlausn útdreginna bréfa og vaxtamiða fer fram hjá Landsbanka íslands. Skuldabréf 4% lánsins eru að fjárhæð 5.000 kr., en skuldabréf 3y2% lánsins eru að upphæð 2.500 kr. Þriðjudaginn 5. þ. m. og næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrlfa sig fyrir skulda- bréfum í Landsbanka íslands, Reykjavík Skuldabréf beggja lána eru boðin út á nafnverði, en bréf 15-ára lánsins fást aðeins keypt í sambandi við kaup á bréfum lengra lánsins. Kaup á síðarnefndu bréfunum gefa rétt til kaupa á bréfum styttra lánsins allt að helmingi þeirrar upphæðar, sem keypt er af bréfum lengra lánsins. Kaupverð skuldabréfa greiðist Landsbanka íslands um leið og áskrift fer fram, gegn kvittun, sem gefur rétt til að fá bréfin afhent þegar prentun þeirra er lokið. — Skuldabréfin bera vexti frá 1. apríl 1941 og fá því kaupendur þeirra greidda vexti frá greiðsludegi bréfanna til þess dags. Reykjavík 2. febrúar 1946. Stjórn Byggingarsjóðs verkamanna Magnús Siíínrösson. Stefán Joli. Stefánsson. Guðlaiigur Rósinkranz. Arnfinnur Jónsson. Jóhann Ólafsson. og tekin á dagskrá 30. s. m. Þingmenn höfðu þannig haft ríflean tíma til að athuga til- ’.öguna. Arngrmur F. Bjarnason hafði framsögu fyrir tillögunni með stuttu og greinargóðu yfir- iti um viðhorf og útlit. Sveinn Benediktsson hafði sem oft mdranær lítinn tíma gefið sér til fundarsetu daginn, sem til- lögunni var útbýtt, og taldi, að henni hefði verið laumað inn á fiskiþingið, tillagan væri hápóli- tísk og ætti því ekki rétt á sér. Hér vœri um stofnun nýs stjórn- málaflkko að ræða, sem ætti að ofsækja Reykjavík. Varð Sveinn ókvæða af bræði og skipaði fundarstjóra að vísa tillögunni frá fiskiþinginu, hafði I frammi við hann ýmsar hótanir í því ■ambandi og jós úr skálum reiði ■innar yfir bæði nærstadda og fjarstadda. Og verður ekki sagt. að málflutningur hans væri þinglegur né prúður. Ég þakka innilega Búnaðarfélagi íslands fyrir þá miklu vinsemd, er það sýndi mér með árnaðaróskum og peningagjöf i tilefni af 85 ára afmœli minu i vetur. Guð blessi félagið og störf þess. SIGVRGREIR ÍSAKSSON. Hóli í Kelduhverfi. Fundarstjóri lét' ekki bugast. Fundarstjóri varð ekki við kröfum Sveins og héldu umræð- ur um tillöguna áfram lengi dags, og fipaði málflutningur Sveins engan. Stilltu allir, að Sveini frátöldum, orðum sínum í hóf. Nýr flokkur. í tilefni ummæla Sveins um stofnun nýs flokks, lýsti Finn- bogi Guðmundsson yflr þvi, að lík flokksstofnun væri fyllilega tímabær og ekki skyldi þar standa á sinum stuðningi. Lýsti hann þvi með rökum, á hvern hátt smáútgerðin hefði verið hlunnfarin síðan á árinu 1942, og að einmitt þeir, sem alltaf vséru að slá um sig sem vernd- arar þessa atvinnuvegar, reynd- ust honum ætíð verst. Benti í því sambandi á, að ekki væri vitað, að Sveinn Benediktsson hefði nokkru sinni hætt einum eyri af sjálfs sin fé í atvinnu- rekstur. afnframt vék Finnbogi að bræðslusíldarverðinu og stjórn Sveins á Síldarverksmiðj- um rikisins. Framh. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.