Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 2
2 TJMDFTC, firiðjwdagtim 12. fehr. 1946 24. Ma» Þrffljiudatiur 12. febr. Hví er viðreisnin tafin? Tíminn birtir í dag í Röddum nágrannanna athyglisverð um- mæli úr blaðinu Útsýn, er kom út rétt eftir áramótin. Ummæli þessi eru bæði tekin úr rit- stjórnargrein og grein eftir Jón Blöndal hagfræðing. Aðalefni þeirra er raunar hið sama. Það er sýnt fram á, að fjármála- stefnan leiði hröðum skrefum til gengislækkunar og atvinnu- leysis og stjórnin reyni ekki neitt til að koma í veg fyrir slík- ar afleiðingar, því að kjörorð hennar sé: Plýtur á meðan ekki sekkur. Rétta nafnið á stefnu stjórnarinnar sé því íjárglæfra- stefna. Meðan þannig sé ástatt, sé nýsköpunin svonefnda lítið annað en loftkastali og allar svokallaðar kjarabætur (kaup- hækkanir, launalög og trygg- ingar) lítilsvirði, þar sem þær sóist aftur í aukna dýrtíð og geti svo sópazt til fullnustu burt á einum degi vegna gengisfalls eða annarra aðgerða, sem hljót- ast munu af fjármálaöngþveit- inu. Framsóknarmönnum kemur þessi lýsing vissulega ekkert nýstárlega fyrir sjónir. Þeir hafa sýnt fram á þetta sama og þeir vildu á sínum tima ekki taka þátt í stjórnarsamvinn- unni, því að þeir sáu þessar af- leiðingar fyrir. Þeir vildu þá strax láta hefjast handa um raunhæfar aðgerðir til við- reisnar fjárhagnum, en ekki láta fresta þeim, unz komið væri í ótíma. Framangreind ummæli sýna, að þetta er nú orðið mörgum fleiri ljóst en Framsóknarmönn- um. Þetta er yfirleitt orðið ljóst hugsandi mönnum í öll- um flokkum. Allar stéttir finna orðið til sjúkleika fjármálaá- standsins og óttast þó meira af- leiðingar sjúkdó^nsins. Bænd- um hefir verið skammtað minna afurðaverð en þeim ber, laun- þegar eru sviknir um 30—40 stig í vísitölúútreikninginum, afkoma hlutasjómanna versnar stöðugt og smábátaútvegurinn er kominn á heljarþröm. En þótt þannig sé byrjað að sverfa að þessum stéttum, heldur dýr- tíðin samt áfram að vaxa hröð- um skrefum. En hvers vegna er þá ekki bætt úr þessu, þegar flestir finna og sjá í hvert óefni er komið? Þessa spurningu væri mönnum gott að hugleiða, en svörin eru þó býsna augljós. Heildsala- og braskaraklíkan ræður yfir Sjálfstæðisflokkn- um og hún hagnast á hinu sjúka fjármálaástandi. Þess vegna fæst Sjálfstæðisflokkur- inn ekki til þátttöku í viðreisn- inni, þótt meginþorri flokks- mannanna vilji það. Klíka Moskvukommúnista, er vill skapa hér jarðveg fyrir byltingu með fjárhagshruni og atvinnu- leysi, ræður yfir Sósíalista- flokknum og því er harin ófá- anlegur til viðreLsnarstarfa, þótt stór hluti flokksmannanna óski þess. Þessi óheillaöfl, er ráða Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistaflokknum, hafa tekið höndum saman um viðhald fjármálaspillingarinnar og feng- ið til liðs við sig nokkra af glámskyggnustu foringjum 41- þýðuflokksins. Þessum mönn- um er talin trú um, að þeir séu að gera góða hluti, ef þeir fái lög um launahækkanir og alþýðutryggingar, því að þeir gæta þess ekki, að meðan nú- verandi fjármálastefnu er fylgt, verða öll slík lög ekkert annað en pappírslög, sem dýrtíðin gerir að engu. Þeir einu, sem græða, eru heildsalarnir og milliliðirnir. Væri hér þróttmik- ill Alþýðuflokkur, líkt og í/Bret- landi og á Norðurlöndum, myndu íhaldið og kommúnist- ar vissulega ekki geta haldið uppi fjármálaspillingunni í skjóli Imns, eins og það gerir nú í skjóli Ásgeirs, Stefáns og Em- ils. Þetta er hinum umbótasinn- uðu mönnum Alþýðuflokksins « Erlent yfirlit Pólski herinn á italíu Afkoma útvegsins. Snemma á þessu ári flutti Ey- steinn Jónsson svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar um at- hugun á afkomu útvegsins: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram rannsókn á afkomu sjávarútvegsins og fram- leiðslukostnaði sjávarafurða. Að þeirri rannsókn lokinni verði lagt fram rökstutt álit um, hvaða verð þurfi að vera á sjávarafurðum, til þess að gera megi ráði fyrir, að fram- leiðsla þeirra svari kostnaði og veiti þeim, er hana stunda, lífvænlega afkomu, eigi lak- ari en aðrar stéttir eiga við að búa. Ennfremur sé rann- sakað, hver áhrif dýrtíðar- aukning striðsáranna hefir haft á framleiðslukostnað sjávarafurða og afkomu út- vegs- og fiskimanna og hver áhrif lækkun dýrtíðar í land- inn mundi hafa á af- komu þeirra, er sjávarútveg stunda.“ Samhljóða tillögu hefir Ey- steinn Jónsson flutt á tveimur undanförnum þingum, en hún verið svæfð af stjórnarjiðinu. Kom það glöggt fram í bæði skiptin, að stjórnarliðið taldi slíka rannsókn ekki hagkvæma fyrir fjármálastefnu sína, því að engan atvinnuveg hefir dýrtíðin leikið grálegar en smútgerðina og enga stétt ver an hlutasjó- mennina. Þegar tillagan kom til fyrstu umræðu á þingi í haust, voru undirtektir stjórnarliðsins á sömu leið og áður. Bæði Jóhann Jósefsson og Lúðvík Jósefsson töluðu gegn henni og kommún- istar gengu svo langt, að þeir greiddu atkvæði á móti því, að tillagan færi til nefndar. Það tókst þó með harðfylgi að fá henni vísað til allsherjarnefnd- ar sameinaðs þings. Ef farið hefði að venju, mátti þó vel búast við því að þar yrði tillag- an svæfð eða í mesta lagi vísað frá með rökstuddri dagskrá. Áhrif Fiskiþingsins. Sérstakt ^tvik varð þess vald- andi, að ekki fór á sömu leið og áður. Fiskiþingið kom saman um þetta leýti. Tillögunni var vísað þangað til umsagnar og mælti það eindregið með sam- þykkt hennar. Stjórnarliðið treystist þá ekki íengur til að tefja framgang hennar. Niður- staðan varð því sú, að öll nefnd- in lýsti yfir stuðningi við tillög- una og Jóhann Jósefsson gerð- ist framsögumaður nefndarinn- ar! Tillagan var svo til annarr- ar umræðu fyrir nokkrum dög- um og var samþykkt með þeirri breytingu einni, að Fiskiþingið skyldi aðstoða ríkisstjórnina við rannsóknina. Þess verður að vænta, að rannsókn sú, sem tillagan fjall- ar um, verði látin koma til framkvæmda hið fyrsta. Það verður að fást upplýst til fulls, hvað útgerðarmenn og sjómenn þurfa að fá, svo að hlutur þeirra verði ekki lakari en annarra líka vel ljóst, eins og grein Jóns Blöndals sýnir bezt. Til að ráða bót á þessu sjúka ástandi, væri það vissulega bezta ráðið, að umbótamenn landsins skipuðu sér í eina sveit í kosn- ingur/um næsta vor og berð- ust undir merkjum róttækra að-’ gerða, líkt og þeirra/ 'Sem gerð- ar hafa verið í Danmörku til að koma fjármálalífinu þar í heil- brigt horf.tEn takist hinum gömlu flokksstjórnum, er standa aö ríkisstjórninni, að hlndra slíkt samstarf að sinni, verða um- bótamennirnir að fylkja sér um Framsóknarflokkinn, er- einn flokkanna hefir barizt fyrir heilbrigðum viðreisnaraðgerð- um. En jafnframt þarf að halda áfram starfinu til að sameina öll umbótaöfl landsins, hvar sem þau eru nú í flolcki, til þeirra viðreisnarátaka, sem eru óhjákvæmileg, ef sjálfstæði landsins og frelsi þegnanna á ekki að glatazt. stétta. Síðan verður að vinna markvisst að því, að þeim verði tryggður þessi hlutur, því að annars heldur fjármagnið á- fram að leita frá útgerðinni og stöðugt verður erfiðara að fá menn á skipin. Það má ekki lengur tefja slíka rannsókn, þótt hún verði fróðleg um áhrif stjórnarstefnunnar á afkomu útgerðarinnar. Deilt um raforkumálin. Allmiklar umræður urðu í neðri deild í síðastl. viku um frumvarp til laga um virkjun Sogsins, sem flutt er af iðnaðar- nefnd. Aðalefni frv. þessa er að heimila Reykjavíkurbæ að halda áfram virkjunum við Sogið, unz það er a. m. k. virkjað til hálfs. Jafnfram er Reykjavíkurbæ heimilað að selja rafmagn það- an til annara staða með kostn- aðarverði að viðbættu 10%. Jörundur Brynjólísson hefir einkum gagnrýnt þetta frv. Samkvæmt frumvarpi milli- þinganefndarinnar í 'raforku- málunum skyldi ríkið reisa og reka öll raforkuver, er byggð væru og væru stærri en 100 ha. Tillaga þessi var byggð á því, að með þessu móti væri hægt að tryggja skipulegastar og hagan- legastar framkvæmdir á þessu sviði. í frumvarpi því um raf- orkumálin, sem nú liggur fyrir þinginu að frumkvæði Emils Jónssonar, er vikið frá þessu sjónarmiði nefndarinnar, t og ráðherra heimilað „að veita sveitarfélagi, einstökum manni eða félagi leyfi til að reisa og reka raforkuver allt að 2000 hestöflum.“ Til viðbótar þessu kemur svo framangreind heim- ild til handa Reykjavíkurbæ, ef samþykkt vérður. Þessar und- anþágur munu gera það að verkum, að sami smávirkjana- og sérvirkjanaglundroðinn, sem verið hefir hingað til, mun hald- ast áfram, og allar fyrirætlanir um heildarskipulag og forgöngu ríkisins verða ekki annað en pappírsgagn. Frv. Emils er ber- sýnilega ekki flutt til annars en að leyna því, að engu eigi að breyta frá því, sem verið hefir. Kommúnistar reyndu vitan- lega að túlka gágnrýni Jörund- ar þannig, að hún væH fjand- skapur við Reykjavík! Öllum mætti þó vera Ijóst, að það er ekki síður Reykvíkingum en öðrum landsmönnum til óhags, ef fylgt er þeirri stefnu í raf- orkumálunum, er gerir fram- kvæmdir í þeim miklu óhagan- legri og skipulagsminni en þyrfti að vera. Eina viturlega leiðin í þessum málum, er að fara inn á sömu braut og margar þjóðir eru nú að gera, en það er að ríkið eigi og reki orkuverin með heildarhag fyrir augum. Fyrirspurnir um fisk- sölurriálin. Á fundi í neðri deild síðastl. föstudag, beindi Eysteinn Jóns- son nokkrum fyrirspurnum til Áka Jakobssonar varðandi fisk- sölumálin. Spurði Eysteinn um, hvað stjórnin hefði gert í þeim málum. Við umræðurnar kom í Ijós, að helztu aðgerðir stjórn- arinnar hefðu verið þær, að á- byrgjast þeim, sem kaupa fisk til frystingar eða útflutnings, 5 aura af lágmarksverðinu og að láta ríkið kaupa tiltekið magn af saltfiski, þó aðeins stórfisk. í umræðunum lagði Eysteinn áherzlu á, að saltfisk- kaupunum yrði hagað þannig, að þeir staðir, sem hefðu versta aðstöðu til að koma fiskinum í frystihús eða flutningaskip, væru látnir ganga fyrir. Enn- fremur yrðu gerðar ráðstafanir til þess að smáfiskurinn ónýtt- ist ekki á þessum stöðum. Þá lagði hann áherzlu á, að ríkis- stjórnin bæri áðurnefndar ráð- stafanir sinar undir bingið, svo að það geti rætt þær og endur- bætt. í umræðunum upplýsti Áki, að ekki væri nú hægt, a. m. k. eins og sakir stæðu, að selja saltfisk fyrir það verð, sem ís- lendingar þyrftu. Sýnir það vel, ásamt öðru, í hvert öngþveiti dýrtíðarstefna stjórnarinnar er búin að koma þessum málum. Byggingamálin og fram- leiðslan. Tillaga Hermanns Jónassonar lum ráðstafanir til að ráða bót |á húsnæðisskortinum og afnám húsaleigulaganna var til 1. um- ræðu í sameinuðu þingi síðastl. fimmtudag. Hafði forseti ekki tekið hana á dagskrá fyrri, enda þótt hún kæmi fram um 20. nóv. Mun hann ekki hafa talið heppilegt, að þessi mál væru mikið rædd í þinginu fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar. Aðal- efni tillögunnar er um rann- sókn' á því, hve húsnæðis- skorturinn sé mikill, um ráð- stafanir til tryggingar því, að byggingarefni sé fyrst og fremst notað til íbúðarhúsa, um ráðstafanir til að greiða fyrir innflutningi tilbúinna húsa, og um afnám húsaleigulaganna, þegar búið sé að bæta úr mestu húsnæðiseklunni. Hermann gerði rækilega grein fyrir tillögunni í framsöguræðu sinni. Þegar hann hafði lokið máli sínu', kvaddi Hallgrímur Benediktsson sér hljóðs í fyrsta sinn á. þessu þingi. Var það helzta efni ræðu hans, að ekki mætti auka svo byggingarstarf- semina, að hún drægi vinnuafl frá frfimleiðslunni! Þetta er vissulega rétt, en einhvern veg- inn hafa jhaldsmenn látið sér sjást yfir þetta undanfarið, þegar stórgróðamennirnir hafa fengið byggingarefni og vinnu- afl hömlulaust til að koina úpp luxushöllum sínum, sumarbú- stöðum og verzlunarstórhýsum! En þegar rætt er um að tak- marka slíkar byggingar, svo að íbúðarbyggingar geti aukizt, verða þeir allt í einu fullir á- huga fyrir framleiðslunni og þörf hennar fyrir vinnuafl! Sigurður Kristjánsson fann líka, að þessi rök Hallgríms voru ekki nægileg til að hindra framgang tillögunnar og lagði því til, að henni yrði eytt með þeim hætti að vísa henni til rík- Isstjórnarinnar Atkvæðagreiðsl- unni var frestað að því sinni. Eleanor Roosevelt, kona Roosevelts forseta, er ein af fulltrúum Bandaríkjanna á þingi sameinuðu þjóðanna. Fyr- ir nokkrum dögum síðan flutti hún þar skörulega ræðu um ráð- stafanir til hjálpar flóttamönn- um. M. a. mótmælti hún því kröftuglega, að flóttamenn yrðu sendir til ættlands síns gegn vilja sínum. Mótmæli þessi bar hún fram í tilefni af því, að Rúsar höfðu lagt til, að flótta- menn yrðu undantekningarlaust fluttir til heimalanda sinna. Krafa Rússa, ef samþykkt yrði, myndi þýða það, að póli- tískir flóttamenn myndu hvergi eiga friðland í heiminum. Fyrir styrjöldina hefði þetta þýtt það, að allir þeir,. sem flýðu frá Þýzkalandi undan nazistum, hefðu verið gerðir afturreka. Ýmsir telja, að þessi krafa Rússa sé ekki sízt komin_ fram vegna pólska hersins í Ítalíu. Þar dvelur nú um 100 þús. manna pólskur her og hafa flestir hermanna látið þá skoð- un uppi, að þeir vilji ekki hverfa heim aftur. Strax eftir uppgjöf Póllands 1939, hóf pólska útlagastjórnin að koma sér upp her, sem hafði bækistöðvar í Bretlandi. í her þennan gengu nokkrir tugir þúsunda Pólverja, sem dvalið höfðu erlendis eða tekist hafði að strjúka frá Póllandi. Hann tók þátt í innrásinni í Frakk- land og Þýzkaland og gat sér góðaii orðstír. Flestir hermann-r anna í þessum her hafa lýst því yfir, að þeir vilji gjarnan fara til Póllands aftur. Pólski herinn á Ítalíu á sér hins vegar aðra sögu. Þegar Þjóðverjar réðust á Rússa, tók- ust samningar milli þeirra og póLsku útlagastjórnarinnar um myndun pólsks hers í Rússlandi. í her þennan gengu aðállega Pólverjar, er Rússar voru búnir að flytja til Síberíu úr Austur- héruðum Póllands, sem féllu þeim í skaut samkvæmt samn- ingi þeirra og Þjóðverja 1939. Menn þessir áttu því flestir um sárt að binda í viðskiptunum við Rússa og var því sambúðin erfið á ýmsa lund eftir að her- inn komst á laggirnar. Það varð því að samkomulagi milli Rússa og Breta, að her þessi yrði flutt- ur til Miðjarðarhafslandanna. Hann tók síðan þátt í Afríku- styrjöldinni og innrásinni á ít- alíu og gat sér mikið frægðarorð. Nú dyelur herinn á Ítalíu, eins og áður segir. Flestir hermannanna í her þessum hafa lýst yfir því.'að þeir vilji ekki fara heim aftur, enda eru þeir flestir frá héruðum, sem nú eru rússneskt land. Sá ótti er mjög almennur meðal þeirra, að þeir myndu ekki fá að dvelja þar, nema skamma hríð, heldur yrðu þeir fluttir til Síberíu í annað sinn. RÚssar kenna áróðri Anders hershöfðingja, en hann er nú yfirmaður pólska útlagahersins, um þessa afstöðu hermanna. Hann var einn þeirra, sem Rúss- ar handtóku og sendu til Síberíu eftir innlimun Póllands, en leystu síðan úr haldi, svo að hann/gæti farið í hinn nýstofn- aða her Pólverja. Anders hefir getið sér mikið orð sem her- stjórnandi og nýtur því mikils álits meðal pólska útlagahersinÁ Rússar heimta nú pólska her- inn á Ítalíu' sendan heim, en Bretar hafa enn ekki sinnt þeirri kröfu. Her þessi starfar enn sem sjálfstæð heild og hefir ekkert verið ákveðið um, hve- nær hann verður lagður niður. Churchill lofaði á sínum tíma, að þeir Pólverjar, sem ekki vildu fara heim aftur, skyldu öðlast brezkan ríkisborgararétt. Trú- legt þykir, að stjórn Attlees muni standa við þessa yfirlýs- ingu. Rússar telja hins vegar, að slík ráðstöfun sé óvinsamleg í sinn garð, þar sem þessir menn muni halda áfram áróðri gegn Rússum í skjóli Breta. Er þetta eitt af mörgum alvarlegum deilumálum Rússa og Breta. MDDIR HA6RAHNANNA í blaðinu Útsýn, er kom út nokkru eftir áramótin er dregin upp þessi mynd af stjórnarsamstarfinu: „Morgunblaðið hefir nú marg- sannað, að Sósíalistaflokkurinn sé einræðisflokkur, sem í engu er trú- andi, með því að honum er stjórn- að frá Rússlandi, þar sem „skipu- lag sósíalismans" hefir beðið skip- brot, en þjóðskipulag einkaauð- söfnunar og auðvalds (sem sumum hefir hingað til þótt bezt allra þjóð- skipulaga), er komið í staðinn. Þjóðviljinn hefir margoft sýnt fram á, að Sjálfstæðisflokkurinn allur sé gagnsýrður af fasisma og naz- isma. Heildsalavaldið (sem ýmsum skildist 'að hefði verið steypt af stóli með ,,Coca-Cola-stjórninni“) ræður þar öllu, en „frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins“, sem stjórnin var mynduð með, fyrir- finnst nú hvergi. Einhverjum kjósendum kynni að virðast það ótrúlegt, að tveir flokk- ar, sem þannig hafa sannað það hvor um anrian, að þeir séu ein- ræðisflokkar, óalandi og óferjandi, vargar í véum lýðræðisins, úlfar í sauðargærum o. s. frv., geti setið saman í ríkisstjórn. Það eru þó ekki þessar skeytasendingar, sem eru háskalegastar eindrægni flokkanna í núverandi ríkisstjórn, og valda því, að þeir, sem reyna að gera sér grein fyrir því, sem raunveru- lega er að gerast í stjórnmálunum, hljóta að komast að þeirri niður- stöðu, að núverandi stjórnarstarf sé á fallandi fæti Þótt mörg og örðug vandræði, sem stjórnin á ekki sök á, svo sem markaðsörðugleikar o. fl. hafi steðjað að nú um áramótin, þyrfti það ekki að verða henni að falli. En hreystiyrði forsætisráðherr- ans um áramótin um að nýir mark- aðir muni leysa öll fjárhagsvanda- mál innanlands, og því þurfi ekki að snúa sér að óvinsælum ráðstöf- unum fyrr.en útséð sé um að það takist, geta ekki breitt yfir þá stað- reynd, 'h'ö núverandi rikisstjórn virðist hafa tekið upp þá megin- reglu, að skjóta öllum erfiðustu ágreiningsmálumstjórnarflokkanna á frest, lielzt fram yfir kosningar í vor, í von um að þá verði auð- veldara að leysa þau. Á meðan dragast þessi vandamál saman í hnút, sem ekki verður leystur af núverandi stjórnarflokk- um i sameiningu, hvorki fyrir né eftir kosningar í vor. Þessi vandamál • eru fyrst og fremst kauplags- og verðlagsmálin innanlands og herstöðvamálið út á við. Þaö þarf hvorki svartsýnan stjórnarandstæðing né sérlega skarpvitra fjármálamenn til að sjá, að þar sem það er nokkurn veginn útilokað, að betri markaðsskilyrði en þau, sem við höfum notið á stríðsárunum, geti fengist, en verð- bólgan heldur áfram innanlands, eru ekki nema tvær lausnir til í fjárhagsmálum okkar: kauplœkk- un eða gengislœkkun, nema hvort- tveggja sé, eða að rtkið gerði stríðs- gróðann upptækan og taki utan- ríkisverzlunina í sínar hendur. Það er jafn útilokað, að núverandi stjórnarflokkar geti átt samleið um hvora þessa lausn, sem væri að ræða. En nú er hraðfara stefnt að því, að auðveldari lausnin, gengislækk- un, verði ofan á sem örþrifaráð þegar í óefni er komið, hverjir sem vilja verða til að framkvæma hana. Þetta er hið raunverulega útlit um áramótin 1946.“ í sama hefti af, Útsýn birtist ára- mótagrein eftir Jón Blöndal hagfræð- ing. Er það m. a. minnst á fjármála- stefnu stjórnarinnar. Jón segir: „Hættan, sem vofir yfir fjármál- um þjóðarinnar, stafar fyrst og fremst af þeirri stefnu, sem fylgt hefir verið í dýrtíðarmálunum öll stríðsárin og til þessa dags. í stuttu máli mætti nefna . þessa stefnu stríðsgróöastefnuna; hún einkenn- ist af kapphlaupinu um stríðsgróð- ann. Bróðurparturinn af stríðs- gróðanum hefir'fallið stórútgerðar- mönnum og kaupsýslumönnum í skaut, en aðrar stéttir hafa svo smám saman hert sóknina, til þess að verða ekki með öllu afskiptar. Ýmsir stjórxunálamenn og blöð hafa haldlð því fram, að það væri bara ágætt að stríðsgróðanum hefði verið dreift, að allir hefðu fengið tækifæri til að auðga sig Morgun- blaðið hefir verið hinn helzti boð- beri þessara skoðana. En þetta er háskaleg villukenn- ing. Það er ekki hægt að umflýja afleiðingar dýrtíðarstefnunnar, sem nú var lýst, og ekki hægt að koma í veg fyrir hrun af völdum hennar, nema með mjög róttækum fjár- málaaðgerðum. En við þessar stað- reyndir hafa stjórnarflokkarnir neitað að horfast í augu og þess vegna er allt þeirra bjartsýnis- og nýsköpunartal lítiö meira en skýja- borgir einar. Þetta var að vísu auðséð þegar þann dag, sem ríkis- stjórnin var mynduð og haldiö fram af þeim, sem þetta ritar, þó að hann að öðru leyci væri fylgj- andi nýsköpunarstefnu stjórnar- innar. í rauninni eru aðeins til þrjár fjármálastefnur: íhaldssöm fjár- málastefna, róttæk fjármálastefna og fjárglæfrastefna. Sameiginlegt með báðúm hinum fyrr nefndu er, að halda verðgildi og gengi pen- inganna nokkurn veginn stöðugu, og að gera til þess nauðsynlegar ráðstafanir. Það hlýtur að kosta nokkra áreynslu og fórnir fyrir ein- hverja aðila eða stéttir í þjóðfélag- inu. Frá þessu sjónariniði er aðal- munurinn sá, að hin íhaldssama fjármálastefna leggur byrðarnar fyrst og fremst á fátækari hluta þjóðarinnar með sköttum, tollum og atvinnuleysi, því að venjulega er ekki hægt að reka íhaldssama fjármálapólitík til lengdar, án þess að skapa atvinnuleysi. Hin róttæka fjármálastefna leggur byrðarnar fyrst og fremst þar, sem bökin eru breiðust, en hefir sem sitt aðal- sjónarmið að tryggja það, að allir geti haft næga atvinnu, og það ekki aðeins á líðandi stund, heldur einnig til frambúðar. Þess vegna hlýtur róttæk fjármálastefna einn- ig að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyrir verðbólgu. Stefna núverandi ríkisstjórnar, sem að vísu er í beinu áframhaldi af þeirri fjármálastefnu, sem fylgt (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.