Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 6
6 24. lilað TtMmHí, þrigjudagiiui 12. febr. 1946 Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: AUSTURLAND Mest ertu þekkt fyrir þoku og sker og þvitlendi, rastir og gjögra, er sæförum sífellt ögra, og fásinni raunmest á Flókaey og farning lítinn með ströndum. — En spyrjið nú sólvind, hve satt það er og seglbúin, rjúkandi loftsins fley, er svífa frá Suðurlöndum. Já, spyrjið fönvind, er Suðurlönd sá og sjódjúpin víðfeðmu þekkir og tíbrá, sem töfrar og blekkir, hvort þar séu mætari firðir og fjöll á furðuströndunum bláu í álfunni sólheitu suður frá með sítrónutrjálund við riddarahöll og alpana himinháu. Nei, Austurlands fjöll eru engum lík með eldkrýndum turnum og stöðlum og fjörur með flúðúm og vöðlum, en eyjar og drangar sem demantaskraut eða dulbúnar landvættasveitir. Já, morgunlönd þau eru af menjum rík. Og mörg er þar angandi hlífðarlaut, sem fögnuð og friðsælu veitir. n. Þú fossa-, skóga-, fjarðaland með fjalla-gneypum hengjum og fljót í stríðum strengjum; vér hlutum þig á Hrafnkels öld. Með hreystidug og biturt sverð vér rekum frá þér geig og grand. Og gullnu letri á söguspjöld skal rita mæti mikils verð sú mund, er döggvar auðan sand og græðir glit á engjum. Vér hlutum þig á Hrafnkels öld og höfum átt þig síðan með fjallahringinn fríðan. Og vel sé þeirri vöggugjöf, sem veittist oss. Ei gleymum því, hve fagra brynju, fáðan skjöld þú fékkst. Við djúp og brimhvít höf þér eflist framtíð frjó og ný við frelsi, líf og réttlát völd og heiðan heim og víðan. , ' III. Gerpir glóbrýndur gnæfði yfir íslands austustu byggð. Nýgrös Norðfjarðar og Neskaupstaðar gl>ðu í glitrandi dögg. Afbragð áhuga og athafnalíf blómgaðist þar og birtist. Mætismálvina Mjóafjarðar geljk ég til og gisti, sá og Seyðisfjörð, sögufrægan, luljtan himinhömrum. Ljósa leit ég þar ljúfa óttu, ilman vaknandi vors, dáði Dvergastein og Dalatanga, séðan í svipleiftri. Lægir Loðmundar leizt mér vera aðall austlenzkra voga. Ljóma þar lífgrös, lýsa gimsteinar álfheima unaðarlands. Hló við Húsavík, Hamravígi birtust Borgarfjarðar. Trauðla töfruðu tignarfjöll meira manns auga. Hér í heimasveit Hafnarbræöra drýgðar voru dáöir. — Norður fór ég naumar Njafðvíkurskriður, þyrnibraut Þiðrandabana.' V. Þótt allir hafi eigi konungsskap og öðrum þetta betur hinum veiti, ég þekki enga bíða tjón og tap og taka því af hofmannlegri teiti en Austmenn vora. Þeim er léð sú list að láta aldrei glöp í duft sig beygja. Þeir gleðjast yfir góðri heimslífsvist, en gleyma hinu. Þannig hetjur deyja. VI. Hljóðu huldubyggðir, háfjöll turnum prýdd, fljótsins fagurskyggðir fletir, himinvídd; * yður önd mín tignar. - Anganskógahlíð, tór og tjarnir lygnar töfra snemma og síð. A næsta vori (Framhald af 3. síBu) ast, að tæknin margumtalaða er langt frá því að vera séreign íslendinga og því ekkert einka- vopn þeirra í samkeppni við aðrar þjóðir, að framleiðsla og iðnaður hér á landi þola sízt hærra verðlag en gerist í þeim löndum, þar sem þessar höfuð- atvinnugreinir okkar eru háðar samkeppni eða sölu, hvað þá hálfu hærra verðlag en þar, eins og nú er. Og þeir hafa öðlazt skilning á því, að þegar fram- leiðendur til lands og sjávar og iðnaðarmenn hafa lagt árar í bát, þá hafa kauptaxtar og launalög tapað sínu gildi. Og þeir, sem skilið hafa glötunar- stefnu ríkisstjórnarinnar, verða ónæmir fyrir fagurgala hennar. Fyrir slíka menn hafa _ gömul flokksbpnd ekki lengur nokkra þýðingu, þeir munu hirða um það eitt að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Og ríkisstjórnin með háu töl- urnar og litlu krónurnar, hún verður tekin til dóhis á næsta vori, hún verður tekin til dóms af þeim, sem sjá það og skilja, að eina leiðin, til þess að kofna í veg fyrir fullkomið öngþveiti í atvinnu- og fjármálum þjóðar- inar, er að færa verðlagið í landinu til samræmis við það, sem gerist í viðskiptalöndum okkar. Ríkisstjórnin heldur því fram að vísu, að þetta sé ekki framkvæmanlegt. Þar hefir hún rangt fyrir sér, enda skortir hana viljann. Hitt er svo jafn- framt vist, að til þess að sam- ræma verðlagið, þarf föst og fumlaus tök manna, sem hugsa rétt og vilja vel, en fyrsta stóra átakið er að víkja ríkisstjórn- inni úr végi, og það er líka hægt, því að á næsta vori verður kos- ið um ríkisstjórnina og dýrtíð- arstefnu hennar. Fréttabréf Bréfaskóli S.Í.S. kennir tvöfalda bókfærslu. Kennslunni er skipt í tvo flokka: Bókfærsla I fyrir byrjendur, og Bókfærsla II, sem er fram- hald af fyrra flokki. Kennslugjald kr. 75.00. dSréfaákófi S.S.S. Heyhjavíh. Kaupmenn! - Kaupfélög! Efnagei’ð • okkar er ein fremsta og fullkomnasta efnagerð landsins, og framleiðir eingöngu úr beztu hráefnum allar teg- undir af efnagerðarvörum, — svo sem: Búðinga, 8 mism. teg., Júgursmyrsl, / Sósulit, Gólfbón, Matarlit, Ræstiduft, Eggjagult, Leffurfeiti, Lyftiduft, Vagnáburff, Borffedik, Handáburff, Edikssýru, Þvottaduft, Kaffi, Ostahleypir. Við höfumum ennfremur fyrirliggjandi allar tegundir af ki-yddi, í pökkum, dósum, glösum og lausri vigt. Áherzla lögð á vöruvöndun. IIÍJSMÆÐUR, kaupið STJÖRNU vörur. Biðjið um STJÖRNU vörur. Efnageröin STJARNAN Oft er bjart á austurleiðum. Ársól rís þar fyrst úr sæ. Vildisbetri í vestanblæ veit ég hvergi sveit né bæ, vordagsilm og vetrarsnæ vafinn mjúkt að reginheiðum. Þarna frelsi lengst í landi lifði, þó að dagleg önn þreytti brögð við fjúk og fönn, flæddi úr Heklu eldleg hrönn og þótt næði engin tönn ilmjurt fyrir vikri og sandi. Bessastaðavaldsins virki var þér fjarri, morgunláð, Allajafna engum háð, einni treystir sjálfs þíns dáð. Landvættir í lengd og bráð losi þig við Negra og Tyrki. IV. Hrifa hillingar Hornafjarðar mjög af Meðalfelli. Ógleymanlegt er Almannaskarð, áhorfsverð Úlfljóts sveit. Leit ég Svanasogh, sunnubjartan dag af Djúpavogi bláan Búlandstind Berufjarðar ljóma I litspeglum. Buðu búsifjar Breiðdals grundir; — Kistufell, Kvensöðlar. Undi ég Eydölum Einars skálds, stílfögrum Stöðvarfirði. / Fann ég Fáskrúðsfjörð, fjölprúða sveit, kvaddi Kolfreyjustað, skoðaði Skrúð í skini sólar, ^ perlu austfirzkra eyja. - ■ * Skein á Skúmhött og Skagafell, yfir Áreyjatind. — v Hugðag að Hólmum og Helgustað. Seiddi mig Sesamfjall. Gekk ég um Vaðlavík og Viðfjörð, svifhátt Sandvíkurskarð. Fagra Fljótsdalshérað, fræ þín verði tré. Gæfan gefi þér, að göfgist lífs þíns vé. Aldrei ást vor fyrnist, einlæg tryggð og lof. Ýmsir gull þótt girnist, geymist æ þín hof. Meðan fjallblær fer um Fljótsdals hlíðargrund, svanir syngja í verum seint um aftanstund, meðan manndáð lifir, morgungeislabað fallir ávallt yfir Eiða og HallormsstaÖ. VII. Þér austfirzku karlar og konur; þú ungi, ágæti sonur og ástsæla fljóð; ég særi og eggja yður, við allt, sem er heilagt og gott; hver foss og fjalltindur biður og fuglanna lágróma kliður, að drýgið þér drengskaparvott. Já, yður ég trúi og treysti, þér tápgóðu vorgróðans börn, að eflist sá eldlegi neisti, sem ornar í sókn og vörn, þótt eigi sé allt í hæfi og ísþjóð í böndum hers, þótt loftið sé blandið lævi og landið harðfjötrað snævi frá afdal til útnesjaskers. Vér biðjum þig, goðborna gæzka, um göfgi og viljaþor, að stórhuga, starfsglöð æska nú stígi þau framaspor, sem endast, þótt aldir líði, og yrki þau sigurljóð, er brjóta hvern brumknapp á víði, sem blævindar ísa þíði. Þá lærum vér allir þann óð. (Framhald af 4. síðu) einn til tvo daga á leiðinni.. Á meðan strandferðaskipin sigla ekki eftir fyrirframgerðri áætlun, eins og í gamla daga, höfum við, sem í innsveitunum búum, harla lítið gagn af strandferðunum, þar sem við getum ekki fylgzt með þeim, sökum síihaleysis. En símaleysið veldur okkur, í einu orði sagt, óútreiknanlegum baga. Bifreiðaslys eru fátið hér, sem betur fer. Eitt mjög alvarlegt bifreiðar- slys- kom þó fyrft- hér í sveit hinn 16. sept. s. 1. Og með því, að tal- ið er, að þess hafi ekki verið getið, hvorki í blöðum eða út- varpi, þá skal lauslega sagt frá því hér. Flestir bændur hér í sveit rækta kartöflur í „heitu landi“, sem er við Jökulsá 8 km. frá sjó. Þennan umgetna dag voru margir að flytja uppskeruna heim til sín. Þar á meöal var Snorri Jónsson bóndi að Vest- ara-Landi og synir hans tveir, Hermann og Baldur, piltar kringum tvítugt. Voru þeir með kartöflur á þremur vögnum og teymdi hver sinn hest. Þegar orðið var alldimmt um kvöldið, voru þeir komnir með lestina suður undir Jökulsárbrú. Var Snorri með fremsta hestinn, Baldur með þann næsta, en Her- mann var síðastur. Mætir þeim þá bifreið, sem kom frá Akur- eyri og var á leið til Raufar- hafnar, því þaðan var hún. Renndi hún á fremsta hestinn og manninn, en næsti maður slapp méð naumindum, svo að afar litlu munaði. Hestur Snorra var svo beinbrotinn, að það varð að skjóta hann þá þégar, en Snorri bóndi hafði skaðazt stór- kostlega, en þó ekki beinbrotn- að. Var hann fluttur heim til sín á bifreið og náð í lækni strax. Lengi var hann illa hald- inn og var í rúminu kringum þrjá mánuði. Nú er hann far- inn að hressast, en fullyrt er af Sími'5799. Borgartúu 4. Reykjavik. kunnugum, að hann verði aldrei jafngóður. Hann er hið mesta hraustmenni. Niðurskurffarmenn komu hingað í haust til fjár- kaupa, eins og í fyrrahaust. Að þessu sinni voru það Bárðdælir, þeir er búa austan Skjálfanda- fljóts, en Myvetningar keyptu eitthvað lítils háttar. Bárðdælir keyptu hér yfir 2 þús. lömb, að sögn. Óvinsælar ráffstafanir. Sem betur fer höfum við ekki af miklum plágum að segja' norður hér. En þó má fullyrða, að sumar ráðstafanir sauðfjár- veikivarnanna eru okkur þung- ar í skauti. Það, sem ég á hér við, eru þær ráðstafanir sauð- fjárveikivarnanna, að allt okkar fé, sem fyrir kemur í Þistilfirði að afloknum 1. göngum, skuli rekið til Þórshafnar og drepið þar. Þetta veldur okkur óbætan- legu tjóni, einkum þegar drepn- ar eru ungar ær og afburða for- ustufé. En forustufé er afar nauðsynlegt í útbeitarsveitum. Ungu ærnar eru líka okkar að- alstofn, og mega ekki fækka,' sízt síðan farið var að selja gimbr- arnar svo gegndarlaust á niö- urskurðarsvæðin. Auk þess telj- um við þessar ráðstafanir ger- samlega þýðingarlausar. Það er látið í veði’i vaka, að þetta sé gert til þess að koma í veg fyrir, að hingað berist garnaveiki frá Vopnafirði. Á þessari leið eru þó þrjár stórár, sem sé Sandá, Hölkná og Hafralónsá, en yfir þá síðastnefndu fer varla nokk- ur kind, og ekki margt yfir hin- ar. — En það er önnur leið öpin fyrir garnaveikina að berast hingað frá Vopnafiröi. Er hér átt við Hólsf j allaleiðina. Við fá- um á hverju hausti mörg hundr- uð fjár úr Hólsfjallaafréttum. Og fé Vopnfirðinga rennur þangað nokkuð af eðlilegum ástæðum,þar sem engin minnsta hindrun er á milli. Þessar umræddu ráðstafanir eru nokkurra ára gamlar og hafa alltaf verið óvinsælar, sem von er. Loks voru þær lagðar niður í fyrrahaust og fóru síð- ustu rekstrar á milli sveitanna þá 24. október. Væntu þá allir þess, að þar með væri þessi plága að fullu og öllu úr sög- unni. En nú reis hún upp í haust, eins og afturgenginn draugur, og var þá hálfu magn- aöri en áður, og er hér átt við það, að vegna hins góða tíðar- fars fór enn fleira fé austur en nokkru sinni fyrr. — Hinn 27. október s. 1. var haldinn fundur hér í sveitinni til að í’æða um fjallskilamál. Þar voru sam- þykkt einróma mjög harðorð mótmæli gegn þessum aðgerðum sauðf j árveikivarnanna. * Vænleiki saufffjár var í haust allsæmilegur. Full- orðið fé var með afbrigðum vænt og dilkar í meðallagi, eða vel það, þegar þess er gætt, að tvílembingar voru óvenju marg- ir. — (Ritað 31. des. 1945). B. S. 3. bókin í Listamannaþinginu er komin út. Áskrifendur geta vitjað hennar í Garðastræti 17 eða Helgafell, Aðalstræti 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.