Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjadagimi 12. íebr. 1946 24. Mað # Brot úr ferðasögu: Skaftfellingar bíða byrjar Ég skrifaði fyrir nokkru sögubrot um ferð okkar Stein- þórs á Hala á stofnfund Stéttarsambands bænda. Þessi ferðasöguþáttur náði þar til, er við vorum komnir yfir torfærur þær, er vötnin og sandarnir lögðu á leið okkar og í bílasam- band við Reykjavík og Laugar- vatn. Þangað var ferðinni heit- ið. Ég hiröi ekki um að segja meira um ferðalagið eftir að við stigum í bílinn og ekki heldur af fundinum á Laugarvatni. Það hefir verið svo víða sagt frá honum. Heldur langar mig nú að lýsa fyrir ykkur, lesendur góðir, hvernig gekk að komast af stað aftur heimleiðis frá Reykjavík. Fundurinn á Laugarvatni end- aði sunnudaginn 9. september og var haldið þá um kvöldið til Reykjavíkur. Þá var gert ráð fyr- ir að ferð yrði til Hornafjarðar frá Flugfélagi fslands miðviku- daginn 12. s. m., og þá ætluðum við Steinþór að vera búnir að útrétta í Reykjavík og drífa okkur heim. Svo kom mið- vikudagur, fimmtudagur, föstu- dagur, laugardagur, sunnudag- ur, mánudagur og þriðjudagur — og ekki kom flugveður þá vik- una. Jú, einn dag í þeirri viku var flugveður til Hornafjarðar, en þann dag var flugvélin veð- urteppt á Akureyri, svo að ekki var hægt að fara austur. Við Steinþór vorum orðnir órólegir út af að komast ekki heim. Nú voru öll vötn ófær austur aftur. Jökulsá á Sólheimasandi reif sér nýjan farveg austan við brúna og gróf undan brúar- stöplinum. Kolgríma í Suður- sveit komst ekki fyrir í opi því, er henni var ætlað að renna í gegnum undir brúnni, og flóði yfir veginn og reif stórt skarð í hann. Klifandi braut af sér öll bönd og síðast en ekki síst: Skeiðará hljóp fram og var al- gerlega ófær og flóði yfir mest- an hluta sandsins. Það var eng- in leið að hugsa til landferða- lags austur sömu leið o% við komum suður. Mér datt í hug', hvort við ættum ekki að fara fyrir norðan. Þá voru daglegar bílferðir til Akureyrar, og tvisv- af í viku áætlunarbílar frá Ak- ureyri til Egilsstaða. En við vor- um litlu nær að vera á Egils- stöðum. Þá-urðum við að kaupa okkur sérstakan bíl frá Egils- stöðum að Berunesi. Það er dag- leið, þaðan hefðum við orðið að fá bát yfir Berufjörð, þá bíl frá Djúpavogi að Geithellnum eða Múla. Þaðan varð svo að fara á hestum að Volaseli í Lóni. Og voru þá Hofsá í Álftafirði og Jökulsá í Lóni færar? Það vóru lítil líkindi til þess, eins og rign- ingarnar voru miklar og vötn öll vaxin. Nei, — Steinþóri leizt ekki á þetta ferðalag, og ég er honum þakklátur fyrir. í næstu viku átti Esjan að fara austur um land. Já, — það var ekki langt að bíða eftir því. En hún bara kemur ekki á Hornafjörð. Hún myndi fara með okkur til Austfjarða, að minnsta kosti til Djúpavogs, og þaðan er löng leið og erfið, eins og áður er sagt, og ef til vill alófært til Hornafjarðar þaðan. Okkur kom saman um, að ekki væri um annað að tala en bíða eftir flugveðri. Svo kom mið- vikudagurinn 19. september, og ekki er flugveður. Þá kemur 20. september, bjartur og heiður. Við erum snemma á fótum og erum komnir í flugstöðina strax þegar opnað er. Bjart var úti þennan morgun, og það var líka bjart inni og yfir svip og hugum þeirra ungu manna, er í flugstöðinni voru. Þeir glödd- ust yfir því, að nú var fluveður um allt land, og nú yrði flogið með okkur austur í dag. Við vor- um fjórir, sem biðum þarna eft- ir að komast austur, og austur í Hornafirði beið fólk í tvær eða þrjár flugvélar, sem vildi fá flug til Reykjavíkur. — Já, nú áttum við að fá að fljúga til Hornafjarðar í dag. Nú áttum við að kveðja vini og vanda- menn í Reykjavík og fá að fijúga heim í okkar kæra hérað, þar sem hugur okkar var nú allur. En flugvélin ætlaði bara að skreppa fyrst norður á Akureyri — síðan til Hornafjarðar, þegar þaðan væri komið. En hví átti fyrst að fara til Akureyrar? Mátti ekki fara fyrst til Horna- fjarðar, svo tiÞAkureyrar? Varla getur verið meiri þörf á Akur- eyrarförinni. Þangað fóru dag- lega stórir langferðabílar, og einnig virtust okkur skipaferð- ir alltíðar þessa daga frá Reykjavík til Akureyrar. En blessaðir piltarnir í flugstöð- inni sögðu, að það væri nú búið að ákveða þetta, og það væri nú ekkert í hættu — útlitið og veð- urspáin, hvort tveggja svo gott, að það yrði áreiðanlega flogið með okkur í dag til Hornafjarð- ar. Með þetta fórum við úr flug- stöðinni í þetta sinn, en ekki vel ánægðir. Við höfðum, Aust- ur-Skaftfellíngar, lagt fram nokkuð drjúgan skilding á okk- ar mælikvarða til Flugfélags ís- lands og vonuðumst eftir að Flugfélagið mætti okkur aftur á móti með því að hjálpa sem bezt til að leysaúrsamgönguörð- ugleikum okkar. Nú erum við búnir að bíða þarna svona lengi, og margt fólk bíður austur á Hornafirði. En á þessum tíma hefir flugvélin farið einar tvær ferðir norður á Akureyri og þangað ganga langferðabílar daglega frá Reykjavík, og skipin eru einnig að fara bessa dagana fyrir vestan land milli Reykja- víkur og Akureyrar. Og þó er flugvélin nú send barna norður áður en hún fer til Hornafjarð- ar. Þetta hlýtur að stafa af ein- hverri tilviljunarorsök, en ekki af því, að við, Hornfirðingar, eigum í framtíð að vera útund- an í samgöngumálum hjá Flug- félagi íslands eins og með Esju- ferðirnar t. d. Þetta voru nú mínar hugsanir, er ég labbaði frá flugstöðinni í þetta sinfi, en vonin var, að við kæmumst samt heim til Horna- fjarðar í dag. Flugvélin fór norður og kom aftur, og við lögðum svo af stað, og enn er bjart og bezta veður. Einkennilegt er, hvað manni finnst flugvélinni miða lítið, þegar maður situr í henni. Þeg- ar við komum austur fyrir Hell- isheiði, fara að mæta okkur smáskúrir og svo smádimmir. Flugvélin flýgur yfir fjörunni og brimgarðinum. Það er að sjá á sjónum, að hann sé að verða nokkuð hvass og alltaf dimmir í lofti, svo að lítið sést framund- an. Flugmaðurinn heldur fast á stjórn flugvélarinnar og grínir fram á við. Við erum komnir austur undir Dyrhólaey, en þá snýr hann við út á sjóinn og I sveig upp að landinu aftur og Fréttabréf úr Úxarfirði við sjáum fjöruna aftur. Við vorum snúnir við. Flugmaðurinn hristi sorgmæddur höfuðið til okkar út af þvi, að svona skyldi nú takast til. Það var kominn dimmviðris rigning og 7—8 vind- stig af suðaustri. 21. september rennur upp, ekki vel árennilegur til flugferðar, þótt ekki sé vonlaust. Þegar kemur fram á daginn, er ákveð- ið að leggja af stað, og við er- um fluttir út á flugvöll. Við setjumst í vélina og bindum okkur, erum æfðir í því frá deg- inum áður. Það er eitthvað lít- jls háttar að vélinni. Flugmaður leggur samt af stað með okkur eftir rennibrautinni, en fer ekki á loft. Það verður ekki meira úr ferðalagi þann daginn. Við heilsuðum í annað sinn fólki því í Reykjavík, er við vorum búnir að kveðja tvívegis með kossi. Nú kemur laugardagur 22. september. Þá er bjart og fagurt veður. Þá var ég snemma á fót- um og fannst langt þar til flug- stöðin var opnuð. En( hún var opnuð á tilteknum tíma, og beztu fréttir af veðrinu. En flug- vélin var enn ekki í góðu lagi. Þeir voru ekki búnir að athuga hana sem skyldi. Svo leið og beið. Undir hádegir er athugun lokið og lagt af stað í þriðja sinn. Ó! það blessað indæli að fljúga í fögru veðri. Við fórum austur yfir Hellisheiði qg Ingólfsfjall. Flugvélin lækkaði sig skyndi- lega, er við komum austur af Ingólfsfjallinu — dálítið óvið- felldið fyrir óvana. Svo var stefnan tekin fyrir norðan Eyja- fjællajökul. Það voru háir þoku- bakkar á Eyjafjallajökli og þar norður, en nú vorum við ekki lengur jarðbundnir. Við fórum fyrir ofan þokubakkana og sá- um aðeins stöku sinnum niður á milli þeirra ofan á jörðina. Það hafði snjógráði fallið um riótt- ina á fjöllin og gadd fram með lækjunum, er einnig höfðu fros- ið um nóttina. Við fórum það nálægt Grímsvötnum, að við sáum borðið, sem komið var, og jakana uppi í hliðum dalsins, er nú var sem óðast að tæmast af vatni, því að Skeiðará var nú í algleymingi að hlaupa og flóði mikið yfir Skeiðarársand. Og svo sjáum við heim í átthagana. Við sjáum þétta a'llt skýrt, og fegurðin lætur sér ekki til skammar verða. Og nú erum við komnir til Hornafjarðar eftir 20 daga fjarveru. Svona gekk nú ferðalagið okk- ar Steinþórs. — Á því finnst mér heldur mikill seinagangur á þessum tímum hraðans og ný- sköpunarinnar. Kristján Benediktsson. Það er orðið næsta langt síðan að Tíminn hefir flutt fréttir héðan úr strjálbýlinu. Verður ekki sagt, að verið sé að bera í bakkafullan lækinn, þó að hér verði sendar nokkrar línur. Einkum hafa þeir, sem flutzt hafa úr sveitinni gaman af að frétta héðan öðru hvoru, og svo má yfirleitt segja, að fréttabréf séu lesin með meiri athygli en margt annað, sem blöðin flytja. Þó héðan sé raunar ekkert markvert að frétta fram yfir venju, þá skal þó tínt til það helzta, sem í frásögur er fær- andi. Tíðarfarið er jafnan algengasta umræðu- efnið á meðan bændur eiga lífs- afkomu sína að mestu undir því. Þetta ár, sem nú er að kveðja, verður líklega í annálum talið vera eitt hið bezta, sem komið hefir í marga áratugi norður hér. Árið byrjaði þó ekki álit- lega, því að upp úr áramótum gekk í harðindi með frosthörk- um og mikilli snjókomu. Stóð þessi skorpa í nokkrar vikur — og mátti segja, að hún stæði yf- ir á hentugasta tíma. Með góu- komu batnaði tíðin og var því nær óslitinn góðviðriskafli fram að sumarmálum. Um páskana gerði að vísu stórhríð með mik- illi snjókomu, en sá snjór fór strax á eftir. Eru slík páskahret einkennilega algeng, sérstaklega þegar tíð er góö. Á sumardaginn fyrsta skipti um tíð til hins verra. Gerði þá frost og kulda. Mátti heita næstum óslitin kuldatíð í allt vor eða framundir 20. júní. Er slíkt tíðarfar á vorin farið að verða svo algengt, að bændur eru beinlínis farnir áð búa sig undir það. Þrátt fyrir þessa langvarandi vorkulda, var alls ekki hægt að segja að vorið væri vont. Gróðurbragð kom nokkuð snemma og stórfelld hret komu engin. Minni háttar hret kom um miðjan maí og annað um 25. maí. Fé var gefið að nokkru fram yfir síðara hretið og hross voru víða á fullri gjöf fram að maílokum, og kýr voru leystar út í byrjun júnímánaðar. Þrátt fyrir þetta áttu flestir bændur miklar heyfyrningar. Sumarið var einmuna gott. Grasspretta í meðallagi eða vel það. Gömul tún voru víða ágæt, en nýrækt sums staðar ofurlít- ið kalin, en ekki þó að stóru meini. Heyfengur bænda varð því bæði mikill og góður, þar sem hey hröktust ekki. Úthey- skapur er að verða hér mjög lítill. — Haustið var með fádæmum gott, svo að elztu menn muna vart eftir slíku hausti. Stóð sú árgæzka óslitið til 24. nóvember. Þá gekk veturinn í garð. Voru þó frost og snjókomur litlar og stóð þetta breytingalaust til áramóta. — Þetta ár, sem nú er að kveðja í kvöld, fær því góð eftirmæli norður hér. Búfjárhöld hafa verið með ágætum á þessu ári, nema hvað sauðfé heimtist illa af fjalli, og vita menn eigi glöggt hvað veldur. Sennilega er ennþá eitthvað af ,fé í afréttinni, því þegar tíð er góð, smalast afréttin aldrei gersamlega sauðlaus. Hafa öðru hvoru verið að finnast kindur í heiðum, og nú fyrir fáum dög- um fann Þórshafnarpóstur nokkrar kindur á leið §inni. Annars er svo mannfátt á heim- ilunum, að ógerlegt er að fá menn til að leita í afréttinni. Hirðir því refurinn það, sem eftir er. Póstsamgöngur eru nú í ágætu lagi hér, því að hálfsmánaðarlega mætast hér á Skinnastað átta póstar. Breyt- ingin á þessum málum, frá því í fyrravetur, er stórkostleg. Þá var ástandið þannig, að byrjað var með hálfsmánaðarferðum í nóvember, síðan smálengdist bilið á milli ferðanna, unz það var orðið 25 dagar. Svo var far- in ein.ferð 11 dögum síðar (þ. e. 17. febr.) og var það eins konar fjörkippur, en þó í rauninni fjörbrot, því þetta var síðasta póstferðin í fyrra vetur. Þannig liðu hvorki meira né minna en 74 dagar til næstu póstferðar, sem farin var í byrjun maí. Var þetta miðalda-ástand okkur al- veg óbærilegt, því allan þennan tíma gafst aðeins einu sinni tækifæri til að senda frá sér bréf eöa annað, er senda þurfti. Hins vegar fengum við þrívegis blaðasendingar á þessu tímabili. Munu þær hafa komið með skipi til Kópaskers. Þá fékk maður einn hér í sveitinni tvö bréf úr næstu sveit (Þistilfirði), og var annað búið að vera 37 daga á leiðinni, en hitt 40 daga. En er landpóstur gengur, eru slík bréf (Framhald á 6. siBu) eftir væran svefn og langa hvíld. Fyrst um morguninn rigndi lítils háttar, en létti til, er leið á daginn. Þenna dag var haldið kyrru fyrir í Reykjavík og varði hver deginum að eigin geðþótta, ók um bæinn og umhverfi hans, heimsótti vini og ættingja og fylgdist með hatíðahöldunum, sem fram fóru í bænum þenna dag, en mikið var þar um dýrð- ir. Borgin var öll fánum skreytt, en bæjarbúar í hátíðaskrúða og hátíðaskapi. Náttúran lagði blessun sína yfir viðleitni fólks- ins, til að gera þenna fyrsta afmælisdag íslenzka lýðveldis- ins eftirminnilegan. Kl. 3.30 um daginn komu Þingeyingar saman í samkomu- húsinu „Röðli“ til kaffidrykkju i boði Þingeyingafélagsins í Reykjavík. Var setið þar langa stund við ræðuhöld og söng. Þessir tóku' til máls: Bene- dikt Bjarklind lögfræðingur, formaður Þingeyingafélagsins,og stýrði hann samkvæminu, frú Jóhanna Jónsdóttir frá Arn- dísarstöðum, Jónas Jónsson al- þingismaður, Jón Sigurðsson í Felli, frú Bergþóra Magnús- dóttir á Halldórsstöðum og Her- móður Guðmundsson í Nesi. Sigurður á Arnarvatni og Stein- grímur Baldvinsson fluttu kvæði. Sigfús í Vogum stýrði söngnum með sinni venjulegu röggsemi. Að lokum þakkaði fararstjóri Þingeyingafélaginu einstaka rausn þess og ómetan- legan stuðning við leiðangurinn. Minntist hann sérstaklega for- mannsins, Benedikts Bjarklinds, sem lagt hafði á sig mjög mikið erfiði og fyrirhöfn í þágu ferða- fólksins. Þröng var mikil í sölum „Röð- uls“ og á gangstéttinni framan við húsið meðan kvaðst var. Forstöðukonur skrifstofunnar „íslenzk ull“ búðu þingeysku konunum að skoða útsölu ull- ariðnaðar, sem þær reka. Þágu konurnar boðið með þökkum og létu mikið yfir . fjölbreytni og listmæti ullarvaranna, sem hinar tvær framtakssömu, reykvísku konur hafa þarna á boðstólum til mikils gagns fyrir heimilisiðnaðinn í landinu. Um kvöldið tók ferðafólkið þátt í gleðskap Reykvíkinga í Hljómskálagarðinum. Einstakl- ingarnir hurfu inn í hópsál þús- undanna, sem þarna höfðu safnazt saman, og gáfu sig hrifningunni á vald. Kvöldið var óvenjulega fagurt, sólskin og logn. Tjörnin blikaði eins pg fægt gler. Esjan var eitt sól- skinsbros og hafði nú fleygt þokuskýlunni, sem byrgt hafði enni hennar fyrir férðafólkinu að þessu. Margir gengu seint til sængur þetta kvöld og allir með góðar minningar um daginn. Mánudagur 18. júní. Kl. rúml. 8 næsta morgun var lagt af stað frá Búnaðarfélags- húsinu norður á bóginn. Hinn fagri og viðfelldni höfuð- staður og hinir alúðlegu og gest- risnu íbúar hans voru kvaddir með eftirsjá, þótt allir væru næsta heimfúsir. Skúraveður var, en bjart á milli. Sérkennileg fegurð Hval- fjarðarins naut sín því vel og hafði djúp áhrif á fólkið, ásamt sögulegum minningum þessa byggðarlags. Var nú stefnt að Reykholti, hinu fræga höfuðbóli í fortíð og nútíð. Þangað hafði Búnaðar- samband Borgarfjarðar og Mýra boðið ferðafólkinu til miðdegis- verðar. Margt héraðsmanna var fyrir í Reykholti, þegar þangað kom. Stigið var úr bílunum á víðu hlaði milli hinna reisulegu húsa staðarins. Því næst gekk mann- fjöldinn allur að Snorralaug. Þar hélt Þórir Steinþórsson skólastjóri ræðu. Bauð hann gestina velkomna og gaf yfir- lit um sögu staðarins. Frá laug- inni var gengið að leikfimishúsi skólans. Var fólkinu boðið þar inn að ganga og setjast að mat- borðum. Mun hafa matazt þar mikið á þriðja hundrað manns. Fram var borinn mjög þjóðleg- ur matur: nýr lax, kartöflur, íslenzkt smjör, skyr og rjómi. Borðhaldið var hið fjörugasta, ræðuhöld mikil og söngur. Töl- uðu af hálfu Borgfirðinga: hjónm í Deildartungu, frú Sig- urbjprg Björnsdóttir og Jón Hannesson, Halldór skáld Helga- son á Ásbjarnarstöðum, sem flutti nokkur ágæt kvæði, og Andrés Eyjólfsson í Síðumúla. Pétur Ottesen alþm. bað Borg- firðinga að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir gest- unum, sem þeir og gerðu mjög kröftuglega. Til máls tóku úr hópi Þing- eyinga: Jón H. Þorbergsson, sem talaði oftar en einu sinni, Jón Haraldsson á Einarsstöðum, Hallgrímur Þorbergsson á Hall- dórsstöðum, frú Hildur Bald- vinsdóttir í Klömbrum, Bjart- mar Guðmundsson hreppstjóri á Sandi og Steingrímur Bald- vinsson í Nesi. Sigfús í Vogum gaf tóninn að vanda og tók fólk- ið undir af fjöri og áhuga. Að lokum hrópuðu Þingeyingar fer- falt húrra fyrir Borgfirðingum og Mýramönnum. Þegar staðið var upp frá borð- um, dreifðist fólkið um hlað og traðir og talaði saman. Notuðu gestir og héraðsmenn vel hina stuttu stund til gagnkvæmrar kynningar, unz gefið var merki til burtfarar. Lagt var af stað úr Reykholti kl. rúml. 16 (kl. 4 e. h.). Áð var litla stund við Hreðavatnsskála, en síðan lagt á Holtavörðuheiði. Við Norður- braut fengu menn snöggvast að rétta úr sér. Þegar kom að Gljúfurá, stóðu þar þrír stórir fólksflutninga- bílar. Þar biðu 60 Húnvetning- ar, konur og menn, og fögnuðu Þingeyingum. Þáðan ók bílalest- in — 14 bílar — austur á Blönduós. Settust allir þar að kvöldverði í gistihúsi þorpsins í boði Búnaðarsambands Hún- vétninga. Undir borðum fóru fram ræðuhöld og söngur. Eigi voru salarkynni í gistihúsinu næg til þess, að allir gætu mat- azt í einu og varð að tvískipta fólkinu til borðs. Ræðumenn af hálfu Hún- vetninga voru þessir: Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum, form. B. S. H., sr. Gunnar Árnason á Æsustöðum, Guðjón Hallgrímsson í Hvammi, Run- ólfur á Kornsá og Þorbjörn á Geitaskarði. Úr flokki Þingey- inga tóku þessir til máls: Jón H. Þorbergsson, Jón Haraldsson og. Bjartmar Guðmundsson. Að borðhaldi loknu svipaðist fólkið um í þorpinu með leið- sögn Húnvetninga. Veður var þungbúið og nokkuð kalt. Varð því minna um útivist en ella mundi orðið hafa. Flestir fengu rúm um nóttina, nokkrir í gisti- húsinu, en aðrir á heimilum í kauptúninu og í nærsveitum. Þriðjudagur, 19. júní. Að morgni næsta dags, sem var síðasti dagur ferðarinnar, vöknuðu menn glaðir og reifir eftir góða hvíld, söfnuðust ,að gistihúsinu og fengu sér morg- unkaffi. Því næst var lagt af stað upp Langadalinn. Stanzað var litla stund hjá Geitaskarði, en þar hafði fararstjóri gist um nóttina, ásamt fleiri. Á Æsustöðum varð einnig lít- ils háttar viðdvöl, því margir vildu fá að kveðja prestshjónin. Af austurbrún Vatnsskarðs er útsýn talin fegurst yfir Skaga- fjörð. Þar stanzaði bílalestin og fólkið þusti upp á hóla og hæðir við veginn. Bjart var hið neðra um héraðið, en boka á. fjöllum. Sá vel yfir Hólminn og Hegra- nesið og út á fjörðinn, en „þar rís Drangey úr djúpi“ tignar- leg og fögur. Því miður var ekkert kraftaskáld með í leið- angrinum, sem gat kveðið þok- una „frá þúsund duldra brúna“ og fengu menn því ekki að sjá skagfirzku fjöllin. Sigfús í Vogum kvaddi saman söngliðið og var nú sungið: „Skín við sólu Skagafjörður". Því næst var haldið viðstöðu- laust áfram til Akureyrar. Þar var dvalizt í 2 tíma og snæddur miðdegisyerður. Hér yfirgaf Ragnar Ásgeirsson leiðangurinn. Hafði hann reynzt ferðafólkinu hinn ágætasti förunautur, fræðari og ráðgjafi. Eftir viðdvölina á Akureyri vár ferðinni haldið áfram aust- ur að Fnjóskárbrú. Á melunum, þar sem leiðangurinn hófst fyr- ir 10 dögum, var nú stanzað til að kveðjast. Hér yfirgáfu Fnjóskdælir !hópinn, og héðan skilaði hver bíll farþegunum, hverjum heim til sín. Létt var yfir fólkinu og engin þreytu- merki sjáanleg eftir ferðina. Fararstjóri sté í .stólinn og þakkaði ferðafélögunum á- nægjulega samfylgd og góða samvinnu í ferðinni og óskaði öllum góðrar heimkomu. Þakk- aði hann söngstjóranum sér- staklega þann mikla þátt, er hann 'átti í því að gera ferð- ina ánægjulega. Næst talaði Þorsteinn Jónsson á Bjarna- stöðum. Þakkaði hann farar- stjóra stjórn hans á leiðangr- inum og hina miklu vinnu, er hann og meðstjórnendur hans lögðu fram við undirbúning ferðalagsins. Þá talaði Jón Har- aldsson á Einarsstöðum. Kvað hann alla, sem þátt höfðu tek- ið i þessari ferð, mundu tengda órjúfandi böndum sameiginlegra minninga. Frú Kristín Jónsdótt- ir á Þórðarstöðum flutti ferða- félögunum þakkir fyrir kynn- inguna og kvað alla mundu flytja heim með sér mikla aúð- legð dásamlegra minninga úr ferðinni. Hallgrímur Vigfiisson á Illugastöðum minntist með hlýleik þess framandi fólks í fjarlægum héruðum, sem borið hafði ferðafólkið á höndum sér, hvar sem það kom, og þakkaði að síðustu ferðafélögunum á- nægjulegar samvistir í ferðinni. Nú voru bílarnir aðeins 10, sem þeystu austur um Ljósa- vatnsskarð. Smám saman helt- ist einn og einn úr lestinni. Um kvöldið voru allir heima. Lífið féll í sinn gamla farveg. Að morgni yrði gengið að starfi og hinn slitni þráður búann- anna tengdur saman. En lífið yrði auðugra en áður. Andinn hafði numið ný lönd, ríki minn- inganna stækkað. Síðan kvöddust menn brosandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.