Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 8
Kosrúngaskrifstofa. Framsóknarmanna er l Edduhúsinu. Sími 6066. 8 REYKJAVÍK FRAMSVKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 12. FEBR. 1946 24. blað 7 MMLL TI8MS ^ Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Javamálin rætltl. Allharðar umræður hafa orð- ið í öryggisráðinu um Javamál- in, en fulltrúi Ukrainu vísaði því undir úrskurð ráðsins. Hafa vlðræðurnar milli úkrainiska fulltrúans og Bevins oft orðið hinar snörpustu. Ráðið hefir ekki lokið enn afgreiðslu máls- ins. Van Mough, liðsstjóri Hol- lendinga á Java, hefir lýst yfir því, að bráðlega hefjist viðræð- ur þeirra og þjóðernissinna. Spánn útilnkaður. Þing bandalags sameinuðu þjóðanna hefir ákveðið sam- kvæmt tillögu frá fulltrúa Panama, að Spánn fái ekki inn- göngu í bandalagið meðan ein- ræðisstjórn sitji þar við völd. Kosningar í Grikk- landi. Þingkosningar munu að öll - um líkindum fara fram í Grikk- landi 31. marz næstkomandi. EAM-menn hafa nýlega sett fram ýms ný skilyrði fyrir kosningaþátttökunni. IJpprcistarstjórii fær ckki viðurkeiming'u. Stjórn Iran hefir neitað að viðurkenna leppstjórnina, er Rússar hafa sett upp í norður- fylkjum landsins. Tryg'gingainál í Bret- landi. Brezka stjórnin er nú búin að leggja hið ítarlega tryggingar- frumvarp sitt, sem byggt er á tillögum Beveridge, *fyrir þing- ið. Þegar það hefir verið sam- þykkt, mun hvergi verða jafn fullkomnar tryggingar og í Bretlandi. U R B Æ N U Félag ungra Fram- sóknarmanna. heldur félagsfund í Edduhúsinu við Lindargötu næstkomandi fimmtudags- kvöld. Fundurinn hefst kl. 8%. Á fundinum heldur Skúli Guðmundsson alþingismaður ræðu. Inntaka nýrra félaga. Uhgir Framsóknarmenn, fjöl- mennið á fundinn. Samkoma. Framsóknarfélögin í Reykjavík höfðu skemmtikvöld í Listamanna- skálanum s. 1. föstudagskvöld. Var fullt hús samkomugesta, er skemmtu sér að venju ágætlega nokkuð fram á nóttina. Sveinbjörn Jónsson byggingameistari átti fimmtugsafmæli í gær. Hann er viðurkenndur atorku- og dugnaðar- maður, og hefir unnið þarft verk í þágu íslenzkrar húsagerðar og verið þar brautryðjandi í mörgum nýjung- um. Ljósmyndarafélag íslands átti nýlega 20 ára afmæli og minnt- ist þess með samsæti að Röðli. Þar flutti Karl Ólafsson merkilegt erindi um sögu og starf félagsins. Tveir heið- ursfélagar sátu hófið, þeir Árni Thor- steinsson og Jón J. Dalmann. — Aðal- fundur félagsins var haldinn 6. þ. m. og var fráfarandi stjórn öll endurkos- in, en hana skipa þeir Sigurður Guð- mundsson formaður, Guðmundur Hannesson ritari , og Óskar Gíslason gjaldkeri. Hagur félagsins stendur vel. Bílainnflutningur. Með e.s. Reykjafoss, sem kom til landsins í gær frá Englandi, komu 44 nýjar bifreiðar, stórar og smáar, bæði fólks og vörubifreiðar. — Er þetta stærstS^ sending af bifreiðum, sem hingað til hafa komið í einu íslenzku skipi. Stærsta sendingin áður var 30 bifreiðar. Golfkennari. Hinn 27. janúar s. '1. kom hingað kunnur enskur golfkennari, mr. Treacher að nafni, á vegum Golf- klúbbs íslands. 1 • Norrænt íþróttaþing verður haldið í Kaupmannahöfn um miðjan þennan mánuð. Benedikt G. Waage verður fulltrúi islenzkra iþróttasamtaka þar og ef til vill Baldur Möller lögfræðingur. Menntaskólanemendur er ljúka stúdentsprófi, í vor, hafa ákveðið að fara í hópför til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. í förinni munu verða um 80 manns. Bæjarráð Reykjavíkur hefir þegar veitt 20 þús. kr. til fararinnar. Fylgist með! Allir, sem fylgjast vilja með al- mennum málum verða að lesa Tím- ann. Pantið blaðið í síma 2323 og ger- ist áskrifendur, a. m. k. um tíma til reynslu. Islenzkir lögregluþjónar við nám í Svíþjóð. Eins og getið hefir verið í blöðunum. bauð sænska lögreglan í haust lög- reglustjóranum hér, að senda sex lög- reglumenn til náms við lögregluskóla sænska rikisins. Var boði þessu tekið og eru nú sex lögregluþjónar farnir héðan til Svíþjóðar og munu þeir dvelja þar við nám þar til i júnímán- uði i vor. Lögreglumennirnir, sem farnir eru til Svíþjóðar eru þessir: Ól- afur Guðmundsson, Geirjón Helgason, Óskar Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson, Jóhann Ólafsson og Sverrir Guð- mundsson. Hjúskapur. Á nýársdag voru' gefin saman í hjónaband í Sæbólskirkju af sóknar- prestinum séra Eiríki J. Eiríkssyni, ungfrú Guðdís Guömundsdóttir. Ein- arssonar bónda að Brekku Ingjalds- sandi og Sigurvin Guðmundsson, Guð- mundgsonar bónda að Sæbóli Ingjalds- sandi. Heimili ungu hjónanrfe verður að Sæbóli. Hjónaefni. Á aðfangadagskvöld opinberuðu trú- lofun sína, ungfrú Áróra Oddsdóttir Gubmundssonar bónda að Álfadal Ingjaldssandi, og Ragnar Guðmunds- son, Einarssonar bónda að Brekku Ingjaldssandi. — Einnig opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Ingi- mundardóttir, verkstjóra Hverfisgötu 46 Hafnarfirði, og Finnur Guðmunds- son, Bernharössonar bónda að Ástúni Ingjaldssandi. — Síðastliðið sumar op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Arilía Jóhannesdóttir, Andréssonar sjómanns Flateyri, og Kristján Guðmundsson, Einarssonar bónda að Brekku Ingj- aldssandi. íkviknun. Snemma á sunnudagsmorguninn kom upp eldur í húsinu Bergshús við Skólavörðustíg í Reykjavík. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var alh mikill eldur á þakhæð hússins, en þó tókst að ráða niðurlögum hans innan stundar. ‘Skemmdir urðu miklar á húsinu Öll þakhæðin eyðilagðist og allir innanstokksmunir og einnig skemmdist neðri hæð hússins nokk- uð, aðallega af vatni og reyk. Fólk, sem bjó á þakhæðinni, bjargaðist nauðulega út um glugga, á nærklæð- unum Frakklandssöfnunin. Peningagjafir: Olíuverzlun íslands 1000 kr. Afh. Verzl. París 8Ö kr. Safn- að af S. Ólafsson & Co.. Selfossi 970 kr. Safnað af Andr. Ámundasyni 100 kr. Safnað af -Kr. Andréssyni 700 kr. Afh. Dagbl. Vísi 40 kr. Safnað af Þor- valdi Skúlasyni og frú 1440 krónur. — Kærar þakkir. — P. Þ. J. Gunnarsson, formaður framkvæmdanefndar, Athugasemd. Vegnua greinarkorns í Tímanum 8. þ. m. eftir Harald Jónsson bygginga- meistara vill blaðið geta þess, að það muni hafa verið á misskilningi byggt, að Sveinn Tryggvason mjólkurfræð- ingur hafi álitið þá lausn, sem þar er minnst á, framkvæmanlega. Bygging stórrar iðn- hallar fyrirhuguð Samkomulag mun nú vera í þann veginn að nást milli Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavík, Trésmiðafélags Reykjavíkur og Sveinasambands byggingar- manna, er samtals hafa 8—900 meölimi, um byggingu eins alls- herjar iðnaðarhúss eða hallar, sem yrði sameiginlegt heimili allra iðngreina í Reykjavik. Reykjavíkurbæjar (jatnla Síc (Framhald a) 1. síöu) aðstöðu einhverra hluta vegna til að rækja hugðarefni sín heima hjá sér. Það hef- ir að vísu verið ákveðið að safn- ið fái til afnota húsnæði á efsta lofti Austurbæj arskólans, en Pálmi benti réttilega á það, að þar er safnið ekki vel sett og til óhagræðis, bæði fyrir kennslu- starfsemina í barnaskólanum, vegna aukins umgangs, og einn- ig er staðurinn óheppilega val- inn l>s.rað legu í bænum snertir. — En íhaldið sá vitanlega ekki ástæðu til að bæta aðstöðu bæjarbókasafnsins, enda hefir það ekki mikinn áhuga fyrir aukinni menntun almennings. Það felldi því tillöguna. ihaldið vill ckki mat- söluhús fyrir aliiiciin- ing. Pálmi Hannesson mælti einn- ig mjög rækilega með tillögu sinni um 450 þús. kr. fjárveit- ingu til byggingar matsöluhúss í miðbænum, þar sem ýms mötuneyti, sem seldu fæði við sannvirði,fengju húsnæði. Einn- ig væri æskilegt, að bærinn ræki þar sjálfur matsölu og seldi með kostnaðarverði. Þetta yrði til mjög mikils hagræðis, ekki ein- ungis fyrir þá, sem verða nú að notast við lélegan og dýran mat á mör^um matsölum hér í bæn- um, heldur einnig fyrir það fólk, sem þarf að sækja vinnu til mið- btejarins, en býr í úthverfunum. Einnig á þetta við skólafólk í framhaldsskólunum. Þó undarlegt megi virðast ljáðu þá kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn till. þessari at- kvæði sín.1 En vert er að minn- ast þess í því sambandi aö í fyrra hjálpuðu þeir íhaldsmönn- um til að samþykkja sérstök af~ brigði af húsaleigulögunum, svo hægt væri að reka eina sam- vinnumötuneytið í Reykjavík úr húsnæði sínu. Þannig var hug- ur þeirra þá til þessara mála. Vonandi er, að hér sé um hug- arfarsbreytingu að ræða. íhald- ið felldi vitanlega þessa tillogu, því að hvað gerir það til þó að fólk verði að kaupa rándýran og illætan mat, ef fáeinir einstak- lingar fá að halda áfram að Stór gistihússbygging í undirbúningi Undanfarið hafa farið fram viðræður milli ríkisstjórnarinn- ar, Reykjavíkurbæjar og Eim- skipafélagsins, um að þessir að- ilar byggi hér í Reykjavík veg- legt gisti- og veitingahús. Gert er ráö fyrir, að gistihús þetta muni kosta um 15 miljónir króna uppkomið og að ríkið, bærinn og Eimskip leggi fram sínar fimm miljónirnar hvert. Frumvarp til laga um mál þetta mun verða lagt fyrir Al- þingi á næstunni. Þá er einnig í ráði að fá verkfræðinga í Bandaríkjunum til þess að sjá um teikningar og annað viðvíkj - andi því. Staður gistihússins hefir ekki verið ákveðinn ennþá. Ætlast menn til - að iðnfélög- in, 'sem nú eru milli 50—60 að tölu, stofni eins konar hlutafé- lag um byggingu þessa. í iðnhöllinni fengju félögin síðan skrifstofur og aðra starfs- aðstöðu. Þar yrðu bókasöfn og fundasalir fyrir fámenna og f/ölmenna hóþa, veltingasalir og staður fyrir iðnaðarmenn ut- an af landi er kæmu hingað á iðnþing eða annarra erinda. Iðnaðarmannahöllinni mun verða ætlaður staður á lóð Iðn- aðarmannafélagsins á . horni Hallveigarstígs og Ingólfsstræt- is, en áður en byggt er verður að ryðja burtu heilli húsaþyrp- ingu af svæðinu. græða á því. Það er höfuðsjón- armið íhaldsins og fyrir því verður hagur almennings að víkja, þegar brasklýðurinn er annars vegar. íhaldið er á inóti Hclðmörk. Þá gerði Pálmi ítarlega grein fyrir tillögu sinnu um auknar framkvæmdir I landi bæjarins á Heiðmörk. Lagði hann til að fé yrði veitt til aö skipuleggja landið, svo hægt væri að fara að koma upp fullkomnum vegum að landinu og um það. Þetta mál er mjög mikið menn- ingarmál fyrir alla bæjarbúa og þá ekki sízt fyrir unga fólkið, sem hvergi á höfði sínu að að halla hér í bæ, nema helst á knæpum og drykkjukrám. Heið- mörk liggur mátulega langt frá bænum til þess að hægt sé að komast þangað með lítilli fyrir- höfn og litlum tilkostnaði, og þar getur verið öruggur griða- staður fyrir hvers konar íþrótt- ir, gönguferðir, hjólreiðar og alls kbnar útiíþróttir. En íhaldið felldi þessa tillögu, eins og fleiri, enda hafa flestir stórgróða- mennirnir komið sér upp sínum eigin afgirtu skemmtigörðum í kring um hús sín í bænum og sumarbústöðum utan bæjarins og því ekki ástæða fyrir þá að auka útgjöld bæjarins fram yfir það nauðsynlegasta með slíkri tillögu. Andstaða ílialdsins gcgn nógum lóöiim. bátahöfn, verhiiöiiiii oj»' livottahiisum. Pálmi mælti einnig mjög ítar- lega fyrir öðrum breytingar- tillögum sínum, en þær voru um einnar millj. kr. heimildar- framlag til nýrra gatna, ef fjár- veitingin hlýkki ekki til að fullnægja eftirspurn eftir nýj- um lóöum, um einnar millj. kr. aukaframlag til byggingar ver- búða og bátahafnar og 35 þús. kr. framlag til undirbúnings að byggingu nýtízku þvottahúsa. Rökin fyrir nauðsyn allra þess- ara framkvæmda eru svo aug- ljós, að ekki ætti að þurfa að rekja þau hér. Allar þessar til- lögur felldi ihaldið og sýndi með því enn einu sinni hinn rétta hug sinn til umbótamáia bæj- arbúa. Kosnmgkmiitur íhalds- ins ojí' misnotkun vctrarlijálpar- innar. Eitt af því athyglisverðasta, sem kom fram á bæjarstjórnar- fundinum, voru upplýsingar frá einum bæjarfulltrúa, Sigfúsi Sigurhjartarsyni, um kosninga- mútur íhaldsins við seinustu bæjarstjórnarkosningar. Maður nokkur, sem nafngreindur var og er starfsmaður bæjarins við sóthreinsunina, gekk í bragga- hverfin i Skólavörðuholt- inu. Hann kom meðal annars til hjóna, er sögumaður hafði kynni af, og bauð þeim aukaút- hlutun frá Vetrarhjálpinni. Bar hann hjónunum kveðju Bjarna borgarstjóra, sem hafði farið að líta yfir úthlutunarlistann og séð, að þau hefðu ekki fengið eins og vera bar og hefðu orðið út undan. Lofaði sótari þessi að láta senda þeim þrjá kolapoka eftir kosningarnar, og ávísun á 100 kr. úttekt og nokkra mjólk- urseðla. En muna yrðu þau hann um að styðja D-listann. Að lokum kom löng lofræða hjá sótaranum um Bjarna borgar- stjóra, sem ávallt væri vakinn og sofinn yfir afkomu borgar- búa. Hvað segja menn um svona kosningaáróður? Verst var að hjón þessi skyldu búa í bragga, svo að það dró nokkurn skug^a á hina miklu umönnun hins ágæta borgarstjóra! PRCVSGSSM OG SJÓRÆNINGINN (The Princess and the Pirate) Bi'áðskemmtlleg og spenn- andi mynd í eðlilegum litum. Bob Hope, Virginia Mayo, , Victor McLaglen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. AUtaf sjálfum sér líkur (Framhald af 7. síöu)' sé að J. Pá. eigin ásakanir séu sannar. Þetta er vel að verið í svona fáum línum og ólíklegt að nokk- ur íslendingur sem skrifar í blöð, geti viðhaft svona rithátt annar en „forseti“ Alþingis. Kári. Vinnið ötuUega fyrir Tímann. ÚtbreimS Timann! LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik ntjja Síi BI I I AI.O BIM. Bráðskemmtileg og spenn- andi mynd í eðlilegum Utum um ævintýrahetjuna miklu, BILL CODY. Aðalhlutverk: Joel McCrea, Linda DarneU, Maureen O’Hara. Sýnd kl. 5—7—9. Bönnuð yngri en 12 ára. “Tjtmutrbíi GAGNÁHLAUP Counter-Attack) Áhrifamikil amerísk mynd frá styrjöldinni í Rússlandi. Paul Muni, Marguerite Chapman. Sýning kl. 5—7—9. Bönnuð yngri en 14 ára. SKÁLHOLT (Jómfrú Ragnhefðiir) eftir Guðmund Kamban Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. *■ Auglýsing \ Útlendingar, sem ekki hafa sótt um framlengingu á dvalarleyfum sínum, er gildistími leyfanna var útrunninn, svo og þeir útlendingar, sem engin dvalarleyfi hafa feng- ið, eiga að gefa sig fram við lögreglustjóra umdæmis þess, er þeir dvelja í fyrir 1. marz n. k. Vanræki menn að fara eftir fyrirmælum þessum, mega þeir búast við, að þeim verði vísað úr landi samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 59, 23. júní 1936 um eftirlit með útlendingum. Dómsmálaráðuneytið Söfnun til lýsisgjafa handa bágstöddum þýzkum börnum Á fundi er haldinn var í Há- skólanum þann 23. jan. 1946, var ákveðið að hefjast handa um söfnun fjár til kaupa á lýsi handa nauðstöddum börnum í einni eða fleiri borgum Þýzka- lands. í framkvæmdanefnd voru kjörnir: Árni Friðriksson fiskifræðingur, Birgir Kjaran hagfræðingur, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, Gylfi Þ. Gísla- son, dósent, Klemenz Tryggva- son hagfræðingur, Leifur Ás- geirsson prófessor og Úlfar Þóröarson læknir. Að undir- búningi málsins höfðu auk þeirra starfað sérstaklega þeir Ásmundur Guðmundsson pró- fessor, Alexander Jóhannesson prófessor og Magnús Pétursson héraðslæknir. Söfnunin er þegar hafin og var fyrsta lýsissendingin, 27 tunnur, eða sem nemur 500 þús. lýsisskömmtum, send áleiðis til Þýzkalands þann 7. febrúar fyrir milligöngu biskupsins, hr. Sigurgeirs Sigurðssonar. Þeir, sem vilja láta fé af hendi rakna í þessu skyni, eru vinsamlega beðnir að rita nöfn sín á söfnunarlista, sem sendir hafa verið um land allt og born- ir eru um Reykjavík þessa dag- ana. Sömuleiðs mun fégjöfum verða veitt móttaka á skrif- stofu nefndarinnar á II. hæð í húsi Verzlunarmannafélagsins. Vonarstræti 4. Skrifstofan er daglega opin frá kl. 4y2—7. Ein- stakir nefndarmenn munu einn- ig veita upplýsingar og taka á móti fégjöfum. Kirkjujörðin MINNIÓLAFSVELLIR í Skeiðahreppi, fæst til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við hreppst. Skeiðahrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.