Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.02.1946, Blaðsíða 7
I 24. Mað M, þglðjndagiim 12. febr. 1946 Rangsleitni flugmálaráðherrans við skipún veðurstofustjóra Það verður alltaf grelntlegra hvers vegna komuiúnlstar vlldu fá yfirstjjórn flugmálanna. f Skipun Terisiu Guðmunds- son í embætti veðurstófustjóra hefir að vonum vakið umtal og athygli. Þetta stafar þó ekki af þeirri nýjungu, að konu sé falið forstjórastarf, því að slíkt myndi flestum ekki þykja nema sjálf- sagt, ef hún væri llitin öðrum hæfari til starfsins. Það er líka kunnugt, að kona sú, sem hér á hlut að máli, er vel greind og gegn á margan hátt. Hitt vekur athygli, að hér hefir verið geng- ið framhjá manni, sem vegna meiri reynslu og lengri embætt- isaldurs, átti fyllsta tilkall til stöðunnar. Hefði verið tekið nokkurt til- lit til þessara atriða, sem venju- legast er gert við embættisveit- ingar, bar Jóni Eyþórssyni vit- anlega efnbættið. Af þeim, sem nú starfa við Veðurstofuna, hef- ir hann verið þar langlengst og gert það með þeim hætti, að hann hefir hlotið almenna við- urkenningu fyrir. Má t. d. geta þess til samanburðar, að Jón Eyþórsson er búinn að vinna við veðurspár í 20 ár við Veðurstof- una, en Terisia mun hafa fyrst byrjað á því starfi í sumar. Þangað til mun hún aðallega hafa unnið úr gömlum veður- skýrslum. Ástæðan til þess, að gengið er fram hjá Jóni Eyþórssyni, en Terisia Guðmundsson er valin í embættið, dylst engum, sem eitthvað þekkir til málanna. Jón Eyþórsson er andstæðingur at- vinnumálaráðherrans í stjórn- málum. Teresia Guðmunds- son er hins vegar skoðanasystir ráðherrans í stjórnmálum eða a. m. k. nálségt því að vera það. Kommúnistar lögðu mikið kapp á, þegar stjórnin var mynduð, að fá' yfirstjórn flug- málarma, sem eru nú og verða þó enn frekar á komandi árum einn þýðingarmesti þáttur utan- ríkismálanna. Þeir fengu þessu framgengt, eins og öðru, sem jþeir hafa farið fram á i stjórn- arsamvinnunni. Þetta vald sitt hafa þeir nú notað til að skipa embætti flugmálastjóra og veð- urstofustjóra sínu íólki, þó að í báðum tilfellunum hafi orðið að ganga fram hjá hæfari starfskröftum. Þannig verður vitanlega haldið áfram og kom- múnistum troðið inn í allar stöð- ur, sem eitthvað snerta flug- málin, eftir því, sem hægt er. Það getur haft sínar afleiðingar síðar meir. Þjóðinni væri hollt að gera sér ljóst, að hér er ekki aðeins um misbeitingu embættaveit- ingavaldsins að ræða. Hér liggur einnig annað, jafnvel enn al- varlegra, á bak við. En við þetta hvorttveggja getur þjóðin losað sig, ef hún hrekur kommúnista og samstarfsmenn þeirra í Sjálf- stæðisflokknum af höndum sér í kosningunum í vor. Til Guðmundar Inga a Geislar hitta geðið mitt glymur vordagskórinn, sannlega við „Sólbráð" þitt sjatnað getur snjórinn. Leysir sól úr læðing foss, litinn hólum eykur, unir fjólan ástarkoss, allt á hjólum leikur. Hugans birtu hefir met hörpu fegrað sláttinn, má við hvert eitt farið fet finna grózkumáttinn. Vallai-blómans safa saug sál í æsku þinni, eiga ljóð þín trúleikstaug tengda þessu minni. Moldarkallið mæðugjarn margur virt ei hefur, meðan jarðargróðurgarn greiðir þú og vefur. Mæta’ oss skáld, sem munaþyrst margt úr sorpi tína, þú villt aftur fremst og fyrst fagrar myndir sýna. Og þau fegurð óljóst sjá andans fölva skjáinn minna æ á ýlustrá æpandi i bláinn. Drjúpa ljóð þín dags frá önn, dreyminn huga seiða, verður erfitt tímans tönn töfrum þeirra að eyða. Þvi er bjart um þjóðarson, þann sem allan daginn lífsins trú og lífsins von ljóðar inn í bæinn. Lengi syngdu „Sólarljóð" sæll, með yngdu lagi, vængjaslingur vorri þjóð Vestfirðinga-Bragi. Kristján Sigurðsson, ' Brúsastöðum. AUtaf sjálfum sér líkur í langlokuvaðli Jóns Pá í Mbl. nýlega er m. a. þessi klausa: „Baráttan við verkalýðsflokk- ana með fjölmennri ríkislög- reglu að bakhjalli. Sú leiðin var og er áhugamál Hermanns Jón- assonar og meiri hluta (leturbr. hér) flokks hans, svo ekki sé meira sagt. Ég tel mér ekki heimilt að segja meira af því það hefir aldrei sannast að Framsóknarmenn yfirleitt hafi verið fúsir í þann slag. Meira að segja heldur ólíklegt að svo hafi verið.“ í þessari litlu klausu koma fram þessi atriði: 1. Búnar til þungar ásakanir á Hermann Jónasson og meiri hluta Framsóknarflokksins. 2. Dylgjað um að þyrfti þó að segja meira, því of lítið væri sagt með framangreindum upp- spuna. 3. Étið ofan í sig, að Fram- sóknarmenn hafi yfirleitt viljað gera það sem borið var á þá í klausubyrjuninni. 4. og borið til baka að líklegt (Framhald á 8. síðu) íjUfH ttif Mynd þessi var nýlega tekln af Montgomery, er hann kom í heimsókn til pólskra flóttamanna í Þýzkalandi. Lítil stúlka hefir verið látin færa hon- um blómvönd. Söngskeramtun Dóru og Haraldar Sigurðs- sonar í KaupmMn Dagblöðin í Kaupmannahöfn segja frá því, að þann 18. janúar síðastliðinn hafi hjónin Dóra og Haraldur Sigurðsson haldið hljómleika í Oddfellowhöllinni i Kaupmannahöfn. Haraldur lék sónötu Beethovens í as-Dur, op. 110 og Prelude, Air et Final eft- ir Cesar Franck. Frú Dóra söng lög eftir Schubert, átta ung- versk þjóðlög á frummálinu og lög eftir Carl Nielsen og Pál ís- ólfsson, en Haraldur lék undir. Salurinn var fullskipaður og hjónunum var ákaflega vel tek- ið af áheyrendum. Listdómum Kaupmannahafnardagblaðanna ber saman um, að meðferð þeirra hjóna á verkefnum sípum sé með þeim ágætum, að sjaldgæft sé. Hugo Seligmann segir í Poli- tiken: „Begge to repræsenterer de det udsögte, det ægte og sublime, Kammerkunst i Ordets egentlige Betydning." Listdómari „Sosial-Demokrat- en“ telur að túlkun frú Dóru á lögum Sihuberts sé þannig, að vart verði lengra komizt, og um meðferð Haralds á tónverki Césars Francks, að hún hafi verið snillingi samboðin. i í Berlingske Tidende segir, að þau hjón hafi hvort um sig náð | hátindi kunnáttu og listrænnar jmeðferðar. En öllum bar list- dómendum saman um, að þau hjón komi of sjaldan fram opin- berlega og skora á þau að láta til sín heyra sem’fyrst aftur. Bráðlega verSur farið að framleiða tiibúin hús í Danmörku úr samanþjöpp- uðum hálmi. Er þetta sænsk uppgötvun. Hér sést mynd af tilraunahúsi? sem var reist nýlega í Visum í Danmörku. Brezki yfirhershöfðinginn í Indlandi, Claud Achinleck, sem mjög kom við sögu i Afríkustyrjöldinni, sést hér á myndinni með japanskt sverð í hend- inni Ein hersveitin, sem barðist í Burma, færði honum það að gjöf Danir hafa keypt nokkur smá herskip af Bretum. Meðfylgjandi mynd er • af einu þeirra. Mynd þessi er frá brezkum hermannaskálum við Bangkok í Síam. Klæðn- aður hermannanna bendir til, að nógu heitt sé þar í veðri. Minn hjartkæri eiginmaður, Jón Pétnrsson, fyrrum bóndi að Nautabúi og Eyhildarholti, andaðist 7. þ. m. að heimili okkar, Hofi á Höfðaströnd. SÓLVEIG^ EGGERTSDÓTTIR. Framkvæmdastjórastaðan við Vélasjóð íslands og verkfæratilraunir, er laus til um- sóknar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi þekkingu á land- búnaðarvélum, eínkum , þó aflvélum og geti staðið fyrir innkaupum á þeim og varahlutum þeirra, svo og véla- og verkfæratilraunum. Umsókn með kaupkröfum sendist til Pálma Einarsson- ar, Búnaðarfélagi íslands, fyrir 1. marz næstk. Verkfæranefnd ríkisins Tilkynning Athygli verzlana skal hér með vakin á tilkynningu Viðskiptaráðs í Lögbirtingablaðinu í dag. Reykjavík, 9. febrúar 1946. . Verðlagsstjóri Auglýsing Samkvæmt heimild í útsvarslögum nr. 66 1945, hefir bæjarstjórnin samþykkt, að innheimta útsvör '&rið 1946, með fyrirframgreiðslum svo sem hér sagir: Gjaldskyldum útsvarsgreiðendum við aðalniðurjöfn- un árið 1946 ber að greiða fyrirfram sem svarar 40% af útsvörum þeirra árið 1945, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 10% af útsvarinu 1945 hverju sinni. Allar greiðslur skulu standa á heilum eða hálfum tug króna. Þetta auglýsist hérmeð. Reykjavík, 7. febrúar 1946. BORGARSTJÓRIM. Raddir nágraimaima hefir verið öll striðsárin, fullnægir að engu leyti skilyrðum hvorki rót- rækrar eða íhaldsamrar fjármála- stefnu. Hennar grundvallarregla virðist vera: Flýtur á meðan ekki sekkur, og þvi á hún skilið nafnið fjárglæfrastefna." Jón segir að lokum um stefnu stjórnarinnar og viðhorfið í fjármál- unum: í stuttu máli: Fjármál okkar eru um þessi áramót komin í það horf, eftir 5 ára stríðsgróðastefnu, að framundan er ekki annað en verð- hrun og atvinnuleysl eða stórfelld gengislækkun, eða gerbreyting fjár- málastefnunnar. Úr því sem kom- ið er, er ekki hægt að komast hjá fyrrnefndum afleiðingum nema með mjög róttækum skattaaðgerð- um, þannig að hið opinbera taki mjög verulegan hluta stríðsgróð- ans úr umferð, hafi upp á þeim stórfelldu fjármunum, sem sviknir hafa verið undan skatti og taki auk þess innflutningsverzlunina að mjög verulegu leyti í sínar hendur, til þess að koma i veg fyrir áfram- haldandi óhóflegan striðsgróða verzlunarstéttarinnar, til þess að geta haldið verðlaginu í skefjmn og loks til þess að nota nokkurn hluta af ágóðanum á innflutningsverzl- uninni til verðjöfnunar á þeim útflutningsafurðum, sem kunna að falla í verði á næstunni og hljóta að gera það fyrr eða síðar á næstu mánuðum. Á þennan hátt einan er hægt að gera sér vonir inn að geta lækkað verðlag og kaupgjald inn- anlands, án þess að skapa atvinnu- leysi og kreppu." Vicsulega verður ekki komizt hjá atvinnuleysi og hruni, nema gerðar verði einhverjar svipaðar ráðstafanir FYLGIST MEÐ Þlð, sem 1 dreifbýlinu búlð, hvort heldur er vI3 sló eða í svelt! Minnist þess, að Tnhinn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðlð og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- 'ndur. Kvennabálkur (Framhald af 5. síðu) V2 1. mjólk, 4 dl. hveiti, 1 msk. brætt smjör. Hveitið þeytt með helmingn- um af mjólkinni, þar til úr verð- ur jafnt deig. Kartöflurnar, smjörið og afgangurlnn af mjólkinni látið út í. Dsigið látið bíða í 1—2 tima. Bakað eins og venjulegar vöfflur. -- Borðað með sultutaui. og Jón Blöndal minnist hér á. Vafa- laust væru slíkar ráðstafanir i fullu samræmi við vilja mikils meirihluta kjósenda í öllum flokkum. En foringja- klíkurnar í Sjálfstæðisflokknum og Kommúnistaflokknum, ásamt nokkr- um foringjum Alþýðunokksins, Stefáni Jóhanni, Emil Jónssyni, Ásgeiri Ás- geirssyni o. fl., standa í vegi þess, að slíkt sé gert. Það er þeirra verk, að nú er fylgt fjárglæfrastefnunni undir kjörorðinu: Flýtur á meðan ekki sekk- ur. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.