Tíminn - 11.11.1947, Qupperneq 5

Tíminn - 11.11.1947, Qupperneq 5
206. blað TÍMINN, þriðjudaginn 11. nóv. 1947 5 Þnðjtid. II. nóv>. ,Ferðin til tunglsins’ ÞaS bar saman í þetta sinn, að út kom þjóðhátíðarblað Þjóðviljans í tilefni af bylt- ingarafmælinu rússneska, og blaðið skýrði frá tillögum þeim, sem samþykktar voru á flokksþingi þess hér í Reykjavík. Einn af hagfræðingum flokksins skrifar um áætlun- arbúskap Ráðstjórnarríkj- anna. Og þar er nú frá nokkru að segja, enda blaða- maður f rá Bandaríkj unum frumheimiidin, en þeir hafa löngum þótt vandaðir og ná- kvæmir í frásögnum. En sam- kvæmt því vottorði er þetta: „Vanalegum dauðlegum manni mundj ekki vi'rðast ferð til tunglsins neitt meiri fjarstæða", heldur en fyrsta fimm ára áætlunin. Og svo segir hagfræðingur- ínn: „Ferðin til tunglsins hafði tekizt og meira en það“. ■ Á minningarhátíð þessara geimferða gerir Sameining- arflokkur alþýðu sínar álykt- anir, og er vorkynn þó að þær séu nokkuð loftkenndar. Það hefði að vissu leyti verið einfaldara fyrir flokkinn að taka upp úr rímum af Oddi sterka þetta ágæta kosninga- loforð: Lýðnum gef ég Fróða frið, fylli rígaþorski mið, bind í sveitum sólskiniö. Sérhvert loforð stend ég við. Ein af samþykktum flokks- þingsins er t. d. sú, að járn- smiðir eigi að fá kauphækk- un, en viðgerðarkostnaöur hjá vélsmiöjunum á að lækka. Landbúnaðarvísitalan á að miðast við „heilbrigðan bú- rekstur við skilyrði, sem telj- ast mega viðunandi á núver- andi tækni og þróunarstigi landbúnaðarins". Þetta er loðið og óljóst orðalag eins og fleira, en ef til vill á þetta við Búkollu og myndi þó neytendum enginn hagur í því að upp væri tekin Búkollu- visitala eða Korpúlfstaða. Það er annars undarleg náttúra, sem Sósíalistaflokk- urinn hefir. Sigfús Sigur- hjartarson talaði vel og fall- ega um heilbrigða verzlun og rétt samvinnuhreyfingarinn- ar í útvarpið um daginn. Þá sáu menn, hvernig þeir flokks bræður eignast almennar hugsjónir, þegar þeir eru nógu fjarri ráðherrastólun- um, en reynslan hefir sýnt, að ef þeim býðst að láta eitt- hvað af sínu fólki setjast í ráðherrastól, þá er hugsjón- unum jafnframt stungið undir stólinn og geymdar þar kyrfilega, þangað til völdun- um er lokið og aftur þarf að ERLENT YFIRLIT: Miklar viðsjár i Frakklandi Kcimnr til borgarastyrjaidar, ef ISasaia- sller stjórjilst fellaar, og verHst |tá Hóssar og Basielarslclamesiat hííEiJaaasir? Þann 13. þessa mánaðar kemur franska þingið saman til fundar á ný. Eftir að kunn voru úrslitin í bæja- og sveitastj órnarkosningun- um 19. og 26. f. m. kalláði Rama- dier þingið saman til aukafundar, þar sem hann krafðist traustsyfir- lýsingar til handa stjórn sinni. Eftir harðar umræður var trausts- yfirlýsing samþykkt með 300:280 atkvæðum. 18 þingmenn sátu hjá og 15 voru fjarverandi. Með traustsyfirlýsingunni greiddu at- kvæði jafnaðarmenn, katólskir lýðveldissinnar og meirihluti radi- kala. Kommúnistar og íhaldsmenn greiddu atkvæði gegn stjórninni. Atkvæðagreiðsla þessi þykir sýna, að stjórn Ramadiers sé ekki föst í sessi og vænta megi alvarlegra tíð- inda, þegar þingið kemur aftur saman um næstu helgi. Ákjósanlegur jarðvegur fyrir öfgastefnurnar. Stjórnmálaástandið í Prakklandi virðist nú á ýmsan hátt svipað því og var í Þýzkalandi rétt fyrir valdatöku nazista.. Afkoma al- mennings er mjög bág og verð- bólga fer sívaxandi. Kommúnistar ráða yfir verkalýðssamtökunum og vinnuófriður er því mjög mikill. Hvert verkfalliö hefir rekið annað. Engin von er til skjótrar éndur- reisnar, nema Frakkar fái mikla fjárhagslega hjálp. Fullar horfur eru meira að segja á því, að al- gert neyðarástand verði.i Frakk- landi í vetur, ef Bandaríkin veita ekki stórfellda fjárhagslega aðstoð næstu vikurnar. Slíkt fjárhagsástand og nú ríkir í Frakklandi, er vissulega eins og til þess skapað að gefa öfgahreyf- ingunum byr í seglin. Sú hefir líka orðið raunin þar. Kommúnistar eiga þar öflugra fylgi en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu. Til and- stöðu gegn þeim hefir svo risið hreyfing de Gaulle líkt og þýzki nazistaflokkurinn á sinni tíð. Að vísu er stefna þjóðfylkingar de Gaulle miklu óljósari en stefna nazista. En hinu er ekki að neita, að undir merki de Gaulle hafa skipað sér flest sömu öflin og studdu nazista á sinni tíð. Kjarn- inn í liði hans eru þeir menn, sem fastast studdu Vichystjórnina. Til viðbótar hefir hann svo fengið, a. m. k. í bili, allmikið af óánægðu miðstéttarfólki, sem jafnframt ótt- ast yfirgagn kommúnista. T, ' Æ • • 1 . “ ■ i’-v- 1 * S pi Hver er de Gaulle? Eftir sigur þjóðfylkingar de Gaulle í bæja- og sveitastjórnar- kosningunum í seinasta mánuði, hefir sú spurning heyrst víða: Hvers konar maður er de Gaulle? Er hann hinn „sterki maöur,“ sem er líklegur til þess að leiða Frakka út úr ógöngunum? Sannleikurinn er sá, að de Gaulle he'fir enn ekki sýnt neitt, er gefur ástæðu til að halda hann einhvern afburða- mann. Fyrir styrjöldina var ham hversdagslegur hershöfðingi, e hafði sérstaklega kynnt sér véla hernað. Þegar Frakkland gafst upp þurftu Bretar að halda á manni, sem gæti gerst foringi „frjálsra Frakka," en sú hreyfing varð til fyrir atbeina brezku stjórnarinnar. Eng- um af helztu stjórnmálamönnum eða hershöfðingjum Frakka tókst að komast úr landi, og því varð de Gaulle fyrir valinu. Brezka út- varpið auglýsti síðan de Gaulle og hreyfingu hans ákaflega, og eiga vinsældir hans ekki sízt rætur að rekja til þessa áróðurs. Þegar tim- ar liðu fram, reyndist hann Bandamönnum mjög ósamvinnu- þýður og fengu bæði Churchill og Roosevelt alidúð á honum, einkum þó Roosevelt. Eftir að Frp/tkland varð frjálst aftur, hafði de Gaulle stjórnarforustuna um nokkurt skeið, en hún gafst illa og hann lét af henni við lítinn orðstir. Stjórnmálastefna de Gaulle hef- ir jafnan' verið nokkuð þokukennd, að öðru leyti en því, að hann er andstæður þingræðinu. — Fyrir styrjöldina var hann talinn í hópi afturhaldssömustu hægri manna, er höfðu vantrú á þingræðinu. Sú skoðun hefir virzt líka koma aft- ur fram hjá honum í seinni tíð. Hann vill valdalítið þing, en vold- ugan forseta. Og forsetinn á að vera de Gaulle. Hreyfing de Gaulle er enn svo lausmótuö, að erfitt er að spá um framtíð hennar. Hún getur mótast og eflst enn, en hún getur líka reynst stundarbóla. Það er ekki óþekkt í sögu Frakklands, að slík- ar hreyfingar hverfi eins fljótlega og þær rísa fljótt á legg. Samtök miðflokkanna. Að einu leyti virðist stjórnmála- ástandið í Frakklandi nú ósvipað því og það var í Þýzkalandi fyrir valdatöku nazista. Miðflokkunum virðist ljóst það hlutverk, sem þeim ber að rækja, en það er að koma í veg fyrir, að annarri hvorri öfga- hreyfingunni takist að verða ofan á. Strax eftir að úrslit bæja- og sveitastjórnarkosninganna voru kunn, endurskipulagði Ramadier stjórn sína og kvaddi þingið til aukafundar, þar sem hann kraföist traustsyfirlýsingar, eins • og áður segír. Ramadier flutti mjög snjalla ræðu við það tækifæri, þar sem hann skoraði á alla miðflokksmenn að sameinast í baráttunni gegn öfgahreyfingunum til hægri og vinstri. Mollet, sem er leiðtogi vinstri arms jafnaðarmanna og hefir verið andvígur Ramadiers- stjórninni, tók í sama streng. For- ingjar katólska flokksins létu einn- ig sömu skoöun í ljós. Helztu á- hrifamenn radikala flokksins, Herriot og Delbos, hafa einnig lát- ið sama álit ,uppi. Sama hefir og Reynaud, fyrrv. forsætisráðherra, gert, en hann telur sig óháðan ihaldsmann. Hann hefir heyrst til- nefndur sem væntanlegur fjár- málaráðherra í nýrri stjórn mið- flokkanna. Verður byltingu afstýrt? Það virðist nokkurn veginn ljóst, að misheppnist þessi samtök mið- flokkanna, - verður vart afstýrt byltingu og borgarastyrjöld í Frakklandi. Bæði kommúnistar og fylgismenn de Gaulle virðast óska eftir þeirri rás viðburðanna, svo að þeir geti reynt kraftana til þrautar. Liösmenn de Gaulle treysta á herinn, kommúnistar á verkfallsvopnið. Báðar snúa þessar öfgahreyfingar því vopnum sínum fyrst og fremst gegn miðflokkun- um, eins og í Þýzkalandi fyrir valdatöku nazista. Jafnaðarmönn- um hefir tekizt að standast þessar árásir frá kommúnistum, en kat- ólski flokkurinn hefir oröið fyrir .miklu áfalli, a. m. k. í bili. Falli stjórn Ramadiers og engin ný miðflokksstjórn kemur í stað- inn, virðist stjórnleysi og bylting framundan í Frakklandi. Þau verða endalokin oftast, þar sem mið- flokkarnir eru ekki nógu stórir og almenningur skiptist í tvo öfga- flokka, annan sósialistiskan, en hinn íhaldssaman. Stjórnmála- ástandið í Frakklandi sýnir glöggt, hve hlutverk miðflokkanna er mikilsvert og nauösynlegt er, að þeir séu öflugir. Annars er skammt til fasismans eða komm- únismans. Og hvað myndi svo taka við, ef kommúnistar og Gaullistar færu að berjast í Frakklandi? Myndu Rússar ekki reyna að veita sínum mönnum lið? Myndu Bandaríkin þá sitja hjá? Hið ugg- vænlega stjórnmálaástand í Frakk- landi getur varðað fleiri en Frakka eina, jafnvel allt mannkynið. fara að vinna hylli fólksins. Framsóknarflokkurinn t. d. er samvinnuflokkur, jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu, eins og allir vita. En Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíal- istaflokkurinn hefir eina stefnuskrá til sýnis, þegar hann er á móti ríkisstjórn- inni, en aðra til notkunar, þegar hann er stjórnarflokk- ur. Hann hefir tvær náttúrur. Svo eru ævintýrin, krafta- verkin og ferðalög til tungls- ins gott pólitískt sætabrauð á tyllidögum fyrir þá, sem þykir raunhæf og hversdags- leg umbótabarátta í mann- legu samfélagi alltaf þreyt- andi og grámygluleg. Reykjavíkurbær kann að tapa Ein þeirra atvinnugreina, sem hefir dafnaff vel á und- anförnum árum, er gróffur- húsárækt. Markaffurinn fyrir grænmeti og blóm hefir veriff nægur og verðiff hagstætt, einkum á blómunum. Þess eru mörg dæmi, að menn, sem hafa stundaff þessa at- vinnugrein af dugnaffi og forsjálni, hafa efnast vel á skömmum tíma. Fyrir nokkru síðan eignað- ist Reykjavíkurbær garð- yrkjustöð í nágrenni Reykja- víkur, garðyrkjustöffina í Reykjahlíff, og tók jafnframt viff rekstri hennar. Rekstrar- afkoma fyrsta starfsársins liggur nú fyrir í bæjarreikn- ingunum 1946. Samkvæmt honum hafa öll útgjöld garff- yrkjustöffvarinnar orffiff 243 þús. kr. og er þar einvörff- ungu um rekstrarútgjöld aff ræffa, en engar nýjar fram- kvæmdir. Tekjurnar hafa orffiff stórum minni, og er rekstrarhallinn talinn 72 þús. kr., þótt ýmsar birgffir um áramótin virffist ríflega reiknaffar. Þetta mun vera ein af ör- fáum effa aleina garffyrkju- stöffin, sem var rekin meff rekstrarhalla á árinu 1946. Þaff er mál út af fyrir sig, hvort nokkur eðlileg rök mæli meff því, aff Reykjavík- urbær reki garðyrkjustöff, — og þaff affaliega til fram- leiðslu á blómum. Bærinn hefir nóg verkefni vanrækt, er heyra. undir verkahring | hans, og ætti hann vissu- lega aff sinna þeim áffur en hann færi inn á starfrækslu, ! sem virffist bezt leyst meff einkarekstri. En hér er sér- staklega á þetta mál minnst, því aff þaff er gott dæmi þess, hvernig stjórn og starfræksla fer stjórnendum Reykjavík- urbæjar úr hendi. Jafnvel þaff, sem allir affrir græffa á, verffur taprekstur í höndum þeirra. Er ekki kominn tími til, að þessir menn séu ekki lengur einvaldir í bæjar- stjórn Reykjavíkur? X+Y. Frv. um dýralækna Lágt til, aff þeir verði 11. Landbúnaðarnefnd n. d. hefir lagt fram frumvarp um dýralækna. Frv. er undirbúið að tilhlutan landbúnaðarráð- herra af þeim Árna G. Ey- lands fulltrúa, Ásgeiri Ól- afssyni dýralækni og Páli Pálssyni dýralækni. Samkvæmt frv. verða alls 11 starfandi dýralæknar í landinu. Héraðsdýralæknar verða sem hér segir: 1. Gullbringu- og Kjósar- sýsluumdæmi, nær yfir Reykjavík, Hafnarfjörð, Gull bringu- og Kjósarsýslu. 2. Borgarfjarðarumdæmi, nær yfir Borgarfjarðarsýslu og Akranes, Mýrasýslu, Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu að Skógarstrandarhreppi. 3. Dalasýsluumdæmi, nær yfir Skógarstrandarhrepp í Snæfellsnessýslu, Dalasýslu Austur-Barðastrandarsýslu Mbl. óánægt Breyting Tímans er mjög vel tekið í Reykjavík og fjölgar nú áskrifendum blaðsins ört daglega. Ein er þó undantekning á viðtök- unum. Hún er hjá Morgun- blaðinu. í 1. tölublaðinu slæddist inn prentvilla, sem allir sáu að stafaði af lítils- háttar línuruglingi. Þetta notaði Mbl. til þess að rang- færa frásögnina og spinna upp út af þvi ósannindalopa. Og aftur í fyrradag í Reykja- víkurbréfi Mbl. andar kalt með rangfærslum og öðru út af nýja búningnum. Er ágætt að Mbl. skuli vera eitt síns liðs með ónot út af breytingu blaðsins. — Það talar sínu máli. Kári. og Strandasýslu að Arnes- hreppi. 4. ísafjarðarumdæmi, nær yfir Vestur-Barðastrandar- sýslu, ísafjarðarsýslur báð- ar, ísafjarðarkaupstað og Árneshrepp í Strandasýslu. 5. Varmahl$Sarumdæmi, nær yfir Skagafjarðarsýslu, (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.