Tíminn - 13.11.1947, Page 3
207. blað
TÍMXNN, fimmíudaginn 13. nóv. 1947
3
magister
Smáþjóðir þurfa jafnan að
eiga gott maijnval. Það
er menningin, sem vinn-
ur þeim álit og sóma, og
leggur grundvöllinn að viður-
kenningu heimsins á tilveru-
rétti þeirra, sem sjálfstæðra
og fullvalda þjóða.
fslenzka þjððin á sér mikl-
ar menningarerfðir. Hún
hefir, betur öllum öðrum,
varðveitt og verndað margar
menningarlegar samerfðir
norrænna þjóða. Hún varð-
veitti betur öllum öðrum
margs konar dýrmæti úr
heimi máls og Ijóða, sögu og
sagna, hinna tápmiklu og
hraustu fornþjóða Norður-
landa. Það hefir lengi verið
viðurkennt, að íslendingar
væru fyllilega liðtækir við
fræðimennsku og vísinda-
störf á því sviði.
En íslenzka þjóðin á sér
fleiri menningarverðmæti en
mál sitt og sögu. Hún á líka
land sitt og sögu þess. Þetta
land er mikið rannsóknarefni
skyggnum mönnum og fróð-
um, því að auk þess, sem
náttúruskoðun er hvarvetna
merkilegt viðfangsefni, býr
ísland með jöklum sínum og
jarðhita, eyðihraunum og
eldfjöllum yfir sérstökum
verkefnum og heimildum
fyrir vísindamenn í jarð-
fræði og jarðeðlisfræði.
Það er að sínu leyti jafn
mikið menningarmál og
sjálfstæðismál, að ísl. þjóðin
eigi jafnan sjálf á að skipa
vísindamönnum, sem standa
í : fremstu röð þeirra, sem
lesa og skilja leyndardóma og
opinberanir íslenzkrar nátt-
úru, eins og rúnir máls og
sögu. Þjóðin verður að láta
það sjást, að hún sé fær um
að byggja land sitt með
sæmd, svo að heimurinn virði
hana þess verðuga að eiga
land sitt sjálf. Og einn þátt-
urinn í því og ekki sá veiga-
minnsti, er að eiga vís-
indamenn, sem fallnir eru til
forystu í rannsóknum lands-
íns, og skapa þeim þau skil-
yrði, að þeir geti notið sín.
Slíkir menrr eru meira virði
sjálfstæði þjóðarinnar, en ef
til vill íburðarmiklir sendi-
herrar, sem sökkva í sam-
kvæmislíf framandi stór-
borga.
A síðastliðnu voru gerðust
þau tíðindi, sem beindu aug-
um umheimsins að íslandi.
Hekla tók að gjósa. Það voru
náttúruundur, sem drógu að
sér hug jarðfræðinga fjær og
nær. Og þá sýndi það sig
frammi fyrir öllum hinum
menntaða heimi, að smáþjóð-
in íslenzka var menningar-
þjóð, sem var við því búin að
mæta slíkum atburðum með
fullri sæmd, svo að menntum
og vísindum yrði að eðlileg-
um notum. Rannsóknir ís-
lenzkra fræðimanna á
Heklueldum 1947 eru stór-
merkur þáttur í þekkingu
vísindanna á þeim hlutum
ýmsum, sem allar hugmyndir
og skoðanir um jarðmyndun
og jarðeðlisfræði byggj'ast á.
Vísindamenn grannþjóöanna
vildu gjarnan skreppa að
Heklu sér til gamans og fróð-
leiks um stundarsakir. En
þeir sáu og viðurkenndu að
íslenzkum fræðimönnum
Minningarræða um
Steinþór Sigurðsson
magisíer
■■ -■■■■’ ■ __ -
Flnti.aí Wesíergaard^ieisen á saiateigln-
legum fundi íslendingafélagsins og Dansk-
íslenaska félagsins í ftaupmannahöfn
6. þ. m.
væri treystandi til að gera
þar svo réttar og nákvæmar
rannsóknir, sem tök væru á.
Það var mikill menningarleg-
ur sigur, sem íslenzka þjöðin
vann þá.
Jarðfræðingarnir fslenzkú
unnu með lífi og s&l við
Hekluelda. Þeir mældu og
mátu, rannsökuðu og reikn-
uðu og tóku kvikmyndir, sem
hvergi eiga sinn líka í viðri
veröld.
Þetta var þjóðinni sæmd og
gleöi. En þetta kostaði líka
fórn. Það er enginn barna-
leikur að rannsaka rennandi
hraun, kvikt og glóandi, enda
gerðust þau sviplegu tiðindi,
sem öllum eru í fersku minni,
sunnudaginn 2. nóvember, að
einn sá, er fremst hafði
gengið og mest unnið þjóð
sinni til sæmdar, lét líf sitt,
þar sem hann vann vísinda-
störf sín við hina miklu eld-
línu hraunsins.
Steinþór Sigurðsson var
fæddur í Reykjavík 11. ian-
úar 1904. Foreldrar hans voru
Siguröur Jónsson, skóla-
stjóri Miöbæjarskólans og
Anna Magnúsdóttir kona
hans. Steinþór varð stúdent
1923 en stundaði síðan nám
í náttúrufræði við Kaup-
mannahafnarháskóla. Varð
hann þar magister 1929. Að-
alnámsgrein hans var
stjörnufræði, en auk þess
lagði hann stund á efna-
fræði, eðlisfræði og stærð-
fræöi.
Að námi loknu gerðist
Steinþór kennari við
Menntaskólann á Akureyri
en árið 1935 varð hann
kennari við menntaskólann í
Reykjavík. Árin 1938—41 var
hann gerður skólastjóri Við-
skiptaháskólans, unz hann
var gerður að deild í Háskóla
íslands. Eftir það kenndi
Steinþór við Menntaskólann
og verkfræðideild Háskólans.
Steinþór var góður skóla-
maður, laginn og' vinsæll
kennari.
Árin 1931—s’38 yanp Stein-
þór við landmælingar ,og gat
sér þar mikinn oröstír þeirra
er til þekktu fyrir dugnað,
nákvæmni og Skipulágsgáfu:
Síðustu árin var Steinþór
formaður og framkvæmda^
stjóri Rannsóknarráðs ríkis-
ins, og stjórnaði þar mörgum
merkilegum störfum. Undir
hans stjórn og_ forystu var
allt móland á íslandi mælt
og athugað í byrjun stríðsins.
Síðar voru mældir allir jarð-
hitastaðir á landinu. Sömu-
leiðis voru undirbúnings-
rannsóknir vegna áburðar-
verksmiðju og sements-
vinnslu gerðar undir hans
stjórn. Og þó að þetta séu
mikil og merkileg verkefni,
þá er það ótalið enn að á
þessu tímabili vann Rann-
sóknarráð ríkisins að því, að
fá skipulegt yfirlit um jarð-
vegsfræði landsins í heild, en
þó einkum málmgrýti og
önnur verðmæt jaxðefni.
Jafnhliða þessum störfum
vann Steinþór Sigurðsson að
jöklarannsóknum á gosstöðv-
unum, bæði við Grímsvötn í
Vatnajökli og á Mýrdalsjökli.
Auk allra þessara starfa í
þjónustu náttúruvísindanna
var Steinþór Sigurðsson
óvenjulegur áhugamaður á
fleiri sviðum. Hann var
íþróttamaður og var meðal
annars ritari milliþinga-
nefndar í íþróttamálum
1938—39, en sú nefnd samdi
frumvarpið að íþróttalögun-
um. Þá var hann og lengi
formaður Skíðaráðs.
í Ferðafélagi íslands vanrr
hann mikið starf og var
varaformaður þess.
Steinþór kvæntist 1938
Auði Jónasdóttur Jónssonar,
alþingismanns. Þau eiga tvö
börn, Sigurð 7 ára og Gérði
3 ára.
Með sérstæðri tilhlökkun
hugðum vér til sýningarinn-
ar, sem höfð er hér í kvöld,
á Heklu-kvikmynd Steínþórs
Sigurðssonar og Árna Stef-
ánssonar. En þeim mun
sviplegri varð okkur fregnin
á mánudag, um hið skyndi-
lega andlát Steinþórs Sig-
urðssonar náttúrufræðings.
Sem kunnugt er, var það
Steinþór Signrðsson, sem
tekið hafði meginhlutann af
þessari kvikmynd, og hann,
sem framar öllum öðrum
hafði lagt sig fram til þess
að gjöra þessa áhrifamiklu
frásögn af fegurð íslenzkrar
náttúru og jörmunefldum
hamförum hennar, að jafn
einstæðu, vísindalegu TSönn-
unargagni.
Eftir fréttum að dæma, sem
síðar hafa borizt, hefir slysið,
sem, kostaði Steinþór lífið
átt sér stað á sunnudag með
þeim hætti, að glóandi hraun
steinn,. um einn metri að
lengd, féll af brún eins
hraunstraumsins og fyrir
brjóst Steinþóri, meðan hann
— eins og.svo oft áður —
var að ' kvikmynda hráun-
rennslið. Steinninn hefir með
þunga sínum valdið ándláti
Steinþórs á augabragði.
Þetta er ekki einungis í
fyrsta sinn i sögunni, sem. ís-
lenzkur náttúrufræðingur
ferst í þeirri viðleitni sinni,
að ræna ísle.nzka náttúru
leyndardómum hennar, held-
ur hlýtur þétta slys að orka
alveg sérstaklega á oss hér
í kvöld, sakir þess, að á
Heklukvikmyndinni, sem fyrst
og fremst er afrek Steinþórs
Sigurðssonar, fáum vér innan
stundar, hvað eftir annað,
að sjá hrynjandi hraungrjót,
fyrirbæri, sem endurtekist
hefir ótölulega oft, en nú á
svo hryggilegan hátt leitt til
þess, að Heklugosið að þessu
sinni hefir krafizt sinnar
fyrstu mannfórnar.
Vér getum þá heldur eigi
skoðað þessa mynd, án þess
að minnast höfundar hennar.
Steinþór Sigurðsson var
fæddur 1904. Hann var sonur
hins nafnkunna skólastjóra
Sigurðar Jónssonar í Reykja-
vík. Steinþór varð stúdent
1923. Magister 1 náttúru-
fræðum frá Hafnarháskóla
1929, með stjörnufræði áð að-
alnámsgrein. Starfaði sem
kennari við báða íslenzku
menntaskólana. Skólastjóri
við íslenzka verslunarháskól-
ann 1938—’41. Á árunum 1930
til 1938 vann hann af miklum
dugnaði að íslenzkum land-
mælingum á vegum dönsku
landmælingastofnunarinnar.
Frá 1941 var hann, forstjóri
hinnar nýstofnuðu atvinnu-
deildar við háskóla íslands,
og frá þeim tíma ritari í
nefnd, er hefir með höndum
rannsókn íslenzkrar náttúru.
Loks tók hann öflugan þátt
i Heklurannsóknunum.
Steinþór Sigurðsson kvænt-
ist árið 1938, Auði, döttur
Jónasar Jónssonar alþingism.
og lætur eftir sig, nú er hann
féll frá, 43 ára að aldri, tvö
ung börn.
Steinþór Sigurðsson var nú,
þegar dauða hans bar að
höndum, fullþroska og kunn-
ur vísindamaður. Ég, sem
ekki er náttúrufræðingur-,
kann eigi að ..fullu að meta
vísindaafrek hans. En ég átti
því láni að fagna að kynnast
honum sem einum fremsta
ferðamanni á íslandi. Á hin-
um fjölmörgu ferðum Stein-
þórs um óbyggðir íslands,
var þrek hans og þol sjald-
gæf eigind. Hann óttaðist
engar hættur án bess þó að
gjöra of lítið úr þeim. Hann
var flestum hjálpsamari,
hlýfði hvorki sjálfum sér né
farartækjunum, ef takmarki
skyldi náð, og heppnaðist
honum það jafnan, þrátt fyr-
ir alla erfiðleika. En þetta
eru eigindir, sem ekki eru
fátíðar, en þá einnig ómet-
anlegar þegar ferðast er um
fjöll og öræfi íslands.
Það er þvi ekki að undra,
þótt Steinþór væri dáður af
hinum dönsku félögum sín-
um við landmælingarnar og
einnig af íslenzkum félögum
sínum við Heklurannsókn-
irnar.
Steinþór gekk með karl-
mennsku að lausn viðfangs-
(Framhald á 6. síðu)
Þegar Heklugosið hófst
(Framhald á 6. síöu)
Vegna jarðarfarar
Magnúsar SignrlSssonar banka*
stjóra verður Iiaukiim lokaður
föstiitlagiuu 14. uóveinber 1917.