Tíminn - 13.11.1947, Qupperneq 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 13. nóv. 1947
207. blað
„Ég' hcfi ætíð
elskað þig“
Fögur og hrífandi litmynd
Sýnd ki. 9.
Rósin frá Texas
kl. 5. Sala hefst kl. 1
— Sími 1384 —
GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ
¥1® frclsíingn; gæí |»í*i .Framúrskarandi vel leikin kvik- mynd. Leikin af: Berthe Quistgaaga ' og Johannes Meyer. ' Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Vesalingarnir (Les Miserables) Frönsk stórmynd í 2. köflum, eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu, eftir VICTOR HUGO. Aðalhlutverkið, galeyðuþrælimr Jean Valjean, leikur frægasti leikari frakka: HARRY BAUR. Danskir skýringartekstar eru í myndinni. Fyrri hlutinn sýndur í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára
Slungnir leynilögreglu- menn - Sýnd. kl. 5 og 7.
; TRIPOLI-BIÓ TJARNARBIÓ
Konan í glugganum (The woman in the window) íslandskvikmynd
Amerísk sakamálamynd gerð eftir sögu J. H. Wallis. Edward G. Robinson Joan Bennett Raymond Massey Lofts
Sýnd kl. 5, 7 og 9. * Sími 1182 Sýnd kl. 5 og 9.
A. J. Cronin
eg vctr
—r~r
iTíminn ]
| fæst í lausasölu í Reykjavík j
| á þessum stöðum:
I Fjóiu, Vesturgötn
í Sælgætisbúðinni, Vesturgötu j
16 j
Bókabúð Eimreiðarinnar,
j Aðalstræti
j Tóbaksbúðinni, Kolasundi
jj Söluturninum
j Bókabúð Kron, Alþýðuhús-
inu.
j Sælgætisg. Laugaveg 45.
Söluturn Austurbæjar
Bókabúðinni Laugaveg 10
TOBAKSVERZLUNIN BOSTON
LAUGAVEG8
Kaupir silfurbúnar tóbaksdósir, einnig útskorna bauka
úr tönnum og horni. Silfurtóbaksdósir og baukar til
sölu á sama stað
Mmiiingarræða
*
'(Framhald af 3. síðu)
efna sinna og var jafnframt
gæddur sjaldgæfri yfirlits-
gáfp, þegar stofna skyldi til
yisindalegra rannsóknastarfa.
Hátfh varð hinn fyrsti ís-
UmKk'rá náttúrufræðinga að
Heklu í vetur, eftir að hún
fök að gjósa, og liann vann
ineð' ’óþreytandi dugnaði að
töku. Heklukvikmyndarinnar,
sem, þér innan stundar fáið
áð sjá.
' Andlát hans er hryggðar-
éfni hinum fjölmörgum vin-
lím hans á íslandi og í Dan-
mörku. Það er tæplega of-
sagt, að hjá öllum fjöldan-
ijm sé nú þjóðarsorg á ís-
landi. Hygg ég þó, að Stein-
þór Sigurðsson mundi ,ýÁlf-
úr etgi vera ósáttur með slík-
án *d£uðdaga. Honum gafst
áð láta lífið, við það starf,
eiJþahh hafði helgað krafta
sína, og eftir að hafa náð
árangri um nokkurn hluta
viðfangsefna sinna. Fræði-
maðurinn, sem með eldleg-
um vísindaáhuga, og án þess
að hlífa sjálfum sér, leitast
við að skyggast djúpt í
leyndardóma íslenzkrar nátt-
úru, og skýra hina ægivold-
ugu krafta, sem eru að verki
í íslenzkum eldfjöllum, lézt
við starf sitt eins og hetja,
og sízt af öllu mundi það
vera í, anda Steinþórs, að
verki hans yrði ekki haldið
áfrani, og áð aðrir ættu ekki
að njóta góðs af framlagi
hans.
Þess végna munum vér,
einnig í kvöld, fylgjast með
kvikmynd hans með hinum
mesta áhuga, en áður viljum
vér, með því að rísa úr sæt-
um, minnast góðs og hug-
rakks vinar, sem galt afrek
sín, og þar á meðal kvikmynd
kvöldsins, með lífi sínu.
litur á vörunum. „Amma saumaði þau, herra kennari,"
hvíslaði ég.
Allir krakkarnir skelltu upp úr. Dalgleish kennari hélt
áfram að vaga í kringum mig og horfa á mig blóðhlaupnum
glyrnunum. En það vottaði ekki einu sinni fyrir brosi á
vörum hans.
„Þetta er mjög eftirtektarverður litur,“ sagöi hann. „Og
mjög táknrænn. Sú gamla hefir vitað, hvað hún gerði. Okkur
hefir skilizt, að þú sért írskur — og írland er kallað græna
eyjan.“
Ný hláturshviða reið yfir salinn. Allt í kringum mig voru
raðir af hlægjandi andlitum, sem góndu á mig í fullkomnu.
miskunnarleysi og runnu saman fyrir augunum á mér. En
þrátt fyrir það sá ég hvert einstakt andlit greinilega, og ég
varð þess líka fljótt var, að þarna voru tvö börn, sem hlógu
ekki. Annað var Gavin Blair, sem sat á fremsta bekknum
og horfði á kennarann með kuldalegum fyrirlitningarsvip —
hitt var Lísa Keith, sem starði á mig brúnum, sorgbitnum
augum.
„Svaraðu því, sem ég spyr þig um, ungi vinur: Ert þú
lærisveinn heilags Patreks — eða ertu það ekki?“
„Ég veit það ekki.“
„Hann veit það ekki.“ Það var brot af undrun í háðs-
hreimnum. Og svo hélt hann áfram, hægar og lægra en áður,
rr.eð sogandi fliss krakkanna að undirspili: „Hann kemur
askvaðandi hingað til okkar, skreyttum þessum dásamlega,
írska þjóðarlit — og við gætum hér um bil sagt með smára-
vendi í barminum — og svo roðnar hann upp í hársrætur,
þegar ég spyr hann, hvort hið heilaga, kaþólska vatn sé
þornað á enni hans .... “
Þannig hélt hann áfram, unz hann vatt sér allt í einu við
og lægði hlátra nemenda sinna með einu helköldu augna-
tilliti. Síðan ávarpaði hann mig á ný með allt öðrum radd-
hreim.
„Þér þykir kannske gaman að vita það, að ég kenndi
rróður þinni. En þeirri fyrirhöfn virðist hafa verið kastað
á glæ. Setztu þarna i hornið.“
Ég reikaöi til sætis míns, sneyptur og titrandi.
Ég vonaði þó, að nú væri hrakförum mínum lokið. En því
fór fjarri — þetta var aðeins forspilið. Hópur hlakkandi og
spottandi krakka flykktist um mig í frímínútunum. Það var
ekki aðeins, að ég hefði verið gerður að viðundri — nú varð
mér ljóst, að ég var líka vargur í véum.
Berti Jamieson og Hamish Boag voru verstu kvalarar
mínar.
„Grænt er litur vonarinnar, blátt er litur sakleysisins,"
byrjuðu þeir. Háðsyrði þeirra voru grófari en kennarans,-
en annars mjög í sama anda. Vesalt millipils af gamalli konu
hafði ýft sollinn sjó kynþáttahatursins og trúarofstækisins.
Ég lokaði mig inni í einu salerninu, þegar morgunverðar-
tíminn hófst, en nestið mitt lá enn ósnert á hnjám mér,
þegar hinir krakkarnir uppgötvuðu, hvar ég hafði leitað
mér hælis, og neyddu mig til þess að yfirgefa vígi mitt;
Eftir hádegið fórum við í leikfimi, sem skólaeftirlitsmað^
urinn kenndi. Hánn hafði verið liðþjálfi í sjálfboðaliðssveit
í einhverju nýlendustríði. Ég var kominn niður í leikfimi-
salinn og byrjaður að afklæða mig eins og hinir drengirnir,
þegar Bertie Jamieson og Hamish Boag komu til mín. Berti
var stór og klunnalegur strákur, með hátt enni og átti í
stöðugum glettingum við telpurnar. Hann hvessti nú á mig
augun og sagði: „Við ætlum að jafna um gúlana á þér á
eftir.“
„Hvers vegna má ég ekki vera í friði?“ spurði ég ótta-
sleginn.
„Það er af því, að þú trúir á páfann,“ svaraði hann.
Ég nötraði af ótta í leikfimitímanum, þótt ég reyndi af
fremsta megni að rétta upp hendurnar og beygja hnén að
skipun skólaeftirlitsmannsins. Athöfnin í búningsklefanum
hófst að fimleikaæfingunum loknum, strax og kennarinn
var kominn út. Flestir stærstu drengjanna höfðu beðið, svo
að þeir gætu teki‘5 þátt í leiknum. Ég var fyrst hrakinn út í
eitt hornið, og siðan greip Berti um annan handlegginn á
mér og byrjaði að snúa upp á hann fyrir aftan bakið á mér.
Mig kenndi hræöilega mikið til. Ég reyndi að slíta mig af
honum, en skrikaði fótur og datt á gólfið. Þá gerði Berti sér
lítið fyrir og settist ofan á mig, greip handfylli sína í hárið
á mér og lamdi höfðinu á mér við gólfið. Hamish Boag þreif
aftur á móti í fæturna á mér og ríghélt þeim, svo að ég gat
mig hvergi hrært.
„Danglaðu duglega í hann, Berti,“ hrópuðu margir sam-
tímis. „Hossaðu þér á honum og reyndu að sprengja hann.“
Nú flaug Berta snjallræði í hug. Hann sleppti tökum á
ErlffiaaÉ yfírlií
.(Fmvífiald af 5. síðu)
•hinum,* hatrama áróðri sínum, er
skaut alveg yfir m’arkið.
Sonur blaðakongsins.
Þegar Beaverbrook lætur af
störfum sem stjórnandi blaöa-
hrings síns, mun það sennilega
falla í hlut sonar hans, Max
Aitken, að taka við stjórninni.
Hann er 36 ára gamall, var flug-
maður í styrjöldinni og var einn
hinna fáu af yngri mönnum
ihaldsflokksins, er hafði gæfuna
með sér í kosningunum 1945. Hon-
um tókst að vinna kjördæmi, sem
jafnaðarmenn voru taldir vissir
um að vinna. Enn er þó ekki reynt;
að hann -fylli sæti .föður síns.
HvaS,. sem um Beaverbrook lá-
varð verður sagt, neitar því eng-
inn, að hann hafi verið gæddur
óvenjulegu. fjöri, atorku og gáfum.
Þegar hann lætur af störfum,
hverfur . einn sérkennilegasti og
mikilhæfasti maðurinn af sviði
brezkra stjórnmála.
Steinþór Sigurðsson
(Framhald af 3. síðu)
síðastliðið vor, gerðist Stein-
þór Sigurðsson eins konar
sjálfkjörinn foringi rann-
sóknarstarfsins þar. Hann
hafði einkum lagt sig eftir
jarðeðlisfræði á síðari árum.
Hann var jafnam viðbragðs-
fljótur og ötull, þegar ein-
hvers þurfti við, því að
hvorki skorti áhuga né rösk-
leika. Mönnum þótti gott að
vinna með honum, enda var
hann bæði skjótráöur og ör-
uggur. Hann var*. hinn mesti
ferð'agarpur, vaskleikamaður,
og svo úrræðagóður, að af
bar. Hagleiksmaður var hann
og gat því oft haft góð not af
fátæklegum fárarbúnaði. Og
hann sparaði aldrei sjálfan
sig, þegar á lá.
Það er til marks um álit
Steinþórs og traust þeirra á
honum, sem einkum eru þar
dómbærir, að prófessor Alh-
man sóttist mjög eftir því, að
-fá-..hann með sér í vísinda-
leiðangur til Suðurskautsins,
til að stjórna þar jöklarann-
sóknum. Eftir að Alhman
kynntist Steinþóri, taldi
.hann sig engan mann vita
.jafn æskil^gan til þeirra
starfa.
, Ýslenzka þjóðin hefir mik-
ið misst, þar sem hún er
svipt Steinþóri Sigurðssyni. á
miðjnm starfsaldri eða fyrr.
Starfsferill hans varð styttri
en þjóðin vonaði. En hann
var svo glæsilegur, að lengi
mun slá Ijóma af. Þjóðin á
mikið að þakka slikum skör-
ungum.
íslenzkir vísindamenn í
náttúrufræði hafa tvenns
konar hlutverki að sinna.
Þeir eiga að finna verðmætin
í skauti náttúrunna] og
leggja á ráðin um hagnýt-
ingu þeirra. En jafnframt
eiga þeir að athuga, skilja og
skýra önnur fyrirbæri ís-
lenzkrar náttúsy, svo að
samboðið sé ^rjálsri þjóð.
Þessa tvöföldu skyldu
rækti Steinþór Sigurðsson
með mikilli sæmd. Nú er
hann fallinn í miðju
skyldustarfi vísindamanns-
ins, en minningin lifir og
lýsir fram á veginn, eggj-
andi og styrkjandi eins og
jafnan, þar sem merkir menn
og góðir drengir falla.
Vinnið ötullega að
útítreiöslu Tinians.