Tíminn - 17.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1947, Blaðsíða 3
10. blað TÍMINN, mánuðaginn 17. nóv. 1947 3 Mokksar flokkadráttur var á fsmdiiaiua Nýátkominn er LEIÐÁRVlSlR UM MEÐFERÐ FARMALL DRÁTTARVÉLA í þýðingu Þórðar Runólfssonar vélfræðings. Þessi ýtarlegi bæklingur er ómissandi hverjum Farmalleiganda. Fæst hjá öllum kaupfélögum. Verð kr. 15.00. Sambanct Isl. samvinnufélaga Karlmannaföt úr íslenzkum efnum. Allar venjulegar stærðir frá nr. 34 til 42. Einhneppt og tvíhneppt. Verð frá kr. 348.00 til kr. 595.00 Gott snið. Vandaður frágangur. Einnig fyrirliggjandi karlmannavetrarfrakkar. ÚLTÍMA Bergstaðastíg 28 ❖ ! Oóöur árangur af starf i leigj- endafélaganna í Svíþjóö Frásögn Fiarry Gustafsson, forstjóra H.S.B. Dagana 2.—4. þ. m. stóð hinn almenni kirkjufundur ársins hér í Reykjavík. Aðalmál fundarins var leik- mannastörf og sunnudaga- skólar, og fluttu þeir séra Sig- urbjörn Á. Gíslason og Þórður Kristjánsson kennari fram- söguræður um það mál. Tvö almenn erindi voru flutt í sambandi við fund- inn. Valdimar J. Eylands tal- aði um ieikmannastarf meðal Vestur-íslendinga, og Snorri Sigfússon námstjóri flutti er- indi, sem hann nefndi: Hinn vig'ði þáttur. Nokkur átök urðu á fundin- um meðal kirkjunnar manna innbyrðis og gætir þess m. a. í kosningu undirbúningsnefnd- ar kirkjufunda, en í hana voru nú þessir kosnir: Frímann Ólafsson, Jóhannes Sigurðs- son, Ólafur Ólafsson, Sigur- björn Á. Gíslason, Sigurjón Guöjónsson, Steingrímur Benediktsson og Þorgrímur Sigurösson. Áður voru í nefndinni bisk- up landsins, Ásmundur Guð- mundsson, Friðrik J. Rafnar, Gísli Sveinsson, Sigurbjörn Á. Gíslason, Sigurður Halldórs- son og Valdimar Snævarr. Þessi kosningaúrslit setja sumir í samband við það, að skipt var um safnaðarstjórn Dómkirkjunnar í haust og frjálslyndir menn unnu þá kosningu. Hér fara á eftir nokkrar til- lögur kirkjufundarins: 1. Hinn almenni kirkju- fundur lítur svo á, að mikil- Pálmi Hannesson rektor hélt fyrirlestur um Heklu í kvöld í fyrirlestrasal þjóð- minjasafnsins. Dansk-ísl. fé- lagið og íslendingafélagið höfðu boðað til fundar og mun fundurinn hafa verið hinn fjölmennasti í sögu fé- laganna. Klukkan 19.50 steig Þor- finnur Kristjánsson prentari, dyravörur íslendingafélags- ins í ræðustólinn og bauð gesti velkomna, var þá hvert sæti skipaö í salnum, en 300 manns biðu úti fyrir. Þor- finnur kvað óunnið úr Heklu- rannsóknunum, en kvaðst vona, að íslenzkir og danskir vísindamenn mynndu vinna að þeim í sameiningu. Chr. Westergárd-Nielsen magister mintist í snjallri og hjartnæmri ræðu Stein- þórs Sigurðssonar magisters, sem lét lífið við Heklurann- sóknir. Áheyrendur risu úr sætum .sínum í virðingar- skyni við hinn látna. Páimi Hannesson hélt því næst hálfrar klukkustundar stórfróðlegan fyrirlestur um Heklu. Rakti hann sögu eld- fjallsins, lýsti fyrsta gosdeg- inum, afleiðingum og áfram- haldi gossins. Að fyrirlestrin- um loknum sýndi Pálmi lit- skuggamyndir og að lokum kvikmynd Steinþórs Sigurðs- vægt sé, að samstaf eflist í öllum sóknum landsins, milli leikmanna og presta um kristilegt uppeldi barna og unglinga. Telur fundurinn að bezta leiðin til þess sé sunnudaga- skólahald, þar sem því verð- ur við komið og barnaguðs- þjónustur, ennfremur að sá siður verði tekinn upp á heimilunum og í skólunum, að hafa þar guðræknisstundir með börnunum, þegar þess er kostur. eina krafta sína um þjóð- kirkjuhússbygginguna og stuðla að því að húsið komist fremst með þvi að safna fé í þessu skyni. Kirkjuleg mál á Alþingi. 1. Hinn almenni kirkju- fundur beinir þeirri áskorun Fundurinn leyfir sér að beina þeim eindregnu tilmæl- um til kirkjuráðs, að það fái hæfan mann til þess að ferð- ast um landið og leiðbeina prestum og leikmönunm í sunnudagaskólastarfinu og um að koma upp kristilegum æskulýösfélögum á sem flest- um stöðum. Skorar fundurinn á Alþingi að veita fé til þess að greiða slíkum manni laun og ferðakostnað, þar sem sunnudagaskólar eru stórmik- ilvægur þáttur í kristilegu uppeldi æskulýðs hverrar þjóðar. sem fyrst upp, og þá fyrst og Fundurinn telur eðlilégast að prestarnir hafi, hver á sín- (Framhald á 6. síðu) sonar. Áheyrendum gafst kostur á að heyra drunurnar í eldfjallinu við og við og þótti mörgum nóg um. Kvikmyndin sýndi greini- lega hina djarflegu fram göngu jarðfræðinganna, sem hættu sér alveg að glóandi hrauninu og vakti hún bæði aðdáun og undrun. Er kvikmyndinni var lokið þakkaði Niels Nielsen próf. Pálma fyrir fyrirlesturinn og hyllti hann sem skeleggan brautryðjanda á sviði rann- sókna á islenzlíri náttúru. — Fundarmenn hylltu Pálma með dynjandi lófaklappi. Ef dæma skal eftir þeim viðtökum, sem Heklukvik- myndin fékk í kvöld, má gera ráð fyrir að Heklumyndir gætu orðið mikil landkynn- ing í framtíðinni. Vegna þess, hve margir urðu frá að hverfa þessari sýningu, var ákveðið að end- urtaka hana aftur þá um kvöldið. Salurinn var þá einnig fullskipaður áhorfend- um. Auk þess sýndi Pálmi Heklumyndina á fundi danska landfræðifélagsins og danska j arðfræðingafélagsins. Erindi flutti hann á báðum stöðunum. Myndin hlaut hið mesta lof á báðum stöðunum. ólafur Gunnarsson. Sextisgm*: Magnús Arnason ‘ hreppstjóri í Flíigii Hinn 18. okt. s. 1. varð Magnús Árnason hreppstjóri í Flögu í Villingaholtshreppi sextugur. Síðdegis þann dag heim- sóttu hann margir sveitung- ar hans, skyldmenni og gamlir samverkamenn hans og vinir 50—60 manns. Móti gestunum var tekið með rausnarlegri veizluj er stóð fram eftir nóttu. Magnúsi bárust mörg heilla skeyti og gjafir, merkar bæk- ur og fleira. Margar ræður voru fluttar og vottuðu þær hinn almenna dugnað Magnúsar, að hverju sem hann gengur, svo og barna hans og kónu og alla rausn heimilisins. Magnús er sonur hins al- kunna hreppstjóra Árna Pálssonar á Hurðarbaki og konu hans Guðrúnar. Kona Magnúsar er Vigdís Stefáns- dóttir, sem ekki hefir látið sinn hlut eftir liggja í afkomu heimilisins. Þau hafa eignast níu börn, öll uppkomin og mjög mannvænleg og eru þau heima og stunda bú- skapinn meö foreldrum sín- um eftir þörfum. Magnús tók við hreppstjórn eftir föður sinn, og rækir það starf með festu og prýði. — Auk hreppstjórnar hefir Magnús gegnt ýmsum trún- aðarstörfum í sveit sinni og héraði. Hann var fjallkóngur á vesturleit á Flóamannaaf- rétti.í mörg ár og mundi vera það enn, ef afrétturinn væri notaður. Magnús stundaði sjó á yngri árum sínum í Grindavík og var á skútum eftir að þær komu. Magnús hefir alls staðar gengið fram fyrir skjöldu við hvaða störf sem hann hefir unnið, með dugnaði, festu og snar- ræði. . Magnús er unglegur og lætur lítt á sjá, þrátt fyrir að hann varð fyrir heilsuleysi um tíma á yngri árum. Hann er ungur í anda og fylgist vel með þjóðmálum. Hann er ein- lægur landbúnaðarmaður og lætur öll hans mál sig miklu skipta. Um leið og ég þakka hjón- unum í Flögu fyrir viðtök- urnar, 18 f. m., óska ég heim- ilinu til heilla og blessunar. Einn af gestunum. FfMUEaÉBBgBBl*: Torfi Magnússon í Ilvassami Torfi Magnússon óðals- bóndi í Hvammi í Hvítársíðu varð fimmtugur í dag. Hann hóf búskap í Hvammi fyrir nær 20 árum og hefir setið jörð sína ágætlega vel, bæði byggt varanlegar byggingar og aulsjð ræktað land. í mál- efnum sveitar sinnar hefir hann tekið mikinn þátt, setið mörg ár í hreppsnefnd, verið sýslunefndarmaöur og nú hin síðustu ár einnig verið hreppstjóri. Torfi er dugnað- aðarmaður hinn mesti og hefir reynzt farsæll í hverju starfi. Hinir mörgu vinir hans munu senda honum hug- heilar árnaðaróskir í dag. Húsnæðismálin eru erfitt vandamál í Svíþjóð eins og öðrum Evrópulöndum, en Svíar taka föstum tökum á þessum málum. Árið 1922 var stofnað leigj- endafélag, sem heitir á sænsku Hyregásternas Spar- kasse — och Byggnadsfören- ingars Riksförbund. Þetta félag hefir byggt fjölda íbúða og t. d. í Gautaborg tel- ur það nú 35.000 meðlimi, eða þriðja hvern íbúðarhafa. í fyrstu var H.S.B. aðeins félag þeirra, sem leigðu íbúð- ir hjá fasteignamönnum, þ. e. húseigendum. Eftir næst síðustu heimsstyrjöld steig húsaleigan í Svíþjóð um 100% og hófst þá félagið handa um húsabyggingar. Nú eru leigjendafélögin ekki að- eins í hverri borg heldur í hverju einasta borgarhverfi, en allar deildirnar eru í sam- bandi sem heitir Hyresgást- ernas Centralförsamling. H.S.B. og H.C. vjnna sam- an á ýmsubí- sviðum einkum gagnvart yfirvöldunum. H.S.B. útvegar fólki, sem vill byggja 95% byggingar- kostnaðar að láni, en 5% verða menn að leggja fram sjálfir. Bankarnir lána 60% gegn fyrsta veðrétti og 3% vöxt- úm. Það lán end/urgrelðist aldrei, svo húsaleiga þess, sem byggir verður þegar öll önnur lán eru greidd 3% af 60% byggingarkostnaðar. 10% byggingarkostnaðar lánar bankinn gegn 3,5% vöxtum og loks lánar ríkið 25% til 40 ára gegn öðrum veðrétti. Fyrir nýbyggða tveggja herbergja H.S.B. íbúð" greið- ist þannig 115.00 kr. á mán- uði í húsaleigu og er það rúmlega 25% af mánaðar- launum verkamanna, því þeir hafa aðeins kringum 100.00 kr. á viku. Alir Svíar, háir sem lágir, verða að fá leyfi til þess að byggja og fellur efnamönn- um það illa. Sökum gjaldeyr- isskorts verða Svía^ að flytja úr landi mikið tré, svo fyrir- sjáanlegt er, að á næsta ári verðuf minna byggt en í ár og húsnæðisþörfinni er eng- an veginn fullnægt nú. Stærð íbúða í Svíþjóð er minni en í nágrannalöndun- um. Helmingur allra íbúða í sænskum bæjum er aöeins eitt herbergi og eldhús, en 25% eru tveggja herbergja íbúðir. Aftur á móti er allur frá- gangur og innrétting fyrsta flokks, svo ef Svíar hefðu eins , stórar íbúðir og ná- grannar þeirra Danir, og fráganguri'nn sænski héldist, væru sænsku íbúðirnar fyrsta flokks að öllu leyti. Eftirlit með húsaleigu er svo strangt í Svíþjóð nú, að (Framhald á 6. síðu) Mikið aðsókn é Heklumynd- inni í Kaupmannahöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.