Tíminn - 17.11.1947, Qupperneq 7

Tíminn - 17.11.1947, Qupperneq 7
210. blaff TÍMINN, mánudaginn 17. nóv. 1947 7 SSSI ■MRM—J Ég þakka ölium, fjær og íiær, sem hafa heiffr^S minn- ingu manns míns, STEINÞÓRS SIGURÐSSONAR magisters, ' viff andlát hans og útför, og öllum, sem hafa sýnt börn-i um okkar og mér samúff. Auffur Jónasdóttir. Vélarnar valda byítingu í tiönaðariiáttum YsðtaS vSH Guirnar Guðbjartssou, isóndu aðfl Ifi| sti’ösjrföM Gunnar Guffbjartsson, bóndi aff Hjarffarfelli á Snæfells- nesi, var staddur hér í bænum nýlega. Sagði hann blaðinu ýmsar fréítir þaffan úr héraffinu af atvinnuvegum og ýmsum framkvæmdum. Sumarið var erfitt bænd- um í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, eins og yfirleitt á Suður- og Vestur- landi. Heyfengur mun vera svipaður að vöxtum og áður, en talinn mun lélegra fóður. Óttast bændur, að ekki muni takast að fá nægan fóður- bæti til vetrarins. Mun það meðal annars koma fram í minni mjólkurframleiðslu í héraðinu, en talsverð mjólk er ílutt þaðan til Borgarness og síðan til Reykjavíkur. Yfirleitt er ekkert annað vinnuafl á bæjum en bændur og börn þeirra. í sumar var aðfengið starfsfóllc mjög fátt í sveitum sýslunnar. Nokkuð hefir verið keypt af hey- vinnuvélum á S'Hmum bæj- um, en mikið vantar á, að bændur hafi getað fengið allar þær vélar, sem þeir hafa óskað eftir að kaupa. Allmikil kyrrstaða hefir verið í jarðrækt í flestum hreppum síðustu ár. Nú er mikið að rætast úr í þeim efnum. í sumar unnu tvær beltisdráttarvélar og ein minni dráttarvél að jarð- yrkju víðs vegar um'sýsluna. Auk þess var ný skurðgrafa tekin í notkun í ágústmán- uði. Búnaðarsamband sýsl- unnar á og rekur þessar vél- ar. Er óhætt að segja, að þær muni valda algerri byltingu í jarðræktarmálum. Einn mikill galli er þó á í þessum efnum, en það er hversu illt er að fá kunnáttumenn til að vinna með'þessum vélurn. Hefir verið tilfinnrA' leg vönt- un á þeim í sumar, en nauð- synlegt er að menn, sem van- ir eru meðferð þessara verk- færa, viimi með þeim, eðlileg afköst og árangur á að fást. Fremur lítið hefir verið um byggingar í sýslunni nú um skeið. Þó er veriö að byggja nýtt samkcmuhús á Fáskrúð- arbakka. Eru það Miklaholts- hreppur og ýrnis félagasam- tök innan sveitar, er að byggingunni standa. Þá eru ungmennasamtökin í sýsl- unni að undirbúa byggingu héraðsskóla, en það mál er mjög skammt á veg komið. Sauðfjársjúkdómar hafa herjað flesta hreppa sýsl- unnar, og er niðurskuröur ákveðinn þar haustið 1950. Þykir flesi,um langt að bíða, en sauðfjárveikivarnirnar hafa gert um þetta sam- þykkt, og mun tæplega unnt að flýta framkvæmd á þess- um málum úr því sem kornið er. Hins vegar mun verða reynt að auka mjólkurfram- leiðsluna, en til þess að það megi takast, þarf að auka jarðræktina að mun. Gefa hinar nýju jarðyrkjuvélar eimnitt góða von um að það takist. Frá degi til dags 14 flugrfélög nota Keflavíkurflugvöllinn. í októbermánuði 1947 ferðuðust yfir 2000 farþegar um Keflavíkur- flugvöll á milli Evrópu og Ameríku, með samtals 73 millilandaflugvél- um, héðan fóru 65 farþegar, en hingað komu 47 farþegar með þess- um flugvélum. Flutningur meö vél- unum var 33.582 kg. af farangri og 15.234 kg. af pósti. (Samsvarandi 1.340.592 bréfum, ef miðað er við 88 bréf í kílói.) Þar af til íslands voru , 1.712 kg. af flutningi og 264 kg. af pósti. Samtals 14 flugfélög höfðu hér viðkomu, þar af voru American Overseas Airlines ’og Scandinavia.n Airlines System með flestar við- komur, eða 10 flugvélar hvort. Sáttasemjarar. Félagsmálaráðuneytið hefir slcip- að sáttasemjara í vinnudeilum um næstu 3 ár, frá 10. nóv. 1947 að telja: í fyrsta sáttaumdæmi: Torfa Hjartarson, tollstjóra í Reykjavik, sem jafnframt er skipaður ríkis- sáttasemjari í vinnudeilum. Til vara: Valdemar Stefánsson, saka- dómara. í öðru sáttaumdæmi: Björn H. Jónsson, skólastjóra, ísa- firði. Til vara: Eirík J. Eiríksson, prest, Núpi, Dýrafirði. í þriðja sáttaumdæmi: Þorstein M. Jóns- son, bóksala, Akureyri. Til vara: Óskar J. Þorláksson, prest, Sigiu- firði. X íjórða sáttaumdæmi: Þor- geir Jónsson, prest, Eskifirði. Til vara: Kristinn Júlíusson, lögfræð- ing, Eskifirði. Eigandi að happdrættishestinum er kominn fram. Fyrir nokkru síðan var dregið í happdrætti land'oúnaðarsýningar- innar, eins og skýrt hefir yerið írá í Tímanum. Handhafi miðans, sem hreppti hestinn, hefir nú gefiö sig fram. Var það' Guomundur Þor- grímsson að Síðumúlaveggjum, sem hreppti gæðinginn. Handhafi mið- ans, sem jeppinn kom upp á hefir hins vegar ekki gefið sig fram. Miðinn hefir að öllum líkindum verið seldur á Akureyri. Númer hans er 24.632. - - " . ýfi Klx4’® tIL.™, t ■ , Éf Af©TA ALFA-LAVAL msaSfavéla r Pllði *H ©ÐLAST: Meiri mjólk, því að ALFA-LAVAL vélin er smíð- uð þannig, að hún hefir sérstaklega góð áhrif á mjólkurhæfni kúnna. — Betri mjólk, því að með ALFA-LAVAL vélum er hægara að fram- leiða hreina og gerlalitla mjólk, en með nokk- urri annarri mjaltaaðferð. — Ódýrari mjólk, því að ALFA-LAVAL vélarnar þurfa svo lítið afl og varahlutaeyðslan er mjög lítil. — ALFA- LAVAL mjaltavélum fylgir prentaður leiöarvísir á íslenzku. Sérfróður maöur, sem er i þjónustu vorri, setur vélarnar upp og vér munum sjá um að ávallt sé fyrir hendi nægur forði varahluta. Bændur: athugið hvað nágranninn, sem hefir ALFA-LAVAL mjaltavél, segir um vélina sína, áður en þér festið kaup á mjaltavél annars staðar. Einkaumboð fyrir ísland: Kvðldvaka V.R. Kvöldvökur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur eru nú að hefjast. Verður fyrsta kvöldvakan í vetur í Sjálf- stæðishúsinu fimmtudaginn 20. þ. m. Aðgangur verður að- eins fyrir félagsmenn og gesti þeirra. í fyrravetur hafði félagið eina slika kvöldvöku, er var með afburðum vel tekið. Bár- ust stjórn félagsins á þriðja hundrað áskoranir um að hafa fleiri slíkar skemmtanir í fyrravetur, en af því gat ekki orðið af ýmsum ástæðum. Á þessari fyrstu kvöldvöku i vetur verður þetta til skemnítunar: Augnabliksleik- rit, þáttur frá Fjárhagsráði, kvenhattar (leikþáttur), ein- söngur, Gunnar Kristinsson, einleikur á slaghörpu, Skúli Halldórsson, og að lokum ræða. Sv® Isat* íSI . . . (Framhald af 2,- síðu) fyrstu settu lófana undir lekann og sötruðu þessar guðaveigar. Þeir næstu gerðust aðgangsfrekari, hrifsuðu heilar flöskur og stút- brutu þær, því að nú gilti að vera handfljótur. Enn aðrir komu með könnur og pönnur, potta og kúta, glös og bolla og hvaðeina, sem haldið gat lög. Aumingja bílstjórinn hrópaði og kallaði og baðaði út öllum öngum, en gat engu tauti komið við fólk- ið. Enginn gaf honum gaum — nema ein húsfreyja, sem náð hafði í s'tóran kút, íullan af rommi. Hún lyfti kútnum liátt á loít fyrir framan manngarminn, eins og hún ætlaöi að drekka honum til, strauk sér um munninn með handarbak- inu, óður en hún fékk sér brjóst- birtu, og sagði: „Þvílíkur guðs blessaður bílstjóri! Drottinn fylgi Maismæðraskéla Meykjavíkur » ii ii ii » Þær stúlkur, sem fengið hafa loforð um .skólavist á síðara dagnámskeiði skólans sem byrjar þ. 1. febr. n. :: k. gjöri aövart á skrifstofu skólans fyrir 1. des. n. k. i: hvort þær geti sótt skólann eða ekki, ella verða aðrar H «* teknar í þeirra stað. — - U Skrifstofa skólans er opin alla virka daga nema H ** laugardaga frá kl. 1—2 e. h. Sími 1578. H ♦♦ «♦ ♦ * ♦♦ H F©£,,sí©Sask©siaiB, i: :: ii ♦♦ ♦♦ H ii *♦. ♦♦ I4»*»«««««*****4«***»*«*«**«»**»»**«*««**4*«**«*«»«*»**««**«****«****»»»«******»*«*»*******«***Y« )«**»*»»*«♦««*»**»***»*»•»»•»**»**«***»«»»»»»**«»**»*»»»»»*»*«*««»»»***»*««*«»•»««•««•*««**«*»««« t: lesa flestir Tímann. Þeir bókaútgefendur, sem ætla að ná um allt land með auglýsingar sínar íyrir jólin, ættu að fara að láta Tímann birta þær úr þessu. Ags«4Sýsf«6 í TíaaisamaMi. Tíminn fram að áramótum kostar til áskrifenda aðeins 10 krónur. Meðal annars fylgir í því verði fjöl- breytt jólablað. G-erist áskrifendur og pantið blaðið i síma 2323.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.