Tíminn - 17.11.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, mánudaginn 17. nóv. 1947 210. blað tíergljót PáLsdóttir eða Bergljót Ólafsson, eins og Iiún er kölluð í Kaupmanna- höfn, er lítt gefin fyrir að tala’ við blaðamenn. Ég varð að fá Ármann Kristjánsson kaupmann mér til aðstoðar, hann bauð okkur báðum heim sama kvöldið og meðan við nutum gestrisni hans, sagði Bergljót mér það sem hér fer á eftir: — Ég er fædd 20. jan. 1888. Foreidrar mínir voru Ragn- heiður Björnsdóttir og Páll Ólafsson. Þegar ég var 4 ára fluttu . foreldrar mínir frá Hallfreðarstöðum að Nesi í! Loðmundarfirði, þar man ég 1 íyrst eftir mér. Frá Nesi íluttu pabbi og mamma að Sigurðarstöðum á Melrakka- sléttu til Guðrúnar systur mömmu,' sem þá var orðin ekkja. Sr. Halldór, bróðir mömmu, var þá prestur á Presthólum. Dætur Guðrún- ar, Maren og Lára, eru á lífi og búa í Reykjavík. Við vorum 5 systkini, en af- eins 2 komust á legg, ég og Björn Kalmann lögfræðing- ur. Þrír drengir voru dánir áður en ég man eftir mér. Pabbi var orðinn þunglyndur. Pabbi var glaðvær og létt- lyndur á yngri árum, en þeg- ar ég man eftir honum var hann orðinn heilsutæpur og mun heilsuleysið, ásamt ást- vinamissinum, hafa gert sitt til aö gera hann þunglyndan. Aður fyrr var margt fólk hjá pabba og mömmu og mikill gestagangur, en á Nesi voru aðeins þrjár vandalausar manneskjur og þar eð stað- urinn er út úr, komu fáir nema pósturinn. Á Melrakkasléttunni þekkt- um viö fáa. Þá var Björn bróðir minn farinn til Reykjavikur til Jóns Ólafs- sonar ritstjóra, föðurbróður míns, sem setti hann í Lat- inuskólann og loks fluttum við öll til Jóns. Þar vorum við síðustu árin, sem pabbi lifði. Pabbi orti, mamma skrifaði. Þegar pabbi orti, var hann vanur aö ganga fram og aft- ur um gólfið og mæla fram ijóðiínurnar, sem mamma skrifaði jafnóðum. Ég a gömlu útgáfuna af jjóöum pabba, þá nýju hefi ég aidrei séð. Ég les oft ljóðin hans. Þau segja í raun og veru alla ævisögu hans-. Fallegasta kvæðið finnst mér „Halaklettur," ekki sízt þessar tvær síðustu vísur: Yrkisefnið þrýtur ástvin gamlan þinn. Fyrir hærum hvítur a Halaklettinn minn seztu á réttri stund og stað, þú verður ungur í annað sinn ef þú gerir það. Lífið er leiðsla og draumur logn og boðaföll, sker os. stríður straumur, stormar, þoka og fjöll. En svo eru blóm og sólskin með. En bak við fjöllin himinhá hefir enginn séð. Þessa vísu orti pabbi um mig, þegar ég var lítill angi: VlðitsaJ viffi ISerglJótBí, dóáítír Fáls fMafssoissai9 skálds. Blíðan blund sefur blómið ástar minnar værðarbros vefur varirnar og kinnar. Byrgir fögur bráin blíöust hvarmaljósin. Sætt sefur rósin. Við‘ Björn erfðum ekki skáldagáfuna, við urðum að láta okkur nægja að kveðast á. Stundum kvaðst ég á við pabba og einstöku sinnum kvað ég hann í kútinn, en það var erfitt, því að gamli maðurinn átti það til að yrkja stöku í skyndi, ef á lá. Erfið vist. Fyrir 40 árum, hálfu ári eftir að pabbi dó, fór ég til Kaupmannahafnar og hefi verið hér síðan. Fyrsta árið var ég í vist hjá íslenzkri konu, frú Dahlmann, sem rak matsölu hér. Vinnutíminn var langur í þá daga,ég vann frá 6 á morgnana til 11 á kvöldin. Engan fridag hafði ég allt árið. Fyrir þessa vinnu fékk ég 10.00 kr. á mánuði auk'fæðis og húsnæðis. Ég kom sjaldan út þetta ár, nema £>egar ég keypti í mat- inn, en ég keypti mér plass- kápu á 50 kr. og dragkistu (kommóðu) á 30.00 kr. þegar árið var liðið. Næsta árið var ég hjá danskri fjölskyldu í Hellerup og hafði 19.00 kr. á mánuði. Það voru miklir peningar þá. Hjá þessari fjölskyldu leið mér vel, en ég tók eftir því að málverk og teppi voru að smáhverfa úr stofunum. Frú- in sagði mér að þessir munir væru til viðgerðar, en í árs- Iok kom sannleikurinn upp úr kafinu, hjónin voru orðin gjaldþrota. Vann á veitingahúsum. Ég var nú atvinnulaus og [ fór inn í bæ að leita mér að | atvinnu. Þar mætti ég ís-1 lenzkri stúlku, sem kvaðst ■ geta útvegað mér vinnu á veitingahúsi. Hún sagði, að ég gæti komið þangað fyrsta næsta mánaðar. Þegar ég kom þann 1. var stúlkan, sem ég átti að taka i við af, ófarin og því engin vinna handa mér þar, en framkvæmdastjórinn útveg- aði mér vinnu á National. Siðan hefi ég alltaf unnið á veitingahúsum. Það er sú vinna, sem borgar sig bezt finnst mér. Ég hefi unnið í Sórey, Fakse og Herlufsholm . en lengst af hér í Höfn. „Hva.ð glápirðu á.“ Fátt er ömurl>sra en vera vitni að ræfilshætti íslend- inga erlendis. Fyrir fáum kvöldum var ég að koma heim úr vinnu klukkan 10 að kvöldi. Á gangstéttinni beint á móti mér voru tvær blindfullar stúlkur og einn karlmaður. Önnur stúlkan bölvaði og ragnaði, velti reið- hjólum um koll og rak sig á ljósastaura og sagðist vilja drekka meira. Þar eð stúlkan bölvaði á brennivínsbland- inni íslenzku varð mér star- sýnt á félagsskapinn og gekk i humátt á eftir. Allt í einu sneri sú fulla sér að mér og æpti: „Hvað glápirðu á helvítis asninn þinn.“ „Og ekki nema þig, blessaður ræfillinn þinn,“ sagði ég. Hún er íslenzk. Einu sinni fyrir stríð kom (Framhald á 6. síSu) Kunna Svíar mannasiði? Nýlega var æðsti maður góðtemplarareglunnar, Sví- inn Ruben Wagnsson há- templar, skipaður landsstjóri í Kalmar, og á hann að taka við embætt.i sínu um næstu mánaðamót. Kalmarlén, sem Ruben Wagnsson er landsstjóri yfir, mun hafa tvöfalt fleiri íbúa heldur en þjóðfélagið ís- lenzka. Það liggur því í aug- um uppi, að sá, sem skipar landsstjórastöðu í slíku hér- aði, er virðulegur embættis- maður, og hann þarf eflaust oft að taka á móti gestum, og þeim bæði tignum og vold- ugum. Það lítur ekki út fyrir að ríkisstjórnin sænska sjái neitt athugavert við það, að eiga í slíkri stöðu mann, sem ekki veitir áfenga drykki. Þetta skýtur óneitaplega skökkfu1 við það, sem sumir heimsmenn okkar segja, um háttvísi og velsæmi og kröfur gestrisnisskyldunnar. En þeir virðast leggja á það allt saman annan mælikvar£a en rikisstjórn Svía. Það er líka hægt að gera sig hlægilegan með hræðslu og ósjálfstæði gagnvart smekk og kröfum annarra, og það jafnvel hvaö helzt ímynduðum kröfum. En það er tvennt óskylt og ólíkt, háttvís siðmenning og kurteisi eða blint og vilja- laust ósjálfstæði. Það getur líka verið gott fyrir þá, sem öllu meira meta það, sem fram fer með- al framandi þjóða en eigin hugsun og dómgreind, að frétta af því, að fjölmennur fundur presta og kennara í Svíþjóð samþykkti nýlega á- skorun til sænska þingsins þe.ss efnis, að afnema vín- veitingar í opinberum veizl- um. Það er hætt við því, að þeir, sem ekki geta hugsað sér annað, en að miða af- stöðu sína í áfengismálum við útlendinga, þeirra vilja og þeirra smekk, verði að fara aö gera upp við sig hvaða útlendingum þeir vilji fylgja. Útlendingarnir skiptast nefni lega alveg eins og við í bind- indismenn og vínmenn. Það hefir hingað til verið talið, að Svíar væru jafn- okar okkar í kurteisi og sið- fágun, og svona fréttir frá þeim breyta ekki minni skoð- un í þeim efnum. H. Kr. Hvert skipiS af öffrii fer nú með síldarfarm héSan úr flóanum norð- ur á Siglufjörð til bræðslu þar. Það er langur flutningur og dýr, en um það þýðir ekki að fást, því að þar eru síldarverksmiðjurnar en hér ekki. En margur talar nú um það, að gott væri að eiga bræðsluskip, fljótandi síldarverk- smiðju, sem nú mætti láta liggja uppi í Hvalfirði, þegar síldinni er ausið upp þar, hvenær sem sljákk- ar í’ storminum. Svo mikið er víst að síldargang- an í Hvalfirði hefir aukið þeirri hugmynd fylgi, að síldarverk- smiðju málið verði bezt leyst með skipi, sem getur fært sig til, svo að síldinni þýði ekki lengur sú glettni, að vaða kannske þéttast og mest við það horn landsins, sem fjarst er öllum steinköstulunum, sem búið er að byggja yfir vinnslu- tækin. Það er ekki lengi að eyðast tölu- vert fé í kostnað við að flytja síld- ina héðan úr Hvalfirði norður á Siglufjörð, og það í rysjóttri tíð. Vegna þcss, sem sagt var um lýsið í blaðinu á laugardaginn vil ég taka það fram, að ég hefi frétt til þess, að lýsi hafi komið hér í lyfjabúðir á síðustu vikum, en það mun aldrei hafa staðið þar við stundinni lengur, og allt er það raunar rétt, sem ég sagði um þá hluti. Og lýsi ætti alltaf að vera fáanlegt í hverri einustu lyfjabúð. Um öl og egg hefi ég fengið þetta bréf: „í einu dönsku skipi, sem oft kemur hingað til Reykjavíkur og jafnvel í fleiri skipum, er hálf opinberlega selt áfengt öl, og eftir því, sem mér er sagt á 5 kr. flaskan. Þetta er nú ekkert snakk úr mér, Pétur minn. Því þú getur sjálfur farið ef þú vilt og athugað þetta, og séð með þínum eigin augum hverslags Bör-júníorar það eru, sem stunda þetta þamb danskinum til dýrðar. — En það var eklci þetta Pétur minn, sem ég ætlaði að skrifa þér um, — heldur hitt, að einhvers staðar í undrum-veraldar hefi ég lesið það, að 1 hænuegg jafngildi að næringu til 1 flösku af svona öli. — Mér finnst því sjálfsagt og í alla staði rétt að við hinir setjum eggin upp og seljum þau á 5 kr. stykkið. — Mér finnst ekki nema sanngjarnt að við megum það. Það er ekki heldur svo mikið Pétur minn á móti ölinu — aðeins 80—100 kr. kílóið án umbúða. .— Þá gæti maöur nú kannski - líka fjölgað púddunum. •— Fúsi í Pitjakoti." Ég er nú ekki öifræðingur, en mér hefir skilizt að verðlag á- fengra drykkja byggðist frekar á öðru en næringu og notagildi þannig, en eflaust, er þetta „rök- rétt“ sjónarmið hjá Púsa, að verð- leggja hænueggið svona. Annars verð ég að taka það glöggt fram, að ég ætlast til þess, að bréf sem ég fæ verði ekki með neinum slef- bera einkennum, og séu þar á- deilur, sem ég ætla alls ekki að frábiðja mér, séu þær rökstuddar eftir föngum, og standi bréfritari við þær með fullum drengskap, ef með þarf. Hitt er svo annað mál, að ég hefi ekkert við það að at- huga, þó að menn óski ekki að birta almenningi sitt rétta nafn nema stundum. Svo er lagt út af bókakaupum hjá Fúsa okkar. Um það hefir hann skrifað þetta bréf: „Hvernig á ég að fara að því? — Ég flæktist einu sinni og var hálf- vegis narraði*’- til að gerast áskrif- andi að ritverki nokkru, sem átti að heita „Arfur íslendinga". Og í þetta eyddi ég þó nokkrum krón- um, — en svo er ég bara þegjandi og hljóða-Iaust svikinn á öllu- saman. Það hefir aðeins komið út 1 hefti af að minnir 10. Get ég afturkallað peningana mína — Pétur minn? Annars kalla ég nú þetta — bar- asta — hrein og klár svik. — Og hvað ætli þeir segðu um okkur í sveitinni, ef við seldum þeim 10 gemlinga með fyrirfram greiöslu og létum þá svo ekki hafa nema einn. Ja — ætli þeir segðu ekki bandítt, og klíka — og niður með bankavaldið — eða annað ennþá ljótara." Þetta hefír eitthvað ruglast hjá Fúsa. Það var gert ráð fyrir þvi, að Arfur íslendinga yrði 5 bindi. Bindið, sem út er komið, íslenzk menning eftir Sigurð Nordal, er stórmerk bók og skemmtileg af- lestrar. Og þó að ég láti ýmsar ályktanir höfundar liggja milli hluta, orkar hitt þó ekki tvímælis, að margt sér hann og sýnir 1 nýju ljósi, og leiðir á snjallan og skemmtilegan hátt rök og líkur að ályktunum sínum, því að maður- inn er bæði gáfaður og andríkur. Ég held því, að þessi viðskipti séu ekki verri bókakaup en víða má finna dæmi um, og öðru nær, ef þess er gætt, að sumar bækur eru blátt áfram einskisvirði sem lestrarefni, þó að framkvæmdin hafi óneitanlega orðið með öðrum hætti, en ætlast var til og vonir gefnar um. Og sízt er ástæða til að mæla slíku bót. En mér finnst nú samt, að hér eigi ekki við ein- göngu, sá mælikvarði, sem al- mennt er notaðúr í verzlun með gemlinga o. þ. h. Pétur landshornasirkill. í alveldi ástar Þessi tilfinningaheita og gagntakandi ástarsaga Wanda Wasilewska gerist á rússnesku sjúkrahúsi á styr j aldarárunum. Hana getur enginn lesiff ósnortinn og hún mun seint fyrnast. Kostar ób. kr. 20.00 og í góðu bandi kr. 29.00. Fæst hjá bóksölum. HókaiBÍgáffsa Fálrna II. Jéiissaaiar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.