Tíminn - 17.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, mánudaginn 17. nóv. 1947 210. blað GAMLA BIÓ NÝJA BÍÓ S®egar hveiíi- -i V. Vesalingariiir Frönsk stórmynd, eftir sam- hranðsdöguinun nefndri sögu, eftir Victor Hugo. Aðalhlutverkið leikur frægasti lýktBi* leikari Frakka: Harry Bauer. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Amerísk kvikmynd. Síðasta sinn kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri Joan Fontaine en 14 ára. Mark Stevens • Litfríð og lokkaprúð Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Fjörug og fyndin músik- gam- anmeynd. Aðalhlutverk: Virg- Sala aðgm. hefst kl. 11. inia Grey, Donald Cook. Sýnd Sýnd kl. 3. TRIPOU-BIÓ TJARNARBÍÓ I»ríi* skólahræðitr Dönsk mynd með: Foul Raumert Olaf TJssing Storkui’inn / Ejnar Federspiel Sýnd kl. 9. Bráðskemmtileg dans- og Réíílætl® sigrar söngvamynd. (Frontier Lady) Aðalhlutverk: • Russel Hayden Jcnnifer Holt Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Dennis Moore Fuzzy Knight Sala hefst kl. 11. Sýnd kl. 5 og 7 Bönnuð innan 14 ára — Sími 1182 — Efíirföriií Mjög spcnnandi og vel leikin amerísk kvikmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. INú er gott að gerast kaaparLdi í T ímans í ÁskriftaslmL I 2323 Ályktanir... (Framhald af 3. síðu) um sta'ð, forgöngu og forystu í þessu starfi,*og vinni að því að fá áhugasamt fólk í sókn- um sínum til starfsins. 2. Fundurinn þakkar þeim mönnum og félögum, sem hingað til hafa unnið að sunnudagaskólastarfinu og væntir samstarfs við þá á komandi tímum. Þjóðkirkjuhúsið. Hinn almenni kirkjufundur vill hvetja alla presta og söfn- uði landsins til þess að sam- samþykkja frumvarp það um sóknargjöld, sem lagt verður fyrir þingið að tilhlutan kirkjumálaráðherra og bisk- ups, þar sem sóknargjöld í landinu eru samræmd og sem jafnframt felur í sér ákvæði um sérstakt gjald tii sameig- inlegra þarfa þj óðkirkj unnar. 2. Hinn almenni kirkju- fundur beinir þeirra áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún samkvæmt þingsályktun frá síðasta alþingi leggi fyrir þetta þing frumvarp til laga um kirkjubyggingar, þar sem ákveðinn sé ríflegur styrkur úr ríkissjóði til kirkjubygg- inga í landinu, og beiti sér fyrir framgangi málsins. Flutnincjur Passiusálma í út- varpinu. Hinn almenni kirkjufundur 1947 lætur í ljós ánægju sína yfir því, að Passíusálmar skulu lesnir í útvarp á föst- unni, en óskar þess, að eftir lestur þeirra verði jafnan stutt þögn i útvarpinu. Áfengismál. Hinn almenni kirkjufund- ur telur, að siðgæði og heil- brigði þjóðarinnar stafi alvar- leg hætta af hinni vaxandi á- fengisnautn, og skorar á Al- þingi að gera nú þegar ráð- stafanir til þess að draga úr áfengisneyzlu þjóðarinnar að verulegu leyti. Hvíldardagur sjómanna. Með því að hinn almenni kirkjufundur haldinn í Rvík 2.-4. nóv. 1947 lítur svo á, að sjómannastéttin eigi fullan rétt á sunnudeginum sem hvildardegi, eins og aðrar vinnandi stéttir þessa lands, óskar fundurinn þess ein- dregið, að skipstjórar og for- menn í verstöðvum landsins þar sem dagróðrar eru stund- aöir, rói ekki til fiskjar að jafnaði á helgidögum þjóð- kirkjunnar. Söngskóli þjóðkirkjunnar. Hinn almenni kirkjufund- ur haldinn 2.—4. nóv. 1947, skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp það um söngskóla þjóökirkjunnar, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi, nú þeg- ar á yfirstandandi þingi. A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Þessu anzaðí Boag söðlasmiður ekki. En ég sá, að hann taldi ekki miklar líkur til þess, að ég myndi bera sigur úr býtum. Hinn mikli örlagadagur rann upp. Afi kallaði á mig til herbergis jrins, þegar hann heyrði, að ég var kominn á fætur. Hann tók þétt í hönd mína. ,.Mundu nú,“ sagði hann og horfði fast í augu mér, „mundu nú umfram allt — að vera ekki hræddur.“ Mér lá við gráti — þrátt fyrir allt ostátið hjá afa. Ég hafði átt friðsæla daga og lifað í skjóli móður minnar heima á írlandi frá því ég fyrst mundi eftir mér, og það uppeldi hafði mótað mig. Óvinir mínir höfðu að sönnu ekki hætt ertingum sínum við mig, og þeim unni ég alls hins versta. En Gavin hafði hins vegar sýnt það greinilega hina síðustu daga, að hann .stóð með mér. Hann hafði meira að segja rekið Berta Jamieson duglega utan undir fyrir fáum dögum, vegna þess að hann hafði vísvitandi sparkað í mig, þegar við vorum að leikum milli kennslustunda, og hann hafði líka einu sinni í kennslustund rétt mér strokleðrið sitt, þegar hann sá, að mig vantaði strokleður. Og nú átti ég að berjast við einmitt hann. En ég hafði heitiö afa mínum að fara að ráðum hans, og nú mátti ekkert, ekkert standa í vegi fyrir því, að ég efndi það heit. Afi hafði mælt svo fyrir, að bardaginn skyldi háður klukkan fjögur, strax og kennslustundunum var lokið. Ég skalf á beinunum allan daginn og gat varla haft augun af hinu stillilega, þróttmikla og gáfulega anditi Gavins. Hann var fallegur piltur, augun djúp og augnahárin löng, efri vörin lítil, en einbeittleg. Þaö leyndi sér ekki, að hann var af hálenzku kyni, enda var faðir hans ættaður frá Perth, en hin látna móðir hans frá Inveraray. Hann var í blárri blússu og bláum buxum og með fallegu leðurtöskuna sína, og af því dró ég þá ályktun, að hann hefði hugsað sér að fara eitthvað með eldri systur sinni að skólatímanum lokn- um. Honum varð hvað eftir annað litið til mín, sem sjálfsag hef verið ærið eymdarlegur í augum hans. Mér var mjög þungt í skapi. Mér fannst hér um bil, að mér þætti vænt um hann. En samt átti ég ekki arinars úrkostar en berjast við hann. Svo sló gamla klukkan uppi í portinu fjögur .... Það hafði verið mín síðasta von, að Dalgleish skipaði mér að verða eftir í skólanum — en hún brást. Ég féklc að fara með hinum krökkunum. Ég var kominn hálfa leið yfir leilcvöllinn, áður en ég vissi af, og Gavin arkaði á undan mér með töskuna sína á öxlinni. Ég fann, að nú var mitt að duga, ef ég átti að halda sæmd minni í augum afa. Ég varð að sigrast á siálfum mér. Ég hleypti því í mig kjarki, rauk á Gavin og stjakaði rösklega við honum. Hann snerist á hæli, og það, sem hann sá, var ég, standandi í vígstöðu með hnefana á lofti. „Upp með krumlurnar!“ Það var með herkjum, að ég gat stunið upp þessum orðum, sem jafngiltu hólmgönguáskorun meðal strákanna í Levenford. Hinir krakkarnir ráku undir eins upp óp, sem í senn tjáðu undrun þeirra og eftirvænting. „Slagsmál! Milli Gavins og írans. Slagsmál! Slagsmál!" Gavin roðnaði — hið bjarta hörund hans varð fagurrautt. Hann skotraði augunum, gremjulegur á svipinn, til drengj- anna, er höfðu hópazt að okkur. Hann gat ekki komizt hjá því að berjast við mig, svo ástæðulaust sem það virtist. Hann sló flötum lófanum á kreppta hnefa mína og hrakti mig aftur á bak. En ég hóf þá jafnskjótt á lift á ný og þrýsti upphandleggjunum þétt að síðunum. „Hræktu á hnefna!“ Gavin spýtti kæruleysislega á hnúa sér. Ég hélt áfram hólmgönguundirbúningnum. Ég dró hlykkj- ótt stryk í sandinn á leikvellinum með stígvélinu mínu, sem mér fannst raunar ekki vera í neinu sambandi við slyttislega og titrandi brauðlöppina á mér. „Nú skalt þú stíga yfir þetta strik, ef þú bara þorir,“ umlaði ég. Ég sá mér til mikillar skelfingar, að nú var farið að síga í Gavin. Hann stökk undir eins yfir strikið. Ég nötraði og skalf. Nú átti ég aðeins eftir að stynja upp síðustu áskoruninni, er heyrði slíkri hólmgöngu til. Strák- arnir biðu í orðvana eftirvæntingu. „Komdu ef þú þorir, uglan þín,“ stundi ég skrælþurrum vörum.' Hann rak mér tafarlaust bylmingshögg á brjóstið. Það var átakanlegt tómahljóð í mér — rétt eins og danglað hefði verið í pappakassa. Ég var orðinn náfölur af skelfingu. En nú var of sein tað snúa við. Tennurnar glömruðu í munni mér, en ég beit á jaxlinn og rauk á móti vini mínum ,Gavin. Pabbi orti... (Framhald af 4. síðu) dáíítið svipáð atvik' fyrir. Ég var að koma úr vinriu' og meðan ég beið eftir spor- vagninum hlustaði ég á tal þriggja ísl. pilta, sem stóðu rétt hjá mér. Einn þeirra sagðist vel geta hugsað sér mig svona eina nótt, en ann- ar sagði, að ég væri svo gömul og ljót, að það kæmi ekki til mála. Þegar þeir höfðu þráttað um þetta um hríð sagði ég: „Ekki er nú orðþragðið ljótt.“ „Hver and- skotinn! Hún er íslenzk“ sögðu piltarnir einum rómi og hurfu fyrir horn. Mig langar að eignast lit- myndir að heiman, sagði Bergljót, en alllt er svo dýrt hjá ykkur. Mjig langar að skreppa heim, en þess er eng- inn kostur eins og verðlagið er núna. Því miður eru ætt- ingjar mínir latir að skrifa, en ég hugsa oft til þeirra samt. Viljið þér bera þeim kæra kveðju frá mér. Ólafur Gunnarsson frá Vík í JLóni. Goður árangur ... (Framhald af 3. síöu) hún hefir haldizt óbreytt frá því fyrir stríð, en leigjendur greiða eldsneytisvísitölu. Var verð á koksi ákveðið 2.00 kr. pr. hektólítra fyrir stríð og vísitala síðan greidd á þá upphæð. Miðstöðvarhiti er í 63% allra sænskra íbúða en 31% hefir baðherbergi. Herbergi á svörtum markaði. ’ Eftirlitið nær enn ekki til herbergja, en H.S.B. mun brátt láta þau mál til sín taka. Okurleiga er víða tekin fyrir herbergi en leigjendur veigra sér við að kvarta við yfirvöldin þar eð þeir óttast uppsögn íbúöarhafa. Slíkar uppsagnir eru þó ólöglegar og geta leigjendur innan hálfs mánaðar farið með þær til H.S.B., sem sér um að leigjendur verði ekki órétti beittir. Ein ástæðan til hús- næðisvandræðanna er skort- ur á vinnuafli. Svíar hafa reynt að nota erlenda verka- menn í byggingarvinnu en þeir hafa gefizt misjafnlega. í samanburði við Kaup- mannahöfn tekur maður strax eftir því hversu öllu er vel haldið við í Svíþjóð. Húsgögn gistihúsa og mat- söluhúsa eru vönduð og þægileg og allt er hreint og snyrtii-)gt. Svíar eru ekki haldnir þeim gremjuhugblæ, sem setur svip sinn á danskt þjóðlíf um. þessar mundir. Ólafur Gunnarsson. Minningarspjöld Námssjóðs Erlends Björns- sonar og Maríu Sveinsdóttur, Breiðabólsstööum, fást á eft- irgreindum stöðum: Afgreiðslu Klv. Álafoss, Þing. 2, Rvík. Sr. Garðari Þorsteinssyni, Hafnarfirði Klemens Jónssyni, Vestur- Skógtjörn, Álftanesi. F. h. Sjóðsstjórnarinnar Klemens Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.