Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þrið'juöaginn 18. nóv. 1947 211. blað Endurbætur á almannatryggingalögunum Frwmvarp frja sex IsIsígmÖMísasBíi á neðri eBelld Sex alþingismenn, Skúli Guðmundsson, Páll Þorsteins son, Jón Sigurðsson, Pétur Ottesen, Jón Gíslason og Steingrímur Steinþórsson, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögunum um al- mannatryggingar. Frv. er að miklu leyti samhljóða frv., sem Skúli GuðmundsSon ílutti í fyrra, og greinar- gerðin að mestu hin sama. Aðalefni frv. Aðalbreytingarnar, sem frv. gerir ráð fyrir eru þessar: At vinnur ekendaskatturinn, sem er ákveðinn í 112. grein íaganna, falli niður. í stað þess skulu allir skattskyldir iðgjaldagreiðendur greiða, auk hins fasta iðgjalds, 2% af skattskyldum tekjum, sem eru umfram 5000 kr. Slysatryggingarnar nái jafnt til allra, en nú ná þær aðeins til launþega. Atvinnurekendur skulu njóta sömu sjúkrabóta og launþegar. Nú fá launþegar sjúkrabætuc frá og með 11. veikindadegi, en atvinnurek- endur ekki fyrr en frá og með 36. veikindadegi. Sam- kvæmt frv. skulu allir fá sjúkrabætur frá og með 11. veikindadegi. Jafnframt fell- ur niður sú kvöð Iaganna, að sveítafólk fái ekki sjúkra- bætur, nema það sé rúm- liggjandi eða á spítala. Sam- kvæmt lögunum nær sú kvöð ekki til fólks í kaupstöðun- um. Fæðingarstyrkurinn verði 300 kr. Samkv. lögunum fá giftar konur 200 kr. í fæð- ingarstyrk, en ógiftar konur 500 kr. itarleg greinargerð fylgir frv. og fara aðalatriði hennar hér á eftir: Vanefnd Ioforð. ;,Tryggingafrumvarpið var samiö af milliþinganefnd, sem skipuð var í marzmánuði 1943, og þegar það var lagt íyrir Alþingi, fylgdi því löng greínargerð frá nefndinni. í þeirri greinargerð segir, að nefndinni hafi borizt bréf frá félagsmálaráðherra, dags 31. okt. 1944, þar sem skýrt sé frá því, að í málefnasamn- ingi stjórnmálaflokkanna í sambandi við myndun ríkis- stjórnar sé svo ákveðið, að komið verði á á næsta ári íullkomnu kerfi almanna- trygginga, sem nái til allrar þjóðarinnar án tillits til stétta og efnahags, og var neíndinni falið að vinna að undirbúningi málsins á þeim grundvelli.“. A öðrum stað í greinargerð milliþinganefndarinnar segir á þesssa leið: „Frumvarpið gerir ráð fyr- ir, að rétturinn til bóta sé jafn fyrir alla án tillits til stétta eða efnahags, sbr. fyrrgreint bréf ráðherrans og þá stefnu, sem mjög ryður sér nú til rúms, að komast hjá vandasömu og hvimleiðu mati á ástæðum einstakling- anna, enda ávallt tiltölulega lítill hluti þjóðarinnar, sem hefir svo mikar tekjur, að ekki sé þörf fyrir bæturnar, ef eitthvað verulega bjátar á.“ — Þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar og milliþinganefndarinnar um það, að tryggingarnar ættu að ná til allra landsmanna án tillits til stétta eða efna- hags og að þannig hafi veriö unnið aö undirbúningi lög- gjafarinnar, kom það greini- lega í ljós, þegar frumvarpið var lagt fram, að mikið skorti á, að höfundum þess hefði tekizt að ná því marki. Nokk- ur ákvæði frv. voru þannig, að samkvæmt þeim var réttur manna gerður mjög misjafn, aðallega eftir því, hvort þeir öfluðu sér tekna með vinnu í annarra þjónustu eða með eigin atvinnurekstri. Þetta fékkst ekki leiðrétt, nema að mjög litlu leyti við afgreiöslu tryggingarfrv. í þinginu. Sjúkra- og slysa- bæturnar. Hér skulu fyrst nefnd á- k.væði laganna um sjúkra- bætur og slysabœtur. Lögin veita launamönnum yfirleitt meiri rétt til sjúkrabóta en öðrum, en auk þess er það einkennilega fyrirbrigði í löggjöfinni að íbúar kaup- staða og kauptúna, þar sem læknar starfa, hafa meiri rétt til sjúkrabóta en þeir, sem búa í sveitum eða kauptún- um, þar sem engir læknar eru búsettir. Slysabætur fá launamenn einir án þess að þeir þurfi að borga nokkuð fyrir þau réttindi sérstaklega. en aðrir fá engar slíkar bæt- ur, þótt þeir verði fyrir slys- um við vinnu, nema þeir hafi keypt sér slysatryggingu fyrir sérstakt gjald. Á þennan hátt er mikill fjöldi manna, sem að staðaldri vinnur erfiðis- verk, er slysahætta fylgir, gerður réttlægri en aðrir, sem vinna sömu eða svipað verk. í þeim hópi eru t. d. allir bændur landsins og margir aðrir, sem vinna að framleiðslustörfum. Ef bóndi og vinnumaður hans slasast báðir við verk, á sá síðar- nefndi rétt til slysabóta, en bóndinn ekki, og skiptir engu Allir íslendingar munu vita, aö verið er að byggja stór- hýsi í Reykjavík, Þjóðminja- safnshúsið. Það er byggt á al- þjóðar kostnað, og jafnframt því að leysa úr brýnni þörf um húsnæði fyrir ýms söfn landsins, er það reist til minn ingar um endurheimt sjálf- stæði íslands árið 1944. Enginn ágreiningur er um að vanda til þessarar bygg- ingar og að hafa hana bæði trausta og veglega, svo að hæfi tilefni hennar og verk- efni. Þetta er mikið hús og vafa- laust traust. Það sómir sér vel í nálægð Háskólans og nær þó tæplega hans glæsi- leik í útliti. Einkum er á- stæða til að drepa á eitt atriði, ef verða mætti til að þeir sem ráða þessari bygg- ingu, vildu taka það til at- hugunar og breytinga, áður en það er um seinan. En þetta er „líkkistan", sem sett er ofan á turnbygg- máli í því sambandi, hvern- ig efnahagur eða ástæður þeirra eru hvers um sig. Hér er svo ójafnt skammtaður rétturinn í löggjöfinni, að eigi er viðunandi, og því eru hér fram bornar tillögur um Jeiðréttingar á þessum á- kvæðum laganna. Er hér lagt til, að allir, sem slasast við vinnu, skuli eiga rétt til slysa bóta, og aö allir menn fái sama rétt til sjúkrabóta, hvort sem þeir eru launa- menn eða afla sér tekna meö eigin atvinnurekstri, oghvort sem þeir búa í námunda við læknisbústað eða nokkurri fjarlægð frá honum. Fæðingarstyrkurinn. í 34. gr. laganna eru ákvæði um svonefnda fæðingarstyrki. Samkvæmt þeim fyrirmælum geta konur, sem stunda at- vinnu utan heimila sinna, fengið greiddar allt að kr. 500.00 við hverja barnsfæð- ingu, en konur sem ekki vinna utan heimilanna, fá aðeins kr. 200.00, hvort tveggja auk verðlagsuppbótar. Á þennan hátt eru þær konur, sem ein- göngu vinna á eigin heimil- um, gerðar réttlægri en aðr- ar, og er slíkt mjög óviðeig- andi. Er hér lagt til, að þetta misrétti verði numið úr lög- unum og að allar konur fái jafnháan fæðingarstyrk, kr. 300.00 auk verölagsuppbótar. Atvinnurekenda- skatturinn. Með ákvæðum 112. og 113. grein er þeim, sem fram- leiðslu stunda' eða annan at- vinnurekstur, lögð sú skylda á herðar að greiða sérstakan skatt í tryggingasjóðinn, og er sá skattur miðaður við vinnuvikur þess fólks, er við atvinnureksturinn starfar. — Hann er ekki lagður á eftir tekjum manna eða efnahag, heldur eftir því, hvaða störf menn stunda í þjóðfélaginu. Fyrir því lendir hann oft á þeim, er erfiöa aðstöðu eiga. (FramlialcL á 6. siðu) ingu safnhússins. Kassinn, sem myndar þakið á turnin- um, minnir óþægilega mikið á líkkistu. Og nokkru neðar hjá turninum, er önnur „lík- kista“. Enda þótt líkkistur séu sjálfsagðar fyrir oss alla að leiðarlokum, og séu oft hag- lega gerðar, kemur það ó- þægilega við tilfinningar fjölda manna, að setja eftir- líkingu af þeim á mest áber- andi stað þeirrar byggingar, sem reist er til minja um full- veldi landsins. Er það ofverk hugmynda- flugi og tækni bygginga- meistara eða annarra lista- manna vorra, að láta þak turnsins minna á eitthvað, sem vekur þægilegar minn- ingar frá þjóðveldistímanum, t. d. landvætti, öndvegissúl- ur, víkingaskip, eða annað þess háttar? En umfram allt: burt með kisturnar. B. G. Vestfirðingur skrifar: „Ég var að vita um benzínleyfi fyrir mjólkur- bíl vestur í fjörðum og kom í þeim erindum inn i skömmtunarskrif- stofuna. Þegar pilturinn, sem fyrir svörum varð þar, hafði fundið um- sóknina og kynnt sér máiið, sagði hann við mig: „Er bíllinn hérna í bænum“. Þá hélt ég, að annað hvort væri stofnunin vön vafa- sömum upplýsingum eða landa- fræðikunnátta starfsmannsins tak- mörkuð". Þjóðviljinn hefir löngum vitnað til bræðrablaðanna erlendis, og að því er virðist talið þau góðar heimildir. Eitt af þeim blöðum er kommúnistablaðið norska, Fri- heten. Þessu blaði hefir Þjóðvilj- inn trúað eins og nýju neti og talið það einskonar hæstarétt í norskum málum. Og það liggur við að manni hafi fundizt, að hann teldi það líka fróðara, réttorðara og dómbærara um íslenzk mál held- ur en venjulega íslendinga. if j‘ÁÍÍí*Sif t • • l En nú vill svo til, að Þjóðviljinn gerir þetta blað sjálfur að ómerk- ingi, sem sízt sé hægt að henda reiður. á. Svo er mál með vexti, að blaðið birti viðtal við Halldór Kiljan Laxness, og var þar meðal annars vikið að stjórnmálalífinu á íslandi, ofríki Bandaríkjamanna, sem meðal annars kæmi fram í því, að ekkert vegabréf gilti án þeirra stimpils og átti skáldið að hafa lýst því, hve átakanlega slík niðurlæging sviöi. Svo var mikil hetjusaga um sjálfstæðisbaráttu íslenzkra kommúnista, sem einir allra manna reynduzt góðir ís- lendingar og einlségir og óháðir föðurlandsvinir. Þetta er nú allt gott og blcssað. Hér var stórskáld á ferð, og því hefir máske þótt tiltækilegt og heimilt að færa frásögnina ögn frá veruleikanum. En hvað skeður svo? Þegar þetta berst til íslands verður Þjóðviljinn fljótur til og birtir viðtal við Kiljan, þar sem hann sver fyrir viðtalið og lýsir það uppspuna frá rótum. Og þó var þetta blað sá vizkubrunnur, sem Þjóðviljinn oft og ótæpt hefir ausið úr næringu handa lesend- unum sínum. En er þetta ekki milliríkjamál. Opinbert blað út í Noregi birtir viðtal við nafngreindan íslending og víðfrægan mann. Það eru hafð- ar eftir honum hinar þyngstu á- sakanir á ýmsa landa hans og stórkostlega rangt sagt frá í sum- um greinum. Svo kannast þessi ís- lenzki ágætismaður ekki við aö hafa sagt neitt af þessu. Þetta er Ijótt mál, því að annað hvort hefir íslendingurinn logið svo hraustlega í blaðið, að hann endist ekki til að standa við það þegar heim kemur, eða þá að blaðið hefir blátt áfram falsað við- talið. Hvort heldur væri, er hér um andstyggilegt athæfi að ræða. Hvorugt getur orðið til nokkurs góðs og hvorugt er hægt að þola. Að sjálfsögðu gerir Kiljan sjálf- ur skörulegar ráðstafanir til að hreinsa sig í þessu máli og kenna hinu norska blaði betri manna- siði. Annars væri ástæða til fyrir utanríkisráðuneytið að bjóða hon- um hjálp og fulltingi til að hreinsa mannorð sitt. Allir, sem treysta manndómi Kiljans, munu ljúka upp einum munni um það, að hér eftir sé það móðgun við íslenzka lesend- ur, ef nokkuð íslenzkt blað legst svo lágt að vitna í þetta norska blað sem heimild, sem eitthvað mark væri takandi á. Pétur Landshornasirkill. TELKYNNING frá Menntaraálaráði íslands Umsóknir um „námsstyrki samkvæmt ákvörðun Menntamálaráðs," sem væntanlega verða veittir á fjár- lögum 1948, verða að vera komnar til skrifstofu ráðs- ins aö Hverfisgötu 21 fyrir 1. janúar n. k. Um úthlutun námsstyrkj anna vill Menntamálaráð sérstaklega taka þetta fram: 1. Námsstyrkirnir verða eingöngu veittir íslenzku fólki til náms erlendis. 2. Framhaldsstyrkir verða alls ekki veittir, nema | umsókn fylgi vottorð frá skólastjóra eða kennara um | skólavist umsækjenda. | I 3. Styrkirnir verða ekki veittir til þess náms, sem | hægt er að stunda hér á landi. 4. Tilgangslaust er fyrir þá að senda umsóknir, sem | þegar hafa hlotíð styrk 4 sinnum frá Menntamálaráði | eða lokið kandidatsprófi. 5. Umsóknir verða að vera á sérstökum eyðublöð- | um, sem fást í skrifstofu Menntmálaráðs og hjá sendi- | ráðum íslands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgi- | skjöl með umsóknunum þurfa að vera staðfest eftirrit, ! þar sem þau verða geymd í skjalasafni Menntamála- | ráðs, en efcki endursend. Líkkistan á Þjóðminjasafnshúsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.