Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík 18. nóvember 1947 211. blað Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Framleiösluráð ræðir nýja skiptingu landsins í mjólkur- sölusvæöi Aknniesiiigar vilja fá mjólkurbú Hiö nýstofnaða framleiðsluráð landbúnaðarins hélt nýlega fimmta fund sinn. Á fundinum voru mörg mál rœdd, sem snerta afurðasölu landbúnaðarins. En aðalmál fundarins að þessu sinni var skipting landsins í mfólkursölusvœði og til- lögur um að koma upp fyrirmyndar ostabúri í Reykjavik. Tiðindamaður blaðsins hefir átt tal við Svein Tryggvason, framkvœmdastjóra framleiðsluráðs, og spurt hann frétta af fundinum. Ræba Trumans forseta: Evrópa þarfnast 597 milj. doll- ara aðstoðar án tafai Taka verður ugsp um skeið sama verðlags- eftíirlit í Baudærikjimnm og styrjaldarárin Trúmann forseti hélt rœðu í gœr, er aukaþing Bandarikj- anna vegna ráðstafana gegn verðbólgunni var sett. Hefir rœða þessi verið helzta umrœðuefni allra blaða í Bandarikj- unum í morgun og einnig i öðrum löndum. Framleiðsluráð landbún- aöarins var, eins og lesend- um Tímans er kunnugt, stofnað með lögum frá al- þingi síðastliðið sumar. Tók það til starfa 1. júlí. Tók það við störfum búnaðarráðsins sáluga. Ráðið skipa 9 menn, fulltrúar úr öllum fjórðung- um landsins. Eiga sæti í því þeir Sverrir Gíslason í Hvammi. Einar Ólafsson í Lækjarhvammi, Björn Birn- ir í Grafarholti, Sigurjón Sigurðsson i Raftholti, séra Sveinbjörn Högnason á Breiðabólstað, Pétur Jóns- son á Egilsstöðum, Kristján Karlsson á Hólum, Jón Sig- urðsson. á Reynistað, og Kristjón Kristjónsson í Reykjavík. Framleiðsluráðið hefir síðan kosið sér fram- kvæmdastjórn, sem þeir Sverrir Gíslason, Einar Ól- afsson og Kristjón Krist- jónsson skipa. En ráðið hefir ráðið Svein Tryggvason mjólkurfræðing sem fram- kvæmdastjóra. — Er hann mjög vel kunnur afurða- sölumálum bænda. Ný mjólkursölusvœði. Eins og áður segir eiga ný sölusvæði að koma í staö gömlu verðjöfnunarsvæð- anna, þannig að bændur á sama mjólkursölusvæði fái sama verð fyrir mjólkina, i hvort hún er seld sem neyzlu mjólk, en þannig fæst mest fyrir hana, eða hún er seld til vinnslu. Leitað var um umsagnir | allra mjólkurbúa á landinu um máliö, og verður stuðst við tillögur þeirra við end- anlega lausn þess. Gömlu verðjöfnunarsvæðin eru nú þannig, að full þörf er breyt- inga, þar sem mörg ný mjólkurbú hafa verið stofn- uð síðan þau voru sett á. Sölumiðstöð. Annað aðalmál fundarins var stofnun sölusambands allra mjólkurbúa á landinu. Skal það koma upp fyrir- myndar ostageymslu í R.vík. Yrði að henni mikill hagur fyrir öll samlögin, sem nú verða að hafa dýrar geymsl- ur, hvert fyrir sig fyrir osta, en hins vegar er engin osta- geymsla til í Reykjavík, þar sem aðalmarkaðurinn er. — Auk þess myndi slík stofnun geta stuðlað mjög að aukinni notkun íslenzkra mjólkuraf- urða og annast útflutning af- urðanna, ef til hans kæmi í stórum stíl. Mjólkurbú á Akranesi? Framleiðsluráðinu hefir borizt erindi frá mjólkur- neytendum á Akranesi og þeim, er selja þangað mjólk. Ætlast þeir til þess, að ráðið athugi möguleika á því að koma upp mjólkurbúi þar. — Var kosin nefnd til að rann- saka það mál. Akranes er nú orðinn bær með um 2500 í- búa og myndi vera þar mark- aður fyrir 500—600 þúsund lítra mjólkur á ári, ef sá markaður væri nýttur vel. Fjallaði ræðan um tvennt: í fyrsta lagi hjálp til nokk- urra Evrópuþjóða í vetur, og í öðru lagi hömlur á verð- bólgunni í Bandaríkjunum. Evrópuþjóðirnar, sem áform- að er að veita aðstoð í vetur, eru Ítalía, Frakkland og Aust- urríki. Um verðbólguna lét for- setinn svo ummælt, að nauð- synlegt væri, í bili að minnsta kosti, að taka upp sömu regl- ur í því efni og giltu á styrj- aldarárunum. En eins og kunnugt er giltu þá mjög strangar skömmtunarreglur og verðlagi var haldið niðri með sérstökum lögum. Kvað forsetinn nauðsynlegt að gera almennar ráðstafanir til minni neyzlu á öllum útflutn- ingsvörum og fóðurvörunotk- un þyrfti að takmarka stór- lega frá því, sem nú er. Varðandi hjálp til nokkurra Evrópuþjóða, en Marshall utanríkisráðherra hefir látið þá skoðun í ljós á allsherjar- þinginu, að hjálpin til þriggja framangreindra landa í vetur þyrfti að nema um 600 milj- ónum dollara, minntist for- setinn á þá skyldu, er hvíldi á Bandaríkjamönnum að hjálpa bágstöddum þjóðum í Evrópu. Benti hann á það mannúðarhlutverk, er Banda- ríkjamönnum bæri að vinna í því sambandi, auk þess sem frekari útbreiðsla kommún- ismans væri andstæð skoðun- um Bandaríkjaþjóðarinnar, en vaxandi velmegun í Ev- rópu yrði til að hefta út- breiðslu þeirrar stjórnmála- stefnu. Sundurliðað til einstakra 'anda kvað forsetinn hjálpina til nauðstaddra Evrópulanda vera þessa: Til Ítalíu 227 miljónir dollara, til Austur- ríkis 42 miljónir og til Flakk- lands 328 miljónir dollara. Þessar upphæðir eru nauð- synlegar framangreindum þjóðum til að geta keypt mat- væli, olíur og aðrar brýnustu :ífsnauðsynj ar næstu 4 mán- uðina. Ræöan er yfirleitt rædd í hverju blaði í Bandaríkjun- um og víðar í dag. Meðal rep- ublikana kennir nokkurrar óánægju vegna þeirrar stað- hæfingar forsetans, að hin aukna veröbólga í landinu sé að kenna því, að farið var að ráðum þeirra í fyrra í verð- lagsmálunum, að afnema svo að segja alveg verðlagseftir- litið. Eftir að hafa lýst skoð- unurn sínum á þessum tveim aðalmálum fórust forsetan- um orð á þessa leið: „Við get- um ekki hætt að veita erlend- um þjóðum aðstoð, frekar en við getum leyft, að dýrtíðin aukist með okkar eigin þjóð. Framtíð sjálfstæðra Evrópu- bjóða er í veði, og framtíð okkar eigin efnahagsmála einnig, ef ekkert verður að- gert. Sú stefna, sem þér veljið nú, verður skráð stóru letri í veraldarsögunni“. Geysir 25 ára Karlakórinn Geysir á Ak- ureyri hélt samsöng á Akur- eyri síðastl. sunnudag í til- efni af 25 ára afmæli sínu. Söngstjóri var Ingimundur Árnason. Hann hefir verið söngstjóri Geysis að heita rná frá stofnun kórsins. Elrýn nauðsyn: Fullkomin síldar- verksmiðja við innanverðan Faxaflóa Síldveiðarnar í Hvalfirði nú og í Kollafirði í fyrra hafa opnað augu sjómanna fyrir auknum möguleilcum á vetrarsíldveiði við Faxaflóa. Telja margir líklegt, að um árlegar síldveiöar verði að ræða í flóanum. Mikil óánægja ríkir meðal sjómanna út af þvx, að ekki skuli vera til við Faxaflóa nein síldarverksmiðja, sem afkastað geti bræðslu á veru- legu síldarmagni. Telja sjó- sjómenn það höfuðnauðsyn, ef veiðar þessar eiga að halda , áfram, að stór og afkasta- jmikil síldarvei’ksmiðja rísi j upp innarlega við flóann og þá líklega helzt á Akranesi. Hin litla verksmiðja, sem fyrir er á Akranesi, hefir þeg- ! ar gert mikið gagn, þó að bi’æðsla í henni hafi gengið misjafnlega, enda er verk- smiðjan byggð til að vinna úr fiskúrgangi en ekki síld. í sumar voru pressur verk- smiðjunnar endurbættar með tilliti til síldarvinnslu. Þegar svo til kom í haust, reyndust skilvindur verksmiðjunnar ónógar, en úr því er búið aö bæta, með því að fá auka- skilvindu frá Siglufirði. Nú hefir þar að auki komið í ljós, að blásarar, sem blása c-iga mjölinu, afkasta ekki verki sínu ,eins og þeir eiga að gera, og stíflast því frá- rennsli mjölsins stundum, og jtefur það afköst verksmiðj- I unnar. Útgerðarmenn í Eyjum segja ekki upp samningum Frá fréttaritara Timans í Vestmannaeyjum. Útgerðarmenn í Vest- manriaeyjum ákvaön á fundi nýlega að segja ekki upp gildandi kjarasamningum viö sjómenxx. Þótt samningurinn sé ekki allskostar hagstæður, meðal annars vegna þess að kauptr^gging er hvergi eins há og í Eyjum, 610 króna grunntrygging á mánuði, þá er þó sá kostur um kaup- tryggingu þessa, að hún er. miðuð við fiskverð það, sem var á síðustu vertíö, og lækkar af sjálfu sér falii flskverðið. Aftur á móti eru Eyjamenn orðnir langþreyttir á verk- fallabrölti kommúnista, sem á undanfömum árum hefir bakað byggðarlaginu stór- tjón, þar sem verkföll hafa verið háö bæði framan af þorskvertíð og síldavvertíð, og við það hefir afli tapazt, auk þess sem verr hefir gengið að ráða fólk til Eyja af þessum ástæðum, þrátt fyrir það að aflaskiptin í Eyjum eru á þann veg, að raunhcefir aflahlutir hafa hvergi reynzt hærri. Þá mun líka sú reynsla, að Landsamband útvegsmanna samdi í fyrra um þorsk- og síldveiðikjör við Faxaflóa, en lét Eyjamenn vera samnings- lausa, líka hafa verkaö á móti uppsögn samnings. Námskeið S. U. F. Stjórnmálanámskeið Sam- bands ungra Framsóknar- manna var sett í gær í Eddu- húsinu við Lindargötu. Formaður sambandsins Jóhannes Elíasson, setti námskeiðið með stuttri ræöu. Þá flutti formaður Fram- söknarflokksins, Hermánn Jónasson, snjalla ræðu, um stjórnmálaviðhorfið. Að lok- um skýrði Friðgeir Sveinsson frá undirbúningi og tilhögun þessa námskeiðs. Að þessu sinni munu 29 menn sitja námskeiðið. Ríkir mikill áhugi fyrir störfum og stefnu Framsóknarflokksins. Kemur þér sem víðar fram öruggt fylgi við stefnu hans í landsmálum. Næsti fundur verður í Edduhúsinu á morgun kl. 8.30 e. h. Flytur prófessor Ól- afur Jóhannesson þá erindi um fundarreglur og fundar- stjórn. A§ því loknu verður umræðufundur. Reknir til vinnu Brezka stjómin hefir nú hafiö herferð gegn iðjuleys-. ingjum. Hefir húix tilkynnt, að 500—750 þúsund iðjuleys- ingjar verði reknir til vinnu við framleiðslustörfin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.