Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 18. nóv. 1947 211. blað JJPfSð r'% nin ^ % Efíiríöi’bi Mjög spennandi og vel leikin amerísk kvikmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ MebIsIsi augalS VesalingairsiÍE’ Spennandi og dularfull amerísk sakamálamynd. Frönsk stórmynd, eftir sam- nefndri sögu, eftir Victor Hugo. Aðalhlutverkið leikur frægasti leikari Frakka: Harry Bauer. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Seinni hlutinn sýndur í kvöld, kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 1G ára. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. TRIPOLI-BIÓ TJARNARBIÓ Dávalflnriim (The Chimax) Storknriim Amerísk söngvamynd í eðlileg- um'litum með: Susanna Foster Bráðskemmtileg dans- og söngvamynd. Turham Bey Boris Kartoff. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. Sími 1182. Fraá ©g BsaefS cíeglsi- sim n es° saissa* Nú er gott að | gerast kaupancU Tímans | Áskriftasími 2323 Tryggiiialögin (Framhald, af 4. síðu) Þeim fer sífellt fækkandi, sem stunda vilja sjálfstæða framleiðslu, en mjög er leit- að eftir því að komast í hóp launamanna. Nú er það og höfuðvandamál þjóðfélags- ins, hvernig takast megi að sjá framleiðslunni farborða og aðalviðfangsefni þings og stjórnar að ráða fram úr þeim vanda. Má af því sjá, hversu fráieitt það er að láta þá, sem framleiðslustarfsemi reka, bera þung gjöld um- fram aðra þegna þjóðfélags- ins og einungis í þágu ann- arra stétta. Gjöld þessi koma og mjög misjafnt niður á stéttarbræðrum. Bóndi, sem hefir lítið af ræktuðu landi og þarf rnikið vinnuafl við búreksturinn, er samkvæmt þessum ákvæðum látinn bera þyngri gjöld til almanna- trygginga en stéttarbróðir- inn, sem hefir vélfært land og býr við betri aðstöðu. — Svipað má segja um útvegs- menn. Eftir venjulegum skattastigum vaxa, gjöldin því meira sem afkoma og efna- hagurinn er betri. Hér er stefnt í öfuga átt, svo að þeir eru að þessu leyti skattlagðir hlutfallslega þyngst, sem verst eru settir. Gjald það, sem atvinnurekendur eiga að greiða samkvæmt 113. gr., á að renn> til þess að stand- ast útgjöld vegna slysabóta, enda eiga launþegar, sem vinna í þjónustu annarra, rétt á slysabótum. hvaða störfum sem þeir gegna og hvernig sem afstaða þeirra og efnahagur er. — En svo furðulega er um hnúta búið, svo sem fyrr er sagt, að sá, sem lifir af einhvers konar framleiðslu, á ekki rétt til slysabóta, eins og ákvæði laganna eru nú, og ekki held- ur börn hans, yngri en 16 ára, kona hans, foreldrar eða fósturforeldrar, þótt þau vinni í þjónustu hans. í frv. þessu er lagt til, að 112. gr. laganna falli niður og þeim þungbæra og rang- láta skatti, sem nú er lagður á vissar stéttir þjóðfélagsins samkvæmt ákvæðum þeirrar greinar, verði þar með aflétt. Hins vegar er ætlazt til, að gjald vegna slysatrygginga samkv. 113. gr. haldist, en við ákvörðun þess skuli ekki telja vinnuvikur atvinnurek- andans sjálfs eða maka hans, þótt allir öðlist rétt til slysa- bóta án tillits til atvinnu eða eigna. Ný tekjuöflun. Til að bæta trygginga- sjóðnum upp þann tekju- missi, sem af þessu leiðir, leggjum við til, að auk ið- gjalda samkv. 107. gr. trygg- msiner v®rí eiimiigis 7 11© (5 lírnir). Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna yyjinnumót \ • \ _ ilu ídar uorrar vi i iandiÍ. -JJeitiÍ d cHanelgrœÍiiuájóÍ. Slri^ita^a -J\iapparitiýQ9. tílinsslið (Framhald af 3. síðu) leysinu við svo örugglega að ekki hreki. Ég ætla því, að það séu síöustu forvöð að stinga hér við fæti og felia þetta' frv. Heiti ég á háttvirta deildar- menn a,ð minnast við at- kvæðagreiðsluna þess æsku- lýðs, sem nú vex upp i land- inu og gera má ráð íyrir, að verði að lokinni styrjöldinni andlega sundurtættur og margvíslega reikull í ráði. Vissulega verður hann fyrir allt annað fremur þurfandi en gerðar séu sérstakar ráð- stafanir til að eitra fyrir hann á þann hátt, sem telja má, að hér sé stefnt að. Alþingi, 14. maí 1941. Vilm. Jónsson.' Við þetta hefir samvinnu- nefndin engu að bæta nema því, að hún treystir öllum þeim, sem vilja láta sig skipta áfengismál og áfengisvarnir, að lesa álit landlæknis með athygli og að hugsa til þeirra ógæfusömu karla og kvenna, sem hafa orðið áfengisbölinu að bráð eða eiga ef til vill eftir að verða það, ef auka skal enn áfengissölu í landinu. Reykjavík, 12. nóv. 1947. Samvinnunefnd bindindis- manna, skipuð fulltrúum frá: Stórstúku íslands IOGT, íþróttasambandi íslands, Ungmennafélagi íslands, Áfengisvarnanefnd kvenna, Prestafélagi íslands, Samb. bindindisfél. í skólum, Sambandi ísl. barnakennara, Alþýðusambandi íslands. ingalaganna skuli greiða í tryggingasjóðinn 2 af hundr- aði af skattskyldum tekjum, sem eru umíram 5000 kr. - Með frumvarpi þessu er ein- ungis stefnt að því, sem talið var í öndverðu, að vera ætti meginmarkmið laganna um almannatryggingar, að rétt- ur til bóta sé jafn fyrir alla án tillits til stétta eða efna- hags, svo að komizt verði hjá vandasömu og hvimleiðu mati á ástæðum einstakling- anna. A. J. Cronin úrigúr ég vár Ég gleymdi öllif, sem afi hafði kennt mér — hverju einasta atriði. Ég barði mjóum og krangalegum handleggjunum í kringum mig í blindni. Ég hæfði Gavin hvað eftir annað, en ævinlega á þá staði líkama hans, sem haröastir voru viðkomu, svo sem olnbogana eða kinnbeinin, ef hnefar rcínir höfnuðu þá ekki á stórum látúnshnöppunum á blúss- unni hans — sem oftast var. En nú fór líka að þykkna í mér, því að mér fannst það hreint og beint ranglæti, að hann skyldi vera brynjaður þessum stóru látúnshnöppum. Mér fannst hann aldrei saka neitt, þótt ég berði hann, en aftur á móti kenndi mig sárlega til. Og högg hans hittu mig alltaf þar, sem ég var viðkvæmastur. H<inn sló mig tvisvar sinnum til jarðar, og hinir strákarnir ráku upp margrödduð fagnaðaróp. Ég vissi það ekki fyrr, að ég gat orðið fokvondur. En þessi lítilmótlegu feginsóp færðu mér heim sanninn um það. Ég velktist ekki í neinum vafa um það — lítilmótlegastir allra ómenna voru þeir, sem stóðu cruggir álengdar og höfðu nautn og yndi af því að sjá aðra þjást og berjast. Ósegjanlegt heiftaræði greip mig, svo að ég. gleymdi öllu öðru en þessum fyrirlitlegu ræflum. Ég sá hlæjandi andlit þeirra í móðu, en það eggjaði mig aðeins til þess að sýna þeim ótvírætt, að ég kynni að slást, þegar í það færi. Ég spratt á fætur og rauk á Gavin á nýjan leik. Og nú var það ég, sem sló hann niður. Dauðaþögn. En þegar hann stóð upp aftur, heyrði ég skræka hanaraust Plobba litla: „Þú rannst bara, Gavin. Rjúktu á hann — á hann aftur — á hann!“ En nú beitti Gavin meiri varkárni. Hann hoppaði í kring- um mig, og virtist alls ekki ginkeyptur fyrir því að hlaupa undir högg mín. Báðir vorum við orðnir illa leiknir, og við blésum eins og smiðjubelgir. Ég var heitur og rauður í and- liti— nú var ég ekki lengur fölur og kaldur. Mér til undrunar sá ég, að auga hans annað var blárautt og bólgið. Það rifaði varla í það. Hafði ég í raun og veru veiít honum þennan áverka, þessum kappa? Svo heyrði ég geghum bardagá- dyninn og eggjunarópin orð, sem létu mér annarlega í eyrum. Það var rödd eins af stóru strákunum í éfsta bekk .... þeir höfðu átt leið hjá og numið staðar til þess að horfa á viðureignina. „Sjáið þið bara, hvort grænbux*spjarar sig ekki! Hann kann svei mér að slást.“ Hvílík dásemd að heyra þessa viðurkenningu! Ég hafði þá ekki orðið afa til skammar eftir allt. Ég var ekki sá vesa- lingur, sem ég hafði haldið. Ég rauk enn einu sinni á minn kæra Gavin, jafn reiðubúinn til þess að faðma hann og berja. Við þrifum hvor utan um annan. En allt í einu rykkti hann upp höfðinu. Ég áttaði mig ekki á , hvað var að gerast. Ég hlaut ógurlegt högg á nefið af enni hans. Blóðið fossaði niður um mig. Ég skynjaði, hvernig það rann niður nasirnar og úðaðist yfir brjóstið á mér, og.fann salt bragð þess í munni mér. Drottinn minn dýri! Ég hafði aldrei ímyndað mér, að það væri svona mikið blóð til í mínum litla líkama. En þetta gerði mér ekkert til. Það var jafnvel eins og hugsunin hefði skýrzt. En á hinn bóginn var ég hættur að finna til fótanna ó mér. Ég hóf hnefann á loft og enn einu sinni urðu hnúar mínir óþægilega varir við látúnshnappana á blússu Gavins. í sömu andrá syrti mér fyrir augum, hróp glumdu, og mér fannst sindrandi stjörnum rigna niður kringum mig — ef til vill var þetta halastjarna Halleys! Ég barði handleggjun- um enn í kringum mig í blindni, þegar ég uppgötvaði, að emn af stóru strákunum ríghélt mér. Annar hafði tekið í kragann á blússu Gavins og hélt honum líka, svo að við náðum ekki lengur saman. „Þetta er nóg í bili, drengir mínir,“ sagði annar þeirra. „Takizt þið nú í hendur. Þetta var ári gott einvígi. Hlaupið þið, einhver ykkar, eftir stóra útidyralyklinum. Ég held þeim litla sé bara að blæða út.“ Ég ^rar lagður á bakiö á leikvöllinn og höfuðið látið hvíla á stórum og köldum lyklinum. Gavin kraup niður við hlið rcér, óhreinn í framan og áhyggjufullur á svip. Föt míh voru gagndrepa af blóði, og stóru strákarnir voru orðnir hræddir um, að blóðrásin myndi ekki stöðvast. Loks heppn- aðist þeim þó að stöðva hana með því að troða upp í nasir ruér sundurrifnum klút, sem þeir höfðu vætt í saltvatni. „Liggðu nú bara kyrr í tuttugu mínútur. Þá kennirðu þér einskis meins á eftir.“ Þeir fóru leiðar sinnar. Bekkjarsystkin mín höfðu öll hypjað sig brott — öll nema Gavin. Við vorum eftir tveir einir á mannlausum leikvellinum, þar sem gerla mátti sjá merkjn eftir viðureign okkar — fótatramp og blóðbletti. Ég reyndi að brosa framan í vin minn. En ég gat það ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.