Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1947, Blaðsíða 5
211. blað TÍMINN, þriðjudaginn 18. nóv. 1947 5 PriSjud. 18. nóv. Deilan um skiptingn innflutningsins „Tíminn œtti nð hcetta þeirri iðju sinni að reyna að c/era skiptingu innflutn- ings að œsingamáli og sverta tilteknar stéttir í augum samborgaranna". Þau ummæli, sem eru til- færð hér á undan, birtust í Mbl. síðastl. þriðjudag og hafa raunar birzt þar öðru hvoru undanfarnar vikur. Tilefnið er það, ao Tíminn hefir haldið því fram, að neytendur ættu að fá að ráða því, hvar þeir verzluðu, og talið tillögur þeirra Hermanns Jónassonar og Sigtryggs Klemenssonar heppilegastar til að full- nægja þeim tilgangi. Því fer vitanlega eins fjarri og nokkuð getur verið, að með þessum skrifum Tímans sé verið að gera skiptingu innflutningsins að æsinga- máii. Tillögur Hermanns og Sigtryggs miða einmitt að því, að mál þessi hætti að verða slík átakamál milli samvinnufélaganna og kaup- mannanna og þau hafa verið, þegar innflutningshöftum hefir verið beitt. í sambandi við þessa^reglur þarf ekki að vera að metast um það, hvort innflutningsreglurnar séu vilhallar þessum egg hin- um aðilanum eða hvort inn- flutningsyfirvöldin séu meira á bandi eins aðilans en ann- ars. Hér eru það neytend- urnir, sem skera úr. Þeir eru sá dómstóll, sem þessir aðilar yrðu að hlíta, ef verzlunin væri frjáls, og eiga alveg eins að vera það, þótt beita þurfi innflutningshöftum. Þeir, sem berjast gegn til- lögum þeirra Hermanns og Sigtryggs, er m. ö. o. að berj- ast gegn því, að samkomulag náist milli kaupfélaganna og kaupmanna um fasta skipan þessara mála á réttlátum og heilbrigðum grundvelli. Þeir eru að berjast fyrir því, að þessi mál verði áfram deilu- mál og æsingamál. Það er algerlega rangt hjá Mbl. aö Tíminn hafi notað þetta mál til að sverta kaup- mannastéttina. Samvinnu- menn telja, að samkeppnin sé á margan hátt til góðs fyrir kaupfélögin. þar sem henni verður komið við með heilbrigðum hætti. Þeir vilja því ekki aðeins skapa kaup- félögunum aðstöðu til að geta notið sín í samkeppninni, heldur líka þeim kaup- mannaverzlunum, sem eru vel og heiðarlega reknar. Það skal líka fúslega viðurkennt, að hér eru margar slíkar verzlanir og íslenzka kaup- mannastéttin á mörgum dugandi og réttsýnum verzl- unarmönnum á að skipa. En innan hennar, eins og ann- arra stétta, eru líka margir misjafnir menn. Það er í fyllsta máta óheppilegt og ó- heilbrigt, að þessir menn geti stöðvað vöxt heilbrigðra verzlunarfyrirtækja, hvort heldur það eru samvinnufé- lög eða einkaverzlanir, vegna ranglátra innflutningsreglna, ERLENT YFIRLIT: Brezía krónprinsessan ílísn feefir fsegar ssamið sér miklar vin- sæMir oj»' tiltrú þjjéðar siimar Vegna brúðltaups Elísabetar krónprinsessu Bréta, og Mount- battens sjóliðsforingja, sem fer fram á fimmtudaginn kemur, hefir margt verið birt Um þau í heimS- blöðunum að undanförnu. Eink- um hafa þessi skrif þó fjallað um prinsessuna, þar sem hún mun í framtíðinni, ef líf og heilsa endist, skipa eitt mesta' Valdasæti verald- arinnar. Þótt völdr brezka þjóðhöfð- ingjans virðist að vísu flest formlegs eðlis, getur það skipt miklu fyrir Bretaveldi, hvernig störf hans eru rækt, og oft hefir..hann aðstöðu til að ráða úrslitum þýðingarmestu mála, einkum á - stríðstímum. Af brezkum blöðum virðist mega ráða það, að Bretar hyggi gott til stjórnar Elísabetar, því að hitn virðist hafa marga þá kosti, er þjóðhöfðingja prýða. Það dregur ekki heldur úr y.onum þeirra, að hér er um konu að ræða. Við tvo meykonga Breta,. þær Elísabetu og og Viktoríu, eru einmitt tengd ein glæsilegustu tímabilin í sögu þeirra. Umfangsmikiff nám. Elísabet króhprensessa varð 22 ára á síðastl. vori. Pyrstu 12 ár ævi hennar, voru elcki nema litlar líkur fyrir þvi, að hún ætti eftir að verða krónprinsessa Bretlands, og því naut hún öllu meira frjáls- ræðis í æsku en ella. Þegar Ját- varður VIII. afsálaði sér konung- dómi, varð mikil breyting í lífi hennar og uppeldi hennar allt mið- að við. það hlutverk, sem beið hennar í framtíðihni. Nám Eiísabetar hófst fyrir al- vöru, þegar hún vár átta ára göm- ul, en þá var hún búin að læra að lesa og ýms öhnur undirstöðu- atriði. Þá var ráðin sérstök kennslukona til aö kenna henni bókleg fræði. Kona þessi hét Marion Crawford og hafði þá ný- lokið námi við háskólann í Edin- borg. Hún hefir verið aðalkennari Elísabetar, en margir fleiri hafa veitt henni tilsögn. Aðalnámsgrein- arnar hafa verið' saga, landafræði, ensk tunga og réikningur og svo síðar franska og þýska. Elísabet hefir reynzt bæðf næm og minnis- góð. Hún talar óg' skrifar frönsku og þýzku, en sag'an er sú náms- grein, sem hún heldur mest af. Þegar hún fékk aldur til, var henni, veitt tilsögn í stjórnfræði og hagfræði, áuk framangreindra námsgreina. Strangur vinnndagur. Elísabet krónprinsessa hefir haldið áfram námi sínu fram til þessa dags, þegar hún hefir ekki þurft að gegna skyldustörfum. Hún hefir farið á fætur um kl. 8 á morgnana og tekið þá sjálf til í íbúð sinni, en hún hefir til umráða þrjú herbergi í Buckingham Palace (svefnherbergi, búningsherbergi og baðherbergi). — Klukkan 9 hefir námið byrjað og staðið venjulega til hádegisverðar. Síðara hluta dagsins hefir hún haft frjálsan og notað hann' m. a. til íþróttaiðk- ana. Kvöldin hefir hún notað til að búa sig undir námið næsta dag. Hámsskránni hefir jafnan verið mjög vandlega fylgt, og tímum ekki sleppt úr, nema alveg sérstakar ástæður hafi verið fyrir hendi. Síðan Elísabet var 18 ára gömul, hefir hún sjálf orðið að annast reikningshald sitt og fjárráð. Hún hafði 6 þúsund sterl.pd. í árslaun þangað til hún varð 21 árs, en síð- I an hefir hún haft 15 þús. sterl.pd. eða um 400 þúsund krónur á ári. Fyrsta skylda þjóðhöfðingjaefnisins. Verulegur þáttúr í námi Elísa- betar hefir verið að læra ýmsar umgengnisvenjur, svo að hún gæti komiö fram eins og stöðu henar sómdi. Það fyrsta, sem foreldrar hennar lögðu áherzlu á, var að innræta henni að sýna því fólki, sem hún umgekks't eða kynntist, næga tillitssemi og kurteisi. Það er í frásögur fært, að eitt sinn, er hún hafði óhlýðnast kennslu- konu sinni, hafi hún svarað með því, að hún væri prinsessa. Er móðir hennar barst þetta til eyrna, lét hún svo ummælt, að það væri engin afsökun fyrir slæmri framgöngu að vera prins- essa, heldur fylgdi því einmitt sú skylda að sýna kurteisi. f þessum anda var hún alin upp og bar þess líka brátt merki. Látlaus, einbeitt og óháð tízkunni. Framfcomu Elísabetar er þannig lýst, að hún sé laus við hlédrægni og feimni, en sé látlaus og glað- leg í viðmóti. Hún er á ýmsan hátt sögð minna á móður sína í fram- göngu. Hún berst lítið á í klæöa- burði og hefir t. d. í haust reynt að hamla gegn amerískum tízkuáhrif- um í Bretlandi með því að ganga í stuttum kjólum. Fegurðarmeðul notar hún í hófi og hefir t. d. aldrei málað neglurnar. Frá því að fataskömmtun var tekin upp í Bretlandi, hefir hún, eins og aðrir eins og t.d. þeirra er nú gilda, að klafabinda verzlunina við innflutninginn á undanförn- um árum. Samvinnumenn trúa því og þykjast hafa .sannanir fyrir því, að kaupfélagsverzlunin sé heppilegasta verzlunarfyr- irkomulagið. En þeir telja hins vegar ekki heppilegt eða rétt, að kaupfélögin vaxi öðruvísi en með því að sýna yfirburði sína i samkeppn- inni. Þess vegna vilja þeir ekki skapa þeim nein forrétt- indi þar, heldur jafnrétti. — Þaö er líka einn aðaltilgang- urinn með tillögum þeirra Hermanns og Sigtryggs. Sam kvæmt þeim myndu kaup- menn og kaupfélög standa jafnt að vígi. Þær kaup- mannaverzlanir, sem væru vel reknar, myndu halda velli og jafnvel vaxa, ef þær verð- skulduðu það að dómi neyt- endanna. Hinar myndu helt- ast úr lestinni og eiga líka að gera það. Fyrir kaup- mannastéttina væri líka ó- þarft að gráta það, því að þær hafa margar hverjar komið óorði á þessa stétt, sem hún verðskuldar ekki sem heild. Þegar allt þetta er athug- að, er annað ótrúlegt en að kaupfélögin og heilbrigðari hluti kaupmannastéttarinn- ar, sem trúir á samkeppnina og þörir að eiga tilveru sína undir henni, geti sætzt um lausn þessara mála á þeim grundvelli, sem er lagð- ur í tillögum Hermanns og Sigtryggs, að það séu neyt- endurnir, er fyrst og fremst eigi að ráða. meðlimir konungsfjölskyldunnar, gætt þess vel að njóta ekki sér-. réttinda í þeim efnum. Það var stjórnin, sem veitti henni óum- beðið aukaskammt vegna brúð- kaupsins. Útlit Elísabetar mun mörgum kunnuglegt, bæði af myndum i blöðum og kvikmyndum. Hárið er ljósjarpt, var upphaflega glóbjart, og augun blá. Svipurinn er hreinn og ákveðinn, enda er hún sögð vera einbeitt og viljaföst. —-'jTIT Dægrastytting Elísabetar. Elísabet hefir lagt stund á ýms- ar íþróttir, einkum útreiðar og sund. Hún hefir mikið yndi af kappreiðöm og fylgist vel með á því sviði. Einnig er hún sögð hafa áhuga fyrir leiklist og sækir mikið leiksýningar. Þá er sagt, að henni þyki gaman að dansa og hefir hún oft farið með kunningjum sínum á ýmsa helztu skemmtistaði Londonar, einkum eftir leiksýn- ingar. Ein þeirra íþrótta, sem hún hefir lagt stund á, er skotfimi, og er í frásögur fært, að hún hafi skot- ið fyrsta hjörtinn, er hún var 17 ára gömul. Af öðrum dægrastytt- ingum en þeim, sem hér eru nefnd- ar og hún er sögð hafa áhuga fyr- ir, eru einkum tilgreindar mynda- taka og frímerkjasöfnun. Verða laun Ijós- mæðra hækkuð? Frv. nm það flutt í n. d. Jón Pálmagon og Helgi Jónasson hafa lagt fram frv. um þá breytingu á ljós- mæðralögunum að grunn- Jaun Ijósmæðra verði hækkuö úr kr. 500.00 í kr. 700.00 í greinargerð frv. segir svo: „Á síðasta Alþingi voru sett lög um breyting á ljósmæðra- lögunum og túlkuð á þá leið, að þau þýddu 200 króna hækkun á grunnlaunum Ijós mæðra, og til þess var ætl- azt af heilbrigðis- og félags- málanefnd neðri deildar Al- þingis, að lögin væru fram- kvæmd þannig. Þetta hefir þó farið á aðra leið, því að lögin hafa verið framkvæmd svo, að felld hefir verið nið- ur sú 25% og 30% hækkun, sem í gildi var áður og var 187.50 kr. Lögin hafa því reynzt aðeins 12.50 kr. hækk- un á árslaunum ljósmæðr- anna. Þess vegna er þetta frumvarp flutt. Er óhætt að segja, að þetta starf er vissu- lega eigi vel launað, þó að þessi breyting væri gerð. Er líka svo komið víða í sveita- héruðum landsins, að til vandræða horfir með að fá hæfar konur til að gegna því þýðingarmikla starfi, sem hér er um að ræöa“. Ófereiðið Tímami. Rekstnr Lands- símans Það hefir vakið undrun margra, að Landsíminn hefir verið rekinn með halla á undanförnum árum, þrátt fyrir síhaakkandi símagjöld og vaxandi símanotkun. í fjárlagafrv., sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, má fá nokkra hugmynd um ýmsa útgjaldaliði Landsímans, en þar eru þeir áætlaðir á næsta ári sem hér segir (talið í þúsundum króna): Aðalskrifstofan í Rvík 802 Ritsímastöðin í Rvík 2.545 Loftkseytastöðin í Rvík 250 Stuttbylgjustöðin í Rvík 477 Áhaldahúsið í Rvík 275 Bæjarsíminn í Rvík 3.542 Ritsímastöðin á Akure. 688 Ritsímastöðin á Seyðisf. 310 Ritsímastöðin á ísafirði 315 Símastöðin á Borðeyri 194 Símastöðin í Vestm. 291 Símastöðin á Siglufirði 387 Aðrar símstöðvar 2.350 Ýms riicrifstofukostn. 300 Þeir kostnaðarliðir, sem hér eru taldir, eru samtals um 13 milj. kr. Ótalinn er svo viðhaldskostnaður, vext- ir o. fl. Allur er rekstrar- kostnaður Landsímans áætl- aður um 18 millj. kr. Það, sem menn munu fyrst fyrst veita athygli, er þeir lesa þessar tölur, er hinn mikli kostnaður við starfs- mannahald landssímastöðv- arinnar í Reykjavík. Kostn- aðurinn við aðalskrifstofuna þar, ritsímastöðina og bæjar- stöðina er áætlaður hvorki meira né minna en um 7 millj. kr. Hér er vissulega um svo grunsamlega mikil útgjöld að ræða, að full ástæða virð- ist fyrir stjórnarvöldin að kynna sér þau nánara. Er það t. d. rétt, að reglugerðin um aukavinnu opinberra starfsmanna eigi mjög veru- legan þátt í þessum óeðlilega háu útgjöldum^ Að vísu mun einhverjum þingmönnum hafa verið falin málamynd- ar athugun á þessu í fyrra, en þeir hafa sitthvað undir stofnunina að sækja, t. d. síma handa kjósendunum, og geta því ekki talist nógi; óvilhallir aðilar. Almenningur á heimtingu á að fá fulla vitneskju um, hvernig þessum málum er varið. Hann verður að hafa tryggingu fyrir því, að hin opinberu fyrirtæki séu hag- sýnlega rekin. Það verður bezt gert með því, að fela öðru hverju ábyggilegum mönnum, sem eru óháðir stofnunum, að athuga rekst- ur þeirra og gera tillögur um endurbætur. Rekstur Land- símans þarfnast slíkrar at- hugunar nú. X+Y. HéraKsþing . . . (Framhald af 3. siðu) mál og önnur félagsmál. Sambandið hefir haft um- ferðaken'nara í íþróttum undanfarna vetur og vinnur nú að því að gera íþrótta- völl á Núpi. Stjórn sambandsins var endurkosin: Halldór Krist- jánsson, formaður, Guðm. Ingi Kristjánsson, ritari og Ólafur H. Kristj ánsson, gjaldkeri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.