Tíminn - 27.11.1947, Síða 3
218. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 27. nóv. 1947
3
NÝJAR BÆKUR
Steingrímur Matthías-
son: Annaö . líf í þessu
lífi. Stærð: 114 bls. 20x13
sm. Verð kr. 22.00 innb.
Helgafell.
Það er flestum kunnugt, að
Steingrímur læknir er manna
skemmtilegastur, en þessir
pistlar hans frá Danmörku
eru líka þjóðlegir. Hann
minnist þar á ýmsa merki-
lega hluti og gerir það jafn-
an á sinn sérstaka, létta og
glaðlega hátt. Hér verða ekki
sögur hans endursagðar, en
svo mikið er víst, að auk þess,
sem þetta eru upplýsingar
um feril og störf ágæts ís-
lendings er kverið prýðilegur
skemmtilestur, sums staðar
bráðhlægilegt og fróðlegt.
Dýrasögur. Jóhannes
Friðlaugsson kennari
valdi. Stærð: 135 bls.
18x12 sm. Verð kr. 15.00
innb. Norðri.
Þessar sögur eru næstum
allar teknar upp úr Dýra-
vininum og fyrstu árgöng-
um Dýraverndarans. Þeir,
sem óiust upp með Dýravini
Tryggva Gunnarssonar, vita
það vel, að þangað er margt
gott og merkilegt að sækja,
og bregður því ekki við, þó
að fram komi gott kver úr
því safni.
Nú hefir þeirri reglu verið
fylgt, að taka engar sögur
eftir menn, sem gefið hafa
út sérstakar bækur með
dýrá&ogúni. Því; eru þárna
ekki sumir okkar slyngustu
meistara á þessu sviði eins
og Þorgils gjallandi, Guð-
mundur Friðjónsson og Þor-
steinn Erlingsson.
Tryggvi Gunnarsson spar-
aði hvergi til að gera Dýravin
inn vinsælan og áhrifamik-
inn. Þar birtust bæði kvæði
og myndir og sumt af því er
ógleymanlegt þeim, sem sáu
það ungir. Mér finnst það
nú afturför, þegar farið er
að endurprenta og gefa þeim,
sem nú eru ungir, kost á að
njóta þessara gömlu fjár-
sjóða, að þá fylgir engin
myndin með, og er það sizt
í samræmi við breytta tíma
og framþróun. En sögurnar
Heildarútgáfa á
verkura Guðrúnar
Lárusdóttur
Bókagerðin Lilja hefir á-
kveðið að gefa út heildarút-
gáfu af ritum Guðrúnar
Láyusdóttur. Er ráðgert að
það verði fjögur bindl, um 400
blaðsíður hvert. í siðasta
bindinu eiga að verða, auk
skáldsagna, nokkrir fyrirlestr
ar, en Guðrún Lárusdóttir
var,, eins og alkúnnugt er,
áhugasöm mjög um bindind-
ismál o'g fleiri menningarmál.
Lárus Sigurbjörnsson rit-
höfundur, sonur skáldkon-
unnar, sér um þessa útgáfu,
en sr. Sígúrbjörn Á Gíslason
mun skrifa æviágrip konu
sinnar og skýringar með út-
gáfunni.
Ráðgert er, að útkoma þess-
ara rita hefjist á næsta ári,
en í ágúst næsta sumar eru
10 ár frá því slysið varö við
Tungnafljót.
eru auðvitað jafngóðar fyrir
því.
Þó óska ég þess eindregið,
að næsta hefti, en hér er
gert ráð fyrir framhaldi,
verði með myndum.
Þegar farið er að gefa út
fyrir börn og unglinga úr-
val úr íslenzkum dýxasög-
um, þá má ekki una öðru,
en vel sé til þess vandað, og
það þoli samanburð við út-
gáfustarfsemi fyrir meira en
hálfri öld.
Eva Hjálmarsdóttir:
Það er gaman að lifa.
Stærð: 121 bls. 20x13
sm. -f 8 heilsíðumyndir.
Verð kr. 20.00 innbundin.
Norðri.
Þetta eru smásögur fyrir
börn, flest minningar höf-
undar frá ýmsum tímum. —
Frásögnin er létt og Ijúf og
bak við hverja sögu er gott
og’ hlýtt hjarta, sem hvar-
vetna leitar fegurðarinnar. —
Vinarhugur til dýra kemur
mjög víða fram og yfirleytt
má segja það, að bæði sé
hollt og gott að sjá hlutina
með augunum hennar Evu.
Það þarf því enginn að vera
hræddur við að fá börnum
sínum þau til að virða lifið
fyrir sér.
Ingeborg Sigur j ónsson:
Iíeimsókn minninganna.
Anna Guðmundsdóttir
þýddi. Stærð 99 bls. 13x
20 sm. Verð kr. 18.00 innb.
Helgafell.
Jóhann Sigurjónsson á þau
itök í hugum þjóðar sinnar,
að marga mun fýsa að kynn-
ast þessum endurminningum
konu hans. Þær eru líka að
vissu leyti fengur fyrir ís-
ienzkar bókmenntir, að því
leyti, sem þær eru heimildir
um líf og sögu Jóhanns Sig-
urjónssonar.
Ingeborg segir hér frá því,
er hún barnung kynntist
fyrri manni sínum, skipstjóra
nokkrum, og giftist honum.
Það var góður maður, sem
hún ber vel söguna, þó að
honum auðnaðist ekki að
deyja fyrr en nokkrum árum
eftir að hið íslenzka skáld
hafði unnið allan hug frúar-
innar, þó að hún væri svo
gamaldags, eins og hún segir
sjálf, að hún vildi ekki gift-
ast skáldi sínu fyrr en ár var
liðið frá andláti fyrra manns
ins. Svo segir hún hokkuð
af heimilislífi þeii'ra Jó-
hanns og virðist það hafa
verið frjálslegt og oft glatt,
en ekki að öllu leyti til fyrir-
myndar þó, því að sérhverju
mannfélagi er það nauðsyn,
að í það minnsta nokkur
hluti fólksins sé gæddur ráð-
deild og ábyrgðartilfinningu
að vissu marki.
Annie Fellows Johnston:
Drengurinn frá Galileu.
Erlendur Sigmundsson
þýddi. Stærð: 234 bls.
18x12 sm. Verð kr. 23.00
innb. Bókag'erðin Lilja.
Saga þessi er frá Krists
dögum .og rekur ýmsar frá-
sagnir guðspjallanna og
hversu söguhetjan verður
vitni að þeim. Höfundurinn
hefir kynnt sér allmjög trú-
arsiði og þjóölíf Gyöinga og
er að sjálfsögðu ærinn fróð-
leik að finna um þau efni í
bókinni. Hins vegar virðist
mér miður hafa tekizt að
gæða frásögnina skáldlegu
lífi og meira hefir mér fund-
izt til um frásagnir Olferts
Richards, að ekki sé minnst
á helgisögur Selmu Lagerlöf.
Ejnar Schroll: Litli Sœ-
garpurinn. Stærð: 123
bls. 18x12 sm. Verð kr.
13.00 innb. Bókagerðin
Lilja.
Þetta er dönsk hetjusaga
frá tímum Napóleonsstyrj-
aldanna og segir frá því,
hvernig pörupilturinn Niels
Jakob mannast í alvöru lífs-
ins og mannraunum. Sagan
er raunsæ og laus við ævin-
týraljóma, hressandi og góð
drengjasaga, eins og ætlast
er til.
H. Kr.
Rit lögfræðinema
Lögfræðinemar í háskólan-
um hafa meö sér félagsskap
er Órator heitir. Á síðastliðn-
um vetri byrjaði féiag þetta
að gefa út blað eða tímarit.
Heitir það Úlfljótur og er
eina tímarit landsins um lög-
fræðileg efni. Þriðja hefti
þess er nýlega komið út.
Sú regla er höfð að byrja
hvert hefti með ritgerð um
lögfræðilegt efni. í þessu síð-
asta hefti er sú grein eftir
Theódór Líndal og er um 34.
grein bifreiðalaganna, en hún
ef um ábyrgð og sektir vegna
ökuslysa. Er það því fljótséö,
að efni ritsins varðar al-
menning, þó að vitanlega sé
nokkuð af því síúrstaklega
snertandi félagsskap lög-
fræðinema.
Að frágangi og útliti er
Úlfljótur hinn snotrasti.
Höfn í Hindisvík
Frv. frá Skúla Guðmundssyni
Skúli Guðmundsson flytur
frumvarp þess efnis, að lögin
um hafnargerðir og lending-
arbætur nái til Hindisvíkur
á Vatnsnesi.
Hér er lagt til, að Hind-
isvík á Vatnsnesi verði tekin
í töiu þeirra staða, sem lögin
frá 1946 um hafnargerðir og
lendingarbætur ná til. Árið
1946 var aftur ggröur upp-
dráttur af staðnum, og ný-
lega hefir einnig verið gerð
lausleg kostnaðaráætlun um
bryggjugerð þar. Er þó vafa-
laust þörf nákvæmari rann-
sókná og áætlana áður en til
framkvæmda kemur.
Til síuðnings þeirri skoðun,
að hagkvæmt getið verið að
gera lendingarbætur í Hind-
isvík, má einkum nefna, að
þaðán cr stutt á fiskimið og
síldveiði er oft mikil í Húna-
flóa nálægt Vatnsnesi. Þess
má og geta, aö með lögum nr.
8 frá 4. júní 1924 var Hindis-
vík löggiltur verzlunarstaöur.
Yiimið ötullega að
iítlsreiðslu Tímans.
Anglýsið í Tímanum.
ii
u
ii
Vi
8
I
::
LUNNINDI
Selskism,
Æðardiín og
Rjikpur
ii
1
ii
ii
♦♦
u
I
fsi menn iiagkvæmast verð fyrir með ||
♦♦
♦♦
þvá að afhenda kaupfélögunum þessar ::
vörur til sölu. I:
■♦♦
.I
SAMBAND ÍSL SAMVINNUFÉLAGa!
♦♦
u
H
I
♦♦
♦♦
♦♦
H
llúsmæður!
Sparið peninga,
kaupið þennan
gólfgljáa.
Heildsölu
Efnagerðin STJARNAN.
Sími 7049.
::
♦+
::
::
■u
u
r—--—------------------------------— ------,
Karlmannáföt
úr íslenzkum efnum. Allar .venjulegar stærðir frá nr.
34 til 42. Einhrieppt: og tvíhneppt, Vérð frá kr. 348.00:
t-il kr. 595D0 • .
\ Gott snið. Vandaður frágangur. .„„.j,
_
Einnig fyrirliggjandi karlmannavetrarfrakkar.
ÚLTÍMA'
Bergstaðastíg 28
Athugaserad
| Vegna ummæla hr. Hall-
dórs Kristjánssonar í „Tím-
anum“ þ. 19. nóv. þ. á. vill
Skólafélag Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga taka það fram,
að þau eru mjög óverðskuld-
uð og telur þau tilhæfulausa
árás á skólann og nemendur
hans.
Þess skal getið að allar
skemmtanir og ferðalög skól-
ans eru undir eftirliti kenn-
ara hans og að það er burt-
rekstrarsök af skemmtunum
skólans, ef nemandi er undir
áhrifum áfengis og er því
strangt fylgt fram. Bindindis
starfsemi í G. R. mun sízí
standa að baki slíkri starf-
semi í öðrum framhaldsskól-
um hér í bænum.
Að lokum vill Skólafélag
Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga skora á Halldór Krist-
jánsson og aðra bindinöis-
frömuði, að láta af núverandi
afskiptaleysi sínu um bind-
indisfræðslu í skólum én
taka upp baráttu fyrir slíkri
fræðslu og láta þangáð til
. marklausar blaðagreinar sem
þessa sitja á hakanum.
Skólafélag G. R.
Þau upimæli, sem hér mun
vera vikið að eru þessi:
„Er skynsamlegt að reikna
með því, að t. d. krakkarnir
eða segjum unglingarnir í
Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga, þeir sem nú drekka vín
í skemmtiferðum skóla síns,
geri sér ölið að jjóðu í þess
stað?“ ;i;
Það má hver sem vill kalla
þetta „árás á skólann og
nemendur hans“ en það er
jafnsatt fyrir því, að nem-
endur hans hafa haft áfengi
með sér i skemmtiferð. Því
miður mun það ekki eíns
dæmi um -unglinga í skólum,
enda sagði ég: „t. d. krakk-
arnir“ .... í G. R.
Um bindindisfræðslu í skól
um er það að segja, að til eru
ákveðin fyrirmæli um hana
og æriö svigrúm fyrir áhúga-
sama skólastjóra og bindind-
isfélög innan skóla til að
starfa samkvæmt henni. Ég
mun ekki að svo komnu máli,
taka þátt f árás á þenrian
skóla vegna vanefnda á þvi
sviði, en ef skólafélagið hefir
ekki orðið varý við neitt starf
að bindindisfræðslu, er eitt-
hvað bogið við nemendur eða
kennara skólans.
Svo vænti ég þess, aö hg.fi
nemendum Gagnfræðaskól-
ans sárnað ummæli míri,
gæti þeir þess, að láta aldrei
framar áfengi eða áhrif þess
sjást á skemmtunum skólans,
úti né inni. Á það skulum. við
sættast.
Halldór Kristjánsson.