Tíminn - 27.11.1947, Page 8
Reykjavík
27. nóvember 1947
218. blað
Að Grafarnesi getur risið
myndarlegt þorp
Þaðan er ntræ®i srllt árið, eia stórt lirssíS-
féystilíflss vantar tllfinnanlega
Að Grafarnesi við Grundarfjörð hefir síðan 1941 myndazt
þorp n?eð 200 ífaúum. Er þar nú hraðfrystihús og útgerð
árið um kring.
Upphaflega var aðalbyggð-
in vestan við fjörðinn að
Kvíabryggju. Árið 1941 var
byrjað á byggingu hafnar-
g"erðs við Grafarnes, og hefir
síðan myndazt þar talsvert
þorp. Hafnargarðurinn er nú
orðinn um 80 metrar að
lengd, og mun hann lengdur
enn að mun, en síðan settur
á hann sérstakur haus. Þeg-
ar þannig hefir verið gengið
frá honum, geta stór skip
lagzt að honum. Sem stendur
er garðurinn notaður sem
bryggja handa smáskipum og
bátum. Veðursæld er mikil á
þessum slóðum og aðdýpi
nægilegt handa stórum skip-
um, þannig að ^iegar lokið
hefir verið við lengingu
garðsin.s mun hann nægja-
sem bryggja.
Útgerð allt áriff.
Piskur veiðist allt árið frá
Grafarnesi. Nú eru þar alls
um sex bátar. Kom einn
þþirra í vor. Var hann smíð-
áður í Neskaupstað og heitir
,,Runólfur.“ Er hann eign
samnefnds hlutafélags í
Grafarnesi.
Árið 1941 var byggt þar
hraðfrystihús. Hefir það haft
mikla þýðingu fyrir myndun
þorpsins. Þó vantar mikið á,
að það sé nógu stórt til að
fulinægja þeirri þörf, sem er
fyrir hraðfrystingu fisjfcs.
Hafa bátarnir í þorpinu orðið
að sleppa mörgum róðrum,
þótt gefið hafi, yegna þess
að ekki hefir verið unnt að
frysta aflann. Er stækkun
hraðfrystihús.sins hið mesta
nauðsynjamál þorpsins, og er
nú unnið ötullega að því.
Síldar hefir orðið vart í firð-
inum, en sama og ekkert
hefir verið veitt af henni. Á
síðastliðinni vetrarvertíð öfl-
uffu þeir fimm bátar, sem þá
voru til í þorpinu, alls 16 til
17 hundruð smálestir af fiski,
en hefðu getað aflað mun
meira, ef meira hraðfrysti-
Fé milli Blöndu og
Héraðsvatna rann-
sakað
Guðmundur Gíslason lækn
ir hefir um þessar mundir
verið að rannsaka allt sauð-
fé milli Blöndu og Héraðs-
vatna. Er þetta gert til þess
að komast að raun um,
sversu. garnaveiki muni út-
breidd í fé á þessu svæði.
Á næsta hausti er ráðgerð-
ur alger niðurskurður sauð-
fjár á þessu svæði.
rú.m hefði verið til á staðn-
um.
Færsla byggðarinnar.
Eins og áður segir, færðist
byggðin frá Kvíabryggju að
Grafarnesi. Byggðin að Kvía-
bryggju hefir nú svo að segja
lagzt niður. Skilyrði fyrir
aukna byggð í Grafarnesi eru
hin ákjósanlegustu. Hvort
tveggja er, að þar er mjög
gott útræði og skilyrði til
þess að reka þar nokkurn bú-
skap eru einnig hentug.
Vegasamband við þorpið er
þó mjög lélegt. Vegur liggur
bangað að vísu af Stykkis-
hólmsveginum frá Kerling-
arskarði, en hann er aðeins
fær yfir sumartímann og þó
jafnvel illfær þá.
Minni hluti fulltrúa
S.þ. með skiptingu
Palestínu
Tillögur Palestínunefndar
um skiptingu Palestínu í
tvö ríki, Gyðinga og Araba,
kom til atkvæðagreiðslu á
allsherjarþ. S. Þ. í fyrradag.
Greiddu fulltrúar 25 þjóða
atkvæði með tillögunni, en
það er einu atkvæði minna
en þarf til, að skiptingin
hljóti samþykki þingsins.
Tillögur nefndarinnar verða
aftur bornar undir atkvæði í
dag vegna þess að fulltrúar
tveggja ríkja voru fjarver-
andi, en stranglega er tekið
fram í reglum þingsins, að
allir fuhtrúar verði að vera
mættir við atkvæðagreiðslu.
13 fulltrúar greiddu atkvæði
á móti skiptingunni, en 17
sátu hjá.
Tillögur Palestínunefndar-
innar eru aðallega samdar af
fulltrúum frá Bandaríkjun-
um, Rússlandi, Kanada og
Guatemala. Gera tillögurnar
ráð fyrir, að stjórn Breta á
landinu ljúki í næsta ágúst-
mánuði, en hin nýju ríki
verði formlega stofnuð í
byrjun októbermánaðar 1948.
Einnig hefir nefndin lagt til
að fjárhagslegt samband
verði milli hinna nýju ríkja
og Jerúsalem sett undir al-
þjóðlega stjórn.
Connally /larðorður
Prentaraverkfall
í Ckicago
Prentarar í borginni Chic-
ago hafa gert verkfall. Við
það hefir stöðvast útkoma 6
blaða þar á meðal Chicago
Tribune, sem er eitt útbreidd-
asta blað veraldarinnar. Ekki
var neitt lát á verkfallinu í
morgun eða séð fyrir endi
þess.
Tom Connally, einn helzti
leiðtogi demókrata í Banda-
ríkjunum hélt í gær þing-
ræðu, bar sem hann ásakaði
Rússa mjög fyrir að þeir ógn-
uðu Vestur-Evrópu með ein-
ræðislegri grimmdarstjórn,
sem gæti jafnvel orðíð verri
en i Siberiu á dögum keisar-
anna rússnesku. Hélt hann
þessa ræðu í þinginu við um-
ræðu um bráðabirgðalán til
Vestur-Evrópu. Hann lýsti
því jafnframt yfir, að hann
væri því meðmæltur, að sér-
friður yrði saminn við
Þýzkaland, Austurríki og
fleiri lönd, er áttu í stríði við
Bandaríkin, ef ekki næðist
viðunandi samkomulag á
fundi utanríkisráðherr-
anna, sem haldinn er þessa
dagana í Loirdon.
Bradley yfirhers-
höfðingi í stað
Eisenhowers
Fleiri SBflaisnaski|iti
á valdastöiSisflfla
í liernflim
Omar N. Bradley hershöfð-
ingi verður eftirmaður
Dweigth D. Eisenhower sem
yfirhershöfðin'gi Bandaríkj-
anna, en Eisenhowor hefir
verið kjörinn rektor Kolum-
bíaháskólans í New York.
Þetta var tilkynnt nýlega
á fundi, er Truman forseti
hélt með blaðamönnum. Ekki
er enn vitað, hvenær Eisen-
hower lætur af störfum, en
ekki er talið ólíklegt, að það
verði um næstu áramót.
Á þessum sama blaða-
mannafundi skýrði forsetinn
frá því, að ákveðið hefði ver-
ið, að Alexander A. Vande-
gift, yfirmaður úrvalsher-
sveitanna, léti af storfum, en
við stjórn þeirra tæki Clifton
R. Gray hershöfðingi.
Bradley hershöfðingi á sér
merka sögu í Bandaríkja-
hernum í tveim styrjöldum.
Meðal annars var það hann,
sem gekk fyrstur á land.með
herjunum í Norður-Afríku og
stjórnaði sókn þerira þar.
Seinna stjórnaði hann tólfta
hernum og var fyrstur allra
hershöfðingja stríðsins til að
neyða þýzka hershöfðingja
til skilyrðislausrar uppgjafar.
Verða senniléga send tii Sigliiíjarðar. þeg*
air Insað iteffii* veriffi aff þilfari
Tvo seinustu sólarhringa veiddist meiri síld í Hvalfirði en
nokkuru sinni áffur. Munu flest þau skip, sem ekki sprengdu
jieetur sínar, hafa fyllt sig af síld á firffinum í gær og fyrra-
dag. í morgun höfðu borizt um 50 þús. mál til Reykjavíkur
seinustu tvo sólarhringana.
Stjórn Landssambands út-
vegsmanna er nú komin í ó-
efni meff síldarflutningana,
þar sem engin íslenzk flutn-
ingaskip er aff fá, en hins
vegar tekur langan tíma aff
fá útlend skip. Fossarnir fást
ekki, nema tveir, í flutning-
ana og er nú lielzt í ráffi, aff
skylda skipin til aff fara
sjálf norður meff síldina, en
losa þá síld, sem á þilfari er,
eftir því sem flutningaskipa-
kostur leyfir.
í fyrrad. var gott veiðiveður
í Hvalfirði, og síldin mun
grynnra en áður, svo að auð-
veldara var að ná henni í
grunnnæturnar. Allur flot-
inn var úti á miðunum aust-
an undir Akrafjalli, á svo-
nefndu Galtarvíkurdjúpi, og
fylltu skipin sig á tiltölulega
litlu svæði frá því í birtingu
í gærmorgun þar til um
myrkur. í gær hélt sama
veiðin áfram á þessum slóð-
um, og voru skipin að veiða
í alla nótt.
Skipastraumur til Rvikur
Tvo seinustu sólarhring-
ana hafa skip alltaf verið
að koma til Reykjavíkur
fullfermd af síld, og önnur
með sprengdar nætur. Alger
löndunarstöðvun er á Akra-
nesi, og komu því allir bát-
arnir þaðan til Reykjavíkur.
Tveir þeirra höfðu sprengt
nætur sínár og farið heim
síldarlausir. Fóru þeir báðir
út í nótt og voru komnir í
síld strax í birtingu.
Allur veiðiflotinn i Reykja-.
víkurhöfn í kvöld.
Eru því allar horfur á því
að þeir bátar, sem enn eru
að veiðum í Hvalfiröi í dag,
fylli sig af síld og komi hing-
að inn í kvöld. Liggur þá
allur flotinn að heita má í
Reykjavíkurhöfn og bíður
löndunar.
Mikil umsvif i Keflavík.
í Keflavík er byrjað að
bræða síld í beina- og fiski-
mjölsverksmiðju Huxleys
Óiafssonar. Hafa þar verið
brædd 500 mál á sólarhring,
en nú er verið að auka af-
köstin um helming að
minnsta kosti. Er unnið þar
tíag og nótt — og allt fullt
af síld.
Reynt að fá útlend skip til
flutninganna.
Þar sem Eimskipafélagið
hefir ekki séð sér fært að
láta nema tvö af sínum skip-
um til síldarflutninganna,
hafa nú verið gerðar ráð-
stafanir til að reyna að fá
leigð stór, útlend skip til þess
að flytja síldina norður. Hélt
stjórn Landssambands út-
vegsmanna og síldarútvegs-
nefnd fund um mál þetta í
gær, og var þar tekin sú á-
kvörðun að reyna að fá er-
lend skip til flutninganna.
Á þessu stigi málsins er
ekki víst, hvenær þepsi skip
geta verið komin hingaö. En
fullvíst má telja, að unnt
verði að fá skip og þau komi
áður en langt líður. Heí'ir
helzt verið talað um að leigja
stór skip, á stærð við Fjall-
foss eða stærri.
„Ég býst við mikilli
síldveiði í Hvalfirði
í dag”
segii* Óskar Gíslason
skipsíjóri á Álsey.
Tíminn átti í morgun
tal viff Óskar Gíslason,
skipstjóra á Álsey, sem er
eitt af stærstu og feng-
sælustu síldveiffiskipunum.
Hann kom inn í nótt undir
morguninn meff um þús-
und mál, sem veiðzt höfffu
í Hvaifirði í gær.
— Við fengum síldina í
þremur köstum, segir Óskar.
Fyrsta kastið var fremur lít-
ið, en svo fengum við 600
mála kast skömmu fyrir
myrkur í gær og náðum því
öllu. Við köstuðum svo aft-
ur 'seint í gærkvöldi, þegar
dimmt var orðið og fengum
þá 400 mála kast. Þegar við
höfðum náð því, köstuðum
við enn á ný og ætluðum að
fylla skipið i nótt, ef tök
væru á, svo að við kæmumst
tímanlega inn til Reykjavík-
ur í biðina þar. Köstuðum
við og fengum ágætt kast,
en spiljð bilaði, áður en við
gætum náð nema litlu af
síld', og urðum við því að
sleppa henni og halda til
hafnar með rúm þúsund mál.
Mjög mikil síld er nú í
firðinum, sagði Óskar enn-
fremur. — Síldin er nokkuð
misjafnlega djúpt, suma
tíma sólarhringsins kemur
hún upp, og þá er hún grip-
in. Flest skipanna fengu á-
gæta veiði í gær og í nótt,
en önnur hittu ekki á síld-
ina eins og gengur. í dag
gæti ég trúað því, aö mörg
skip fylltu sig, svo að fá yrðu
eftir á firðinum í kvöld. í
gærmorgun voru um 60 skip
í firðinum. Nú eru komin til
hafnar fullfermd um 30 skip,
en mörg nærri fullfermd inn
í firði. Voru sum ski’nnna
að veiðum i( alla nótt og
fengu mikla síld.