Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 3
228. blað TÍMINN, þriðjudaginn 9. des. 1947 Köld kveðja Skipaskoðunarstjóri hefir hinn 27. nóvember ritað skip- stjóranum á v.s. „Helgi Helgason“ bréf það, er hér fer á eftir (stafrétt) : Rvík, 27. nóv. 1947. í dag komuð þér á skipi yðar „Helga Helgason“ V.E. 343 til Reykjavíkur af síld- veiðum, én vegna þess hve skiþið var hlaðið, var ákveöið að skoðun á hleðslu skipsins skyldi athugað þegar í stað. Við skoðun þá sem þá fór fram kom í ljós, að hleðsla skipsins var þannig, að talið er óforsvaranlegt að hafa siglt sl^ipinu þannig b.löðnu, þó um stutta vegalengd inn- fjarða væri að ræða, og að þér með?því hafið óvéfengj- anlega stofnað bæði skips- höfn, skipi og farmi í ónauð- synlega hættu og hafið með því unnið ref.sivert athæfi, sem hægt er að draga yður til ábyrgðar fyrir samkvæmt 67 —69. gr. laga nr. 68, 5. júní 1947, um eftirlit með skipum, og er hér um að ræða rétt- indamissir í 3 mánuði, eða jafnvel allt að varðhaldi. En þar sem þér ef til vill ekki hafið gert yrður grein fyrir því, hve alvarleg slík ofhleðsla eða brot á lögunum er, þá mun skips,skoðunin í þetta sinn láta hér við sitja, en þér eruð alvarlega á- minntur um að ofhlaða ekki skip yðar aftur, heldur gæta fyllsta hófs á hleðalunni, þó um síldarhleöslu sé að ræða, og ef þér komið aftur á skipi yðar með slíka ofhleðslu, verðúr óhjákvæmilegt ' að gera yður ábyrgan fyrir slíku athæfi. Látið því ekki kappið cíg óvarkárnina leiða yður frekar en komið er, til ó- nauðsynlegrar ábyrgðar. Ól. Sveinsson Til „Helga Helgason“ VE 343 skipstjórans á m.s. Ekki er ólíklegt að fleiri skipstjórar á veiðiflot?/ium, kunni að hafa fengið hlið- stæð tilskrif, úr því að einn hinn mest virti allra síld- veiðiskipstjóranna, hr. Arn- þór Jóhannesson, margra ára aflakóngur og vissulega á einu mesta, traustasta og Virkíö í noröri bezt búna skipinu, fær slíka kveðju. Hvað veldur þessu! Lögin sem vitnað er til, eru mikill lagabálkur, „um eftir- lit með skipum,“ staðfest 5. júní 1947. í VI. kafla þessara laga, sem er um hleðslumyrki, lýkur 41 grein með þe.ssum orðum: „Undanþegin ákvæðum þcssarar greinar um hleðslu- merki eru skip, meðan þau stuncía síidveiði á tímabiiinu 1. júní—15. september ....“ Með öðrum orðum virðist skipstjórnarmönnum í sjálfs ! vald sett hversu þeir hlaða | skip sín á síldveiðimum norð- anlands. En löggjafanum hefir auð- sjáanlega ekki, þrátt fyrir síldveiðina í Faxaflóa í fyrra vetur, hugkvæmst það, að til i „síldarhleðslu" þyrfti að ; koma fyrir 1. júní eða eftir j 15. september hér við land. En úr því að af skipaskoð- uninni og löggjöfinni hefir verið fallizt á „síldarhleðsl- ur,“ hefði þá ekki, eins og á stendur, verið viðkunnan- legra af skipaskoðunarstjóra að snúa sér fremur til al- þingis ' og fá burtnumdar dagsetningarnar úr 41. gr., heldur en að hafa í frammi þá bókstaflegu þi^ælkun að fara að skrifa slíkt hótunar- bréf og það, sem að fra^nan greinir í embættisnafni. Má geta þess, að Arnþór Jó- hannesson skipstjóri kvaðst h-afa lagt umrædda hleðslu á skip sitt „Helga Helgason“ í einsýnu veðri alla leið frá Langanesi til Siglufjarðar. Og atriðið úm að hann hafi „óvéfengjanlega stofnað bæði skipi og skipshöfn í hættu“ telur hann ekki ná nokkurri átt, og þá m. a. af því, að auk traustleika skipsins, hefðu verið með í förinni lífbátur og tveir bátar aðrir vélbúnir. Mundi ekki Alþingi þykja tímabært að sýna trú sína í verkinu á frambúðarsíld 1 Faxaflóa, og reyndar víðar við landið, með því að nema dagsetningar úr löggjöf í sambandi við „siídarhleðsl- ur,“ úr því að það hefir á annað borð löggilt þetta hug- tak. G. M. ! Auglýsing í um iimferð i Reykjavík ! Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur hefir | verið ákveðinn einstefnuakstur um Grettisgötu, frá jj vestri til austurs. Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. desember 1947. Slgsarjóii SignrSsson GÓ» BÓK: — settur — JOLAGJAFIR Góða bók eða listmuni kaupa menn í BÓK4BÚÐIMI LAUGAVEG 10 Gunnar M. Magnússon: Virkið í norðri. I.-II. bindi. 813 bls. Útgefandi ísafoldarprentsmiöja h.f. Reykjavík 1947. Þetta er mikið ritverk og hefir bersýnllega kostað höf- und þess mikla vinnu. Efn- ið, sem það fjallar um, er dvöl erlendu herjanna hér á landi á stríðsárunum. Til- gangur höfundarins hefir bersýnilega verið sá, að draga hér saman i eina heild sem gleggstar heimildir um þennan merka og sérstæða þátt í sögu íslands, en láta þó ekki frásögn sína vera þurra og fræðimannslega. — Sennilega verða nokkuð skipt ar skoðanir um það, hvernig þetta hefir tekizt. En það munu þó allir geta viður- kennt, að höf. hefir tekizt að afla ýmsra heimilda, sem að öðrum kosti hefðu senni- lega glatazt, og á ýmsum stöðum, þar sem höf. segir sjálfur frá, er frásögnin létt og skemmtileg. Þótt þannig megi sitthvað gott um rit þetta segja, verð- ur þó ekki talið, að það gefi nægilega glögga mynd um, þann sérstæða þátt íslenzkr- ar sögu, er það fjallar um. Til þess fjallar það ofmikið um einstök atvik og atburði, en minna er rætt um sam- búðina frá alm. sjónarmiði. Úr sambúð herjanna við lands menn er einkum getið ýmsra árekstra og mætti vel álykta af því, að hún hefði ekki verið sem bezt, Sé sannieik- urinn hins vegar sagður, munu þess sennilega fá eöa ehgin dæmi, aö sambúð við erlendan her hafi tekizt bet- ur og árekstraminna en hér á landi á stú!ðsárunum. — Þetta er skylt að viðurkenna og láta koma glöggt fram, þegar sagt er frá dvöl herj- anna. Þá vantar t. d. í bók- ina, að gerð sé grein. fyrir þeim áhrifum, sem dvöl herj- anna hafði á ýms vinnubrögö landsmanna. Ameríski her- inn kom hingað t. d. með ný vinnutæki, er síðar hafa rutt sér til rúms og gerbreytt hafa vinnuaðferðum á ýmsum sviðum. Þá virðist nokkuð á það skorta, að höfundurinn sé hlutlaus gagnvart ýmsum at- burðum, sem gerðust hér á þessum tíma,enþað hefðihann þurft að vera, ef taka' ætti bókina sem fullkomið heim- ildarrit. Þannig eyðir höf. rúmum 60 blaðsiðum til þess að ségja frá ekki merkari þætti en dreifibréfsmálinu og handtökum Þjóðviljaritstjór- anna. Og í þessa frásögn vantar raunverulega alveg sjálfan kjarnann eða það, hver var aðalorsök handtak- anna. Af því, sem höfundur- inn sjálfur leggur til inál- anna, getur ófróður lesandi helzt freistast cil þess að halda, að Þjóðviljamennirnir hafi verið handteknir vegna þess, hve vasklega þeir hafi haldið fram rétti þjóðarinn- ar gegn Bretum! Ástæðan var hins vegar allt önnur, eins og þeir vita, er fylgdust með þessum málum á sinni tíð. Þetta gerðist á þeim tíma, þegar Rússar höfðu enn vináttusáttmála við Þjóð- verja, og kommúnistar utan Rússlands höföu fyrirskipun um að rægja og torvelda stríðsrekstur Bandamanna á (Framhald á 6. síðu) Æfisaga Benjamíns Franklíns Meðal þeirra bóka, sem út hafa komið í haust, er ein bók, sem mig langar til að leiða athygli að. Þetta er sj álfsævisagá "• ■’Bénj amíns Franklíns. — Hún p.r . gefin út af Prentsmiðju Austur- lands, Guðm Hannesson prófessor hafði verið langt kominn að þýða bókina, er hariri féll frár en Sigurjón Jójjsson læknir lauk síðan við þýðinguna og bætti við æviágripi Fránk- líns, eftir að þraut hans eigin frásögn. Bókmenntafélagið gaf fyrst ævisögu Franklíns út 1839 í þýðingu Jóns Sigurðssonar forseta, og Þjóðvinafélagið aftur laust eftir aldamótin, þá undir forustu Tryggva Gunnarssonar. Nöfn þessara ágætis manna og stofnana er nokkur trygging fyrir gildi ævisögu Franklíns. Þó að þær eldri útgáfur væru miklu styttri og ófull- komnari' heldur en sjálfs- ævisagan, sem nú er komin út, kynntu þeir Jón forseti og Tryggvi Gunnarsson þenn an sérkennilega og göfuga maníi, Benjamín Franklín, íslenzkri þjóð. Eftir mörgum verkum þess ara afbragsmanna hefir verið tekið og þau þökkuð aö verðleikum. En að géfa æsku íslands» ævisögu Franklíns á hennar eigin móðurmáli, meðan bókakostur unglinga var mjög af skornum skammti, það verður aldrei þakkað né metið eins og vert er. Kynni af beztu mönnum, sem lifað hafa og starfað á liðnum tímum, getur oft orðið vísir að dýrmætum á- vöxtum, sem sjaldan er máske tekið eftir af hvaða frækorni eru vaxnir. Orsökin til þess að ég skrifa þessar línur, sem ekki áttu að vera neinn ritdómur, er að reyna að greiða að ör- litlu leyti þá þakkarskuld, sem ég er í við gömlu ævi- sögu Benjamíns Franklíns og þá er gáfu hana á móður- málinu okkur íslenzkum æskumönnum, sem ýmist eru nú horfnir yfir hafið ókunna eða nálgast þá för úr þessu. Ég held að engin bók, er ég las á æskuárunum hafi haft eins mikil áhrif á mig, daladrenginn íslenzka, eins og ævisaga Franklíns, þéssa ágætismanns, er lifði og starfaði á frelsisöld (18. öld- inni) Bandaríkjanna, ólst upp í fátækt, en varð áhrifa- mikill vísindamaður og leið- togi lands síns, sem þá var að breytast úr kúgaðri, frek- ar fámennri nýlendu erlendr- ar stórþjóðar í frelsisins óg „vonanna land 4iins unga pg sterka manns“. Benjamín Franklín váp eins og Jón Sigurösson, aö hann gerði aldrei áhugamál sín að verzlunarvöru né fé- þúfu fyrir sjálfan sig -á nokkurn hátt. En ekki er laust við að stundum sýnist’ sem ýmsir stjórnmálamenn okkar og annarra vilji revna. að hafa „bitling“ fyrir sjálfr an sig upp úr áhuga sínum og afskiptum almennings- mála. Það var fjarri Frank- lín. Áhugi hans fyrir almenn- ingsheill og fyrir að láta gott af sér leiða virtist óþreytandi, hreinskilni og einlægni al-. veg óvenjuleg. Þó að Benjamín yrði á síð- ari æviárum einn aöal fram- herji og forustumaður við að byggja upp hin nýju frjálsú1 Bandaríki Vesturheims, sem svo mikinn þátt eiga á síðari árum í sögu þjóðanna, þá geymdi hann alltaf sakleysi barnsins innst í sál sinni. Þar, sem ‘ sjálfævisaga Benjamíns Franklíns er nú nýútkomin á góðri íslerizkú og vönduðum frágangi viídi’ ég með þessum örfáu línum leiða athygli þeirra að þv.í,. sem langar til að gefa drengj um tækifærisgjöf, að þá er góð bók eitt hið allra be.zta. í þeim efnum. Og ætti ég :aö, velja bókina myndi ég oft- ast — þrátt fyrir margar ágætar bækur — velja sjálfs ævisögu Benjamíns Frank- líns. ... Vigfús Guðmundsson. . Sítrónu Romm Vanille Appelsín Snkknlaði KRON Tilkynning frá Ilitaveitn Reykjavíknr. Bæjarráð hefir samþykkt bann við allri notkun heita vatnsins frá Reykjum að næturlagi frá kl. 11 e. h. til kl. 7 að morgni. Á sama tíma er einnig bannað sí- rennsli á köldu vatni. • ' j, Jafnframt var ákveðið að viðurlög við broti gegn j. banni þessu skyldu verá: Við fyrsta brot, lokun fyrir heita vatnið til hússins I eða kerfisins í einn sólarhring, en ítrekað brot lokun ! í 7 sólarhringa. llitaveita Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.