Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 8
I Reykjavík 9. desember 1947 228. blað. Rússnesk herskip í búlgarskri höfn \ ■ ' Rússar hafa öflug-an flota á Svartahafi, og hcimsóknir herskipa þeirra til grannlandanna, sem liggja a'ö Svartahaíi, eru tíðar. Hér á myndinni sjást rússnesk hcrskip koma í „kurteisisheimsókn tii búlgarskr- ar hafnar. Fjölþætt starfsemi Norræna félagsins a þessu ári Frásögsi Graðlaugs SSósiuiki^anz, ritara fé- lagsins Starfsemi Norræna félagsins mun verða með svipuðu sniði i vetur og að undanförnu. Mun félagið halda skemmti- fundi, eftir því sem ástæða þykir til, en auk þess mun það fitja upp á ýmsu nýju. Tíðindamaður Tímans hefir snúið sér til Guðlaugs Rósinkranz, hins ötula ritara Norræna fé- lagsins, og spurt hann um félagssíarfið. Fórust honum orð á þessa leið: Luciuhátíðin á föstu- daginn. ’ Norræna félagið geng.st fyrir Luciuhátíð í ár ein.s og í fyrra, en það er þjóðarsið- ur á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð og í Finnlandi, að halda upp á Luciudaginn, sem er þann 13. des. Luciu- hátíðin verður haldin um kvöldið þann 12. des. í Sjálf- stæðishúsinu, og verður með svipuðu sniði og undanfarið. Hinn nýkomni sendiherra Svía S. H. Pousette heldur ræðu, sjö stúlkur, skrýddar hvítum kyrtlum og með krans alsettan logandi kerta- Ijósum á höfðinu syngja Luciusönginn, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur norræn lög og loks verður dansað. Norræn jól, fjölbreytt að vanda. „Norræn jól“ koma út ein- hvern næstu daga, falleg og fjölbreytt að vanda. í ritið skrifa meðal annarra að þessu sinni Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra, formaður félagsiias, er skrif- ar ávarp, Helgi Hjörvar skrif- ar langa og góða grein um hinn fræga norska listamann GustáY Vigeland og fylgja þeirri grein fjöldi ágætra mynda af listaverkunum, grein er um sænsk sveitajól eftir Jöran Forslund rithöf., skemmtileg frásaga eftir Al- bert Engström með teikn- ingum eftir hann, ágæt smá- saga er eftir Friðrik Á Brekk an o. m. fl. Eggert Guðmunds son listmálari hefir teiknað forsíðumynd og myndir með kvæði eftir frú Glatved- Prahl, er hún flutti á Ásólfs- stöðum í sumar á Snorrahá- tiðinni og vakti mikla hrifn- ingu allra áheyrenda. Fé- lagsmenn fá „Norræn jól“ ókeypis en auk þess verða þau seld í bókaverzlunum. Ncrrænum stórmennum boðið hingað. Um önnur verkefni Noræna félagsins má geta þess að það hefir boðið norska skáldinu Arnulf Överland að koma til íslands í sumar til þess að halda fyrirlestra .og lesa upp úr kvæðum sínum. Skáldið hefir þegið boðið og mun koma með vorinu, fyrr getur hann ekki komið sökum annríkis, en hann er nú á stöðugu ferðalagi um Noreg og jafnvel til hinna Norður- landanna til þess að flytja fvrirlestra og vekur jafnan mikla athygli. Útgáfa úrvalsbók- mennta. Á næsta ári hefir félagið ákveðið að hefja útgáfu norrænna bóka í hlenzkri þýðingu. Fyrsti bókaflokkur- inn mun heita „Úrval nor- rænna nútímabókmennta." Fyrsta bókin, sem út kemur í þeim bókaflokki verða smá- sögur eftir Arnulf Överland, síðar koma bækur eftir Jó- hannes V. Jensen, Hjalmar Bergman, Joh. Falkberget, Joh. Linnankoski, Sigfrid Siwertz og fleiri merka nú- tímahöfunda. Helgaíell sér Danskir bændur eru hirtnari og þnfnari en þeir íslenzku tJr bréff frá Ólafi Sigwðssyni frá Hcllti- landi. Ólafur Sigurðssón, ráðunautur frá Hellulandi, dvelur um þessar mundir hjá Skúla Guðjónssyni, prófessor í Árósum. Ilefir hann í bréfi til Gísla Kristjánssonar, ritstjóra Freys, greint frá ýmsuy sem fyrir augu og eyru hefir borið, og meðal annars eftirfarandi, sem birt er með leyfi bréfritara og viðtakanda: um útgáfu þessa fyrir félag ið. — Þá hefir félagið í | hyggju að bjóða á hverju ári1 hingað til lands minnsta kosti einum Norðurlandabúa, sem skarar fram úr á sviði lista eða vísinda, til þess að halda hér fyrirlestra eða lesa upp úr verkum sínum. 7ænt- um við, að það verði vel séð og til gagns og sóma fyrir þjóðina. Myndarleg sam- koma F.U.F. í Fljóts- hlíð Laugardaginn 6. des. hélt F. U. F. í Fljótshlíð skemmt- un í samkomuhúsi hreppsins. Kjartan Ó. Bjarna.son sýndi þar íslenzkar kvikmyndir, meðal annars hina vinsælu Heklukvikmynd. Þá flutti þar ræðu Þráinn Valdimars- son. Var ,svo dansað langt fram eftir nóttu af hinu mesta fjöri. Skemmtunin var öll hin glæsilegasta og munu hafa sótt hana á þriðja hundrað manns. Komu marg ar áskoranir til stjórnar fé- lagsins um að gangast fyrir slíkri skemmtun síðar í vet- ur. Starfsemi þessa félags hef- ir verið og er enn öðrum fé- lögum til fyrirmyndar og því sjálfu til sóma. Fyrir um 8 árum bjó það sér trjágarð a fallegum stað í Hlíðinni og eru trén nú orðin á aðra mannhæð. Þá hefir félagið lagt fram 10.000.00 kr. í fé- lagsheimilið. sem nú er langt komið með að reisa í hreppn- um. Ennfremur hefir þaö gengizt fyrir skemmtiferð- um, t. d. var farið til Heklu í vor. Sýnir þetta að íéiög geta, brátt fyrir fólksfæð sveitanna, starfað með sóma, ef samhugur og kjarkur fara saman. Stjórn félagsins skipa þess- ir menn: Böðvar Gíslason, Butru, formaður, Albert Jó- hannsson, Teigi, ritari, Guðni Jóhannsson, Teigi, gjaldkeri. — „Eg hefi farið nokkra túra út á meðál bændanna hér í nágrenninu, og meðal annars tvo sunnudaga til veiða í veiðiskógi, sem Skúli prófessor hefir á leigu. Er hann rúmlega 30 km. frá Árósum. Við skógarjaöarinn er ungur duglegur bóndi, sem þar býr og á 50—60 hektara lands og 44„ mjólkandi kýr. Þetta er vinur Skúla, og þar borðuðum við miðdagsmat, en vorum annars á göngu um merkur og skóga myrkranna á milli. Hvar sem ég fór um var alls staðar verið að vinnu, verpa hálmi og mold yfir rófurnar, plægja og búa undir vorið eða þrífa til heima við. Sýndist mér þó afarlítið um rusl og lausa- dót, sem oft vill brenna við hjá okkur bændunum, svo sem timburdrasl, tunnu- garma og. fleira. Þessi bóndi átti 6 hesta og lét plægja alla daga. Ég spurði hann um kaup og vinnutíma. Hann sagði, að byrjað væri kl. 6V2 að morgni að gefa hestunum og brynna, og síðan lagt á þá, en kl. 8 væri byrjað að plægja og unnið þá til kl. 12. Þá er borðað, og svo unnið aftur frá 1—5, og kaupið var 6 krónur á dag, án fæðis. Allir þ-cir, sem unnu hjá hon- um, bjuggu þar í grennd cg borða heima hjá sér. Allþungt er að ganga hina leirblönduðu jörð allan dag- inn á eftir plógnum. Ég komst, í kynni við að ganga ný- plægða akrana í leit eftir hérunum, sem bæla sig þar, þótt nálægt bæjum sé. Það hefir aldrei legið ljós- ar fyrir mér, hvílík nauðsyn okkur bændaefnum væri á því að vinna á bændabýlum í einhverju nágrannaland- anna, t. d. þó ekki væri nema sept.—nóv.mánuði. Það ætti að vera skilyrði til fullkom- ins prófskírteinis búfræðings, eins og læknanem^rnir okk- ar þurftu á sínum tíma að vinna í fæðingarstofnun úti, áður en þeir fengu lækna- prófsskírteini. Ég veit þú þekkir þetta allt, en þetta er bara rödd hins ókunnuga bónda, sem þó hefir augun opin.“ .... Það má taka undir það með Ólafi, að gott og gagn- legt mundi það mörgum ís- lenzkum heimaalningum að kynnast annarra .starfsað- ferðum, en hvort það skuli gert að skilyrði fyrir því að öðlast nafnbótina „búfræð- ingur“ má um deila. Margir góðir íslenzkir bændur hafa þó öðlazt erlendis nokkurt veganesti, er síðar kom að góðu gagni í búskap þeirra. Mætti einnig svo verða fram- vegis. Samið m leigu á þrem síor- utn skipum ti! sífdarflutninga Liiudiiii á Kcykjsívík g©Big'Mr mi g'B,eið!eí‘‘a Eimskipafélagið er nú að semja um leigu á þrem stór- um skipum af Knot-gerðinni fyrir atbeina ríkisstjórnar- innar. Eru það skipin Salmon Knot og Knob Knot. Auk þess er í ráði, að True K’not fari aðra ferð. Löndun síldar í Reykjavík heldur stanzlaust áfram, og er sildinni ekið á bifreiðum frá skipshlið út á knatt- spyrnuvöll „Fram,“ en þar hefir verið gert „plan“ til síld argeymslu. Stjórn síldar- verksmiðjanna greiðir 25 kr. fyrir máli af þessari síld kom ið á bíl við skipshlið. Lönd- unin gengur vel og hefir þeg- ar verið landað 25—30 þús. málum. Þá er verið að semja við Bandaríkjastjórn um leigu á skipunum Salmon Knot og Knob Knot til síldarflutn- inga, og einnig um það, að True Knot fari aðra ferð. Hvert þessara skipa ber um 35 þús. mál. True Knot mun enn liggja á Patreksfirði, en verið er að færa síldina til í Skipinu og er búizt við, að það muni bráðlega geta haldið áfram. Síldavaflinn í Hvalfirði er nú kominn yfir 400 þús. mál. Nokkur skip hafa losnað í gær og nótt, og eru nú komin á veiðar. Jólaeplin skömmtuð Ákveðið hefir verið að jóla eplin verði skömmtuð. Verð- ur stofnauki nr. 16 lögmæt heimild til kaupa á þremur kílóum. Mega menn leggja hann strax inn í þær verzl- anir, er þeir kjósa að skipta við, þegar eplin koma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.