Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 9. des. 1947 228. blað' GAMLÁ BIÓ Tarsan ©g lilé- karSastiÉlkan (Tarzan And The Leopard Woman) Ný' amerísk ævintýramynd. Johnny VVeissmuller Brenda Joyce Acquanetta. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TRIPOLI-BÍÓ „Fasi Americana” Amerísk dans- og söngvamynd, tekin af RKO Radio Pictures. Aðalhlutverk leika: Phillip Teary Audrey Long Robert Benchley Eve Arden Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. Caraegie IIssll Stórkostlegasta músíkmeynd, sem gerð hefir verið. . Sýnd kl, 9, Mcrgnnstnnd I Mcllywnod Músík- og gamanmynd með Spiki Jones og King Cole tríó- - inu. Sýnd kl. 5 og 7. — Sími 1384. — ■■ - ■' Virkið í norðri (Framhald af 3. síðu) a)la lund. Flokksdeild komm- únita hér fylgdi þessari línu sleitulaust. Vinnan hjá setu- liðinu var kölluð „landráða- vinna“ og þess var krafizt af ríkisstjórninni, að hún reyndi að koma a. m. k. jafnmiklum vörum til Þjóðverja og Bret- ar fengu héðan. Reynt var á allan hátt að æsa þjóðina gégn Bretum og hræða sjó- mennina, svo að þeir hættu si'glingum til Bretlands. — Þjóðviljamennirnir voru því ekki teknir vegna þess, að þgir væru að vinna fyrir ís- lgrízka hagsmuni, heldur voru þeir að reka erindi alþjóðl. frokkshreyfingar, sem var þá samliérji Þjóðverja og ein- béitti sér gegn stríðsrekstri Bandamanna á allan hátt. Það er mikill ágalli á sagna- ritun, sem á að vera hlut- laus, að draga þetta alveg undan og gefa ófróðum les- endum helzt ástæðu til að halda, að kommúnistar hafi Ieikið hlutverk ofsóttra og misskyldra frelsisgarpa í þéssu máli. Biafi höf. ekki viljað segja sannleikann um ofsök handtakanna vegna ótta við það, að kommúnistar xnyndu ofsækja hann, hefði farið betur á því, að hann sleppti þessum þætti úr að mestu eða öllu leyti. enda NÝJA BIÓ Margie. Jeanne . Crain Glenn Langan Lynn Bari. Sýn4 kl. 9. ifefBad Varzams Mjög spennandi mynd, gerð eftir einni af hinum þekktu Tarzánsögum. Glenn Morris Eleanor Holm Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBIÓ VOIVFON TOWIV Skrautleg söngva- og dansmynd í eðlilegum litum. Sid Field Greta Gynt Kay Keandall. Sýnd kl. 5, 7 og 9. | Tíminn ! Nýir kaupendur fá Tímann! | til áramó'ta' fyrir aðeins j | 5 krónur. | i | Þar með er fjölbreytt j \ jólablað. Símið strax í j 2323 og pantið Tímann. heyrir hann raunverulega ekki undir viðskipti fslend- inga, heldur undir viðskipti Bandamanna við alþjóðlega flokkshreyfingu, sem um skeið var á bandi Þjóðverja. En sé hins vegar sagt frá einhverju á annað borð, er hálfsögð saga eða hálfur sannleikur eitt það versta, er sagnaritara getur hent. Þá má benda á, aö höf. fatast alveg tökin sem hlut- lausum sagnaritara, er hann ræðir um flugvallarmálið. — Þótt skoðanir hans í því máli skuli engari veginn áfelldar, eiga þær ekki heima í riti, er á að vera hlutlauS og örugg heimild um einn merkan þátt Íslandssögunnar. En þótt riti þessu sé á ýmsan hátt ábótavant og ýmislegt af efni þess beri aö taka með varúð, (t. d. eigin frásagnir ýmsra þeirra, sem áttu í hoggi við setuliðin) er að mörgu leyti fengur í því og verulegur styrkur fyrir þá, sem síðar vilja kynna sér þessi mál og rita um þau. — Höfundurinn hefir því á margan hátt unnið þarft verk, þótt ýmislegt megi að því finna. Mikill fengur er líka í hinum mikla fjölda mynda, er prýða ritið, og margar hverjar eru mjög góðar. Frágangurinn frá hendi útgefandans virðist hinn vandaðasti. Þ. Þ. Erleiat yfsrlit A. J. CronirL: (Framhald af 5. síðuj flestum eða öllum öðrum, að betur má, ef duga skal.. Mikill vinnumaðúr. Schumaii er þannig lýst, að hann sé maður hlédrægur og yfirlætis- laus. Hann hefir aldrei kvænst og hefir jafnaxx lá.tið sér nægja að búa í einu herbergi. Hann er bind- indismaður og hófsmaður í matar- æði. Hann hefir lítt stundað skemmtanir og ver tómstundum sínum helzt til að skoða söfn og safna gömlum handritum. Yfirleitt gefur hann sig ekki að öðru en þeim verkum, sem hann hefir tekið að sér á hverjum tíma. Við þau er hann vakinn og sofinn öllum stundum. Þannig hljóðar í stuttu máli sú lýsing, sem heimsblöðin hafa gefið á þeim manni, sem valizt hefir til forustu franska lýöveldisins á örlagastund þess. Hann skortir ýmsa þá hæfileika, er glæsilegir stjórnmálaforingjar þurfa að hafa. En hann er starfsamur, samvizku- samur og þrautseigur. Reynslan sker úr því, hvort þeir hæfileikar nægja honum til að sigra þá miklu örðugleika, sem steðja nú að franska lýðveldinu. Sjaldan hefir nokkur forsætis- ráðherra tekið við ömurlegra ástandi en Schuman á dögunum. Dýrtíð hafði farið síhækkandi, framleiðslan minnkandi og 2. milj. verkamanna voru í verkfalli. Til viðbótar svo það, að stærstu flokk- arnir, kommúnistar og Gaullistar, reyna að auka á óánægjuna á allan hátt. Takmarkið, sem Sehuman hefir sett sér, er að draga úr verð- bólgunni og dýrtíðinni, koma á vinnufriði og auka framleíðsluna. Heppnist honum þetta, er framtíð franska lýöveldisins tryggð. Mis- takist honum, veit enginn, hvað við tekur, en margir óttast, að þá liggi leiðin úr öskunni í eldinn. Bóktn um ísl. hcstiim (Framhald af 4. síðu) vera, að hún væri hvort tveggja. Höfundurinn nálgast efnið frá listrænu sjónarmiði, oft rómantísku, en vill þó hvergi sleppa af því fræöi- lega, ekki hagga við því er hann telur sögulegan sann- leik og fræðimannlega rann- sókn. Þaö er erfitt hlutverk að sameina þessi tvö sjónar- mið, en Broddi stenzt raun- ina. Bók hans er virðulegt minnismerki um íslenzka hestinn, minnismerkið, sem þráfaldlega hefir verið um beðið. Þessi fáu orð mín hér eru ófullnægjandi sem rit- dómur um svo viðamikið rit. En ég hefi viljað vekja menn til forvitni um bókina, því að ég hefi ekki lengi séð aðra, sem girnilegri er til fróðleiks, hvort sem menn vilja fræð- ast um efni bókarinnar eöa höfund hennar. Allir, sem lagt hafa hönd að þessu verki, höfundur, teiknari og útgefendur, eiga skilið lof og þökk. Frímerki Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PÁLSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Þegar ungur ég var Það var þá fyrst, að við Gavin urðum aö skilja. Faðir hans bjó á hverju sumri í sumarhúsi lengst úti á heiöum, þar sem gnægð var veiðivatna, og auðvitað'átti Gavin að fara þangað líka. , Það kom reyndar á daginn, aö Júlía Blair vildi, aö ég færi með þeim þarna út á heiöarnar, en það var svo margt því til fyrirstöðu, að ég gæti notið þessarar' vinsemdar — ferða- kostnaður, ferðabúnaður og margt, margt fleira. Svo aö ég fór hvergi. Við Gavin kvöddumst í járnbrautarstöðinni. Augu okkar voru grunsamlega skær, og við sórum hvor öðrum tryggð og trúnað meö sérstöku handtaki, sem við höfðum sjálfir fundið upp. Ég var á heimleið, þegar ósköpin dundu yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti. Einhver stöðvaði mig. Þegar ég leit upp, sá ég mér til skelfingar, að það var Roche kanúki. Kann stóð þarna fyrir framan mig, hávaxinn og skugga- legur, studdist fram á regnhlífina sína og hvessti á mig tinnusvört augun, rétt eins og ég skoðaði ýms smákvikindi í smásjánni minni. Hingað til hafði ég verið svo heppinn að geta alltaf snið- gengið Roche kanúka, án þess að væri þó bert, að ég forð- aðist hann. Hann var ungur maður — að sögn yngsti kanúk- inn i Skotlandi. Hann var ákaflega magur í andliti, nefið bogið og ennið hátt og mikið. Gáfur hans voru á hvers manns vitorði, enda hafði námsferill hans í skozka presta- skólanum í Róm verið afburða glæsilegur. Það hafði ekki verið álitlegur söfnuður, sem hann tók við, þegar hann var gerður prestur kirkju hinna heilögu engla. Hver hönd- in var upp á móti annarri, enda var safnaðarfólkið af mörg- um og ólíkum þjóðum — Pólverjar, Litháar, Slóvakar og írskir innflytjendur, sem komið höfðu smám saman til bæjarins, þegar vinna bauðst í katlasmiðjunum. Kanúkinn nýi komst fljótlega að raun um, að það var aðeins eitt ráð til þess að hafa hemil á þessari mislitu og misbresta- sömu hjörð, sem að mestu leyti var skipuð ólæsu fólki, og hann hikaði ekki við að beita því. Hann brýndi röddina í predikunarstólnum og flutti yfir því slíkar þrumuræður, að það hafði aldrei heyrt annað eins, veifaði yfir því svipu réttlætisins og hótaði því ævarandi útskúfun og fordæm- ingu og öllum kvölum helvítis. Eftir tólf mánaöa starf hafði hann tamið söfnuð sinn, aflað sér vináttu eigenda katla- smiðjanna og virðingar hinna frjálslyndari forustumanna í bænum, sem þó elskuðu hann harla lítið — og var það stærri sigur en kaþólskum mönnum tókst yfirleitt að vinna í litlum, skozkum bæjum, þar sem trúarofstækið gekk Ijós- um logum og „villutrúarmenn" voru fyrirlitnir og lítilsvirt- ir. En einkennilegast var þó af öllu, að söfnuður hans ótt- aðist hann ekki aðeins, heldur unni honum einnig. Strang- ur var hann — það vissi sannur guð og allir heilagir — kanúkinn var vissulega refsivöndur i hendi guðdómsins. Og íólkið bað honum til skiptis guðs blessunar eða bölvunar. Það var þess vegna ekki nein furða, þótt mér yrði hverft við, þegar hann stöðvaði mig á förnum vegi, jafnvel þótt rómurinn væri mildur, þegar hann ávarpaði mig. „Ert þú ekki Róbert Shannon?“ spurði hann. „Jú, faðir,“ stundi ég. Það þýddi ekki fyrir mig að dyljast. Hann brosti hýrlega um leið og hann sagði: „Og þú ert auðvitað kaþólskur?" „Já, faðir." Hann tók að sveifla regnhlífinni sinni. „Ég hefi fengið bréf frá starfsbróður mínum í Dyflinni — föður Shanley ... Hann bað mig að líta til þín.“ Hann renndi til mín augunum. „Þú kemur náttúrlega til messu hjá mér á sunnu- aaginn.“ Ég laut höfði. Ég var svo fróður, að ég vissi, hvað strang- trúarfólkið skozka kallaði kaþólsku kirkjun — skækjan frá Babýlon hét hún í munni þess. Og ég vissi mætavel, hvað það þýddi að ganga með brennimark hennar á enni sér. Ég hafði ekki haft kjark til þess að sækja kaþólskt guðs- hús síðan ég kom til Levenford. Kanúkinn fékkst við regnhlífina sína enn um stund. „Þú hefir auövitað verið til altaris og neytt heilagrar kvöld- máltíðar?" sagði hann svo. „Nei, faðir,“ tuldraði ég. „En þý hefir þó sjálfsagt skriftað einhvern tíma?“ Sjúkleiki foreldra minna hafði forðað mér frá þessari óttalegu skyldu. Og nú óskaöi ég þess heitast, að jörðin opnaðist og gleypti mig. En hún var ekki svo líknsöm, svo að ég neyddist til þess að svara. „Nei, faðir,“ hvíslaði ég.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.