Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.12.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 9. des. 1947 228. blað deg,i tií da. I dag: Sólin kom upp kl. 10.08. Sólarlag kl. 14.32. Árdegisflóð kl. 3.05. Síð- degisflóð kl. 15.25. í nótt: Næturakstur annast Litla bíl- stjöðin, simi 1380. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjar- skólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki sími 1760. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Fréttir. 20.25 Tónskáldið César Franck. — 125 ára minning. a) Formálsorð. b) Tónieikar: Sym- fónía í d-moll. 21.15 Erindi: Frum- byggjar jarðar IV. Fyrstu Evrópu- mennirnir (dr. Áskell Löve). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Spurn- ingar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.00 Fréttir 22.05 Húsmæðratími (frú Dagbjört Jónsdóttir). 22.15 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 22.40 Dagskrárlok. Skipafréttir: Brúarfoss kom til London 6. des. frá Fáskrúðsfirði. Lagarfoss fór frá Gautaborg 4. des. til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Siglufiröi 8. des til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Sig'.u- firði 8. des til Reykjavíkur. Reykja- foss kom til Siglufjarðar í gær, fór þaðan sama dag til Gautaborgar. Salmon Knot kom til New York 30. nóv. frá Reykjavík, lestar í New York um 12 des. til Reykjavíkur. True Knot er á Patreksfirði á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar. Knob Knot fór frá New York 5. des. til Reykjavíkur. Linda er í Halifax. Lyr.gaa kom til Reykja- víkur 5. des. frá Siglufirði. Horsa kom til Reykjavíkur 6. des. frá Leith. Farö kom til Antwerpen 1 gær 7. des. Konur skora á Reykjavíkurbæ ,að gera betur í heilsuverndar- málum barna. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavik haldinn 27. og 28. nóv. 1947 skorar á bæjarstjórn Reykja- víkur að hraða sem mest endur- skoðun heilbrigðissamþykktarinnar og gera nú þegar nauðsynlegar ráð stafanir til þess að heilbrigðisfull- trúi geti hafijý starf sitt að endur- skoðuninni lokinni. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri cjsk til 'bæjarstjómar Reykjavíkur að I. Öllum börnum í barnaskólum bæjarins veAi tryggt lýsi daglega, og fái þau börn aðeins undanþágu, sem skv. læknisvottorði þola ekki Jýsi, eða hafa með sér yfirlýsingu íoreldra um, að þau fái lýsisgjafir á heimiiunum. II. Að komið sé á fót víða í bæn- um ljósastofum, sérstaklega í út- hverfum bæjarins, svo að börn, sem ekki njóta lý^sbaða í barnaskólun- um, geti. si'V. læknisráði fengið ljósböð á þessum stöðum. Enn- fremur telur fundurinn nauðsyn- legt að auka. ijósböð í barnaskól- unum. Dvalarleyfi ekki nauðsynlegt í Belgíu. Um máneðamótin féll niður vís- umskylda íslenzkra ríkisborgara, em ferðast vilja til Belgíu og gagn kvæmt, enda sé eigi um lengri dvöl áð ræða en t.yo mánuði. Bókmenntakynning Helgafells, sú þriðja í röðinni, var haldin í Austurbæjprbíó síðastl. sunnudag. Þar las Guðbrandur Jónsson próf- essor upp úr skáldsögu Jóns Björnssonar um Jón Gerreksson biskup í Skálholti, en Lárus Páls- son leikari las upp úr kvæðasafn- inu ísland þúsund ár, kvæði eftir Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson, Halldór Kiljan og Stein Steinar. StjórrLmáiarLámskeLð S. U. F. Næsti fundur verður ann- £$ð kvöld kl. 8,30. Vilhjáímur I?ór, forstjóri, flytur þar er- ijndi um samvinnumál. Aríðandi að allir þátttak- endur mæti. Árnað heilia. Gefin hafa verið saman í hjónaband: Ungfrú Laufey Tómásdóttir, Bergþórugötu 23 í Reykjavík, og Björgvin Halldórsson Ránargötu 29. Séra Jakob Jónsson gaf brúð- hjónin saman. Ungfrú Guðrún Árný Magnús- dóttir frá (%ngu í Tálknafirði og Níels Pálsson frá Suðurey. Heimili ungu hjónanna er á Öldugötu 30A í Reykjavík. Séra Jakob Jónsson gaf brúðhjór/'i saman. Hjúskrjþarheit sitt hafa gert kunnusd;: Ungfrú Gróa Axelsdóttir, Borg í Sandgerði, og Birgir Jónsson sjó- maður, Öldugötu 55 í Reykjavík. Bergur Jónsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Svo bar tii Bar vel í veiði. í Cleveland er kvenlögregluþjónn, sem heitir Betty Anthony. Hún er 28 ára gömul. Henni þótti bera sér- staklega vel í veiði núna í haust, þegar hún gómaði mann, sem um langt skeið hafði svikizt um að greiða fráskilinni konu sinni lög- skipað m^ðlag ’ til framfærslu börnum þeirra. — Konan, sem hann hafði prettað svo lengi, heitir Betty Anthony, lögregluþjónn í Cleveland. Tak sæng þína og gakk. Lúsíana Gallipani á heima í Genúa á Ítalíu og er orðin tuttugu og fimm ára. Hún fékk lömunarveiki, þegar hún var unglingur, og síðan hefir annar fótur hennar verið máttlaus. En nú fyrir skömmu fékk hún bct meina sinna á einkenni- legan hátt. Svo er máímeð vexti, að Lúsíana Gallipani ra£_ dálítil viðskipti á svörtum markaði, eins og nú er eliki svo fátítt um bezta fólk í ýmsum löndum Norðuxálfunnar. Dag einn var hún að selja sígar- ettur. Þá sá hún tvo lögregluþjóna koma, og hún sá ekki betur en þeir stefndu beint til hennar. Þá varð hún dauðhrædd og tók til fótanna. Og viti menn — fóturinn, sem hafði verið henni ónýtur í herrans mörg ár, dugði henni hið bezta. Nú kemur Lúsíana Gallipani dag- iega til fundar við Maríu mey í kirkju sinni í Genúu og færir henni þakkarfórnir, því að hún þakkar hinni heilögu jómfrú þetta krafta- verk. Félagslíf Undir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Ödýrar auglýsingat Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 n. k. miðvikudagskvöld. SKI^UTG€RÐ RIKISINS M.b. „Sæhrímnir” til Bíldudals, iÞngeyrar og Flateyrar. Vörumóttaka ár- degis í dag. IIcrbeFgi Kjallaraherbergi til leigu. Upp- lýsingar í síma 4800. Dívanar ýmsar stærðir VERZLUN INGÞÓRS Selfossi. — Sími 27. /Evisaga Benjamíns Franklín fæst í Bókabúðinni Laugaveg 10. Farmall, ásamt sláttuvél og reimskifu, til sölu. Sá, sem getur látið nýlegan jeppa, gengur fyrir. Upplýsingar sendist í bréfi til afgreiðslu Tímans, merkt „Far- mall“. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur, verður haldinn í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 10. þessa mánaðar og hefst kl. 8,30 e. hád. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stjórnmálahorfur: Þórarinn Þórarinsson ritstj. hefir framsögu. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Á förnum vegi Gamall ungmennafélagi hefir sagt vlð mig: ■ — Þegar ég var ungur fór vakn- ingaralda um landið. Ungir menn, sem þekktu þrældóminn að baki, risu upp, reiðubúnir til þess að skapa nýja öld. Þeir sáu í hilling- um fagra framtíð og bjarta tíma og voru reiðubúnir til þess að leggja líf og starf til þess, að sú sýn mætti verða að veruleika. — Ég efast um, að okkur hafi dreymt djarfari drauma um efna- lega viðreisn og atvinnuumbætur heldur en nú eru orðnar að veru- leika, hélt þessi maður áfram. En þó er það samt svo, að flest er aö öðru leyti á annan veg heldur en fyrir okkur vakti fyrir fjörutíu ár- um. Sá andi, sem hreif okkur upp úr eymdar-lognmollu og dofasvefni , vanans, og átti að verða líftaug þjóðfélagsins og akkeri þess og kjölfesta í róti og umbrotum, er gleymdur og dáinn. Að minnsta kosti verður hans lítið vart. 1 Þegar ég er nú á gamals aldri að skygnast um í þjóðfélagi okk- ar, þar sem menntun er óneitan- lega orðin svo góð, fólkið búið að | fá yfirleitt í hendur svo góð tæki, | að vel er sambærilegt við það, sem sést meðal hinná fremri þjóða heimsins og ríkulegir möguleikar | virðast til hinnar beztu afkomu á allan hátt, er það einmitt þessi kjölfesta, er mér virðist vanta. Það er hinn samstillti vilji til þess að skapa gott þjóðfélag, _ löngunin til þess að keppa að háleitu marki, andinn, sem gerir menn sterka og djarfa. Það er til nóg af mönnum, sem sjá hinar ytri meinsemdir — menn, sem tala um að gera þurfi at- vinnureksturinn í landinu sam- keppnisfæran við atvinnurekstur annarra þjóða, menn, sem tala um að lækna verði meinsemdir verðbólgu og dýrtíðar, menn, sem tala um, að þessir eða hinir verði að fórna á altari þjóðarhagsmun- anna til þess að tryggja framtíö sína og annarra. Gott og blessað og hárrétt. En þessir menn eru ut- an garna í lífinu og skilja ekki rök tilverunnar. Öll lagaboð og fyrirmæli eru lítils virði, þótt unnt sé að knýja þ4au fram, ef hin innri skilyröi eru ekki fyrir hendi. Þess vegna er það, _að okkur vantar fyrst og fremst menn til þess að glæða og skapa það hugarástand með þjóðinni, sem gerir kaldan lagabókstaf að lifandi veruleika. Okkur vantar menn, sem eru gæddir andagift, lífi og krafti til þess að endurvekja þann anda, sem einn getur orkað því að lyfta þjóðinni til samstilltrar meðvit- undar um sjálfa sig og framtíö sína, skapað fórnarlundina og viljann til átaka, og þá kemur hitt á eftir. En sé byrjað á öfugum enda, held ég að aðeins verði erf- iðara um vik að bræða saman brotalamirnar á þjóðfélaginu. Rödd þessa manns er dálítið frá- brugðin því, sem oftast heyrist, og er mér það ánægja að koma skoð- unum hans á framfæri. J. H. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SKÁLHOLT i U o o o o o <► i > Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl. 2, o O sögulegur sjónleikur eftir GnðiiHmd Eamliau Sýning auaiaS kvöld kl. 8. sími 3191. I i F J AlAKÖTTFKSrW sýnir gamanleikinn S 0 I B ■■ II ( « :: :8 „Orustan á Hálogalandi” í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar frá kl. 2 i dag. Aðalfundur Byggiiagsafélags Alfíýðas í SSssfiiarflrði verður haldinn föstudaginn 12. desember næstkom- andi í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og hefst stundvís- lega kl. 8,30 siðdegis. Síagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. \ 3. Önnur mál. Félaggsstjjárnin. « H ♦♦ ♦♦ H ♦♦ H ♦♦ :: II H :: ♦ ♦ :: ♦♦ ♦♦ :: !:: I« ►♦♦♦ ►♦♦♦ ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Góður trésmiður eða húsgagnasmiður | getur íengið atvinnu hjá oss mí þegar; Sími 1680 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦■»♦♦♦♦♦ ♦♦ ♦»♦♦♦♦ ♦ »♦♦♦♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.