Tíminn - 08.01.1948, Side 5

Tíminn - 08.01.1948, Side 5
5. blað TÍMINN, fimmtudaginn 8. jan. 1948 5 Fimmtud. 8. jms. íslenzk stjórnmá! Þegar ólíkir flokkar standa saman að ríkisstjórn er hætt við að löngum gangi í þófi um það, hvað gera skuli. Hver aðili reynir að iáta sín mál fá sem bezta lausn. Allir verða að slá af, svo að engir verða að lokum fyllilega á- nægðir með það, sem gert er. Þetta er mikill ókostur og samfara þessu er líka hætta fyrir lýðræðið. En þessi hætta fylgir jafnan mörgum flokkum, þar sem enginn einn samábyrgur aðili hefir meirihluta á löggjafarþingi. Það verður ekki nánar rak- ið í þetta sinn, hvernig þjóð- skipulag íslendinga, kjör- dæmaskipun og kosningalög ,hafa boðið þessari hættu heim, eða hver ráð muni lík- legust til þess að reisa skorð- ur við henni í sjálfu þjóð- skipulaginu. En athygli skal samt vakin á nokkrum atrið- um, er snerta þetta atriði. Eins og sakir standa eru ýmsar iínur íslenzkra stjórn- mála óhreinar. Mest ber ef til vill á því, að til eru tveir verkamannaflokkar og bilið milli þeirra er það breitt, að annar hefir stjórnarforyst- una, en hinn er í stjórnar- andstöðu. Sá flokkurinn átti þó nýlega sæti í ríkisstjórn, sem síður en svo var hollari og haganlegri alþýðustéttum landsins. Það er fyrst og fremst viðhorfið til stórvelda heimsins, sem markar stefnu leiðtoganna þar, svo að ein'n daginn eru þeir friðarvinir og einangrunarsinnar, en hinn daginn vilja þeir segja fjarlægum stórþjóðum stríð á hendur. fslenzk verkamannastétt hefir að töluverðu leyti falið þessum alþjóðlegu vindhön- um, sem austanblærinn þýt- ur í og snýr sitt á hvað, eftir því hvernig honum slær fyr- ir, ráð sitt og forsjón á stjórnmálasviðinu. Margir hafa gert þaö í þeirri trú, að þar væri raunverulega frjáls- lyndasti og lýðhollasti flokk- urinn, þó að þeir séu nokkuð margir, sem telja heimsyfir- ráð Rússa mesta hagsmuna- mál íslenzkrar alþýðu. Þeir eiga heima í flokknum með löngu nöfnin. Hinir hafa lent í flokknum vegna þess, að þeim hafa ekki líkað starfshættir Alþýðuflokksins, sem á margan hátt hefir starfað hér öðruvísi en hlið- stæðir flokkar í nágranna- löndunum. Sundurlyndi verkamanna- flokkanna er staðreynd og sú staðreynd veldur miklu illu í stjórnmálum þjóðarinnar. Fulltrúar verkamanna og raunverulegir umbjóðendur koma aldrei fram sem ein heild. Og innbyrðis skapar þessi klofningur skilyrði fyr- ir alls konar yfirboð og glæfrabrögð. Þegar þannig er ástatt verða höfuðlínurnar óskýrar og erfitt um stjórnarsam- starf. Þá verða margir óá- nægðir. Þetta sannast meðal ann- ars á dýrtíðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar núna. En ERLENT YFÍRLIT: Stanley Baldwirr Maim vai' klóknr stjénuuálamaður, en lítfil forfngi Nokkru fyrir áramótin lést í Bretlandi einn. þeirra stjórnmála- manna, sem hmst bar á árunum milli styrjaldanna, Stanley Bald- win. Saga hans er á ýmsan hátt merkileg, því að frami hans var á ýmsan hátt táknrænn fyrir þann tíma, er hann -var mestur. Stanley Baldwin var sönnun þess, að þeg- ar þjóðirnar gerast sljófar og væru gjarnar, velja. -þær sér oftast til forustumenn, sem vel geta verið lægnir stjórnmálamenn, en eru litl ir foringjar. Einn versti annmarki lýðræðisins er- einmitt sá, að það kýs sér sjaldan mikinn foringja til forustu, nema komið sé í ó- efni. Undir öðrum kringumstæð- um sættir það. sig bezt við leið- toga eins og Stanley Baldwin. Lítill námsmaður. Stanley Baldwin var réttra 80 ára, er hannHézt. Fyrstu 50 ár ævinnar var hahn lítið þekktur í Bretlandi, og 'seinustu 10 ár æv- innar var hanh að mestu leyti gleymdur maður. Um 10—15 ára skeið var hann-einhver vinsælasti og dáðasti maður Bretaveldis. - Stanley Baldwin var fæddur auðugur. Forfeður hans höfðu stofnað jámvinnsluverksmiðjur, sem urðu gróðásælt fyrirtæki, er jafnan hélst í ættinni. í móður- ætt rakti haœn frændsemi og tengdir til ýmsra andans manna, t. d. voru þeir Báldwin og Kipling systrasynir. Strax og Baldwin fékk aldur til. var hánn settur í annan frægasta menntdskóla Breta, Harr- owskólann. Náttiið gekk 'honum mjög illa og"'fékk hann lægstu einkun við brátttskrá.ningu. Síðar stundaði hann háskólanám í Cambridge og' ságði svo frá á eft- ir, að hann héfði ekki lagt þar stund á neitt;"'enda ætti hann frama sinn því áð þakka, að hann hefði ekki slitið' sér út við uám í uppvextinum. Bréfið til Times. Að loknu námi gerðist Baldwin framkvæmdastjóri við fyrirtæki föðurs síns og reyndist þar hinn nýtasti maður. Einkum var hon- um umhugað 'um verkamenn fyr- irtækisins og lét bæta kjör þeirra á ýmsan hátt. : Faðir Baldwins lézt árið 1908. — Hann hafði þá verið þingmaður um alllangt skeið og var Baldwin kjörinn eftirmaður hans og hélt því sæti jafnan síðan meðan hann gaf kost á sér. Fyrstu 13 árin, sem Baldwin sat á þingi, vakti hann á sér sáralitla athygli. Einn af helztu leiðtogum íhaldsmanna, Bonar Law, hafði þó veitt honum eftirtekt og gert hann að fulltrúa sínum. Fyrir atbeina Bonar Law fékk hann sæti í ríjsisstjórninni 1921 og gengdi þá embætti verzl- unarmálaráðherra. Það var rétt eftir stríðslokin, er Baldwin vann verk, sem síðar hef- ir verið mjög á loft haldið. Hann sendi þá bréf undir dulnefni til „The Times“. í bréfinu er rætt um hina erfiðu fjárhagsafkomu Bretlands og síngirni þegnanna, einkum þeirra, sem betur mep sín. Bréfritarinn segist ekki sjá önn- ur ráð til bjargar en að þeir ríku gangi á undan og gefi hinum gott fordæmi. Bréfritarinn segist því hafa ákveðið í þeirri von, að það I yrði öðrum til eftirbreytni, að gefa I ríkinu 20% af eignum sínum, er séu um 580 þús. sterlingspund. Þeir urðu fáir eða engir, sem fylgdu fordæmi Baldwins. En bréf hans vakti samt mikla athygli og það komst fljótt upp, hver höfund- ur þess var. Átti þetta síðar veru- legan þátt í þeim vinsældum, er Baldwin naut um skeið. Ræðan í Carltonklúbbnum. Ári síðar en Baldwin varð verzl- unarmálaráðherra, reis upp sterk óánægja innan íhaldsflokksins gegn stjórnarforustu Lloyd George. íhaldsflokkurinn hafði þá meiri- hluta á þingi, en hafði stutt Lloyd George til stjórnarforustu vegna vinsælda hans. Bonar Law var forustumaður uppreisnarinnar. — Þingflokkur íhaldsmanna var kvaddur saman til fundar í Carl- tonklúbbnum til að ræða þetta mál og var búizt við, að uppreisnin yrði kveðin niður vegna veikinda- foríalla Bonar Laws. En það fór á aðra leiö. Baldwin tók að' sér að flytja mál hans á fundinum. — Hann flutti mál sitt af slíkri mál- snild og rökfimi, að þingmennirn- ir féllu í stafi yfir því, að þeir hefðu haft þvílíkan mælskusnilling meðal sín í 15 ár og ekki vitað um þenn- an hæfileika hans. Úrslitin á fund inum urðu líka þau, aö ákveðið var að steypa stjórn Lloyd George, og skömmu síðar myndaöi Bonar Law stjórn og gerði Baldwin- að það er þó ef til vill hættuleg- ast af öllu, að menn láta þreytuna ná yaldi yfir sér og gefast upp yið að berjast fyr- ir stefnu sinni. Við það getur ekkert unnizt. En þó að ríkisstjórnin eigi nú að ýmsu, -leyti erfitt og þjóðin bíði ".rcsklegri átaka og skörulegra aðgerða með óþr eyj u, vill rikisstj órninni það til, að litlar líkur eru til þess, aö skipt gæti um til bóta fyrst um-sinn. Það skort ir enn samhent samtök um- bótamanna;" er gætu leyst hana af hólmi. En við komm- únistana getur ríkisstj órnin sagt svipaö og enskur konung ur sag'ði einu sinni við valda- sjúkan bróður sinn: „Það drepur mig enginn í þeim til- gangi a'ð koma þér til valda.“ Umbótastefnan sigrar ekki nema með' því, að hún fái ráð andi ítök í ríkisstjórn. Því hafa ábyrgir menn og þjóð- hollir ekki annað að gera en berjast fyrir sínum málstaö og skapa hreinni línur í stjónmálunum. En því aðeins tryggja þeir sér vinnufrið til þess, að atvinnuvegir séu reknir á íslandi, og þvi er það fyrsta skilyrði fyrir fram tíðarsigri íslenzkra umbóta- manna, að dýrtíðarráðstafan ir ríkisstj órnarannar, þótt takmarkaðar séu, fái að' skapa starfsgrundvöll og starfsfrið fyrir íslenzkt at- vinnulíf. Það er ástæðulaust að mæl ast undan deilum og málefna legum átökum. En fyrst verða allir hugsandi og ábyrgir menn að gæta þess, að með- an við deilum um skiptingu þjóðartekna og skipun félags málanna, verður þjóðin þó að vinna fyrir sér, ef hún á að halda tilveru sinni. Stanley Baldwin. fjármálaráðherra. Veikindi Bonar Law urðu þess valdandi, að hann varð að segja af sér árið eftir, og gerði þá Baldwin að eftirmanni sínum. Vakti það undrun margra og var m. a. sagt, að aldrei fyrri heföu jafn óþekktur maður orðið forsætisráðherra Bretaveldis. Þrívegis forsætisráðherra. Forsætisráðherratíð Baldwins varð ekki löng að þessu sinni. — Áður en ár var liðið, hafði flokkur hans tapað kosningum og Mac Donald myndaði fyrstu stjórn ' verkamannaflokksins með stuön- 1 ingi frjálslyndra. Sú stjórn sat heldur ekki lengur en tæpt ár. — j Þá urðu nýjar kosningar og unnu íhaidsmenn þá mikinn kosninga- 1 sigur. í fyrsta sinn fyrir þær kosn- ! ingar var útvarpað kosningaræð- : um _ flokksforingjanna og þótti hlustendum sérstaklega gott að heyra til Baldwins. Baldwin varð nú forsætisráðherra og Churchill fjármálaráðherra hans í fimm ár. Þá unnu jafnaðarmenn nýjan sig- ur, en hélzt illa á honum. Árið 1931 var þjóð'stjórnin mynduö undir forustu Mac Donalds, þótt íhalds- menn hefð'u meiri hluta á þing- inu. Raunar var það líka Baldwin, sem mestu réði, þótt hann teldi heppilegra að láta Mac Donald halda helzta titlinum. Árið 1935 tók Baldwin loks stjórnartaum- ana í sínar hendur og efndi þá til kosninga, sem lauk með miklum sigri íhaldsmanna. Árið 1937 lét hann af völdum, dró sig úr stjórn- málabaráttunni og hlaut lávarð's- titil. Síöan hefir verið næsta hljótt um hann. Hann hvarf jafn fljót- lega af stjórnmálasvið'inu og frami hans þar hafði veriö óvæntur og skjótur. Fulltrúi meðahnennskunnar. Baldwin gerði sitt til að skapa það almenningsálit, að hann væri réttur og sléttur miðlungsmaður að andlegu atgerfi og jafnvel tæp- lega það. Hann væri hinn hvers- dagslegi Breti, oft seinn að hugsa og átta sig á hlutunum, en þétt- ur fyrir, er því væri að skipta. — Hann væri hlédrægur og vildi helzt vera laus við allar virðingar- stöður. Framkoma hans var öll í samræmi við þetta. Hann var jafn- an hinn hægláti Breti, sem tottaði pípu sína í rólegheitum, hvað sem á dundi. Það almenningsálit, er hann vann sér með þessum liætti, átti ekki minnstan þátt 1 vinsæld- um hans. Almenningur taldi sig finna til skyldleika við hann og hann væri hinn rétti fulltrúi hans, er ekki myndi flana í nein ævin- týri, sem gæti hent gáfnamenn- ina. Þeir, sem betur þekktu til, töldu þessa mynd af Baldwin allranga. Það lýsti hins vegar hyggindum hans, að hann reyndi að skapa þetta álit á sér, því að það samræmdist vel þeim aldavanda, er réði í Bretlandi á þessum árum. Fólk undi meðalmennskunnl bezt. Þeir, sem bezt þekktu til, tcldu Baldwin í röð klókustu stjórnmála- manna. Hann vissi, hvemlg ætti Hví er Reykjavík illa stjórnað? Hin lélega stjórn á Reykja- víkurbæ verður ekki afsökuð með því, að' þar sé um sam- stjórn ólíkra flokka að ræða. Sami flokkurinn hefir stjórn- að Reykjavíkurbæ um tugi ára. Hann hefir ekki þurft að semja við aðra flokka um það, hvernig ætti að stjórna bænum. Hann hefir gert það, eins og hann hefir álitið bezt og talið bezt henta. Samt er stjórnin svo aum, eins og raun ber vitni. Þetta sýnir, að það er engan veginn nóg að fela einum flokki völdin. Það verður jafnframt að hafa tryggiþg'u fyrir því, að flokk- urinn sé fær um að stjórna og hugsi um almenningshag. Eigi að skýra það fyrir- brigði, hvers vegna Reykja- víkurbæ er illa stjórnað, verð ur líklegasta skýringin sú, að íhaldsmönnum er eins ósýnt um að vinna fyrir aðra og þeim er sýnt um að vinna fyrir eigin hag. Þetta er eðli- leg og rökrétt afleiðing af skoðunum þeirra. Kjarni íhaldsstefnunnar er sá, að menn eigi fyrst og fremst að hugsa um einkahagsmunina, ekki um aðra. Þess vegna mis- tekst líka íhaldsmönnum langoftast, þegar þeir eiga að vinna fyrir aðra. Þar er Reykjavíkurbær ekki eina sönnunin. Önnur sönnun ekki veigaminni er f jármála- stjórn ríkisins síðan 1939. Gott dæmi um hugsunar- leysi íhaldsins urn almanna- hag er val þess á borgarstjór- unum í Reykjavík. Jón Þor- láksson er eini borgarstjóri þess, sem virtist ætla að verða framtakssamur. En hann varð líka borgarstjóri vegna bess, að íhaldið átti ekki um annað að velja en að gera hann að borgarstjóra eða að Sigurður Jónasson yrði það. í tvö seinustu skipt- in hafa verið settir í þessa stöðu óreyndir menn, sem að vísu höfðu staðið sig vel við bókalestur, en þekktu nær ekkert til athafnalífsins. Framkvæmdir bæjarins hafa líka verið eftir því. Mistökin hafa orðið svo mikil, að Áka- hneykslin verða alveg undir í samjöfnuðinum. Seinasta dæmið er olíurafstöðin, sem hefir verið í smíðum undan- farið og kostar víst orðið þre- fallt meira en hin upphaf- lega áætlun gerði ráð fýrir. Skrifstöfukosfnaðurinn, sorp- hreinsunin, gatnagprðin, Kornúlfsstaðir, blómarækt- in og Laxnesbúið tala á sömu leið. íhaldið er svo lengi búið að stjórna Reykjavíkurbæ illa, að bæjarbúar ættu að vera búnir að fá nóga reynslu fyrir því, að endurbætur munu ekki fást undir handleiðslu þess. Nýir kraftar þurfa að koma til, ef stjóm Reykja- víkurbæjar á að batna. X+Y. að tala við fólkið og vinna hylli þess. Ræðumaður var hann lika í bezta lagi, þegar hann vildi það við hafa. Málfar hans var svo gott, að sumar ræður hans eru taldar til bókmennta. Röddin var falleg og hann gat látið hana vera þrungna sannfæringarhita, án þess þó að láta hana hafa nokkur ein- kenni ofstækis eða æsingat, Og (Framhald á 6. síðuj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.