Tíminn - 23.01.1948, Side 3

Tíminn - 23.01.1948, Side 3
17. blað TÍMINN, föstudaginn 23. jan. 1948 3 100 áta fltiHHÍH#.' HELGI HELGASON Hvert mannsbarn á land- inu þekkir lagið ,,Nú er glatt í hverjum hól.“ í dag eru lið- in hundrað ár frá fæðingu höfundar þess, Helga Helga- sonar. Því hefir stundum verið haldið fram, að íslendingar væru ósöngvin þjóð. En þeg- ar litið er aftur í tímann, sjást þess mörg merki, að svo mun ekki vera. Nútíðin talar sínu máli sjálf. Frá því fyrsta að sögur hófust hefir mikið verið sungið á landinu. Fyrstu ferskeytlurnar, sem ortar voru, fengu strax byr söngsins undir vængi og voru kyrjaðar snjöllum rómi við dansleika almúgans. Rímurn- ar lifa á tónum gegn um myrk ustu tímabil þjóðarinnar, kveða kjark í fólkið og halda tungunni lifandi. Tvísöngur- inn er íþrótt raddanna, sem hafa gaman af að berast á og njóta samræmis tveggja laglína, og sálmasöngurinn er tákn leitandi sálna, sem þræða hinar undursamleg- ustu leiðir til að tjá trúrækni sína og frumlegan sköpunar- mátt, því að aldrei hefir söng ur þrætt svo kostgæfilega innihald orðanna og skýrt jafnvel merkingu þeirra sem gámli grallara^-söngurinn. Hljóðfæri sáust að vísu sjaldn ast, en þvi-furðulegraáer það,- að samt skyldi söngurinn á- vallt lifa, En er þessi stað- reynd ekki * -eirimitt sönnun þess, að söngur bjó í sálinni, söngur,.sem sprottinn var af þörf til að gera grein fyrir sjálfum sér, söngur sem hafði að leiðarvísi aðeins meðfædda lífstjáningu óupplýstrar al- þýðu. Þess vegna birtist svo hreinn sannleikur í íslenzk- um þjóðlögum. Höfundar tón- anna þekktust aldrei um margar aldir, tónninn var ekki skrifaður, hann bærðist í brjóstinu í þúsund ár sem innibyrgð hugsun og ósk um fegurra líf. Það má því ein- stakt teljast í menningar- sögu einnar þjóðar, þegar fram kemur maður árið 1892 og leggur fram fyrstu sönn- un þess, að sjálfstæð hugsun sé skrifuð — ekki með stöfum og orðum — heldur með tón- um. Helgi Helgason skipar þann veglega sess að hafa fyrstur manna á íslandi samið, látið prenta og gefið út safn af eigin sönglögum. En hann er og merkilegur brautryðj andi á sviöi hljóðfæraleikarans, því að hann stofnar fyrstu hljómsveit íslands: „Lúður- þeytarafélag Reykjavíkur,‘‘ sem hann sjálfur spilaði i og stjórnaði um margra ára skeið. Helgi er fæddur í Reykja- vík, sonur Helga Jónssonar bæjarfulltrúa, sem meðal annars smíðaði Menntaskól- ann í Reykjavík. Helgi fetaði í fótsþor föður síns og gerð- ist smiður. Srriíðaði hann með al annars gamla Kvennaskóla húsið við Austurvöll í Reykja- vík, auk þess smíðaði hann á, skútuöldinni þrjú skip og býggði nokkrar brýr. Hugur rians hneigöist í frístundum snemma að tónlist, og nam hann fiðluleik af sjálfsdáð- um og spilaði oft fyrir dansi unga fólksins á skemmtun- u.m þess ásamt tveimur öðr- um íslenzkum fiðluleikurum. Kom þá fyrir, að hann brá á leik, spilaði á fiðluna fyrir aftan bak og dansaði við. En hljóðfæraleikurinn einn full- nægði ekki leit hans. Hugs- anir hans þurftu útrásar. Hann fór að búa til lög. Og lögin kröfðust margraddaðs búnings. Þennan búning varð að máta, og til þess varð hann að eiga hljóðfæri er sýndi betur margröddun en fiðlan gat gert. Hann gerði því uppdrátt að litlu orgeli og smíðaði það eigin hendi, og mun það enn til. Það má því segja, að Helgi hafi verið skapandi hagleiksmaður í * margskonar skilningi. Nú er gamla stofuorgeliö hans að vísu hljómvana þótt mynd þess standi, en lög hans óma um allar íslands byggðir. Allir þeir, sem hrærast á landi voru, hafa heyrt eða sungið eða spilað „Öxar við ána,“ „Þrútið var loft,“ „Veit þá engi, að eyjan hvíta“ og „Þá sönglist ég heyri.“ Helgi hefir þannig lagt fram gild- an þátt til íslenzks sönglaga- forða. Lög hans hafa þau ein- kenni eðlileikans, sem gerir ‘öllum- ljúft að kveða þau. Og í fullri vitund um skapandi má'tt- sinii og um leið ailra íslendinga mælti hann þessi sígildu orð, sem munu í minn- úrii höfð svo lengi sem ís- lenzk tunga er töluð og ljóð sungin, ekki sízt þar sem þau eru bein mótmæli gegn er- lendu tízkuvaldi framandi siða og sjálfstæðisskerðingu: „Við eigum ekki að setja út- lend lög við íslenzk kvæði. Við eigum að sernja lögin sjálfir.“ Þannig var Helgi Helgason forvígismaður þjóð legrar tónlistar, sem ótrauð- ur vildi sækja allt í eigin barm, er næra skyldi þjóðina. Hann sá líka fram á mikil- vægi þess að halda til haga lögum þjóðarinnar, sem aldrei höfðu verið skráð og bauðst til að aðstoða fólk við varð- veizlu þessara fágætu minja. Tvisvar brauzt Helgi til ut- anfarar. Nam hann tónlist i bæði skiptin i Kaupmanna- höfn. Kennari hans veitti hon um tilsögn endurgjaldslaust, er hann renndi grun i dæma- fáa forvitni nemandans og ástundun. í þakkar skyni skírði Helgi syni sína tvQ^ft- ir þessum danska tónlistar- manni. Með öllu lífi sínu sýndi Helgi, hvers vænta má af ís- lendingi góðu málefni til framdráttar. jafnvel þótt óbyrlega blási við auðn og tóm. Hugurinn stendur opinn gagnvart því sanna, fagra og góða. Helgi vildi veita öllum sínum samstarfsmönnum hlutdeild í sinni eigin lifð. Hann vildi hefja þá upp á æðra svið, upp í sinn eigin hugsana- og fegurðar-heim, og þar með kenna þeim að öðlast djúpskyggni og næm- leik til að sjá hlutina í stærri yfirsýn, beina athygli þeirra að því, sem áður var þeim dulið, þroska sál þeirra og anda til frekari mannkær- leika og skilnings. Enda þótt (Framhald á 6. síðu) ÞEIR SEM TVOTA ALFA-LAVAL mjaltavéSar | OÐLAST: Meiri mjólk, því að ÁLFA-LAVAL vélin er smíð- ■ uð þannig, að hún hefir sérstaklega góð áhrif " á mjólkurhæfni kúnna. — Betri mjólk, því aSý'”' með ALFA-LAVAL vélum er hægara að fram—jp-, leiða hreina og gerlalitla mjólk, en með nokk- urri annarri mjaltaaðferð. —• Ódýrari mjólk, því að ALFA-LAVAL vélarnar þurfa svo lítið afl og varahlutaeyðslan er mjög lítil. — ALFA- - LAVAL mjaltavélum fylgir prentaður leiðarvísir - á íslenzku. Sérfróður maður, sem er í þjónustu."; vorri, setur vélarnar upp og vér munum sjá um-:“- að ávallt sé fyrir hendi nægur forði varahluta. ' Bændur: athugið hvað nágranninn, sem hefir. ALFA-LAVAL mjaltavél, segir um ' vélina sína, áður en þér festið kaup á mjaltavél annars staðar. v . :,uil.íi9íi Einkaumboð fyrir ísland: Samband ísl. • iflinSz ’A' >4 > vti * °?o51-3 ítl Cí r>?-OÍilj2Í! 22 555555555555555455555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555554555555555555<ÍS5«555s Opiðbréftilíslendinga Góðir íélendingár heima á Fróni! Þið ykkar, sem hafið verið erlendis, þekkið þessa eilífu þrá eftir því, að fá að sjá aftur land sitt, ættingja og vini, og þó að þið hafið ekki verið að heiman nema nokkra mánuði, munuö þið oft hafa talið dagana eða vikurnar, sem eftir voru til þess, að þið fengið að sjá aftur land ykk- ar og ættingja. Og minnist þið ekki ennþá þeirrar gleði er fyllti hug ykkar og hjarta við heimkomuna og þakklæti við forsjónina, fyrir að hafa fengið að sjá aftur allt það, sem ykkur var kærast. Ég varð sjálfur fyrir þessum til- finningum á síðastliðnu ári, og sá draumur minn rættist, sem mér sízt hafði komið til hugar, að nokkurn tíma yrði að virkileik. Setjið ykkur svo í spor þeirra, er hafa verið „að heiman“ í 40 eða 60 ár í einni stryklotu, og orðið að láta sér nægja löngunina eina eða að skygna yfir haf- ið, en sjá engin ráð til þess, að komast lengra, því hugur- inn einn nægir ekki. Og því hefi ég bón til ykk- ar, bón, sem ég bið ykkur að yfirvega vel, áöur en þið svar- ið nei við henni. Hér í Höfn eru margir ís- lendingar, hefi þó ekki tölu á þeim, en það veit ég, að hér eru tveir kvenmenn, sem bera þá löngun í brjósti að sjá land sitt ennþá einu sinni áður en yfir lýkur. Önnur þeirra hefir á þessu ári verið búsett hér í 60 ár, og verður 84 ára á komandi sumri. Hin hefir .verið hér í 40 ár, og verður 74 ára í vor. Um báð- ar þessar konur veit ég það, að þær hafa lagt mörgum íslendingum lið, sem komið hafa að heiman. Q'g. um báð- ar er það að 'segja, áð fjár- hagur þeirra er þannig, að egin rammleik. Önnur þeirra er gift, en hin hefir lifað ógift alla sína ævi. Góðir íslendingar! Ég veit að þið hjálpið mörgum, bæði meðan á ófriðnum stóð og að honurn loknum, ættingj- um og vinum og alveg ó- skyldu fólki. Við íslendingar hér í Höfn munum ávallt minnast ykkar af þakklátum hug fyrir hinar ágsétu gjaf- ir, sem þið hafið sent okkur. En leggið nú á vaðið enn einu sinni, þið sem nokkur ráð hafið og skjótið saman fé til heimferðar þessara tveggja kvenna, sem ég hefi nefnt. Ég læt ekki nafna þeirra getið, en ritstjórn blaðs þessa veit nöfnin og tekur við því, sem menn vilja leggja af mörkum til þessa. Ég hefi hugsað mér að upp- hæðin þyrfti að vera 6000 kr. ísl. til beggja, til dvalar á ís- landi og flugferðar heim til Danmerkur aftur. Ferðakostn aður til íslands ætlast ég til að komi annarsstaðar frá. — Þær munu báðar geta búið hjá ættfólki sínu, önnur þeirra í Reykjavík, en hin á Norðurlandi, en hún á svo marga kunningja í Reykja- vík, sem mundu taka henni fegins hendi, meðan hún dveldi í bænum. Það fé sem safnast, fer ekki út úr landinu, og ríkisstjórnin annast það, þar til. ef konurn- ar kæmust til íslands. Helzt hefði ég kosið, að þetta yrði vísir til sjóðs á íslandi, er styrkti isléndinga hér til heimferðar, eftir minnst 20 ára dvöl hér, er hefðu ekki fjárhagsástæðu til þess. En í þetta skipti bið ég ykkur, góðir íslendingar, að vera með í því að gleðja' þessar tVær íslenzku konuri. En þáð liggur á þessu,., þýí, tröppunum í lífsstiganum fækkar óðum. Ennþá er.u,þæv vel frískar, önnur þeirra, J34 ára, þvær ennþá allan þvott sinn. • íslenzkir bændur! Þið"sem* hafið átt svo marga afkóttí-1 endur búsetta hér í "Dári-: mörku, lengri eða skemmrí tíma, gleðjið þessar íslenzku konur með því, að leggja skerf til heimsóknar þeirraá islandi, svo þær fái séð is- land enn einu sinni, áðúr"en þær hverfa inn í „ljósrrióðu- landamæranna.“ Kaupmannahöfn, 15. jan, 1948. Þorfinnur Kristjánsson. Tíminn mun fúslega veita móttöku tillögum í því skyni, sem bréfið fjallar um. K j óscnd averkf all Sú saga er sög'ð frá Noregi að við sveitarstjórnarkosningar hafi kjósendur í hreppi einum gert verk fall, af því að ekki var búið aö leggja til þeirra veg, svo sem lofað 1 var fyrir mannsaldri síðan. Hrepp-, urinn var þrjár kjördeildir með samtals 159 kjósendum. í einni kjördeildinni sat kjörstjórnin allan daginn og mændi eftir kjósendun- um, og svo lokaði hún bókum sín- um og innsiglaöi öll plögg, svo sem lögin gera ráð fyrir. í hinum kjör- deildunum tveimur var kosninga- þátttakan sú, aö sinn maðurinn, kom í hvorri. Breytt «m nöfn a Berlmargötum """ Einn þátturinn í því að þuttrkn út spor og áhrif nazista í • ‘Þýzka--. landi er sá að skipta um öriMiföi.- Þannig er ákveðið að breyta ivö þúsund götunöfnum í Berlíhárborg,- þó aö það sé enn skammt á veg komið. Þar var t. d. Braunauer- strasse, kennt við fæðingarstað Hitlers, en heitir nú Sonnen allee.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.