Tíminn - 10.03.1948, Síða 1

Tíminn - 10.03.1948, Síða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri; Jón Helgason Útgefandi Framsóknarfiokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarsíman 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 32. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 10. marz 1948. 57. blað nnaeyjaf enn Heyrðist ífl flngvélar víSa í Oorgarflrði og jafnvel vestar í Dölum Enn er ekkert vitað um afdrif Vestmannaeyjaflugvélar- inhar, þrátt fyrir víðtæka leit. Hins vegar eru nú öruggar heimildir fyrir því, að lieyrzt hefir til véiarinnar yfir Borg- arfirði, og jafnvel einnig í suðurátt frá bæjum í Dalasýslu. í dag eru margar flugvélar að leita um allt Suðvesturland, en veður er ekki sem hagstæðast efra. Gengur á með hryðj- um gn bjart á milli. Arnaldar Jónsson blaðamaður látinn Árangurslaus leit. í gær var leitað, eins og áð- ur hefir verið sagt um Reykja nesfjallgarðinn og upp af hon um og frá Þingvallavatni. Síðdegis í gær, þegar írétt- ist, að heyrzt hefði til vélar- innar í Borgarfirði var hafin leit þar. Leituðu nemendur og kennarar frá Hvanneyri, skátar frá Borgarnesi og bændur í Borgarfirði í gær um Skarðsheiði norðanverða, Hestfjall og Skeljabrekku- fjall. Veður var ekki sem best og dimmt öðru hverju. Er leit þessi því ekki alls kostar örugg. Flugvélar, sem leituðu í Borgarfirði, gátu ekki held- ur leitað rækilega vegna dimmviðris. Þegar tíoindamaöur Tím- ans átti i morgun tal við Hauk Jörundsson kennara á Hvanneyri var um 30 leitar- flokkar að fara af stað það- an til að leita í Hafnarfjalli, en þar leita einnig í dag bændur, sem búa í kringum fjallið. Auk þess verður leit- að betur í Skarðsheiðinni í dag. í Skorradal heyrðust ein- kennilegar drunur. Tíðindamaður Tímans átti í morgun tal við Guðrúnu Davíösdóttur að Grund í Skorradal og spurðist fyrir, hvort heyrzt hefði til flug- vélarinnar þaðan. Sagði hún, að maður, sem hefði verið þar úti við um kvöldið, hefði heyrt einhverjar drunur, sem (Framhald á 7. síðu) Ðagskrá bændavik- tiiinar á morgun Á morgun, fimmtudaginn 11. marz’, hefst dagskrá bænda vikunnar í útvarpinu klukkan 13 meö erindi I-Ialldórs Páls- sonar ráðunauts, er nefnist Viðhorfið til sauðfjárræktar- innar og framtíð'arhorfur. Þá er erindi Björns Bjarnarsonar, ráðunauts, er nefnist Belg- jurtir, og erindi Friðjóns Júlí- ussonar, er nefnist Jarðvegs- rannsóknir og áburöarkort. Að lokum er erindi frú Sig- ríðar Eiríksdóttur um hjálp í viðlögum. Dagskrá föstudags- ins verður birt á morgun. Hörmulcgt slys: Drengur drukknar í Sundlaugunum Stakk sér 4nl suuds, eu koiM ekki upp aítur ;i að ‘i' jé* inga tii leiks á jafnvígis- grundvelíi Krefjast ræðutíma á við alla aöra flokka til samasis Æskulýðsfundur um mi^lend og erlend stjórnmál hefst í Austurbæjarbíó í kvöld klukkan 9. Kommúnistar neituðu þátttöku í fundinum nema þeir fengju jafnan ræðutíma á við alla hina flokkana. Þora ekki að ganga til leiks á jafn- vígisgrundvelli. Ræðumenn ungra Framsóknarmanna á iundinum verða Steingrímur Þórisson og Friðgeir Sveins- I gær vildi það slys til í sundlaugunum í Reykjavík, að lítill dróngur drukknaði. . Hét hann Jón Ármann og var.. sonur Áka Jakobssonar ai- þingismanns. Hann varaðeins sjö ára að aldri. Margt barna var í lauginni er þetta skeði. Drengurinn mun hafa verið lítið syndur. Stakk hann sér af barmi laugarinanr í dýpri hluta hennar,- og tóku leik- systkin hans eftir því, að hann kom ekki upp aftur. Náði þó | einhver honum von bráöar upp og voru lífgunartilraunir þegar hafnar og litlu síðar kom læknir þar að óg hélt lífgunartilraunum áfram, en þær báru engan árangur. Rannsókn vegna þessa svip- lega slyss er ekki lokið enn. Arnaldur Jónsson blaða- maður varð bráðkvaddur í nótt. Hann var aðeins 28 ára að aldri. Arnaldur hóf ungúr blaða- mennsku við Tímann, fór sio- an námsför til Ameríku og dvaldi við háslcólann í Minn- eapolis'. Eftir heimkomuna var hann lengi blaðamaður við Vísi og síðar urn skeið við Tímann. son. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, hefir Féjag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík boðið öllum hinum pólitísku æskulýðsfélögunum í bænum til umræðufundar í Austur- bæjarbíó í kvöid, og er um- ræðuefnið innlend og erlend stjórnmál, meðal annars at- burðirnir í Tékkóslóvakíu og kröfur Rússa á hendur Finn- um. Öll félögin svöruðu þessari -málaleitun játandi og kváðu sig reiðubúin til þátttðku, í umræðunum, nema kommún- istar einir. Þeir settu það að skilyrði fyrir þátttöku sinni í íundinum, að þeir fengju jafnan ræðutíma á við hin fé- lögin Öll. Þessi krafa kom- í múnista er nær einsdæmi 'og jheíir slíkur háttur aldrei ver- (Framhaid á 7. síðu) Rætt um virkjun neðra fallsins Laxá í Þingeyjarsýslu i Síðustu fréttir: telin Anson-flugvél Loftleiða, sem leitað hefir verið að síð- ustu dægur, fanst í dag í Skálafelli, á Hellisheiði vest- anverðri. Frétt um fund- inn barst til bæjarins um 2 leytið í dag. <. Eftir því sem blaðið bezt veit á þessu stigi, þá er hún í Skálafellinu vestanverðu. En allar fréttir af fundinum eru en óljósar. Flugvéíin var lítið brunn- in, en sýnt þykir að mennirn- ir fjórir,sem í henni voru,hafi aílir látizt samstundis. Saiihsing'aunaleitanir milli ríkisins og' Akaireyrarbæjar um aiýja stórvirkjun Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Rafveitunefnd Akureyrarkaupstaðar hefir að undanförnu verið hér í Reykjavík til viðræðna við raforkumálastjórnina um framtíðarvirkjun Laxár í Þingeyjarsýslu vegna Akur- eyrar og nágrennis kennar. Hefir raforkumálastjórnin helzt lagt það til, að neðra fall árinnar verði virkjað og ríkið og Akureyrarbær eigi sameiginlega báðar virkjanirnar. Hins vegar hafa enn ekki tekizt samningar milli Akureyrarbæjar og ríkisins um hina nýju virkjun, en unnið er samningum um hana. Jörð farin að grænka ausían Sameign ríkis og bæjar. . Raforkustjóri mun leggja til, að ríki og bær geri með sér samning um hina nýju virkjun, og verði virkjunin þá öll sameign ríkis og bæjar. Ætlazt hann til, að Akur- ; eyrarbær leggi fyrri virkjun sina til fyrirtækisins með Rafveitunefnd Akureyrar er fyrir skömmu farin heim aftux*, að afloknum viðræð- um við Jakob Gíslason raf- orlcumálastjóra. Raforkumálastjóri með- mæltur virkjun neöra fallsins. Raforkumálastjóri mun ! kostnaðarveröi og hlutur rík hafa verið því mótfallinn, aö i isins í fyrirtækinu sé í hlut- | efra fallið svokallaða sé full- ! falli við rafmagnsnotkunina virkjað, og telur heppilegra I utan Akureyi*ar á hverjum að ráðast í stórvirkjun, allt; tima. Ef til dæmis hlutur hér aö 14 þúsund hestafla við aðanna af raforkunotkuninni neðra fallið. væri y5, ætti ríkið sama hlut Telur hann, að viðbótar- í fyrirtækinu. Munu forráða- virkjun vei*ði tiltölulega menn rafmagnsmála ríkis- miklu dýrari en ný virkjun, ins hugsa sér að leiða orku auk þess sem ástæða er til að frá þessari veitu til hérað- óttast vatnsskort á vetrum. anna austan og vestan Akur- Hafa truflanir stundum orð- j eyrar og fer hlutur ríkisins ið á rafveitunni af þeim sök- þá vaxandi í fyrirtækinu um. Ef ný virkjun yrði gerð , með ' aukinni rafmágnsnotk- við neðra fallið er síður á- j un utan Akureyrar. Mun raf- stæða til að óttast, að vatns- j veitunefnd Akureyrarbæjar skortur komi að SÖk. ‘ (Framhaid á 7. síðu) Fregnir, sem borizt háfa austan úr sveitum, herma, að enn séu þar sömu votviðrin og hlýindin. Er jörð nú tekin að grænka sums staðar, og austur i Landeyjum er klaki að mestu farinn úr jörðu. Hlaupið í Ölfusá er nú búið, en áin er mikil eins og eðli- legt er um þetta leyti árs, er hlýindi ganga. Samgöngur í Arnes- ’ sýslu að mestu komnar í samt lag Tíðindamaöur Tímans átti í gær símtal við Helga Mogen- sen, mjólkurbússtjóra á Sel- fossi. Hann kvað nú sam- göngur eystra komnar í það lag eftir vatnaganginn, að mjólkurbúi Flóamanna. berst nú aftur mjólk af öllu mjólk- ursvæðinu, nema nokkrum bæjum í Villingaholtshreppi. Urðu svo miklar skemmdir á veginum hjá Vola við Hróars- læk, að ekki hefir unnizt tími til að gera hann bilfærari Skolaðist vegurinn þar brott á 50—00 metra löngurn kafia.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.