Tíminn - 10.03.1948, Blaðsíða 5
57. blað'
TÍMINN, miðvikudaginn 10. marz 1948.
Miðvihud. 10. mars
Stækkun landlielg-
innar
Það er mikill floti erlendra
veið'iskipa, sem sækir afla á
íslandsmið. Og stöðugt ber-
ast fréttir af nýjum ráðagerð
um að auka þann útveg.
Fleiri og fleiri þjóðir hyggj-
ast að leita hingað. Það eru
horfur á að Þjóðverjum
verði hvergi leyft að 'láta
togara sína veiða, nema við
ísland og lengst norður í ís-
hafi undan ströndum Rússa-
veldis austan Finnmerkur, en
landhelgi Rússa er 10 sjómíl-
ur undan ströndum. Jafnvel
hefir heyrzt, að Rússar hefðu
hug á því að senda hingað
veiðiskip.
Það liggur í augum uppi,
að þegar svo fjölsótt er til
fiskiveiða undir íslands-
strendur er það hin mesta
nauðsyn að landhelginnar sé
vel gætt. Ríður mikið á, að
gæzla hennar sé sem örugg-
ust. En hversu góð sem hún
yrði, getur það eitt þó .aldrei
orðið nóg, meðan landhelgin
er ekki stærri en nú.
Þegar landhelgin var ákveð
iri í núverandi mynd, var ekki
gert ráð fyrir svo stórvirkum
veiðitækjum, sem nú eru not"
uð, sem jafnframt því að
veiða vaxinn fisk, drepa
ógrynni af ungfiski, þeg-
ar með þau er farið um
uppeldisslóðir fisksins. Það er
nú álit fiskifræðinga, byggt
á íslenzkum fiskirannsókn-
um, að það myndi vera hag-
ur allra þjóða, sem framveg-
vegis stunda fiskiveiðar á ís-
landsmiðum, að Faxaflói yrði
allur friðaður fyrir botn-
vörpuveiðum. Er það mál
komið allvel á rekspöl, þó að
enn vanti herzlutakið,- En á
sama hátt myndi það geta
orðið fiskistofninum við land
ið nokkuð lið til verndar og
viðhalds, ef landhelgin yrði
alls staðar færð út, svo að
ágangur botnvörpuskipa í
fjörðum og flóum hyrfi.
Hitt er ekkert efamál, að
með þeim stórvirku veiðitækj
um, sem nú eru notuð, er
hægt að gjörspilla fiskisæld á
íslandsmiðum á tiltölulega
skömmum tíma, ef veiðin er
sótt af frekju og fyrirhyggju-
leysi alveg upp undir land,
svo sem nú er.
Eigi því íslandsmið að
verða slík auðsuppspretta,
sem verið hefir, er það nauð-
syn að færa landhelgina út.
Annars verða þau eydd að
nytjafiskum með hlífðar-
lausri rányrkju.
Oft hefir verið minnst á
þetta mál. Strax 1901; þegar
Danir sömdu við Breta um
landhelgi íslands, gerðu ís-
lendingar kröfur til þess að
landhelgin yrði ákveðin sem
stærst óg m. a. yrði Faxaflói
og Breiðifjörður algerlega
friðaður fyrir veiðum útlend-
inga. Þjóðinni var hættan
ljós, þótt veiðitækin væru þá
ekki almennt orðin eins stór-
virk og nú. í samningunum
við Breta, tóku Danir illu
heilli, lítiö tillit til þessara
óska íslendinga. íslendingar
hafa síðan haldið uppi bar-
ERLENT YFIRLIT:
rðin 1 Katynaskóginum
fSfik'iiag’ ©g’ félse^ar leaias v«>i*ís á.kærHIr fyrlr
S»aiB í NÉirsgJíerg, eaa síSaia var ekkert
fiEalsEaast á Isaaa a «láfiaasf©i*seiB«IasBaaam.
Morð pólsku liðsforingjanna i
Katynskógijrum vorið 1941 munu
jafnan talin einn mesti stríðsglæp-
ur sögunnar. Vafasamt er þó hvort
nokkurntíman fæst endanlega úr
skorið hverjir unnu þetta ógeðs-
lega glæpaverk. í grein eftir E. G.
Brandt, er nýl. birtist í Göteborgs
Handels- oek Sjöfartstidning, er
gefið greinargott yfirlit um þetta
mál og verða nokkur helstu atrið-
in rakinn hér á eftir.
Rússar höfnuðu rannsókn
RauÖakrossins.
í Deutsches Nachrichtenbiirö
12. apríl 1943 og þýzka útvarpinu
sama dag var skýrt frá því aö
þýzkir herflokkar hefðu fundið í
Katynskóginum hjá Smolensk
fjöldagrafir pólskra liðsforingja, er
allir höfðu Verið líflátnir með
þeim hætti að þeir höfðu verið
skotnir í hnakkann — en það
er hin venjulega aftökuaðferð
rússnesku leynilögreglunnar (NK
VD). Siðar var tilkynnt, aö alls
hefðu fundist þarna lík 10—11 þús.
pólskra liðsforingja, sem hefðu all-
ir verið myrtir með þessum hætti.
í þýzku fréttunum var því haldið
eindregið fram, að Rússar væru
valdir að þessum hryðjuverki.
Strax og pólsku útlagistjórninni
í London varð kunnugt um þetta,
fór hún þess á leit við stríðsað-
ilána, að Rauði krossinn fengi að
rannsaka þetta mál til hlítar, svo
að uppvist yrði, hverjir hefðu unn-
ið þetta voðaverk. Þjóðverjar féll-
ust strax á þessa rannsók fyrir sitt
leyti, en Rússar höfnuðu henni og
töldu þessa málaleitun pólsku
stjórnarinn svo mikla móðgun við
sig, að þeir slitu öllu sambandi við
hana.
Dularfnll þögn Rússa.
Þegar hér var komið sögu, upp-
lýsti pólska stjórnin, að hún hefði
þráfaldlega beint þeim fyrirspurn-
um til rússnesku stjórnarinnar,
hvað hefði orðið af p'ólsku liðsfor-
ingjunum, sem Rússar höfðu
hneppt í hald, er þeir gerðu inn-
rásina í Pólland haustiö 1939. Voru
þessar fyrirspurnir ekki síst gerðar
með tilliti til þess, að unnið var að
því að koma upp pólskum her í
Rússlandi. Rússneska stjórnin
hummaði alltaf frarn af sér að
svara þessum fyrirspurnum, þótt
liðin væru nær tvö ár frá því, að
þær voru fyrst bornar fram og
þangað til Þjóðverjar skýrðu frá
líkfundinum i Katynskóginum. Sú
undanteking var þó á þessu, að
Stalin lofaö því í persónlegu sam-
tali við Sikorski hershöfðingja í
desember 1941, að umræddir pólsk-
ir liðforingjar skyldu látnir lausir.
Skýring Rússa.
Það var fyrst eftir, að Þjóðverjar
höfðu birt áöurgreindar fréttir, sem
Rússar rufu þögn sína um pólsku
liðsforingjanna og létu Tassfrétta-
stofuna skýra frá því 16. apríl 1943,
aö umræddir liðsforingjar, sem
Rússar höfðu handtekið 1939,
hefðu verið látnir vinna á vígstöðv
unum hjá Smolensk sumarið 1941,
en skildir þar eftir þegar rússneski
herinn hafði orðið að hörfa undan
Þjóðverjum. Þjóðverjar hefðu þá
náð þeim og síðan unnið hið glæp-
samlega hryðjuverk í blóra við
Rússa.
Jafnframt þessu hófu svo rúss-
nesku blöðin hatramar árásir gegn
pólsku stjórninni og ásökuðu hana
fyrir samvinnu við nazista, þar sem
hún hafði óskað eftir rannsókn
málsins.
Svar pólsku stjórnarinnar var m.
a. fólgið í því að gefa þær upplýs-
ingar, að Rússar hefðu flutt hundr
uð þúsundir pólskra manna og
kvenna frá þeim héruðum Póllands,
sem voru hernumin af þeim árið
1939—41, og aldrei hefði fregnast
neitt meira af stórum hluta þessa
fólks. Þá benti pólska stjórnin á,
að Stalin hefði vart lofjjð Sikorski
í desember 1941 að framselja liðs-
foringjana, ef Þjóðverjar hefðu
klófest þá sumarið 1941. Til þess
að sögusagnir Rússa gætu staðist,
yrðu þeir að haida því fram, að
Stalin hafi lofað Sikorski því, sem
hann vissi sig ekki getaö staðiö við.
Rannsókn Rússa.
Strax eftir að Rússar höfðu hrak
ið Þjóðverja af Smolensksvæöinu,
létust þeir hefjast handa um rann-
sókn Katynmorðanna, því að Þjóð-
verjar höfðu iátið likin vera kyrr
á sama stað. Að rannsóknum þess-
um loknum, birtu rússneskir sér-
fræðingar yfirlýsingu þess efnis í
febrúar 1944, aö líkin hefðu legið í
jörðinni „í kringum tvö ár.“ Hins
vegar væri útilokað, að líkin hafi
verið búin að liggja í 2%—2% ár, en
þann tíma hefðu þau átt að vera
búin að vera þar, ef Rússar hefðu
staöið að morðunum.
Mikolajczyk,
sem nýlega hefir birt nýjar upp-
lýsingar um Katynmorðin.
Þeir, sem þekkja til jarðvegsins
á þessum slóðurn, telja það lítt
hugsanlegt, að hægt hafi verið aö
sjá það á líkunum, hvort þau voru
búin aö liggja í moldinni nokkrum
mán. lengur eða skemur og þess
vegna sé ekkert að byggja á þess-
ari rannsókn Rússa. Þeir segja
einnig, að hafi Þjóðverjar myrt
liðsforingjana í blóra viö Rússa í
febrúar 1942, sé næsta ólíklegt, að
þeir hefðu ekki ásakáö Rússa fyrr
um morðin en í apríl 1943.
Katynmorðin og Nurn-
bergréttarhöldin.
Það seinasta í þessu máli er það,
að Stanislaw Mikolajesyk hefir
skýrt frá því eftir flótta sinn frá
Póllandi síðastl. haust, að hann
hafi fengiö fullgildar sannanir fyr-
ir því, að Rússar hafi látið myrða
pólsku liösforingjana vorið 1941 og
gert það í samráði við Þjóðverja,
en vináttusáttmáli Hitlers og Stal-
ins var þá enn í ‘gildi. Liðsfor-
ingjarnir voru þá búnir að vera í
ýmsum fangabúðum hjá Rússum
(Framliald á 6. síðu)
Deilan um Mennta-
* W *S“'
áttu fyrir stækkun landhelg-
innar og má þar ekki sízt
minna á tillögur Péturs Otte-
sens um friðun Faxaflóa. Á-
kveðnasta sporið til framkv. í
þessu máli var þó stigið með
þingSályktunartillögu þeirra
Hermanns Jónassonar og
Skúla Guðmundssonar í
fyrra, en hún var á þá leið,
að sagt yrði upp samningi
þeim, er Danir gerðu við
Bretastjórn árið 1901 um
landhelgi íslands. Sá samn-
ingur er talinn standa í vegi
fyrir því, að nokkuð verði
gert í máíinu og fyrsta spor-
ið ætti því að vera að nema
hann úr gildi.
Aðrar þjóðir hafa fært
landhelgi sína út á síðari
tímum. Það er því ekki brot
á alþjóðalögum eða neinni
réttarvenju þjóða í milli,
þó að íslendingar gerðu það
líka. Blátt áfram gæti það
ekki verið neitt nema frekja
og ofbeldi og hnefaréttur
hinna sterkari, sem hindraði
íslendinga í að njóta þeirra
réttinda, sem stærrf þjóðir
hafa tekið sér. Verður því
ekki trúað að svo komnu
máli, að slík stjórnmála-
stefna verði ráðandi í þess-
um efrium.
í fyrra fékkst engin endan-
leg afstaða tekin í þinginu
um tillögu þeirra Hermanns
Jónassonar og Skúla Guð-
mundssonar, því að stjórnin
vildi fá málið til nánari at-
hugunar. Væntanléga er
þeirri athugun nú • lokið og
þessu þingi ætti því ekki að
ljúka án þess, að markviss og
ákveðin stefna verði tekin í
máli þessu, einu mesta hags-
munamáli íslendinga.
Raddir nábúarma
Alþýðublaöið ræðir í gær
um það atferli stjórnar Al-
þýöusambandsins að neita
þátttöku'í ráðstefnu, sem Al-
þýðusamband Breta hefir
boðað til um Marshallshjálp-
ina. Blaðið segir: -
„Rússland hefir, eins og menn
vita,-barizt þrálátri og lævísri
baráttu gegn viðreisn Vestur-
og Norður-Evrópu á grundvclli
Marshallsáætlunarinnar; og í
þeirri baráttu hafa ekki aðcins
leppríki þess í Austur-Evrópu,
heldur og verkalýðssamtiikin í
þeim löndum orðið að f.vlgja
því í blindni. Hefir það meðal
annars komið fram í því, að
hin ófrjálsu verkalýðssamtök
Rússlands og leppríkja þess,
hafa hindrað það með ofríki,
að Alþjóðasamband verkalýðs-
félaganna tæki Marshallsáætl-
unina til umræðu, enda þótt
þess væri krafizt af hinum
frjálsu verkalýðssamtökum lýð-
ræðislandanna. Er verkalýðs-
ráðstefnan, scm Alþýðusam-
band Brctlands boðar nú til í
London, afleiðing þess. En með
ncitun Alþýðusambands íslands,
að þiggja boðið á þá ráðstefnu
og senda þangað fulltrúa, hefir
stjórn þess skipað íslenzkri
verkalýðshreyfingu, að henni
forspurðri, á bekk með verka-
lýössamíökum einræðisland-
anna í Austur-Evrópu í barátt-
unni gegn viðreisn Vestur-
Evrópu.“
Það mætti vissulega mikið
vera, ef þetta háttalag komm
únista í stjórn Alþýðusam-
bandsins ætti ekki eftir að
reynast þeim dýrkeypt inn-
an verkalýðshreyfingarinnar
áður en lyki.
Seinusfu dagana hafa ver-
ið allmiklar umræður í þing- \
inu um endurbyggingu
Menntaskólans í iíeykjavík.
Aúgljóst er, að skólinn þarfn- ,
ast stórbættra húsakynna og.
hafa þvi velunnarar skólans
unnið að því að hafist yrði
handa um byggingu veglegs
skólahúss á rúmgóðum og
hentugum stað. Þar sem skól
inn er nú, er alltof þröngt um
hann, nema keyptar yrðn
upp stórar lóðir í nágrenni
hans, en það myndi auka
byggingarkostnaðinn svo
miljónum kr. skipti.
Þrátt fyrir það, þótt ráðizt
yrði í bessi dýru lóðakaup, o
yrði skólinn samt alltaf illa
settur á þeim stað, þar sem
hann nú er, þar sem hann er ..
mitt í brezka skrifstofu- og
verzlunarhverfi bæjarins. Slík
ur staður hefir ekki í neinnij^,
stórborg verið talinn heppj- n
legt umhverfi fyrir skólar., ,•
stofnun. Myndi það t. d. hafa,ý|,,
verið heppilegt að skella Há-
skólanum niður einhvérs ,1f)j,
staðar í miðbænum?
Við meðferð þessa bygg-
ingamáls, hefir sá óskiljan-
legi sérgæðingsháttur skót.ið
upp kollinum, að skólinn
þurfi endilega að vera á þeiM‘ '
stað,þar sem hanh er núíEihri ’ '
röksemdin er sú, að skóliriní' v
eigi að vera þarna vegtfá1 ‘p ‘
þess, að hann hafi verid'
þarna. Eru það einkum ýfáy^1,0'1
ir gamlir nemendur skóláhs, ‘ '
sem fyrir þessari kenningu
standa, og virðist helzt, áð
þeim þyki það einhver minnkrýý
un við sig, ef ekki sé haldið
áfram kennslu í sömu stof-
unum og þeir stunduðu nám
sitt í. Með því verði nemend-
urnir slitnir úr tengslum við
minningar um merka menh,''
sem stundað hafi nám vHT
skólann. Fyrir þessu sjónar-
miði verði að víkja aðrir eins
smámunir og þeý-, hvernig
þetía mál verði fjárhagslega
bezt leyst og nemendum veitt'
bezt þau skilyrði, sem skólihn
þarf að fullnægja.
Væi’i þessi kenning rétt,
bæri tafarlaust að flytja iagá
deildina úr hinum nýju húsá “
kynnum sínum í háskólanum
og gera hana aftur að niður-
setningi í þinghúsinu. Og guð
fræðideildina ætti að flytja
jafnhliða í eitthvert útskot í
verzlunarhúsi Haraldar Árná
sonar, því að þar var húii
lengi til húsa.
En hverfum aftur að hinni •
sögulegu þýðingu Mennta“
skólahússins í Reykjavík. Við
það er tengt ein stór sögulég
minning, sem hefir mikla-
þýðingu fyrir þjóðina og
æðstu stofnun hennar, Al-K''
þingi. Hér er átt við þjóðfund
inn 1851. Minninguna um
þennan merka atburð þarf
að varðveita' sem bezt. Sal“" 1
urinn, þar sem fundurinn'
var haldinn^ þarf að verðá
þjóðareign. Það á að koniá
honum í sem líkast horf og
hann var á tímum fundarins
og láta hann síðan haldast
þannig óbreyttan til sýnis
fyrir alda og óborna. En
þetta getur ekki orðið meðan
húsið er skólahús og salur*-
inn er notaður til fundahalda
og gleðisamkvæma. Raunar
er það frá þjóðlegu sjónar-
miði eins mikið helgibrot og
• UJiiÁiA
(Framhald á 6. sipu)