Tíminn - 10.03.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, migvikudaginn 10. marz 1948. 57. blaff Þættir um þjóðfélagsmál í hverjum kaupstað lands- ins starfar barnaverndar- nefnd. Utan kaupstaöa ber skólanefndum að vinna störf barnaverndarnefnda, eftir því sem þurfa þykir. Barna- verndarnefndum ber að hafa 1 eftirlit með uppeldi og hegð- 1 un barna og ungmenna. í j Reykiavík starfar barna-! verndarráð. Er það þriggja manna nefnd skipuð af ráð- herra. Hlutverk ráðsins er að hafa yfirsjón með störfum allra barnaverndarnefnda á landihu og eftirlit með hæl- um og uppeldisstofnunum. Barnaverndarráð hefir í vet ur birt skýrslu yfir starfsemi sína þrjú síðustu árin á þessu sviði. Kennir þar ýmissa grasa. Öll árin ha*fa barna- verndarnefndir kaupstaðana haft allmikið að starfa, en þó einkum í Reykjavík. Barnaverndarnefnd getur hlutazt til um aðbúð barna og ungmenna á heimilum, ef henni þykir þeim hætta bú- j in af háttsemi eða framferði heimamanna vegna of- drykkju eða annars ósæmi- legs athæfis. Eftlr Fál Þorsteinssou alþm. Skýrsla barnaverndarráðs greinir frá því, að á ári hverju hafi þarnaverndar- nefndin í Reykjavík haft eft- irlit með 60—100 heimilum í borginni. Ástæður til þess voru af ýmsum toga spunnar. Þar kom til greina vanhirða og ónógt eftirlit með börnum, fátækt, vont húsnæði, heilsu- leysi og basl, ósamlyndi, deila um umráðarétt og dvalar- staði barna, ósæmilegt orð- bragð og hrottaskapur við börn. Opinber aðstoð við börn í Reykjavík, sem ekki eru hald in andlegri eða líkamlegri veiklun, svo að þau þurfi á hælisvist að halda, er einkum með þrennum hætti: að halda uppi sérstökum barna- heimilum og dagheimilum, að senda börn til sumardTíal- ar í sveit og að vista börn og ungmenni, sem afbrot háfa framið eða eru gjörn á ó- knytti, á heimilum í sveit um skemmri eða lengri tíma. Barnaverndarnefnd Reykja- víkur kveðst hafa á þessum árum útvegað 280 börnum og ungmennum dvalarheimili í sveitum. En á hverju ári hafa á annað hundrað ung- menni framið þau afbrot að komið hafi til íhlutunar barnaverndarnefndar Reykja víkur. Skýrslur barnaverndar- nefnda í öðrum kaupstöðum hafa svipaða sögu að segja, þótt í minna mæli sé. Alls stagar er aðalúrræðið hið sama: að vista vandræða- börnin á góð heimili í sveit- um. Og eftir að fulltrúi barna verndarnefndar Reykjavíkur hefir ferðazt um sveitir lands ins til að athuga hag og að- búð þeirra barna, sem komið hafði verið fyrir á sveitaheim ilum, fellir hann þennan dóm: „Yfirleítt fór prýðilega um börnin og höfðu sum þeirra tekið miklum stakka- skiptum til góðs.“ Á síðari árum hefir þeirr'i kenningu verið haldið hátt á loft, að hin strjála byggð í landinu ætti engan rétt á sér. Kostnaður við vegi, síma og rafmagn færi þá svo úr hófi fram, að það yrði þjóð- fnni um megn. Auk þess væri ókleift að stunda „menning- arbúskap“, nema helzt á krög um kringum kaupstaðina. Því er ekki að neita, að til samgöngumála í strjáibýlu landi verður að, leggja mikla fjármuni. Þetta mál verður þó auðveldara með betri og betri samgöngutækjum Hin öra. þróun flugsamgangna leysir málið að nokkru leyti. En þ.egar rætt er um skip- un byggðarinnar er sa$an sjaldan nema hálfsögð. Hið sanna er, að þar sem þéttbýli eykst og þó einkum við bílífi borgarlífsins skaþast ' nýir erfiðleikar og nýjar kvaöir á hendur ríki og bæjarfélög- ' um um fjárframlög. í kaup- stöðum er skólaseta barns lengri en í sveitum og einnig árlegur starfstími skólanna. Það eykur stórlega kostnaö- inn við kennslumálin. Til við bótar þessu koma kröfur um dagheimili fyrir börn í bæj- um. Upptökuheimili er og talið nauðsynlegt fyrir höf- uðborgina til að geta ráðstaf- að þangað þroskuðum börn- um og unglingum, sem eru illa á vegi stödd eða vandræði hljótast af, meðan leitað er að dvalarstöðum fyr ir þau í sveitum. Þá koma til sögunnar nýir kostnaðarliðir, sem þekkjast ekki í strjálbýli. Á þingi í fyrra var til um- ræðu og athugunar frumvarp um dagheimili, er væru bæöi gæzlustöðvar fyrir börn frá eins mánaðar aldri til þriggja missira og leikskólar fyrir börn á aldrinum eins og hálfs árs til sjö ára. Ef fylgja ætti frumvarpsins í framkvæmd, mundi það kosta 50—lOOmilj. kr. alls að ’fullnægja þörfinni í höfuöborginni einni. Flutn- ingsmaður frumvarpsins, sem er gagnkunnugur högum og'háttum í Reykjavík, lækn- ir að menntun með sérþekk- ingu á barnasjúkdómum og styður flokk, er sízt vill fegra sveitalífið, gerði grein fyrir málinu m. a. með þessum orð um: „Uppeldissktíyrði barna eru víðar í kaupstöðum, en þó einkum hér í Reykjavík, orðin svo slæm að lífi, heill og heilbrigði hinnar uppvax- andi kynslóðar er bein hætta búin, ef ekki er úr bætt. Valda hér um mestu breytt- ir lifnaðarhættir þjóðarinn- ar hina síðustu áratugi og snögg umskipti frá dreifbýli til þéttbýlis og þröngbýlis." Það er sannarlega þess vert að íhuga þessar staðreyndir hleypidómalaust. Ætli sú stefna leiði til heilla, þegar öll kurl koma til grafar, sem miðar að því að lokka eða jafnvel knýja sem flesta burt „frá dreifbýli til þéttbýl- is og þröngbýlis“, þar sem uppeldisskilyrðin eru, svo slæm, að lífi, heill og heil- brigði hinnar uppvaxandi kynslóðar er bein hætta búin, ef ekki er úr bætt?“ Skyldi þjóðin mega við því að láta uppræta með beinum eða óbeinum ráðstöfunum hina strjálu byggð, er reyn- ist ungmennum slíkur þroska gjafi, að meira að segja af- brotabörn • úr höfuðborginni taka þar „miklum stakka- skiptum til góðs“ á skömm- um tíma? I nnfliLtnLngur þýzks verkafólks Eitthvert öruggasta ein- kenni þroskaleysis og lítil- mennsku er það að vera alltaf samþykkur meirihluta, hvort heldur er í atkvæðagreiðslu eða.almenningsáliti, einungis af því meiri hluti segir það. Þroskaleysi sömu tegundar er það að gefa ekki verið með, eða viðurkennt gott málefni hjá andstæðingi eða and- stöðuflokki í stjórnmálum. í ætt við þetta er einnig það að níðast á hinum sigraða, í orði eða verki, hvort heldur er um einstakling eða ófriðarþjóð að ræða. Tíminn benti nýlega á það, hvort ekki væri hagur að þvi fyrir íslendinga að flytja inn þýzkt verkafólk. Mér vitan- lega er það eina blaðið hér, sem bent hefir á þá leið. Menn eru að tala um flótta frá sveitabúskapnum, en sjá ekki að orsakirnar til hans eru þær, að atvinnumöguleik- arnir eru svo miklir utan sveitanna, að búast má við auðn heilla hreppa og sýslna. Ráðið til að stöðva fólkið, sem enn er þar kyrrt, er aukið vinnuafl þar og ekkert- annað, en það fæst naumast nema með því að flytja inn fólk, og sjá um, að framleiðslan nyti starfskrafta þess. Alls staðar er þörfin fyrir hinar vinnandi hendur, bæði á sjó og landi. Það vantar menn á bátana, svo að ekki er hægt að gera þá alla út. Um sveitirnar þarf ekki að hafa mörg orð, heldur leggja fram þá spurningu, hvers virði það væri að fórna nokkrum tugum heimila frá upplausn með þvi að flytja inn þýzkar stúlkur. Þýzkt kvenfólk er orðlagt fyrir nýtni og dugnað, og eina þýzka konu hefi ég þekkt, sem gift var ís- lenzkum (frrykkjumanni, sem öllu eyddi, en hún hélt heim- ilinu uppi samt. Kaup bústýra og vinnu- stúlkan ætti að vera ákveðið fyrir allt árið, auk fæðis og húsnæðis, og einhverra fríðinda, og yrði fólk það sem kæmi aö vera ráðið fyrirfram og fara strax til sinna vænt- anlegu heimila. Búnaðarfélag íslands þarf að kynna sér samvinnu við ráðningarstof- urnar, hve mörg sveitaheim- ili vildu taka stúlkur til árs- jvistar, og sambönd annarra j atvinnurekenda að láta í ljós hve mikinn vipnukraft þá vantaði. Að þeim upplýsing- um fengnum þyrfti þing og (Framhald á 6. síðu) Um Alþingistíðindi og birtingu þingfrétta hefir Guðmundur Ingi Kristjánsson sent okkur bréf. Hér er um merkan hlut aö 'ræ.öa og vænti ég þess aö efni bréfsins verði 'tekið til athugunar og síðan veröi framkvæmdum hagað í samræmi við það, sem skynsamlegast þætti. Bréfið er svo: „Ég tek undir við J. H. í Tíman- um um birtingu alþingistíðinda. Það er gagnslítið að vera aö prenta þingræður 4 árum eftir að þær eru haldnar. Þær voru mikils virði áður, þegar þær komu prentaðar út um landið. En nú er komið út- varp með stjórnmála umræður af og til og blööin eru miklu stærri en áður, þótt þau sinni ekki þing- fréttum að sama skapi vel. Þing- fréttir útvarpsins eru góöar það sem þær ná, en við viljum vita meira. Þar eru frumvörp lesin, greinar- gerðir heilar og hálfar og nefndar- álit. Þar er einnig sagt frá at- kvæðagreiðslum. En um umræður fáum við lítið að vita. Stundum er þó sagt að þær hafi orðið „heit- ar“ eða „harðar", en hverjir töl- uðu og hvað þeir sögðu er leynd- armáli líkast. Úr þessu gætu blöð- in bætt, þó að seinna sé, en þau gera það lítið. Þingfréttir Þjóð- viljans hafa mér fundizt skárstar í vetur, þó að þær séu nokkuð lit- aðar. Morgunblaðið hefi ég að vísu ekki séð, en ísafold og Vísi, og þar eru þingfréttirnar ekki á mar^a fiska. Blöðin þurfa að taka sér fram í þessu efni, því að margir vilja fá fréttir af þingstörfum, þar á meðal nokkurs konar fundarrit- ara frásögn af umræðunum. A-deild Alþingistíðindanna kem- ur út með sæmilegu lagi og þolan- lega til lesenda. Þessa deild þarf að gera nokkru fyllri. Inn í hana þarf að færa allar atkvæðagreiðsl- ur. Öllum skriflegum fyrirspurn- um þarf að svara með skriflegri greinargerð. Ennfremur þarf að gera ýmsar smálagfæringar, dag- setja öll skjöl og úndírskrifa öll frumvörp, t. d. þÆu, sem nefndir flytja, eins og nefndarálit. Þá þarf og að vísa meira til tölusetningar á þingskjölum, t. d. eí nefndarálit kemur skal tilgreina á hvaða þffrg- skjali sjálft frumvarpið er eða til- lagan. Þetta myndi v.erða mörgum lesendum til hægðarauka. Efnis- yfirlitið kemur hvort sem er ekki fyrr en löngu seinna, en við not- um hvert hefti af alþingistíðindum undir eins og það kemur til okkar. Svo er sjálfsagt að nefndarkosning ar allar séu birtar í þessari deild.“ Ég birti hérna kafla úr bréfi frá ungum pilti úti á landi, þó að bréfið væri ekki til mín, en eig- andi þess kom þessu til mín. Það má sjá af þessuih orðum aö blöðin verða með ýmsu móti til skemmt- unar í fásinni sveitalífsins, eins og það er orðið. Pilturinn segir: „Ég gat ekki annað en hlegið, að grein, sem kom í ísafold ný- lega um miníana. *Mér fannst hún svo vitlaus. Tónninn er þessi: Það eru nú meiri ofsóknirnar, sem blessaður minkurinn verður fyr- ir, alsaklaus. Þetta, að þeir drepa stundum hænsni er allt hænsna- eigendunum að kenna. Þeir skilja eftir opið hjá þeim. Svo kemur aumingja minkuilnn, og af því það er eðli hans að smjúga í holur, þá fer hann þarna inp og þá rjúka hænsnin upp með skrækjum og fjaðraþyt, og þá heldur vesaling- urinn, að þau ætli að drepa sig, og i sjálfsvörn drepur hann þau öll og flýr svo. Þetta er hægt að sanna með því, áð þar sem hann drepur hænsni tekur hann ekkert og étur, heldur flýr, eftir að hafa drepið þau í sjálfsvörn. — Ég hefi ekki lesi ðannað hlægilegra í blöð- unum nýlega." Svó er nú það, en. þau eru nú stundum þessu lík rökin á fleiri sviðum. Einu sinni réðust Rússar á Finna í sjálfsvörn og hafa líka leiðst út ‘í sitt af hverju í sjálfs- vörn. En sleppum því. Svo ætlar Korni að koma hérna einni vísu á framfæri. Hún er kveðin eftir síðustu Alþingiskosn- ingar, þegar úrslitin urðu kunn, og er svona: Falsið hyllir hégomann, hræsnin villir lýðinn, auður hyllir ósómann, andanum spilla stríðin. Þetta finnst mér sannmæli. Pétur lantlshornasirkill Hjartans þakklæti til allra þeirra, fjær og nær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfurn og skeyt- um á sjötugsafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Guömundsdóttir, Ásmúla. AUKIÐ KAUPMATT LAUMA YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ VERZLA VIÐ KAUPFELÖGIN Samband ísl. samvinnufélaga Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.