Tíminn - 10.04.1948, Qupperneq 8

Tíminn - 10.04.1948, Qupperneq 8
Reykjavík 10. apríl 1948. 80. blað Nýtt hraðírystihús fullgert í Kald- rananesi við Bjarnarfjörð iBiiÍiílÍl Truman forseti hefir vafalaust vcrulegar áhyggjur af landsmálum og Iieimsmálum, eins og eíSlilegt er um æðsta 'valdsmann mesta stór- veldis veraldarinnar á viðsjárverðum tímum. En hann virðist líka geta kastað frá sér áhyggjunum. Það bar til dæmis við, er hann var á siglingu á lystisnekkju sér til hressingar, að hann brá sér í ham leik fimikcnnara og stofnaði fimleikafiokk um borð, skipáðan skipsmönn- unum. Myndin sýnir hann við æfingar með flokk sinn. Skoriurinn knýr þýzku stúlk- urnar til þess að leita ásta hjá iiermönnunum - Rætt vlð íslenzkan lif&sfcrÍEigja í amcríska sctuliðima Ungur maður frá Borgarnesi, Þorvaldur Friðriksson að nafni, hefir undanfarin þrjú ár starfað á vegum ameríska hersins, lengst af í Þýzkalandi. Þorvaldur er staddur í orlofi, hér á landi um þessar mundir, og hitti tíðindamaður blaðs- íns hann að máli í gær og innti hann eftir ástandinu á her- námssvæði Bandaríkjanna í Þýzkalandi. Úígei’ð á Ealdran^iicsi er aff aakast. og nokkrar Iiafnarhaeátir iiafa verið gerðitr Á Kaldrananesi við Bjarnarfjörð á Ströndum er nú vax- andi kauptún með nokkurri útgerð. Þar er nú nýlokiö bygg- :ngu hraðfrystihúss og unnið er að hafnarbótum. Sundlaug er þar líka nýrisin og ráðgert er, að héraðið fái rafmagn frá væntanlegri Þverárvirkjun. — Þorsteinn Matthíasson skóla- stjóri í Iiaidrananesi er staddur í bænum um þessar mundir, og hefir tíöindamaður Tímans hitt hann að máli og spurt frétta úr héraði. Þorvaldur, sem nú er orð- inn liðsforingi að tign, hefir haft sérstaklega góða aðstöðu til að fylgjast með ástandinu hjá almenningi í Þýzkalandi, þar sem hann starfar i eftir- litslögreglu og ferðast mikið um landið, milli héraða og smærri borga. Mjög naumt úm föt og fæði. Hahn hefir þá sögu að segja, að yfirleitt fari ástand ið nú batnandi, þótt hægt miðj, Enn er mikill skortur meðal almennings í Þýzka- landi, og öll starfsemi og hugs un fólksins snýst um það eitt að hafa nóg að borða, og bó fær almenningur aldrei að borða nægju sína. Allir eru meira og minna vannærðir, vegna þess hve’matarskammt urinn er naumur. Við þetta bætist svo húsnæðisskorturog klæðleysi. En þó er það svo, að þrátt fyrir klæðleysið, sem er svo mikið, að varla nokkur Þjóðverji sést í góðum fötum, reynir fólkið, alltaf að gera sér dagamun.Á hátíðisdögum fer fólk í sparifötin, sem ekki eru reyndar lengur nein spari föt, og ekki annað en við myndum kalla slita garma. Vili ekki fara í sveitirnar. Fólkið, sem býr í sveitun- um, hefir yfirleitt meira að borða en borgabúar. Samt gengur illa að fá borgabúa til aö fara upp í sveitirnar til þess að vinna þar. Þeir vilja heldur búa við þröngan kost í fjölmenninu. Margir eru rót lausir og eirðarlausir og eru á sífelldu ferðalagi og flakki staða á milli í leit að ein- hverju skárra en þeir hafa, en er þó hvergi til. | Henrsennirnir lifa við nægtir. Um sambúðina við herinn er það helzt að segja, að hún virðist fara batnandi. Þó gæt ir allmikillar andúðar í garð hersins hjá mörgum. Her mönnum er bannað að fara inn í þýzka skemmtistaði, nema leikhús og óperur, en þeir hafa sína eigin skemmti staði. Annars er vistin að sumu leyti fremur daufleg (h'ramhald á 7. síðu) Goðafossi fagnað á Akureyri í dag Goðafoss kemur til Akur- eyrar í dag. Er hafður þar við búnaður til að taka hátíðlega á móti skipinu. Þorsteinn M. Jónsson, for- seti bæjarstjórnar, miui halda ræðu og bjóða skipið velkomið til Akureyrar. Lúðra sveit mun leika við þetta tæki færi, og má búast við al- mennri þátttöku bæjarbúa við þessi hátíðahöld, verði veður skaplegt. Nýtt hraðfrystihús fullgert. — Er ekki útvegur að auk- ast í Kaldrananesi? — Jú, mönnum leikur hug- ur á að auka útgerðina þar, og þaðan hafa verið gerðir út nokkrir trillubátar að undan- förnu, en langræði er oftast heldur mikið fyrir þá. Einnig hafa verið hin mestu vand- jkvæði á nýtingu aflans og ekki um annað en söltun að ræða, en nú er þar nýlokið . byggingu góðs hraðfrystihúss. Hraðfrystihús þetta er byggt af hlutafélaginu „ísborg“ h. f. i Bjarnarfirði, og má segja, að því nær hvert heimili í Bjarn- arfirði sé þátttakandi í því, auk kaupfélagsins. . IIúsiö er mjög vandað að öll- um frágangi og búið fullkomn ustu vinnuvélum. Vélaverk- jstæði Björgvins Friðriksson- jar í Reykjavík hefir annazt útvegun og niðursetningu véla, og er allur frágangur á þeirri vinnu hinn bezti. Nokkrar hafnarbætur j gerffar. Jafnframt hraðfrystihúss- byggingunni er unnið að hafn arbótum í Kaldrananesi, og er þess vænzt, að í sumar verði þeim framkvæmdum komið svo langt áleiðis, að öll hin smærri fiski- og strandferða- skip geti lagzt að bryggju, og um leið sköpuð aðstaða til síldarsöltunar; en Bjarnar- fjörður er að margra dómi mjög heppilegur til þess að hafa þar síldarsöltunarstöð. Ýmsir örðugleikar hafa ver- ið á því að koma þessum mál- um áleiðis, einkum hvað fjár- öflun snertir, því erfitt er um lánsfé og fátæk byggðarlög hafa litla möguleika til mik- illa framlaga, þó fullur vilji sé fyrir hendi. Þó verður ekki annað sagt, en til þessa hafi þessar framkvæmdir mætt skilningi og velvilja þeirra opinberu aðila, sem um hafa fjallað. Þingmaður kjördæm- isins, I-Iermann Jónasson, hefir í þessum málum sem öðrum framkvæmdum byggð- arlagsins stutt okkur með ráðum og dáð. Sundlaug og heimavistar- skóli. — En vantar ykkur ekki til- finnanlegt skólahús? — Jú, við höfum notazt við samkomuhús til skólahalds í Kaldrananesi, en það er illt og algerlega ófullnægjandi. Ný- lega er lokiö byggingu sund- laugar aö Klúku í Bjarnar- Nýr þilbátur til Kaldrana- ness. j Þrír bræður í Eyjum í Bjarn- iarfirði hafa nú ráðizt í að I kaupa 24 smálesta þilbát frá Akranesi og hyggjast gera hann út frá Kaldrananesi. Báturinn er kominn norður en hefir ekki hafið róðra enn. Eru nú sköpuð skilyrði til slíkrar útgerðar með býggingu frystihússins, og gera menn sér vonir um, að fieiri slíkir Ibátar muni á eftir fýlgja. Þorsteinn Matthíasson skólastjóri. firði. Er það ágæt laug, og er nú í ráði að reisa þar einnig heimavistarslcóla. Þess er vænzt, aö byrjað verði á þeirri byggingu á komandi sumri, ef fjárfestingarleyfi fæst.sem við j gerum okkur góðar vonir um. I Vantar tilfinnanlega vegi. | — Er fært bifreiðum úr Bjarnarfirði til Hólmavíkur? | — Já, svo á það að heita, að minnsta kosti jeppabifreið- um. — En verkefnin þar eru mikil og von að seint sæk- ist. Vonum við þó, að stórum áfanga verði náð á næsta sumri, þegar lokið verður.við Bitruveginn, og brúin fæst á Selá í Steingrímsfirði. Eru þá líkur til ,að rýmra verði um fjáryeitingu til vegarins norð- ur. — Nokkur jarðhiti á flestum bæjum í Bjarnarfirði. í ræktunarmálunum er allt- af unnið nokkuð, þó að mikiö , skorti á í því efni að vel sé, en i ástandið í þeim málum getur j ekki talizt gott fyrr en því tak i marki er náð, að bændur geti framfleytt lífvænlegum búuhi á ræktuðu landi einu. Rækt- unarskilyrði eru allgóð í Bjarnarfirði og þar er til dæmis nokkur jarðhiti á flestum bæjuin. Rafmagn frá Þverár- virkjun. Nú er ráðgert að hefja inn- an skamms framkvæmdir við ivæntanlega Þverárvirkj un og er ráðgert, að Kaldrananes fái rafmagn þaðan jafnhliða Hólmavík og mun áreiðanlega verða haldið fast á því máli. Þaff verffur aff bæta skilyrffi dreifbýlisins til atvinnu- og Jífsþæginda. Að lokum sagði Þorsteinn þetta: — Þessar framkvæmdir eru sprottnar af því, að fólkinu er ekki ljúft að yfirgefa byggð sína, en vill fremur leitast við að hagnýta þá möguleika, sem náttúran hefir í té látiö og skapá samtíð og framtíð mögu leika til bættrar lífsafkomu og betri daga. Þetta er oft að ýmsu leyti erfitt og hvílir þungt á herðum beirra, sem í stappinu standa meöan verið er að koma framkvæmdunum á. En beri fólkið gæfu til að standa saman og missi ekki trúna, þótt í móti blási, mun nokkuð vinnast, og ég get ekki látið hjá líða aö láta þá skoð- un í ljós, aö gæfa þjóðarinn- ar í nútíð og framtíð byggist á því, að takast megi að stöðva flóttann úr byggðum landsins. En það verður aldrei gert nema með þvi að fólkiö eign- ist þar aðgang að svipuðum atvinnuskilyrðum og þægind- um og þeir hafa, sem búa í stærri bæjum. En til þess að það geti orðið, verður að veita meira fjármagni til atvinnu- lífsins í byggðunum. Ráðstefna um Tri- este-málin í París Bretar hafa nú boðið Rúss- um að taka þátt i umræðum um Trieste og undirbúning þess að skila ítölum aftur héraðinu. Eiga þessar umræð- ur að fara fram í París í næsta mánuði. Rússar hafa hins veg- ar ekki látið uppi álit sitt um þetta mál enn, en með þess- ari orðsendingu munu Bretar vilja reyna að fá að vita um afstöðu Rússa. Bandaríkja- menn munu hafa sent Rússum sams konar tilmæli. „Karlinn í kass- anum“ sýndur á Akranesi í kvöid Leikfélag Hafnarfjarðar fer í dag í leikför upp á Akranes og ætlar að sýna gamanleik- inn „Karlinn í kassí\num“ í kvöld ög á morgun í bíóhöll- inni. Leikstjóri er Indriöi Waage, en aðalhlutverkiö leikur Har- aldur Á. Sigurðsson. Leikfélagið er búið að fara með leikinn til Keflavíkur og sýna hann þar við ágætar undirtektir, auk þess sem enn er verið aö sýna leikinn í Hafn arfirði. Fyrirhugað er að sýna leikinn einnig fyrir austan fjall.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.