Tíminn - 16.06.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, migvikudaginn 16. jání 1948. 132. blaff Fafcfar eignir erlendis Bg?aB3am»viasWB^ilB!lg (Frambhald af 3. síSu) — er þá óvarlegt að álykta, aö upphæðin í eignum sé allt að því jafnmargar milljónir dollara? Ég hygg, að stund- um hafi verið ályktað óheið- arlegar og gálauslegar, eink- um þegar þess er gætt, sem upplýstist við rannsóknina 1944—1945, þegar athugað er það vöruverð, sem hér hefir verið, þegar höfð eru í huga dollarakaupin öll þessi ár og ásóknin á erlendan gjald- eyri, þegar litið er til þess, að eftirlitið hefir einnig ver- ið slælegt. Sannleikurinn er sá, að flestir, sem hafa eitthvað hugsað um þessi mál, hafa á- litið, eftir þá rannsókn, sem farið hefir fram, og eftir allt umtalið, sem um þessi málj hefir verið, að bankainnstæð j ur erlendis væru sáralitlar. j Hítt hefir verlð skoðun! manna, sem styðst við það, j 'sem einstakir menn hafa rek izt á af tilviljun, og það senrj vitað er -ym háttu faldra ^ eigna, ef svo má segja, að þær ’ væru einkum eignir í fyrir- j tækjum, fasteignum og þó j aðallega í handhafabréfum j geymdum hjá vinum eða í bankahólfum. VI. Blöð samstarfsflokkanna hafa verið með hnútur til mín út af þeim ummælum, sem eftir mér eru höfð. Ekki skal ég finna að því. Þau um það, hvaða málstað þau verja. Ég get sæmilega við unað nú þegar, þar sem þjóð- in • hefir síðan síðastliðinn föstudag fengið vitneskju um það, að hún er 26 milljónum ríkari, og ég geri mér vonir um, að við þessa upphæð bætist bráðlega, eins og ég hefi áður sagt. Framsóknar- flokkurinn mun þrátt fyrir öll hnútuköst gera kröfu til þess, að þetta mál verði upp- lýst svo sem frekast eru föng á. Ráðherrar Framsóknar- flokksins gerðu í samráði við flokkinn þá kröfu í ríkis- stjórninni síðastliðið haust, að unnið yrði að því að upp- lýsa, hve miklar innstæður íslendingar ættu erlendis og hverra eignir þær væru, og eftir því, sem miðstjórn flokksins var skýrt frá, var þetta samþykkt og átti að gerast þá þegar. Ég hefi talið og tel þetta erfitt verk, eink- um að því er snertir hand- tíafabréf, innstæður í firm- um, eignir í fyrirtækjum og þess háttar, en í þessa staði mú búast við, að fjármunirn- ir séu að mestu leyti komn- ir. Sérstaklega verður þetta erfitt, því lengur sem það dregst, og kann að vera, að það sé þegar um seinan. Fyr- irskipun um rannsókn á þessu efni hefir ríkisstjórnin tilkynnt, að hún hafi gefið 8. fyrra mánaðar. En hvernig sem þetta hefir verið unnið og aö því verið staðið, og hvernig sem árang urinn verður, er þó eitt víst: að í gegnum verzlunina, eink um í tíð fyrrverandi stjórn- ar, hafa íslendingar verið — og eru enn — féflettir svo hóflaust, að á ýmsum svið- um er naumast hægt að lala um verzlun, heldur prang, þar sem verð vörunnar er margfaldað með álagningu eins og hjá frumstæðum þjóðum. Utanríkisiíerzlunin er lífæð íslenzku þjóðarinnar. Vegna þess, að framleiðslan er ein- hæf, kaupum við og seljum 5—8 sinnum meira en marg- ar eða flestar aðrar þjóðir. Möguleikar til þess að fé- fletta þjóðina gegnum utan- ríkisverzlunina eru því að sama skapi meiri hér hlut- fallslega en hjá nokkurri annarri þjóð. Þjóðin getur ekki lifaö mannsæmandi lífi nema utanríkisverzlunin sé heiðarleg og heilbrigð. — í nefndaráliti hagfræðinga- nefndarinnar, sem rannsak- aði fjármálaástandið seint á árínu 1946, er réttilega á það bent og sýnt fram á, að það, sem bezt tryggi heilbrigða utanríkisverzlun meðal ann- ars, sé það. að samvinnufé- lögin feji réttlátan innflutn- ing og í samræmi við þau viðskipti, sem þjóðin vill við þau eiga. M. a. segja hag- fræðingarnir, að samvinnu- verzlunin komi bezt í veg fyr- ir fjárflótta úr landi í sam- bandi við verzlunina, því að þau sjái sér ekki hag í fölsk- um „faktúrum". Auðsöfnun- in erlfindis í tíð fyrrverandi stjórnar, þegar níðzt var á samvinnufélögunum, svo að þau fengu að flytja inn að- eins um 14% af þeim vöru- tegpndum, sem mestar gróða vonir gáfu, þó að þau ættu rétt á 45% innflutningi, sann ar betur en flest annað, sem nú er komið á daginn, til hvers slíkir verzlunarhættir leiða. Og enn búa samvinnu- félögin við svo mikinn órétt, að þeim er varnað að veita þjóðirini tryggingu gegn of háu vöruveröi og gegn því, að fjármunir séu fluttir úr landi. Þess er að vænta, og á það verður að treysta, að meginhluta þjóðarinnar skilj ist, hvað fjárflótti þýðir fyr- ir afkomu hennar og fram- tíð. Peningarnir eru teknir úr hennar vasa og henni glat- aðir. Hún er þessum milljón- um fátækari. Framtíðarmögu leikar hennar eru skertir. Hið óhugnanlega er, að fjárdrátturinn til útlanda sýnir, að nokkrir af þegnum þessa þjóðfélags trúa ekki á framtíð þjóðarinnar, treysta ekki á fjármál hennar né gjaldmiðil, og það einmitt þQ;>r fyrst og fremst, sem staðið hafa að fyrrverandi stjórn. Tii þess að tryggja framtíð sína og sinna koma þeir f j ármunum sínum í ann- að land, en dvelja hér til þess að græða meðan þess er kostur. VII. Það situr heldur illa á þeim mönnum, sem staðið hafa að þeirri ríkisstjórn, sem mest níddist á samvinnufélögunum, með þeim afleiðingum um undanskot og fjárdrátt til út- landa, er raun ber vitni, að gera nú hróp að þeim, sem reyna aö finna þessa sömu fjármuni. Málstajiur þieirra er svo sem álíka og hinna, sem enn standa gegn rétti samvinnufélaganna, viðhalda þannig fjárdrætti og koma í - veg fyrir, að samvinnufé- lögin fái bolmagn og rétt- láta samkeppriisað/ftöðu til| þess að skapa hér heilbrigða verzlun. Það er máske ekki undar- le^t, þótt þesst'.r menn og blöð þeirra geri ekki mikiö úr innstæðunum erlendls og ráðist með dylgjum að þeim, sem á þetta ástand minna. Ég skal engu spá um það, hvernig tekst að finna og ná í það fé, sem af þjóðinni hefir verið ranglega tekið og til útlanda flutt. Aðalatriðið er ef tii vill það, að umræður um málið, að reynslan, sem fengin er, að þær óhugnan- legu staðreyndir, sem nú eru að koma í ljós, gætu orðið til þess, að meiri hluti þjóð- arinnar lærði af því og kenndi þeim mönnum og flokkum, sem í umboði þjóðar innar starfa, að hún ætlar ekki að veita þeim umboð að nýju til þess að viöhalda því verzlunarástandi, sem hefir lagt á hana blóðskatt með því að flytja milljóna- tugi úr hennar vasa, óaftur- kallanlega, til útlanda, — eins og gert var um skeið á hörmungartímabili fyrri al'da. Þjóðin sdtti að hafa næga reynslu frá fyrri öld- um og síðustu árum til þess að geta veitt fulltrúum sín- um þessa kennslu. Afleiðing- arnar af því að þjóðin var blekkt eru orðnar nógu dýrar þó sá leikur verði ekki endur- tekinn. — S j Ö t U g : Þorbjörg Stefánsdóttir á Raufarhöfn Þann 21. þ. m. varð sjötug Þorþ^örg Stefánsdóttir frá Skinnalóni. Þorbjörg er fædd að Skinnalóni á Sléttu 21. maí 1878. Þorbjörg er dóttir Kristín- ar Jónsdóttur og Stefáns Jónssonar, er allan sinn bú- skap bjuggu að Skinnalóni og komtí upp 11 börnum. Af þeim eru 10 enn á lífi, mesta myndarfólk. Þorbjörg giftist Friðgeiri Guðnasyni að Hóli, en missti hann aðeins 27 ára gamlan eftir fárra ára farsælt hjóna- band. Þá stóð Þorbjörg uppi með tvo kornunga syni, en toluverð efni. Þorbjörg er mesta myndar kona, vel skáldmælt og mesti snillingur við sauma- skap. Meðan drengir hennar voru ungir dvaldist hún að Harðbak í húsmennsku; þar búa tvö af systkinum henn- ar. Hún vann fyrir sér við ýiris störf, en mest við að sauma karlmannaföt. Fyrir nokkrum árum flutti hún með sonum sínum til Raufarhafnar og hélt með þeim myndar- og gestrisnis- heimili, þar til þeir giftust og stofnuðu sín eigin heim- ili. Nú d,«plur hún á heimili sonar síns, Hjalta kaup- (Framhald á 6. slðu) X»að eru verkamenn í Reykjavík, fluttir úr sveit. sem ég var að tala við. Þeir voru að ljsa fyrir mér kjörum sínum án sérstakrar lirifn ingar. Hitt var þó verst, að það lá í tali þeirra einhver kvíði um það, að framtíðin gæti orðið verri. Það væri vafasamt, að hægt væri að búa að fólki alla tíð eins vel og nú væri gert, án þess annaðhvort, að krefjast meiri og be’tri vinnu af þeim, sem slá slöku við störfin, eða þá, að gera málin upp við gróða- mennina á nýjum grundvelli. En á báðum þessum sviðum töldu þeir, að væri við stóran að deila, meðan stéttasamtökin vernduðu vinnusvik og foréttindamennirnir réðu mestu í stjórnmálaflokkunum. Talið barst að verkamannastétt í sveitum, og við uröum sammála um það, að gott og eðlilegt væri, að það væru til daglaunamenn í sveitum. Víða eru þar til menn, sem lítið eða ekki fást við búskap sjálfir, en vinna hjá öðrum. Og yfirleitt mun alltaf vera þörf fyrir fleiri slíka. Þau heimilí, sem eru aflögufær með vinnuafl, eru nú orðin svo fá í mörgum sveitum, að vandræði má kalla, ef einhver þarf einhvers með. Og það getur átt sinn þátt í því, að fólk hrekjist burt úr sveitunum. Fyrír verkamanninn er það engu verra, að eiga heima í sveit en t. d. Reykjavík, að því er öryggi snertir. í því sambandi skulum við svo at- huga nokkur atriði, sem máli skipta. Víða í sveitum eru svo stórir bæjir, að hægt væri að bæta þar við heilli fjölskyldu, án þess að vandræði hlytust af þrengslum. Það væri því í fyrsta lagi mjög æskilegt, að það húsnæði notaðist betur, þó að fólk verði auðvitað fyrst og fremst að vera þar, sem það getur fundiö sér lífvænleg störf. Verkamannsfjölskylda í sveit gæti alltaf haft einhverja grasrækt. Heimilið ætti að vera sjálfu sér nóg með mjólk, kjöt og garðmat. Kon- an og krakkarnir gætu haft at- vinnu við þessa r>»ktun, þó að heimilisfaðirinn ynni hjá öðrum lengstum. Það væri tvímælalaus kostur, að börnin hefðu þar strax viðfangsefni, sem þau hafa gott af að sinna og gefur arð í aðra tíönd. Og fyrir húsmóðurina er sízt verra að ,,vinna úti“ í gjrðinum sínum eða túnblettinum, heldur en aö þvo skrifstofugólf eða eitthvað þess háttar í Reykjavík. Kjör hjáleigubænda, húsmanna og þurrabúðarfólks hér á landi og annars staðar, þurfa engan að hræða í þessu sambandi. Það er allt annað að vera verkamaður nú en þá og það er aðalatriði málsins. Flitt er óskaplegt. ef bóndinn getur hvergi fengið mann til að vinna verk sín, hvað sem líður nauðsyn hans sjálfs eýa annarra, að hann sinni öðru um stund. Þeim vand- ræðum þarf ekki að lýsa fyrir sveitafólki. Ég veit ekki, nema sveitarfélögin sjálf ættu að taka þetta mál til athugunar. Hver veit nema það væri vit í þvi, að sveitahrepparnir ættu sér sína „verkamannabústaði". og jafnvel ábyrgðust einstökum mönnum lágmarkslaun. Það gæti auðvitað orðið til þess, að hrepps félögin þyrftu að hafa einhverja „atvinnubótavinnu" fyrir þessa stétt í viðlögum, en það gæti áreiö anlega verið eitthvað tilkomumeira og arðvænlegra en klakahögg og annað ámóta. En það, að tryggja sveitinni í heild nóg vinnuafl og einstaklingunum það öryggi, sem því e<r samfara, er svo mikið hagsmunamál, að vel mætti hrepps félagið taka á sig nokkra ábyrgð þess vegna. Þið takið þetta allt til vinsamlegr ar athugunar. Ég veit að hér eru enn ónefnt margt, sem máli skiptir, en viljið þið ekki velta þessu fyrir ykkur. Vanta^i ekki einhvern hús næði? Pétur landshornasirkill. iiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiHiiiiiiiiiiHin'inii'niiiiuiiiiiimiiiiniiiiniiiiiiiiHilMimimiiiiimmiiiiiMniMumm”; ♦♦ :: :: tl Þakka öllum nær og fjær af heilum hug, er heiör- jj uðu mig á 50 ára afmæli mínu, með heimsóknum, \l gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. :: a I jHiiiimiiiiiiiiiiiii ii 11111111111 iii iiiiiii iii ... Guðni Guðjónsson, Brekkum. Gjafabögglar til Mið-Evrópu Bögglamóttaka vor er flutt af Laugaveg 105 í Thorvaldsensstræti 6. Eftirleiðis er aðeins opið einn dag í viku, föstudag kl. 13 til 16. Lokað þessa viku. Rauði Kross íslands. DISKAHERFI fyrir dráttarvél. RÓTARHERFI Nokkur stykki fyrirliggjandi. Kristján G. Gíslason & Co. H.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.