Tíminn - 18.06.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.06.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 18. júní 1948. 133. blað Sólarupprás var kl. 2,53. Sólar- lag er kl. 0.04. Árdegisflóð var kl. 3,10. Síðdegisflóð verður kl. 3.37. í nótt. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvarzla er 1 Laugavegsapóteki, sími 1618. Næt- urakstur annast Hreyfill, sími 6633. Veðrið í dag og í nótt. Norðan gola, úrkomulaust og víða létt skýjað. , tJtvarpiö. Kl. 8,30 Morgunútvarp. Kl. 10,10 Veðurfregnir. 12.1013,15 liádegisút- varp. Kl. 15,30 miðdegisútvarp. Kl. 16,25 Veðurfregnir. 19,25 veðurfregn ir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarps- sagan: „Jane Eyre“ eftir Carlotte Sronte, 12. lestur (Ragnar Jóhann- esson skólastjóri). 21,00 Strokkvart- ett útvarpsins: Tveir kaflar úr kvartett í D-dúr eftir Mendelson. 21,15 Erindi: Sumar í Bandaríkj- linum. — Við Moreyvatn (Stefán Júlíusson kennari). 21,40 iþrótta- þáttur (Brynjólfur Ingólfsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóniskir tónleikar (plötur): a) Píanókonsert í a-moll op. 54 eftir Schumann. b) Symfónía í B-dúr nr. 102 eftir Haydn. 23,10 Veðurfregnir. Dag- skrárlok. Hvar eru skipiri? Skip Eimskipafélagsins. Brúarfoss er í Leith. Goðafoss er i Reykjavík . Fjallfoss fer í dag frá Odense til Antverpen. Lagar- foss er í Gautaborg. Reykjafoss för frá Seyðisfirði 14. þ. m. til Danmerkur. Selfoss kom til Hull 14. frá Antverpen. Tröllafoss er væntanlegur til Reykjavíkur í dag frá Halifax. Horsa kom til Reyekja- víkur 13. frá Leith. Skip S. í. S. .Hvassafell fór frá Kaupmanna- höfn þ. 14. áleiðis til Akurcyrar. Vigör fór frá Irmingham 15. þ.m. áleiðis til ísafjarðar. Vard er í Borgarnesi. Varg er á Boröeyri. Barö er á leið til Djúpavíkur frá Danmörku. Ríkisskip. Esja, Herðubreið og Skjaldbreið eru í Reykjavík, Þyrill er í Nes- kaupstað, Súðin var á Húsavík í gær. Úr ýmsum áttum Péíur Sigurgeirsson kosinn prestur á Akureyri. Síðastliðinn sunnudag var séra séra Pétur Sigurgeirsson kjörinn prestur x lxinu nýstofnaöa pi'esta- kaili á Aukreyri. Af 3907, sem á kjörskrá voru, greiddu 2060 at- kvjpðí. Kosningin er því lögmæt. Sfca Pétur var cini umsækjand- írih? ' Listiðnaðarsýningar. Handavinnu- og listiðnaðarsýn- ing Hallveigastaða í Listamanna- skálanum. Opin kl. 14—23. Hanv rðasýning Sigríðar Er- lendsdóttur, Miðtúni 4. Opin kl. 14—22. Kviknaði í stól í nótt. Slökkviliðið var kallaö út á Skóla vörðustíg 10 klukkan rúmlega 1 í nótt. Þar hafði kviknað í stól í stofu á fyrstu hæö. Stólnum var kastað út og eldurinn slökktur og urðu ekki frekari skemmdir. Síðasti Svíþjóöarbáturinn kominn. í gær kom hingað til Reykja- víkur 50. og síðasti Svíþjóðarbát- urinn, sem samið var um smíði á. Er það jafníramt 10. Svíþjóðarbát- urinn, sem gerður er út frá Reykja- vík. Báturinix er 106 smál. að stærð, en skipstjóri er Sigurður Jónsson frá Bakka á Seltjarnarnesi. Verzlu narskólanum var sagt upp í gær og braut- skráðust þá 10 stúdentar. Nánara verður sagt frá störfum skólans síðar. Ámað heiila Silfurbrúðkaup. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag, 18. júní, frú Kristín Jónsdóttir og Lárus Péturssoix, Xáranesi. Iíjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Annela Stefáns- dóttir (Kristjánssonar frá Glæsi- bæ) og stud. med. Magnús Ólafs- son, Víðimel 34 Reykjavík. Meimíaskólinn (Framhald a/ 7. siðu) Þá tók til máls forseti Nem- endasambands Menntaskól- ans, dr. Björn Þórðarson. Af- henti hann rektor hinn ný- stofnaöa sjóð, Aldarafmælis- sjóðinn. Tilkynnti dr. Björn, að sjóðseignin væri nú 200 þús. kr. Sjóðurinn á að vera deild úr Bræðrasjóði, sem stofnaður var 1846 á Bessa- stöðum, og er nú í sjóðnum um 150 þús. kr. Að lokum þakkaði rektor gjafirnar og hin hlýju orð í garð skólans. Hann lauk máli sínu með þvi að ávarpa hina útskrifuðu stúdenta og lagði út áf orðum Einars Benedikts- sonar: „Stundin deyr.“ 17. jíini motið. (Framhald af 1. síðu) á undan næsta manni. Þórð- ur hefði jafnvel getað hlaup- ið á mettíma, ef hann hefði fengið nægilega keppni. Í.R. sveitin mætti ekki til keppni. 1000 metra boðhlaupið olli mörgum vonbrigðum. Allir höfðu gert ráð fyrir spenn- , andi hlaupi, en sú von brást, þegar Í.R. sveitin mætti ekki | til leiks. Fimm sveitir voru skráðar til keppni, en aðeins | tvær mættu. Úrslit voru þessi Sveit K.R. á 2:4,2 mín., 2. j Sveit Ármanns á 2:11,8 mín. i í sveit K.R. voru þeir Sveinn Björnsson, Magnús Jónsson, Trausti Eyjólfsson og Ás- mundur Bjarnason. Nýstárleg íþróttakeppni. Á þessu íþróttamóti gat að líta nýstárlegar íþróttakeppn ir, kassaboðhlaup og poka- boðhlaup, 4x40 metra. Kassa- boöhlaupið vann stúlknasveit ÍJi., en pokahlaupið vann 1 drengjasveit Ármanns. Að lokum sýndi fimleika- flokkur karla úr K.R. fim- leika undir stjórn Þórðar Pálssonar. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8,30. í kvöld verður keppt í 100 m. hlaupi, stangarstökki, kringlukasti, 400 m. hlaupi, langstökki, 110 m. grindahl., 1500 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaup. Fjölmennið á völl- inn í kvöld. Alltaf má búast við nýjum metum. E. ^’éiaefáií^ Ferðafélag: íslands tekur á móti áskriftum í 2 fyi'stu ■ sumarleyfisferðirnar, er hefjast 26. þ. m. Er það daga ferðin austur á Síðu og Fljótshverfi, og er þá ferðast um endilanga V.-Skafta- fellssýslu. Hin ferðin er 9 daga ferð til Norðurlandsins og verður kom- ið til Mývatns. Dettifoss, Ásbyrgi, x Axarfjöi'ðinn, að Hólum í Hjalta- dal, Fljót og Siglufjörð. Áskriftar- listi liggur frammi og sé búið að j taka farmiða fyrir 23. þ. m. á Skrif 'stofu Kr. Ó. Skagfjörðs Túngötu 5. Ferðafélag' íslands | ráðgerir áð fara skemmtiför til Heklu yfir helgina. Lagt af stað kl. 2 síðdegis á laugardag. Ekið að Næfurholti og gist þar í tjöldum. | Viðleguútbúnað og mat þarf að ihafa með sér. Á sunnudagsmorgun I gengið á Heklu. Farmiðar seldir | til kl. 6 föstudagskvöld í ski'ifstof- unni í túngötu 5. Auglýsið I Tímaunm. Vinnið ötullega að iítbreiðsln Tímans. Gengið suður í Eden Laugadals Reykvísk náttúra var í hátíð- arskapi allan lýðveldisdaginn og tjaldaði* þá sínu fegui'sta. Veöur | var bæði bjart og hlýtt, sól og 1 blíða. Sól- og regnguðnum Frey hafði bei'sýni’ega tekizt að særa burt rigninguna, sem hrelldi svo mjög einn viðhlæjanda minn á dögunum. Líklega hefir hann verið léttur á brúnina í gær, blessaöur , fuglinn. Ég fekk skyndilega þá | flugu x höfuðið að ganga suður i j Laugatíal eða inn í Laugadalsmýri. eins og' það er venjulega kallað'. í veganesti keypti ég mér tvo girni- lega í'jómaísa á xs- og mjólkur- skökuknæpu á Laugaveginum, sem líktust eggjarauðu á litinn. Tók ég þegar að gæða mér á þessum j munaði. Gleymdi ég þá samstundis, j að það var 17r júni í dag. Mér gafst fyrst tóm til þess ■ aö beina huga mxnum að göfugri viðfangsefnum eins og Esjunni og Akrafjalli, þegar mjúk íslxvoðan hafði runnið ofan í iður mín. Fegurð fjalla þessara var hrein og óspillt. Litbrigðum þeirra fá orð eigi lýst. Á þau sló logogullnum ljóina. Hinar mjúku : línur þeirra voru sízt óglæsi’.egri 1 en líkamslínur margra fáklæddra I fegurðargyðja, sem hægt er sjá myndir af í Heimilisblaöinu og bókmenntaritinu „Stjörnur". Stund j um er fátt meira fi'iðþægjandi og sefjandi en að horfa á Esjuna í fallegu veðri. Þaö er betra en að heyra nokkur guösorð.--------------- S.K.T, Eldri dansarnir í G. T.-húsinu annað kvöld kl. 9. — Húsfinu lokað kl. 10.30. Aögöngumiöasala kl. 4—-6. — Sími 3355. SM T a InkiE E i Nýju og gömlu dansarnir I G. T.- húsinu sunnudagskvöld kl. 9. — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30. Sími 3555 — Nú blasir Laugadalurinn við. Húsin eru flest lítil og lág og standa á víð og dreif um mýrina og á melahæðum beggja vegna dal- verpisins. Flest þeirra eru hvít með rauöurn og grænurn þökum. Sum þeirra minna á kofa þeirra Hans I cg Grétu í ævintýrinu, því að þau j virðast einna helzt vera gerð úr j sætabrauöi og sætindum. Glampa J slær á glugga og þil. Græn tré j | vr.xa umhverfis húsin. Yfir öllu j I hvílii' helsingjablær. Þetta er mik- ill sælunnar reitur í jarðarinnar 1 ríki. Nú geng ég að einu húsinu. j Þar er stór og fal’egur garður með gosbrunni úr hraungrjóti. Blágrýt- ' issteinn stendur á miðjum gras- | íletinum. Garðurinn heitir Eden. i Þetta er líka sannkallaður Eden- 1 garður. Að vísu er hann enginn j aldingarður. Einu ávextirnir, sein vaxa í honum, eru rifsber. Ekki vex þar heldur neitt skilningstré J góðs og ills, en í staö þess er blá- 1 grýtissteinninn fyrrnefndi, sem j kennir mönnum að meta og skilja j íegurðina. Raunar er þetta ósköp j venjulegur íslenzkur steinn, en ein- j hver óskiljanleg tign, lieillandi og j friðandi, hvílir yfir honum svipað J og yfir indversku goðalíkneski. Ég ! sezt skammt frá steininum'og horfi á hann. Fallegur garður með gos- j brunni og blágrýtissteini getur opnað augu margra og kennt þeim : að vita skyn góðs og ills. ’ Stgr. Sig. ! íumdavinnu 1 j oo, listiðnaðarn^nino, HallVPlganstaóa t er opin í dag og næstu daga i frá kl. 2-11. Enginn ætti að láta hjá líða | að sjá þessa merkilegu sýn- j Í ingu. i í Sýningarnefndin. 5 i i •MiaciiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiniiiiMiiii-iiiiiiiimimiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiwisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiinm | er h. u. b. miðja vega milli Blönduóss og Reykjavíkur. Þar stanza ferðamenn almennt, sem fara norður- § i leiðina og eru frjálsir ferða sinna — til þess að fá sér | f hressingu hjá Vigfúsi og benzín á bílinn. | íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiT 'u :: *♦ ♦♦ ♦ ♦ :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: Ut tneð tímanutn - j.eM$ 7‘ítnann ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• jnnujamaujm::

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.