Tíminn - 18.06.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.06.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 18. júní 1948. 133. blað -ÓO! SVAR VIÐ KVITTUN í 109. tbl. Tímans má líta grein eftir Halldór Stefáns- . son. Hann kallar grein þessa „Kvittun fyrir ritdómi", og er þetta svar við grein, sem ég skrifaði í 93. og 94. tbl. Tím- ans. Rétt er það, að þetta er að- eins kvittun, því ekkert er ] þar hrakið af því, sem ég skrifaöi um þessi landa- merkjamál, sem við nú deil- um um. En betra hefði verið fyrir Halldór, að þessi kvittun hefði verið styttri, því inn í hana hafa slæðst furðu margar villur eða rangfærsl- ur. Hann segir, að dóms- ástæður séu ekki þau „helgi- vé, sem ekki megi leiða þuga að og álykta um“. Gott er það, að hann hefir góða sam- vizku af því, að hafa ekki gengið lengra í því að draga taum annars málsaðilans, þegar hann skrifar um þetta mál, en sæmandi er fyrir sagnaritara. Ég læt lesend- unum eftir að dæma milli okkar. Síðan segir hann: „Þyki Metúsalem dómsástæð urnar standa höllum fæti gagnvart athugasemdum og ályktunum mínum, fæ ég ekki við því gert“. Þessu snýr Halldór alveg við, því öll mín rök hníga að því að sanna, að það er Halldór Stefáns- son, sem stendur höllum fæti gagnvart dóminum og dóms- ástæðum. í sambandi við dóminn segir H.: „í tilfærðum orð- um míftum er ekki heldur ' innt einu orði að réttdæmi eða rangdæmi í málum þeim, sem síðar voru hafin. Og þar sem í orðum mínum tilfærð- um er ekkert innt að því, hvort dómurinn væri réttur eða rangur, þá fellst því síð- ur í honum neinn sleggju- dómur um látna heiðurs- menn“. Það þarf nokkuð mikla dirfsku til að slengja því framan í þá, sem lesið hafa skrif hans um þetta mál, að þar sé „ekkert innt að því, hvort dómurinn væri réttur eða rangur“. Ef Möðrudæl- ingar hafa átt Kinnar- og Gestreiðarstaðaland, eins og Halldór slær föstu, en sem dómendurnir dæmdu Bustar- felli, þá hefir dómurinn ver- ið rangur. En það er einmitt þetta, serrJ H. er að leitast við að sanna, í riti sínu, þó hann nú þykist saklaus af þvi. Þá þykir honum það sanna sitt mál, „að nýbýla- stofnendur leituöu leyfis til ÍÆöðrudalsbænda til býla- stofnananna“. Eins og oftar, í þessu máli, veður Halldór þarna reykinn, því enginn veit nú, hvort þessir nýbýla- stofnendur hafa beðið Möðru dæliQga um leyfi til að byggja þarna upp. Því alveg eins mætti ætla, að Möðru- dælingar hefðu boðið þeim að byggja þarna, til að reyna að festa sér landið, sem dóm- endurnir segja, að um mörg ár hafi verið ágreiningur um, eða þrætuland, milli Bustar- fells og Möðrudals. Halldór tekur upp fyrri hlutann af eftirfarandi í orð um mínum: „Aufeætt er, að verjandi Möðrudals hefir ekki treyst sér til að neita því, að landamerki Möðru- ' dals, að austan, lægju um Efiir Mcthúsalem Mcthúsalcmsson, Bustarfelli. Eyktargnýpur. En þá finnur hann upp á því snjallræði að flytja Eyktargnýpu til og tel- ur hana vera suður á Þrí- vörðuhálsi. Höf. virðist á- nægður með að staðsetja hana þar, eins og lesa má á bls. 252, þar sem hann talar um „hæð eina, eða nýpu, litla um sig, á Þrívörðuhálsi“. Enda,er það eini möguleik- inn til að geta eignað Möðru- dal Kinnar- og Gestreiðar- staðaland og stórt landsvæði þar fýrir innan, sem Arnórs- staðir og Víðihólar eiga“. Þegar ég í þessari máls- grein tala um verjanda Möðrudals, þá læzt Halldór ekki skilja, við hvern ég á, og hrópar: „Hann á við mig“. Nei, ég á ekki við þig. Allir aðrir munú skilja, að ég á við verjanda Möðrudals í þessum umtöluðu málaferl- um. Því þó trú H. á hið forna Möörudalsveldi sé sterk, þá flytur sú trú aldrei fjöll. En það er einmitt þessi trú, sem fipar þennan greinda sagna- ritara. Annárs ætla ég ekki hér að ræða um staðsetningu Eyktargnýpu. Það hefi ég áð- ur gert og það verður ekki hrakið. Enn segir Halldór: „Um eitt atriði erum við sammála. Landamerkjalína dómsins 1892 er ósennileg — bara vitleysa“ orðar hann það eft- ir kunnugum manni og fellst á það sjálfur — ef hún skyldi falla^um Gestreiðarstaðadal- inn líkt því, sem ég hefi lýst“. Ég get vorkennt H. þennan ranga lestur á grein minni. í riti sínu segir H., að Gest- reiðarstaðaland sé örmjór speni,. „um 100 m. um Gest- reiðarstaðabæinn og annars- staðar ýmist mjórri eða breið ari nokkuð". Það er þessi hlægilega og fjarstæða mæl- ing Halldórs, sem ég sagði, að væri bara vitleysa. Ég sé ekki ástæðu til að eltast við fleira af þessu tagi í Jíissari grein H., þar er allt skrifað í þessum dúr. Að lokum stingur H. upp á því, „að við mælum okkur mót _Qg förum á vettvang“. Ég er þessu samþykkur og skaltu verða velkominn í Bustarfell, eins og ævinlega áður. En þar sem þetta er svona nálægt mínum bæjar- dyrum, þá finnst mér sjálf- sagt, að ég leggi til nestið í leiðangurinn. En þar eð þú átt uppástunguna að þessu ferðalagi, þá finnst mér sanngjarnt, að þú leggir til farkostinn. Svo vil ég nota tækifærið til að leiðrétta eina prent- villu í grein minni. Þar er talað um Fremri-Svið, en á að vera Fremri-Snið. Bustarfelli 6. júní 1948 Þá er nú mikil hreinlætisvika1 liðin hjá og ekki meira gert í henni, j nema hún verði framlengd. En ein , hvernveginn hefir það faiist fyrir : að hreinsa burtu bréfaruslið, sem ] safnast hefir meðfram trjáplöntun um á blettinum kringum Safnahús ið. Er þó fjölfarin leið þar með fram, og sjá því þetta margir. En það <:r eins og lóðareigandinn hafi hvorki heyrt eða séð fyrirmæli, og svo hefir láðst að hreinsa þetta á hans kostnað. Og þó að þessi litli blettur hafi hér verið nefndur, af því að hann er í miðjum bæ, þar sem margir fara, kann að vera að víðar hafi hreingerningin farizt fyr Beinamjölsverksmiðjan á Köllun arkletti hefir víst áreiðanlega ekki tekið til og hreinsað á sinni lóð. Það er annars rétt aö skjalfesta dálitla lýsingu á því, sem þar má sjá, og fróðlegt gæti það verið að fara smáferöir þangað inneftir, til að kynnast dýrðinni. Verksmiðjan hefir flutt að sér ógrynni af fisk- beinum til aö vinna úr. Eitthvaö af þessum beinum hefir veriö kipp að og hengt upp á trönur. En megin hlutinn hefir verið látinn 1 kös. Blautum beinunum eins og þau koma úr fiskinum er hellt í haug, meira en metra á þykkt og þekur sú breiða mörg hundruð fermetra lands. Þá þarf nú ekki mikiö ímynd unarafl til að hugsa sér þá rotnun og ýldu, sem þarna fer fram, þó að erfitt sé að hugsa sér til fulls með réttum sanni, þann viðbjóð, sem rotnunarlyktin úr þessari helj- arkös er. Bæjarráð bannaði vcrksmiðjunni /Comið að Keldum Nýlega kom ég að Keldum og leit í kring um mig þar. Áður kom ég þar fyrir ára- tug síðan, — en naumast með ijopnum augum. Þegar komið er vestan sandipn, kirkjugötuna að Keldum, blasir við sjónum hár og kollflatur hóll og all- mikil grjótvarða efst á hon- um miðjum. Það, sem eink- um leiðir athyglina að hóln- um, eru hliðar hans, reglu- legar með jöfnum halla^ins og hlaðnar væru af miklum byggingamanni. Og einmitt eru þær orðnar til á þann veg. — Hæðin heitir Hóla- völlur og er leifar af langt um stærri velli, sem horfinn mundi nú með öllu, ef af- skiptalaust hefði yerið látið. Áratugum saman háði Keldnatúnið harðan leik við landnyrðing og foksand, er sóttu í bölmóði á það þer- skjalflað, austan til og norð- an, og surfu af því sí og æ. í þrjár áttir frá bænum lá blásvört eyðimörkin svo langt sem augað eygði. Sú hríð virt ist varla mundu enda nema á eina leið: Með örfoki og auðn hins forna, fagra býl- is. — Þá byrjaði búskap á Keld- um vaskur og vitur maður. Hann bjóst til baráttu við sandýyi, og hugkvæmdist það herbragð, sem honum dugði, til varnar því, sem eft ir var af túntorfunni. Hann stakk niður margra mann- hæða há moldarbörðin, gaf þeim góðan fláa, og hlóð því næst og þakti neðan úr urð og upp á brún. Hann hlóð auk þess grjótgarða ýti í hrauninu, sem bægðu sand- burði frá sjálfu túninu. Sandi, sem settist í tjinið, ellegaj barzt heim að bæn- um, ók hann burtu árum saman. Jafnvel veggjafullar traðirnar tæmdi hann oftar en einu sjnni. — Enginn veit tölu y^irra dagsverka, er það tók, að aka burt öllum þeim þrotlausa sandi. Slíkt var starf og umönn Skúla karls á Keldum, — unnið af látlausri elju og ævi- langri ást á býli, bæ og minj- um, er hann tók í arf frá eldri og genginni kynslóð. — En nú er Skúli fallinn frá, og bæ^ hans auður og mann- laus. — Þjóðminjasafn ís- lands á nú bæinn og marga gamla muni geymda þar. — Hin prýðilega portbygging hans Skúla, skemmur hans og „skálinn“ forni skulu geymd. Sagir, kistur og ker- öld, byrður og fleiri búsáhöld, forn og fallin úr tízku, skulu einnig geymd í gömlu húsun- um, framtíðinni til fróðleiks, um forna og merka menn- ingu. Hversu lengi munu svo hús- in á Keldurn haldast í þvi horfi, er Skúli skildi þau eftir? Það verður varla lengi, nema ný ráð komi til og auki endiBg þeirra. Mygla og fúi vinna verk sín fljótt á um- hirðulitlum eyðibæ, og eru nú sezt að iðju sinni á Keld- um. — Hið eina örugga ráð til verndar viðum bæjarins, mundi vera mikil og sífelld upphitun. En upphitun yrði (Framhald á 6. sIðu) að starfa þar sem ekki var sýndur neinn viöbúnaður til aö eyða hinni hvimleiðu bráðabirgðalykt. Til þess átti að koma fyrir tækjurn, sem kældu reykinn og þéttuðu gufuna, svo að lyktin bærist ekki út með henni. Er sagt að þessi útbúnaður þyrfti ekki að kosta nema 5—6 þúsund krónur. Hitt er svo annað mál, að þarna mun hafa átt að kæla með vatni, en til þess þarf rennandi vatn, en eftir reynslu úr næstu húsum mun vera lítið um það á þessum slóðum, þó að bæjarfélagið innheimti sinn skatt af þurrum krönum. En hvað um það. Verksmiðjan var stöðvuð og bæjarráð fir.nur enga bráða- bráðabirgöalykt á fundum sínum en þeir, sem búa í kringum verk- smiðjuna og vonuðu að óþefurinn tæki eiijþvern tima enda, sjá nú ekki fram á annað en hin rotnandi breiða eigi að geymast þarna um aldur og ævi og leggja þeim var- anlega fyrir við þefjan sína. Þetta mál hefir verið rætt svo mikiö manna á milli, að það er á- stæða til að reyna að komast til botns í því. Stöndum við svo illa að vígi í sjálfri höfuðborginni. að ekki sé hægt að vinna úr fiskbein um nýjum, almennilega vöru, en þau þurfi endilega að liggja og rotna niður á almannafæri, borg- inni til varanlegrar skammar og háðungar? Eða viljum við í raun og veru hafa þetta svona? Það er gott, að bráðabirgöalyktin hefir minnt menn á þessa hluti og vakið borgina til umhugsunar. Kannske að leiði eitthvað gott af þeirri vakningarstarfs£jpi. Pétur landshornasirkill. INNILEGAR ÞAKKIR færi ég öllum þeim, nær og fjær, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með heimsóksum, gjöfum og vinarkveðjum. Guð blessi ykkur öll. BJÖRN SIGURÐSSON, frá Hákonarstöðum. Eigum til nokkur stykki ásamt tilheyrandi benzin- hreyfli eða rafhreyfli, fyrir 32 volta og 220 volta straum. Vélarnar bæði færanlegar og eins fyrir fastar lagnir. Varahlutar og sótthreinsunarefni fyrirliggjandi. O I? lltill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.