Tíminn - 18.06.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.06.1948, Blaðsíða 1
SÍcrifstofur l Éd&úhúsinu Ritstjórnarstmar: 4373 og 2353 Afgreiðslu- og auglýs- ingasími 2323 Prentsmiðjan Edda ' —-—-—± 4 32. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. júní 1948. 133. blaS Ilaaiksir Claíiseaa seíii siýíí ísleuzkt ssaeí í .290 fisseira Esisifispa. GiEiBiiar IlHseljy kastaði kálnniai 15,26 sií. 17. júní mótið hófst á í- þróttavellinum í gær kl. 15,45 Veður var hið ákjósanlegasta, sólskin og hiti, sem eflaust hefir átt sinn þátt í því, hve góður árangur náðist í mörg- um greinum. Forseti í. S. í., Benedikt G. Waage setti mót- ið með ræðu. í upphafi máls síns beindi hann orðum sín- um til forseta íslands, sem er verndari íþróttasambands- ins, og færði honum að gjöf skjöld með útskornu skjald- armerki Í.S.Í. sem þakklætis- vott frá íþróttamönnum. Ræða forseta Í.S.Í. Benedikt G. Waage kom víða við í ræðu sinni. Eink- um var honum tíðrætt um hin fyrirhuguðu íþróttamann virki í Laugadal og taldi, að ónógir íþróttavellir stæðu í- þróttunum mjög fyrir þrif- um. í ræðu sinnf gerði hann samanburð á sundkeppninni við Norðmenn og knatt- spyrnukeppninni við Svía, og taldi hann sigur íslendinga í sundinu að þakka góöum skilyröum til sundiðkana, en ósigrinum við Svía að kenna vöntun grasvalla. Með þess- um samanburði viidi hann sanna, að brýn nauðsyn sé að hefjast þegar handa um aö reisa fyrirhuguð iþrótta- mannvirki í Laugadalnum. Einnig drap forseti Í.S.Í. á það í ræðu sinni, að 40 ár væru liöin, síðan íslendingar sendu í fyrsta sinn flokk á Olympíuleikana. Hástökkið. Keppnin hófst á hástökk- inu. Keppendur votu 3. Úr- slit voru þessi: Sigurður Frið- finnsson, F.H., stökk 1,75 m. 2. varö Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, stökk 1,70 m. 3. varð Halldór Lárusson, Ums. Kjal- arnes, stökk 1,70. Sigurður Friðfinnsson er mjög efnilegur hástökkvari, aðeins 17 ára. Hann mun ef- laust verða í hópi beztu há- stökkvara okkar innan skamms, ef hann nýtur góðr- ar tilsagnar. 200 m. lilaup. Haukur Clausen bætti met- ið sitt um einn tíunda úr sek. Úrslit urðu þessi: Haukur Clausen í. R. á 21,8 sek., nýtt íslenzk met. 2. varð Trausti Eyjólfsson K.R. á 22,4 sek. 3. varð Ásmundur Bjarnason K.R. á 22,5 sek og 4. Reynir Sigurðsson K.R. á 23,0 sek. Haukur sigraði þetta hlaup mjög glæsilega og bætti fyrra met sitt eins og áður segir. Sérstaklega er þetta góður árangur, þegar tillit er til þess tekiö, hve litla keppni Haukur fékk. Kæmi það ekki á óvart, þó að Haukur bætti tíma sinn til mikilla muna á Olympíuleikjunum í sumar. Trausti og Ásmundur voru nokkuð jafnir og mátti lengi ekki á milli sjá, hvor hlyti • annað sætið. 4 keppendur köstuðu kúl- unni yfir 14 m. Kúluvarpið hófst skömmu eftir 200 m. hlaupið. Úrslit urðu bessi: Gunnar Huseby K.R. kastaði 15,26 m. 2. varð Sigíús Sigurðsson, Selfossi, kastaði 14,76 m. 3. varð Vilhjálmur Vilmundar- son K.R. kastaði, 14,52 m. og 4. Friðrik Guðmundsson K.R. kastaði 14,23 m. Þetta er í fyrsta sinn, er 4 menn kasta yfir 14 m. í kúluvarpi. Er því þetta sönnum um mikla fram för í kúluvarpi nú á síðustu árum. Eftír þessari lceppni að dæma má búast við, aö fljctlega kasti þeir Sigfús og Vilhjálmur lcúlunni yfir 15 m. Svo stórstígar hafa fram- farir þeirra verið nú í vor. 800 m. lilaup. Úrslit uröu þessi: 1. Óskar Jónsson Í.R. á 1:59,2 mín. 2. varð Pétur Einarsson Í.R. á 2:3,0 mín., 3. Hörður Hafliða- son Ármann á 2:3,2 mín. og 4. Örn Eiðsson Í.R. 2:4,1 mín. Óskar Jónsson Í.R. sigraði þetta hlaup mjög glæsilega. Óskar hefði eflaust náð mun betri tíma, ef hann hefð'i fengið meiri keppni. Spjótkast. Yfir spjótkastinu var ó- venjulega dauft að þessu sinni, enda vantaði íslands- meistarann, Jóel Sigurðsson Í.R. Úrslit urðu þessi: 1. Hjálmar Torfason Ums. Þing., kastaði 53 31 m. 2. varð Halldór Sigurgeirsson Árm. kastaði 49,35 m. og 3. Gísli Kristjánsson Í.R. kastaði 48, 60 m. Tveir gáfust uppp í 5000 m. hlaupinu. Skráðir voru 5 keppendur, sem allir mættu til keppni, en aðeins þrír héldu hlaupið út. Úrslit urðu þessi: Þórður Þorgeirsson K.R. á 16 :6,8 mín. 2. varð Stefán Gunnarsson Ármann á 16:24.2 mín. og 3. Njáll Þóroddsson Ármann á 16:30,2 mín. Þórður Þor- geirsson K.R. sigraði hlaup- ið mjög glæsilega, var langt (Framhald á 2. síðuj TÍMINN Af sérstökum ástæðum kem ur næsta blað Tímans ekki út fyrr en á mánudag. Gústv Svíakonungur átti níræSisafmæli á laugardaginn var og fóru fram mikil hátíðahöld í Stokkhólmi í tilefni af því. Myndin, scm hér fylfir af konunginum, var tekin nokkrum dögum fyrir afmælið. Hátíöahöldin í Reykjavík voru egustii Veður var liið fegursta í Reykjavík í gær, bjart og siillt og fóru hátíðahöld dagsins hið bezta fram. Fjölmenni var svo mikið samankomið í miðbænum, að slíkt hefir aldrei verið áður, ncma ef vera kynni 18. júní 1944. Almenn skrúðganga hófst frá háskólanum klukkan hálf tvö. Voru fánar ýmsra félaga- samtaka bæjarins bornir í fylkingarbrjósti og gekk liðið niður á Austurvöll. Klukkan tvö hófst messa í dómkirkjunni. Sr. Jakob Jóns- son talaöi, en Sigurður Skag- field söng v!ð guðsþjónustuna Að messu lokinni gekk for- seti íslands að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og lagði blómsveig á fótstall hans, en mannfjöldinn laust upp marg földu húrrahrópi og hyllti for- seta landsins. Lúörasveit Reykjavíkur lék þjóðsönginn. Síðan flutti Anna Borg Reu- mert leikkona ávarp Fjallkon- unnar til þjóðarinnar af svöl- um Alþingishússins og Stefán Jóhann Stefánsson forsætis- ráðherra flutti ræðu. Að þessum fyrsta þætti há- tíðahaldanna loknum var gengið frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll og blóm- sveigur frá bæjarstjórn Reykjavíkur lagður á leiði Jóns Sigurðssonar í leiðinni, en kórarnir i Reykjavík sungu: Sjá roðann á hnjúk- unum háu. Eftir þetta hófst mót íþrótta manna, sem sagt er frá ann- ars staðar í blaðinu. Klukkan 8 í gærkvöldi hófst útiskemmtun á Arnarhóli. Þar lék Lúðrasveit Reykjavik- ur, Karlakór Reykjavikur og karlakórinn Fóstbræður og þjóðkórinn sungu, auk þess söng Sigurður Skagfield með undirleik lúðrasveitarinnar. Auk þess flutti Gunar Thor- oddsen borgarstjóri ræðu. Eftir þetta hófst svo dans á götunum. Kljómsveit Bjai'na Böðvarssonar lék fyrir dansi á Lækjartorgi, en hljómsveit Templarahússins lék fyrir gömlu dönsunum uppi við Ingólfsstræti og Lindargötu, þar sem fólkið dansaði. Lúöra-* sveitin Svanur gekk á milli og hvíldi hljómsveitirnar eftir því, sem ástæða þótti til. Grúi manns tók þátt í þessum döns um og er þetta sjálfsagt mesta danssamkoma í sögu íslend- inga. Samkvæmt frásögnum lög- reglunnar fóru hátíðahöldin og skemmtanirnar í gær og nótt fram með hinni mestu ró og spekt. Nokkrir menn voru að vísu teknir úr umferð sök- um ölvunar og fáeinum eftir- legukindum þurfti lögreglan að smala í hús eftir að skemmtunum var lokið, en til beinna vandræða kom hvergi. Danir sigra Finna í knattspyrnu Siöastl. þriðjudag fór fram i Helsingfors keppni í knatt- spyrnu milli danska B-Iands- liðsins og A-landsliðsins finnska. Danir unnu með 3:0. Sama danska liðið tapaði fyr- ir norska landsliðinu i Osló á laugardaginn var. Forseti Araerican- Scandianavian Foundation heimsækir ísland í fyrradag kom hingað til Reykjavíkur Lithgow Os- borne, forseti American Scandinavian Foundation. Mun Osborne fara héðan á morgun áleiðis il Bandaríkj- anna. Áður hefir verið skýrt frá markmiði og starfsemi þessa menningarfélags hér í blað- inu, svo að óþarfi er að fara út á þá braut á ný. Lithgow hefir að undanförnu ferðazt um Norðurlönd á vegum fé- lagsins til þess að efla menn- ingar- og vináttubönd Norð- urlanda og Bandaríkjanna. Hér á landi mun hann vinna að hinu sama göfuga starfi og gera sér jafnframt far um að kynna sér starísemi íslenzk- ameríska félagsins, sem er ein grein af American-Scand- inavian Foundation. Hefir það félag starfað i sára-litlum blóma að undanförnu. Osborne tjáði blaðamönn- um í fyrradag, að hann von- aðist til þess að geta aukiö til stórmuna skipti íslands og Bandaríkjanna á námsmönn- um, einkum þeirra, sem leggja stund á tæknisleg efni. Kvað hann íslenzka námsmenn myndu njóta ýmissa hlunn- inda í Bandaríkjunum. Þá gat Mr. Osborne þess, að banda- ríska fornleifafélagið myndi á vegum American-Scandin- avian Foundation hefja bráð- lega rannsókn á fornminjum í Newport á Vínlandi, sem tal- ið er að niuni vera af norræn- um uppruna. Mun þetta verða einkum gert í því skyni að kanna ferðir norrænna vík- inga til Vínlands. Sláttnr hafinn hjá Ræktunarfélagi Norðurlands Siðastl. þriðjudag hófst túnasláttur á búi Ræktunar- félags Norðurlands hjá Akur- eyri. Spretta er orðin svo góð þar, að slættinum verður hald ið áfram. Ekki hefir frétzt um, að túnasláttur sé haíinn annars staöar, enda hefir sprettu yfirleitt seinkaö vegna kuldanna undanfarið. Flugfélag íslands kaupir Skymaster- flugvél Fregnir hafa borizt um þáð vestan um haf, ao Flugfélag íslands hafi fest kaup á Sky- masterflugvél i Texasfylki i Bandarikjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.