Tíminn - 07.08.1948, Síða 3

Tíminn - 07.08.1948, Síða 3
172. blað TÍMINN, laugardaginn 7. ágúst 1948. 0 «_> öanícl Ágiistímisson: * Sextng'or: ' Pi Trausti Reykdal | Slg'IwfirSi. Viðíal vift Jcns Marliius Jeusen í Árósuin, formaisn Ung'Biicnnasamlíamls IlannBes’kur Hver er helzta starfsemi sambandsins? Sambandsþing: og: almennt mót Umf. er árlega haldið í síðari hluta júlímánaðar. Það hefir æðsta vald í öllum mál- efnum sambandsins. Stjórn- in, sem skipuð er nú 9 mönn- um, er kosin þar. Þar er gerð fjárhagsáætlun, samþykktir reikningar og teknar ákvarð- anir um helztu starfsmálin. Héraðssamböndin kjósa einn fulltrúa til þeirra fyrir hverja 1000 félagsmenn. Þeir fara með atkvæðisrétt á þinginu. Sambandsþingin eru svo. þar að auki sótt af mörg hundruð félagsmönnum víðs- vegar úr Danmörku. Þau eru haldin til skiptis við hina ýmsu lýðháskóla landsins og standa venjulegast- yfir á þriðja dag. Stuttur tími fer í fundarstörfin en þeim mun meiri til fyrirlestrarhalds, upplestra, hljómleika og ým- issa skemmtana í anda félag- anna. Sambandsþingin verða fyrst og fremst vakningamót og hafa mikilvæga þýðingu fyrir starfið allt. í sumar verður það haldið að Ryslingelýðskóla, dagana 23.—25. júlí. Jens Marinus Jensen sýndi mér dagskrána að því, sem löngu var ákveðin í einstökum atriðum. Þar voru fjórir fyrirlestrar á- kveðnir. Sá helzti þeirra hét: „Stríð eða friður“ og voru um ræður ákveðnar á eftir. Þá ætlaði leikflokkur að koma þangað frá Kristians- sand í Noregi og sýna ýmsar listir. Guðþjónusta var á dag skránni og margt annað. „Dansk Ungdom“ kemur út hvern föstudag. „Mér er mikil únægja að því, hversu vel TJmf. taka blaðinu. Það er mjög útbreitt og hef ég' á ferðum mínum orðið var við, að það er lesið með athygli“, sagði J. M. J. „enda er það nauðsynlegur tengiliður milli félaganna, auk þess sem það flytur bókmenntafréttir, greinar um mörg fræðandi og nytsöm málefni og hefir umræöur um ýms vandamál líðandi stundar. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Ritstjóri er Thorvald Laursen, Slagelse. Leiðtogamót, frá sem flest- um félögum eru haldin tvo til þrjá daga að haustinu á '3—5 stöðum í landinu, venju legast á sama tíma. Þá eru haldin önnur mót, þar sem formenn héraðssamband- anna koma saman til þess að ræða málefni sín. Slíkt er mjög örfandi og lífrænt fyr- ■Jr starfið. Starfsemi meðal hermanna •er allmikil í Kaupmannahöfn í samvinnu við kirkjuna. Hún fer fram í Grundtvigshúsinu. Þeir koma þangað til bréfa- skrifta, sitja við lestur og' •geyma þar ýms verðmæti. Þar eru fluttir fyrirlestrar og haldnar samkomur með ýms um hætti. Andi Umf. ríkir þar. Mikilsvert fyrir .danska •æsku, sem dvelur i hernum hverju sinni. Kvikmyndatökur. Á síðustu árum höfum við varið all miklu fé til kvikmyndagerð- ar, af fundum, mótum, þing um, ferðalögum og öðru, sem sambandið og félög þess vinna að. Allt er enn í lausu lofti, hvernig verður bezt að hagnýta kvikmyndirnar fyr- ir félagslífið, svo að miklir peningar komi að góðu gágnl. Umf. í Suður-Slésvík. Með aí danskrar æsku sunnan landamæranna er all mikil ungmennafélagsstárfsemi í sama anda og hér. Reynum við að styðja það starf, eftir beztu getu, einkum með heim sóknum, blöðum okkar og rit um, fjárframlögum og öðrum tiltækilegum hætti. Slésvíkur vandamálið er mikið rætt meðal Umf. um alla Dan- mörku. Fjármál. Hver félagsmaður greiðir kr. 0.50 til sambands- ins. Ársjtiliögin í félögunum eru frá kr. 1.00—10.00. Með- altalið mun vera kr. 3.25. Það er alltof lágt og óþarfa hæ- verska. Hærra ársgjald myndi ekkert hrinda frá fé- lögunum en er þeim brýn nauðsyn. Þá safna félögin oft nokkru fé til ýmissa stárfsemi, eins og til Umf. í Suður-Slésvík, Grundtvigs- hússins í Kaupmannahöfn o. fl. Af ríkinu höfum við aldrei fengið neinn fjárhags legan stuðning. Samstarfið við önnur félög. Við erum frjálslyndir-! því. Tökum yfirleitt tveim hönd- um samstarfi við félög eða sambönd, sem að einhverju leyti vinna að sama marki og við. Helzt skal getiö sam- starfs við „Dansk Ungdoms- samvirke'og félaga,sem vinna gegn útgáfu sorprita og slíkra bókmennta. Þá eigum við tvo ágæta menn í stjórn full- trúaráðs allra æskulýðsfélaga í Danmörku (Ungdbmsorg- anisationernes Fællesraad), en þau voru stofnuð fyrir nokkru, af ópólitískum og pólitískum æskulýðsfélögum. Varaformaður ráðsins er As ger Due prestur í Kaup- mannahöfn, sem einnig á sæti í stjórn sambandsins og er einn af , okkar ágætustu mönnum. Þá höfum við einn ig samvinnu um Krogerup skólann sem ég bind miklar vonir við, að verði gagnlegur foringjaskóli ungmennafélag anna. Almennt gildi sambands- ins fyrir félögin liggux í aug- um uppi. Það er staðreynd, að eftir því sem fleiri einstakl- ingar geta sótt mót þau og samkomur, sem haldnar eru, því meiri hreyfing kemst á starfið í einstökum deilum. Þá réttir J. M. J. mér ársrit sambandsins 1946—’47, sem einnig er tengiliður milli fé- laganna og sambandsins. Vandað rit 70 bls. að stærð. Flytur það úrvals ritgerðir t. d. um, Suður-Slésvikurmálið, Krogerupskólann, prédikun er heitir: Sannleikurinn, skýrslu formans og ritara um störf sambandsins, félagatal og lög.“ Úr skýrslu ritarans. Hann ræðir nokkuð fækkun þá, sem orðið hefir í félagsskapnum, síðustu árin og ýmsar or- sakir til hennar. Síðan segir hann: „Þrátt fyrir það er margt ánægjulegt í störfum síðasta árs. Athyglisverðast er, að fundum og mótum fé- laganna alls, hefir ekki fækk að verulega. Héraðssamöndin (40) hafa haldið um 140 mót og félögin (582) hafa haldið nálægt 7700 fundi og guö- þjónustur. Þetta sýnir að for- vígismenn félaganna eru í fullu starfsfjöri, þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika af ýms um mismunandi ástæðum. Sumstaðar verður þess vart, aö mótbyrinn aðeins stælir kjarkinn, skapar framsækni og metnað í að vinna ósigr- ana upp. Þá verður ekkert tjón að nokkrum andbyr. Meðlætið getur hiins vegar dregið úr 'árvekui og skyldu- rækni í starfinu. Margir félagsformenn eru, þrátt fyrir allt, bjartsýnir á framtíðina og benda á þann trygglynda hóp, sem alltaf er reiðubúinn til starfs í þágu félaganna. Og slíkum hópum hef ég víða kynnst á ferðum mínum meðal fé- laganna á árinu. Grundvöll- urinn fyrir áframhaldandi starfsemi, fyrir auknum á- tökum, er því til. Aðeins á- ríðandi að fá langtum fleiri æskumenn með í starfið og gefa þeim á æskuskeiði hlut- deild í hugsjónum vorum og áformum. Þetta er hægt og mun verða gert, án þess að missa sjónar á takmarki voru eða sveigja nokkuð frá stefnu skránni". Af skýrslunni er ljóst, að prestar og kennarar eru mjög starfsamir og leiðandi í dönsku Umf. Af 40 héraðasambandsformönnum eru 16 prestar, 15 kennarar og 9 frá mörgum öðrum starfsgreinum. Munu þeir prestar og kennarar, sem ekki taka þátt í starfsemi Umf. i nágrenni sínu, ekki vera taldir beisnir. Svo mikil er skylda þeirra gagnvart fé- lagslífi æskunnar, að dómi almennings. Að lokum. Eg þakka Jens Marinus Jensen að lokum fyrir greiha góða fræðslu um stofnun og starfsemi dönsku ungmenna félaganna, sem ég tjáði hon- um, að ég myndi skýra ís- lenzkri æsku frá og öðrum, er áhuga hefðu fyrir mál- efnum hennar. Jáfnframt bað ég hann um að látat þeirri frásögn fylgja, hver væru að hans dómi höfuð viðfangsefni dönsku ung- mennafélaganna í dag. Hann svarar: „Raunverulega eru helztu verkefni þeirra alltaf hin sömu. Að vekja æskuna til skilnings á lífinu og tilgangi þess. Að kenna henni, hvað vert er að elska og leggja rækt við í mannlegu lífi, þjóðfélaginu og kristinni trú. Áð miðla æskunni þeim arfi, sem kynslóðunum hefir orðið dýrmætastur öld eftir öld og vekja hana til meðvitundar um skyldur sínar við þann dýrmæta arf feðranna og hvaða kröfur hann gerir til æskunnar. í þeim friðvana og viðsjála heimi, sem við nú lifum í, verðum við að bérjast fyrir almennum mannréttindum, stjórnarfarslegu sjálfstæði og (Framhald á 7. síðu) Hann er fæddur á Mýlaugs stöðum, Reykjadal, S.-Þing. 7. ágúst 1888 og verður því sextugur í dag. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guþ- mundsdóttir og Árni Krist- jánsson, er voru þingeysk að ætt. Tveggja ára missti hann föður sinn og ólst eftir það upp á Hólmavaði í Aðaldal. Hann flutti til Akureyrar 18 ára gamall og hóf þar tré- smíöanám. Þar dvaldi Trausti svo næstu 25 árin. Varð hann fiskimatsmaður á Akureyri, eftir að lög um fiskimat voru sett. Lengst af síðan hefir Trausti stundað fiskimat ao einhverju leyti. Hann er því með elztu fiskimatsmönnum -landsins. Á Akureyri tók Trausti virkan þátt í starf- semi verkalýðsfélagsins og samtökum bindindismanna. Árið 1930 flutti hann til Skagafjarðar og stundaði bú- skap úti í Skefilsstaðahreppi til 1937 er hann flutti til Sauðárkróks og nokkrum ár- um síðar til Siglufjaröar, þar sem hann hefir lengst aí' verið starfsmaður S. R. Traústi kvæntist 1912, Sig urbj örgu Flóventsdóttur. 1 Áttu þau eina dóttur, er lézt | uppkomin. Síðari kona hans I er Anna Tómasdóttir frá ! Krossanesi í Glæsibæjar- 1 hreppi. Eiga þau tvær upp- komnar dætur. Mörgum trúnaðarstörfum hefir Trausti gegnt um dag- ana, af mikilli skyldurækni , og árvekni, enda notið mikils I trausts og vinsælda samferða j manna sinna á lífsleiöinni. Þannig hefir hann starfað að verkalýðsmálum, bindindis- Þaö hefir löngum verið tal | ið gott undir bú víða um byggðir Borgarfjarðar. Sann- leikurinn er líka sá, að óvíða á íslandi hefir búnaður stað- ið með jafnmiklum blóma og hann hefir gert um langt skeið í Borgarfirði. Reyk- holtsdalurinn er engin undan tekning í þessu efni, þar er búskapur.yfirleitt rekinn með þeim mýndarbrag, sem ein- kennir beztu sveitir landsins. í Reykholtsdal eru mörg myndarleg og vel hýst býli, með stórum sléttum túnum og heyfengur yíirleitt tekinn allur á véltæku og ræktuðu landi eða því sem næst. Reykholtsdalsbændur hafa margir notið þeirrar gjaf- mildi frá náttúrunnar hendi, að heitt vatn rennur úr iðr- um jarðar við bæjarveggina, sem farið er nú að nota til ýmissa þarfa, við ræktun og hitun hýbýla. Á einu þessara býla má búast við að verði venju fremur gestkvæmt á morgun, af innan og utansveitar fólki. Jóhannes bóndi á Sturlu- Reykjum er sextugur á morg un. En það mun gestagangn- um valda, og eins hitt, aö hann er maöur vinamargur og frændmargur, heima í hér aði og einnig utanhéraðs. málum, verið eindreginn sam vinnumaöur og ágætur stuðn ingsmaður Framsóknarflokks ins frá iuppihaí}i. Hann er fastur fyrir, drenglyndur og æðrulaus og tekur hverjum vanda, sem að höndum ber með rósemi og gerhygli. Hann er skáldmæltur vel og hefir nokkuð af kveðskapi hans birzt í blöðum og fer- skeytlur ýmsar flogið manna á milli, eins og þessi: „Skáld er ég ei, þótt gígju • strengi stillí. og strjúki boga mínum yfir þá, það verður aldrei metiri miki. sriilli. • á móts við þá, sem ’næsturr.. tónum ná‘ . Margir munu senda þessun.. sextuga sæmdarmanni bezti. árnaöaróskir á þessum tíma - rnótum og þakka farsælt sana starf undangenginna ára. Jóhannes hefir til að berá flesta kosti hins duglega og ötula bónda, sem vaknar með an sólin skín í austri niður dalinn og fellur ekki verk úr hendi fyrr en hún hverfur að baki ’nálsins í vestri. Jó- hannes hefir líka og fleiri bændur samtiðar sinnar unr,. ið hreint þrekvirki 1 umbót- um á jörö sinni, þó nokkuo væru þær umbætur á veg komnar, er hann tók við' bú . af föður sínum 1919. Erlendur Gunnarsson, fab' ir Jóhannesar, sem bjó (Framliald á 6. sfóuj. -X. Sextiig’Hr á inorgun: Jóhannes Erlendsson bóndi, SturlM-SSe.ykjjBíBiB.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.