Tíminn - 07.08.1948, Side 4

Tíminn - 07.08.1948, Side 4
4 TÍMINN, laugardaginn 7. ágúst 1948. 172. blað fl ðíðaðanyí Mestir í raupi Mbl. er að reyna að hrósa fyrrverandi stjórn fyrir það, að .landbúnaðarvélar hafi verið fluttar inn eftir að hún veltist úr völdum. Sannleik- urinn í því, hvernig hún lagði grundvöllinn aö þeirri ný- sköpun er þessi: Hún lofaði 50 milljónum króna til þess þáttar upp- byggingar, sem landbúnaður- inn var látinn tilheyra, en sveik svo þessi málefni um nálega helming fjárins. Auðvitað gekk hún þannig frá, að öllu fé var ráðstafað, svo að enginn gjaldeyrir var laus til að bæta úr drætti og vanefndum hennar í þessum málum. Innflutningur landbúnað- arvéla var því ekki á heinum grundvelli, sem fyrrverandi stjórn lagði, heldur dró hún það mál út í botnlaust kvik- syndi. Fyrir þann hluta gjaldeyr- is, sem hún varði til kaupa á landbúnaðarvélum, komu svo meðal annars kosninga- jepparnir margnefndu, sem stjórnin sjálf bannaði Bún- aðarfélagi íslands að ráð- stafa, þegar kosningar fóru í hönd, sennilega af því, að enginn úr stjórn B. í. studdi stjórnina, en bændur áttu að finna mun á því, að vera með „nýsköpuninni“ í starfi eða „einangraðir" frá henni. En hvað er það, sem Mbl. getur ekki grobbað af fyrir hönd fyrrverandi stjórnar? Betra vinnusiðferði Flestum hugsandi mönn- um þykir ískyggilega horfa með vinnusiðferði á mörgum sviðum. Það mun ekki' of- mælt, að ýmsir finni ekki til þess, þó að þeir komi ekki til vinnu sinnar dag' og dag, og jafnvel þó að henni sé þannig háttað, að frávera þeirra trufli störf margra manna annarra. Það er því sannarlega ánægjulegt, þeg- ar verkalýðssamtökin sjálf hefja vinnuna á ný til fullrar virðingar og leggja áherzlu á gott vinnusiðferði. Alþýðu- sambandsþing Vestfjarða gerði eftirfarandi ályktun um þetta efni: „Tíunda þing Alþýðusam- bands Vestfjarða telur veru- lega hættu á ferðum í þjóð- félaginu út af rénandi vinnu- afköstum og dvínandi vinnu- gleði, sem því miður virðist fara ískyggilega mikið í vöxt í flestum stéttum þjóðfélags- ins. . Þess vegna heitir þingið á allt verkafólk á sambands- svæðinu að sýna atvinnulíf- inu ávallt fyllstu trúmennsku og hollustu, meðal annars með því aö temja sér ýtrustu stundvísi, áhuga við störf og hagsýni við vinnufram- kvæmd. Minnumst þess jafnan, að réttindum fylgja skyldur, og vissulega er gengi atvinnu- lífsins ávallt beint hagsmuna mál verkalýðsins engu síður en það er hagsmunamál at- vinnurekenda.“ Þetta er vel mælt og drengi lega. Væntanlega bjarmar hér fyrir nýjum degi á sviði verklegrar menningar að þessu leyti. Erfðaprins á Akureyri Sonur Jóns Pálmasonar hefir nú verið gerður ritstjóri íslendings á Akureyri. Eng- inn veit til þess, að hann hafi nokkru sinni skrifað grein um nokkurt efni áður og mun þessi nýi frami stafa af fað- érninu. Pilturinn virðist skrifa sæmilega endursögn óg vera föðurbetrungur, að því er smekkinn snertir, og er raun- ar ekki mikið sagt með því. Samkvæmt kappatali ís- lendings er nú Ólafur Thors mestur allra íslenzkra stjórn- málamanna, en næstur hon- um og litlu siðri að atgjörvi er Jónas Jónsson. Finnst blaðinu það vel til fundið hjá Framsóknarmönnum að leggja rit og ræður þessara manna að jöfnu. Hér hæfir hvað öðru. Mbl. metur landbúnaðar- störf Mbl. þykir ástæða til að tala um það, að á mynd í Tímanum hafi sést mykju- vagn aftan í dráttarvél og heldur að íbúum þeirrar sveitar, sem myndin var tekin í, muni finnast fátt um þá landkynningu. Þetta er örðugt til skiln- ings, en helzt virðist þetta benda til þess, ef skyni gædd- ar verur hafa skrifað það, að þær telji ræktunarstörfin svo ófín og sóðaleg að það sé til minnkunnar að birta myndir frá þeim. Hitt skal þeim Mbl.mönnum sagt í fullri vinsemd, að þá myntíi verða lítil eftirtekja af búskap ís- lenzkra bænda, ef þeir bæru ekki á, og dýr og lítil yrði þá íramleiðsla mjólkur og kjöts og siíkar vörur lélegar og tor- fengnar. Og ekki er svo mik- ið framboö af tilbúnum á- burði að þjóðin hafi ráð á því að vanrækja og nýta illa búfjáráburðinn, enda á engan hátt æskilegt. Tíman- um þykja ekki landbúnaðar- störf svo lítilmótleg og óvirðu leg, að honum þyki skömm að því aö birta myndir af áburðarflutningi. 7 Bældar tilfinningar. Kommúnistar eru illa settir eins og sakir standa. Þeir finna það, að fólki þvkir það blátt áfram hlægilegt, ef þeir lýsa stjórnarfari Rússa sem fyrirmynd fyrir íslendinga. Þeir finna líka, að það er ekki stætt á því, að stjórnarfar Rússa sé lýðræði. En hinu kveinka þeir sér við að halda fram,' að þeir séu hrifnastir af því, að fá sjálfir að segja öllum öðrum fyrir um það, hvað og hvernig þeir megi hugsa, eins og hlýtur þó að vera, ef þeir aðhyllast hin rússnesku fræði. Hins vegar fer því aiis fjarri að þeir geti eða megi afneita hinni rúss- nesku trú. Helsta ráo þeirra verður því það, að ráðast með nýjum og nýjum æsingaskrifum á Bandaríkin. Það er kommún- istum til sárrar hrellingar hvað lýðræðisöflin eru sterk í Bandaríkjunum og sérstak- lega var þaö sárt fyrir Þjóð- viljamennina, að kommún- istaleiðtogarnir í Bandaríkj- unum skyldu vera látnir laus ir eftir opinbera yfirheyrslu en ekki látnir hverfa eins og stjórnarandstæðingar í Aust- ur-Evrópu. Blaðamenn Þjóð- viljans hafa áreiðanlega bit- ið á jaxl og bölvað í hljóði yf- ir lýðræðinu í Bandaríkjun- um, að láta ekki þessa flokks (Framhald á 6. síðu). ivernig er íollgæzfan- á ? Föstudagskvöldið 22. júlí s.l. bauð einn kunningi minn mér með sér í bíl suður á Keflavíkurflugvöll. Við lögð- um af stað kl. 5 síðdegis. Á leiðinni til Keflavíkur upp- lýstist það að erindi eins ferðafélagans var það að reyna að kaupa dollara fyrir frú eina sem ætlaði í siglingu daginn eftir. Á flugvellinum dvaldist okkur alllengi því kaupin á dollurunum gengu illa. Enginn dollari fáanlegur fyrir minna en 20 kr. Aftur á móti var hægt að fá nóg af cígarettum og öðrum slíkum tollskyldum varningi, en ekk ert af farþegunum mun hafa kært sig um þau kaup í þetta sinn. Til bak'a var nú háldið kl. rétt um 12 að kvöldinu. Þegar við komum að varð- stöð þeirri, sem tolleftirlitið hefir við takmörk vallarins bjóst ég við að bíllinn yrði stanzaður og aðgætt hvort við hefðum eigi tollskyldar vörur meðferðis. Bílstjórinn hægði á bílnum við hliðið, ef verðir laga og réttar vildu rannsaka innihald bílsins, en hvað skéður? í upplýstum klefa sátu þrír borðalagðir menn, en enginn þeirra mátti vera að því að rækja skyldu-sína og rann- saka farangur okkar. Með vinsamlegri hand- sveiflu var okkur bent að halda áfram. Óáreittir hefð- um við því getað keyrt heim til okkar með hlaöinn bíl af cígarettum og nylonsokkum eða öðrum þeim vörum, sem rnést er smyglað. Hvernig er skyldurækni ís- lenzkra ’embættismanna var ið? Er tolleftirlitið í landinu eitthvað líkt þessu? Ef svo er þá skal mig ekki kynja þótt ýmsar vörur séu fáanlegar á svörtum mark- aði, sem óvíst er að tollur hafi verið greiddur af. Svona slappt tollef tirlit • má ekki þola, og því segi ég þessa litlu ferðasögu, ef vera mætti að hhjfcaðeigandi eftirlits- menn ræktu skyldur sínar betur í framtíðinni. H. Nú er það Hallbjörn Oddsson, sem ávarpar okkur og kemur hér með kveðju nokkra. Hann hugsar um landsins gagn og nauðsynjar, eins og við gerum vitanlega öll. Það er stjórnarskrármálið og æðstu umboðsmenn þjóðíélagsins, sem þetta bréf snýst um, og vel er að sem flestir vilji ræða það: „I’ökk fyrir öll viðskiptin. Mér finnst orðið ótrúlega langt síðan ég hefi rabbað við þig, og held því aö bezt sé að létta ofurlítiö á samvizkunni, þó ég" búist ekki við, að þú verðir mér samdóma. Þá eru nú stjórnarskrárnefndar- mennirnir seztir með uppköstin að nýju stjórnarskránni fyrir framan sig eða að minnsta kosti inni í höfðunum. Ekki dettur mér í hug að óska þeim til hamingju með þhö starf, því að ég þykist vita, að það sé allt gagnslaust, vegna þess, að eins og þingið er nú skipað verður hún ekki samþykkt öðru' vísi en stórgölluð, hve vel sem' nefndarálitiö yrði af hendi leyst.! Ekki svo að skilja, að margir þing- menn geti ekki vitsmuna vegna j gert hana vel úr garði, ef þeir: létu skynsemina ráða og margir munu líka vilja það. En ég óttast, að stjórnarskrár nýsköpun þessi hljóti að verða gölluð, engu síður en flest nýsköpun síðari ára hefir reynzt í framkvæmdinni, allt til þessa tíma, vegna þess, að gallaö- ur nýsköpunarandi hefir stjórnað' atkvæðum og gjörðum meirihlut- j ans, og gerir það enn, því við at- kvæðagreiðslur skríða partarnir ( furðu vel saman, þótt menn rífist þess á milli. Það hefir oft verið tekið svo til or'ða í dagblöðunum, að þetta hér- aö eða þessi hópur vildi vera „ríki í rikinu.“ Mig minnir að Tíminn hafi einhverntíma látið þessi orð falla og litla þökk fengið fjjrir það. fremur en annað, sem hann hefir sagt satt. En ég fæ nú ekki betur séð, en að Reykjavík sé nú orðin ' rétt kallað „ríki í ríkinu," sem sé að sliga alla ríkishei'dina, ekki sizt smáþorpin og bændabyggðirnar, og flestir munu þeir hafa verið postul- ar heaanar, sem barizt hafa í ræð- . um og ritum fyrir auðn smáþorp- j anna og bændabýlanna. ■ '0 ■ ■ Jafnframt því, sem þingmenn j liéraðanna hafa hlaðið undir ( Reykjavík, vegna þess, að þeir hafa verið þar heimilisfastir borgarar,1 hefir hún dregið allt til sín frá öörum landsh’.utum, sem hún hefir getað. Tilfinnanlegastur hefir fólks j straumurinn verið. Því vilja nú : margir, að hver landsfjórðurigur hafi sjálfur sín fjárforráð og. vöru- j úthlutun í eigin höndurn í réttu I hlutfalli við Reykjavík, og virðist mér það að ýmsu leyti réttmætt, eins og nú standa sakir. En skyldi þá með tímanum ekki geta mynd- ast annað „ríki í ríkinu," til dæmis norðanlands með Akureyri í broddi fylkingar? Meö þessu fyrirkomu- lagi myndi eflast nokkurs könar stórflokkapólitík, svipuð þeirri, sem átti sér stað á Sturlunga öld. Ég fæ ekki betur séð, en að Reykjavík eigi nú orðið flesta þing menn landsins, þar sem þeir búa að fáum undanskildum í henni. Ég skil ekki hvernig menn geta ætlast til, að maður, sem býr í Reykjavík og á þar jafnvel í fjölda fyrir- tækja, hugsi eins vel um hérað sitt úti á landinu. og ef hann væri þar heimilisfastur, þó hann aldrei nema komi stöku sinnum til að smala sér atkvæöum, til að tryggja hagsmunaaðstöðu sína syðra og gylli þá dugnað sinn fyrir kjósend- um. Það er eitt, sem þarf að binda í stjórnarskránni, að þingfulltrúi, sem flytur úr kjördæmi sínu, verði um leið að afsala sér þingsæti, svo að hægt sé að kjósa innanhéraðs- mann í hans stað. Þá viröist mér, að ábyrgð stjórn- arvalda og þingfulltrúa sé nauða- lítil, hversu illa, sem þeir standa í stöðu sinni. Stjórnarmenn, sem verja sig með því einu að kenna samverkamönnum sínum um allar misfellurnar, eru heiðraðir með því, að senda þá í trúnaðarerind- um hér og þar út um heim og þingfulltrúar, sem láta sig vanta bæði við umræður og atkvæöa- greiðslur, eru skipaðir í áríðandi nefndir, sæmilega launaðar, að því er helzt virðist í viðurkenningar- skyni fyrir óunnin þingstörí. Hvað á þetta að ganga lengi svona? Er ekki kominn tími til að setja í stjórnarskrána eitthvaö það, sem tryggt gæti betri vinnubrögð? Ég skrifa þetta ekki áf þeim barnaskap, að ég haldi að hér verði nokkur gjörbreyting á. Þjóðin er oröin svo drukkin af þessum ný- sköpunaranda, að gagnslitið er að vanda um, því að þeir, sem. viija bæta úr, eru eltir á röndum og borið á, brýn, að þeir séu haturs- menn þjóðarinnar og hiakki yfir óförum hennar, og þao mun verða minn vitnisburður fyrir þetta bréf. Það hefif verið sagt, að íslend- ingar bæru vel tvö högg, en þriðja höggið væri enginn öfundsverður af að greiöa þeim og svo mun verða um njsköpun stjórnarskrár- innar, ef lrún þykir iila takast." Þannig hljóðar 'það bréf og vonir til að meira verði rætt um þessi mál síðar. Pétur landshornasirkill. | er h. u. b. miðja vega milli Blönduóss og Reykj avíkur. I Þar stanza xerSamenn almennt, sem fara norður- § f leiðina og eru frjálsir ferða sinna — til þess að fá'sér i I hressingu hjá Vigfúsi og benzín á bílinn. | líiuiiiiiiiuiiuiiuuiuiuiiiiHuiiiíiiuiiuiiiiuiiiiiimiuiuiuiuui.iiiiimiiHUiiiiimiiimuimmiiiiiimiiiK luuiiuii ^JJciupencluv JJímanóy sem verða fyrir vanskilum sendi umkvörfun eins.fljóft og hægt er.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.