Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 3
181. blað TÍMINN, miðvikudaginn 18. ágúst 1948. 3 Ðanarmiisiiiiiií: Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýöi glæst, mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst. Matth. Jochumsson. Ingibjörg Pálsdóttir, Bar- ónsstíg 28, andaðist 7. þ. m. hér í Reykjavík, og var jarð- sungin 16. þ. m. Ingibjörg er fædd 25. marz 1876 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Foreldrar hennar voru þau hjónin Páll Gísla- son Thorarensen prests að Felli í Mýrdal og Guðrún Jónsdóttir Þorsteinssonar hónda á Eystri-Sólheimum. Foreldrar Ingibj argar bj uggu saman aðeiirs fyrstu hjúskap arár sín. Ólst hún síðan upp með móður sinni, fyrst á heimili afa síns, Jóns Þor- steinssonar á Eystri-Sól- heimum, en þá er hún var 12 ára, brá hann búi 1888, enda var hann þá orðinn ekkjumaður, tekinn fast að eldast og heilsa hans nokk- uð að bila. Þá fluttist Ingi- björg með móður sinni til Magnúsar Jónssonar, Hjör- leifssonar hreppstjóra í Eystri-Skógum og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, móður- systur sinnar, en þau reistu bú á Steinum undir Eyja- fjöllum þetta sama vor. Þang að fluttist og afi Ingibjargar, Jón Þorsteinsson. — Vorið 1895 keypti Magnús Klaust- urhóla í Grimsnesi og flutt- i.st þangað og með honum bæði Jón Þorsteinsson, tengdafaðir hans, og þær mæðgur, Ingibjörg og móðir hennar, og í Klausturhólum áttu þær heima, þangað til Ingibjörg giftist 1905. Maður Ingibjargar var Sig- urður Símonarson, fæddur 2. febrúar 1877 í Miðey í Aust- ur-Landeyjum. Bjuggu þau til dauðadags hér i Reykja- vík, lengst af á Barónsstíg 28. Þeim varð 5 barna auðið, einnar dóttur og fjögurra sona, sem öll eru á lífi, prýði- lega gefin og hin mannvæn- legustu. Eru 3 þeirra gift, en 2 synir ókvæntir, og er ann- ar þeirra á Grænlandi. Ingibjörg missti mann sinn Sigurð Símonarson 28. ágúst s.l. Hann var drengur góður, greindur og vinsæll. Mörg ár var hann fylgdarmaður land mælingamannanna dönsku. 'Ávann hann sér traust þeirra og vináttu. — Sigurður átti við allmikla vanheilsu að búa mörg síðustu ár æfi isinnar, en alltaf var hinn sami myndarbragur á heim- íli þeirra hjóná, enda er það mála sannast, að húsfreyjan lá ekki á liði sínu. Þegar Ingibjörg átti heima I Steinum, kynntist ég henni fyrst. Hún var fermingarsyst lr mín. Get ég ekki hugsað mér, að fermingarbarn hafi kunnað betur kver sitt og biblíusögur en hún gerði, né heldur leyst betur úr spurn- ingum. — Mér er og minnsi- -stætt, þótt í smáu sé, að hið •eina sinn, er sá mæti maður, 'Séra Kjartan prófastur Ein- arsson, lét okkur fermingar- hörnin lesa um leið og spurt var, sagði hann við Ingi- björgu: ,.Þú lest ágætlega". — Við okkur hin sagði hann ýmist: „Þú lest vel“, eða: , Þú lest dável“. Var þetta í fyrsta sinn, að ég heyrði einkunnir nefndar. Þegar Ingibjörg var um tvítugt, stundaði hún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík einn vetur. Þótti hún koma þangað illa undirbúin, en efst varð hún samt á burt- fararprófi um vorið. Þegar Grimsnesingar komu sér upp rjómabúi rétt eftir aldamót, var Ingibjörg feng- in til að veita því forstöðu, og lærði hún á Hvanneyri. Þegar hún hafði lokið því námi, var rjómabússkálinn ekki fullgerður. Gerðist hún þá rjómabússtýra í Biskups- tungum eitt sumar, en tvö næstu sumurin þar á eftir í Grímsnesi. Sumarið, sem hún var í Biskupst., kynntist hún séra Magnúsi Helgasyni á Torfast., síðar kennaraskólastjóra. Taldi hún sér happ að hafa kynnzt honum. Hann kunni manna bezt að meta afburða hæfileika, og þá ekki sízt, ef mannkostir aðrir fóru þar eft ir. Heyrði ég hann minnast hennar mjög lofsamlega. Þótti henni og sem öðrum, mjög mikið til séra Magnús- ar koma. Mig langar til að skjóta því hér inn 1, að 1907 sagði séra Haraldur Níelsson við mig, að hann teldi séra Magnús Helgason mestan ræðumann á íslandi. Ingibjörg unni föður sín- um, Páli Gíslasyni, mjög, og hann henni. Gjaíir frá hon- um geymdi hún sem helga dóma. Pál Gíslason sá ég aldrei, en ég hefi heyrt honum þann ig lýst, að hann Jiafi verið mesti myndarmaður, gáfað- ur, skáldmæltur vel, söng- maður ágætur og rnæta vel að sér. Vel var hann og verki farinn. Hitt mun og satt vera, að honum þótti vín nokkuð gott, en langt var þó frá því, að hann væri drykkjumaður. Hann drukknaði á Seyöis- firði árið 1897, 47 ára að aldri. Enda þótt ég telji mig hafa nokkra ástæðu til að ætla, að Ingibjörg hafi jafnan saknað föður síns, er hins vegar ó- metanleg bót í máli, að hún ólst upp með gáfaðri og á- gætri móður sinni á frábær- um fyrirmyndar heimilum nánustu ættingja. Veit ég og, að Ingibjörg kunni þetta vel að meta. Afa sinn, Jón Þor- steinsson, mat hún mest allra manna. „Honum vildi ég helzt, að afkomendur mín- ir líktust í öllu“, sagði hún við mig í vor. Ég kynntist honum nokkuð. Áreiðanlega eru slikir menn, sem hann var, vandfundnir, og mér ligg ur við að efast um, að þeir séu til. Eitt sinn spurði ég Ingi- björgu, hvort hún hefði séð Pál Melsteð sagnfræðing, ömmubróður sinn. Kvaö hún svo vera,, en þá hefði hann verið hálftíræður, blindur og rúmfastur. Þegar honum var sagt, hver komin væri, svar- aði hann: „Allténd ætti ég að kannast við nafnið“, en kona séra Gísla Thorarensen skálds og móðir Páls Gíslasonar, föður Ingibjargar, sem ég nú minnist, var Ingibjörg Páls- dóttir, Þóröarsonar Melsteðs am.tmanns, systir Páls Mel- steðs sagnfræðings. Því miður get' ég ekki feng- ið ættartölu Ingibjargar prentaða hér, vegna rúmleys- is í blaðinu, en af henni má sjá, af hve ágætum ættum hún er komin. Sjálf hlaut hún í vöggugjöf flesta, ef ekki alla, kosti ættar sinnar í mjög ríkum mæli. Hún bar og gæfu til að ávaxta pund sitt svo, að til fyrirmyndar er, og, að því, er ég bezt veit, bar þar aldrei skugga á. Eftir séra Magnúsi Helga- syni skólastjóra eru höfð þessi yndisfögru orð: „Áhrif slíkra manna í lifanda lífi berast mann frá manni eins og lifandi straumur og geym- ast þannig frá kyni til kyns“. Veit ég þau hvergi eiga bet- ur við en um Ingibjörgu Pálsdóttur og afa hennar, Jón Þorsteinsson. Lárus Bjarnason. AAisjöfn fóðrun EMp Pál Zópkáaaíasson Þó enginn hafi góöan arð fitueiningu sem gerðu 3178,35 af kúm sínum, nema hann kr. eigi góðar kýr, þá notast þeim : Meðalkýrin á bæ A át 1105 einum af góðum kúm, sem kg. töðu, 1200 kg. úthey,' 1558 fara vel með þær. Ég hefi ný- kg. vothey og 427 kg. föðúr- lega rekizt á tvo bæji, sem eru bætir. Reiknaö til verðs ger- í sömu sveit, og hafa mjög lík ir þetta fóður 1815 kr. og skilyrði til þess að hafa sama brúttó arður meðal kýrinnar arð af kúm sínum. Þær eru verður því 2608,65 kr. margar systur og mætti því Meðal kýrin á bæ B. ..át ætla að eðli þeirra til mjólk- 1905 kg. töðu, 606 kg. úthey og ur væri svipað. Þær hafa 392 kg. fóðurbætir. Reiknað jafn feita mjólk og sumarhag til verðs gerir fóðrið þar-1350 arnir eru mjög svipaðir, góð'- kr. og verður þá brúttó arður ir vallendis bagar á báðum inrí af meðal kúnni 1828,35 bæjunum. Á þeim báðum var kr. innigjafatíminn 36 vikur. Að- j Mismunurinn á meðal kúm staðan virtist því mjög svip- þessara tveggja bæja er þvt uð, en arðurinn, sem meðal- , 780 kr. og á kúnum 12, er muu kýr bæjanna gáfu, var mis- ! urinn 9360 kr., þegar gext er jafn, og viröist e.kki liggja til ráð fyrir að kcstnaður vio þess aðrar ástæður en mis- : íóöurvist, hirðingu, beitilanci jöfn fóðrun, og ef til vill mis- ! og fl. sé jafn á hverja kú á jöfn hirðing, en hennj er ég báðum bæjunum, en víst ér ekki næganlega kunnugur til vtanlega ekki að svo hafi ver- að dæma um það. En meðal ið. kýr þessara tveggja bæja j Og það ei’ ekki sjáanl'egt a'c’ reyndust svo árið 1947: j þessi munur stafi af öðru é'n. Á bæ A voru 12 kýr. Meðal- j því að á öðrum bænuríi eru kýrin mjólkaði 3105 kg. með kýrnar hálfsveltar, en á hin- 4,07% fitu og gaf því 12639 ( um gefið sæmilega, en líklega fitueiningar sem gerðu með t þó ekki nög til þess að mjólka 35 aura verði 4423.65 kr. Á það, sem þær hefðu getáð. Og bæ B voru líka 12 kýr. Meðal- j bóndinn á bænum B er ekk- nytin var 2264 með 4,07% fitu j ert einsdæmi, þeir eru marg- og því gáfu þær aðeins 9081 j ir fleiri en hann sem fcðra svipaö, og hafa þess vegna minna gagn af kúm sínum eri þeir annars gætu haft. Vilja nú ekki bændur at- huga þessi dæmi. Af þeim má læra, en sá lærdómur er bezr ur,sem reynslan kennir mörm um, og bændur geta lært ó- trúlega margt hver af öðrum, ef þeir vilja nota sér reynslu. hvers annars. 15. ágúst 1948. Páll Zóphóníasson. jóöast til ai rðið, ef hrá- sé trigður Félag íslenzkra iðnrek- enda sendi fjárhagsráði bréf hinn 10. þ. m., þar sem félagsstjórnin býður ráðinu viðræður um það, hve lækka mætti söluverð íslenzkra iðnaðarvara,, ef hægt væri að tryggja iðn- aðarfyrirtækjum efnivörur að ákveðnu lágmarki. Seg- ir svo m. a. í bréfinu: Félag vort hefir nýlega móttekið frá fjárhagsráði all mörg eintök af skýrslum um rannsókn á iðnaðinum í land inu. Láturn vér ekki hjá líða að lýsa ánægju vorri yfir því, að slík rannsókn skuli hafa verið látin fara fram, og þökkum fjárhagsráði fyrir að hafa þegið aðstoð félags vors við skýrslusöfnunina, sbr. einnig bréf vort til ráðsins dags. 2. sept. 1947. Að vorri hyggju hefir fjár- hagsráð með iðnaðarrann- sókninni markað tímamót í atvinnusögu íslendinga. Iðn- aðurinn, sem fram til þessa hefir verið álitinn lítilfjör- legur þáttur í atvinnulífi landsins af meginþorra lands manna, verður" hér eftir við- urkenndur sem einn af þýð- ingarmestu atvinnuvegum þjóðarinnar. Skýrslurnar eru, svo langt sem þær ná, glöggar og að- gengilegar. Ályktanir um iðn- aðarmál, er skýrslunum fylgja, almenns eðlis og byggðar á niðurstöðum rann- sóknarinnar, varpa skýru ljósi yfir þýðingu og þarfir iðnaðarins í íslenzku at- vinnulífi. Eins og fram kemur víða í skýrslunni hafa iðnrekendur í fjölmörgum greinum aflað nýrra og stórvirkra véla til verksmiðjanna, er miðar til betri og meiri framleiðslu en áður. Þeir hafa lagt sig fram með að reyna að skapa iðnað inum framtíðarmöguleika í landinu, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Þessvegna teljum vér mið- ur farið, a'ð af frásögnum dagblaðanna af niðurstöð- um iðnaöarrannsóknarinnar verður helzt ráðið, að íslenzk ir iðnrekendur hafi lítið að- hafzt í þessum efnum. Að vísu hefir viðleitni þeirra verið misjafnlega ár- angursrík, og liggja til þess ýmsar ástæður, margar hverj ar þannig, að iðnrekendum verður ekki talið til sakar, þó að tilraunirnar misheppn uðust..Þeir eiga t. d. ekki sök á því, þó að verksmiðjurnar framleiði lítið brot af því magni, sem þær ættu að fram leiða, miðað við vélakost, húsakynni og eftirspurn vör- unnar, þar eð orsökin liggur í því, að synjað er um gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyrir vinnsluefnum, en þetta er ein höfuðástæðan til þess, hve framleiðslan verður dýr. Af sömu ástæðum geta þeir oft á tíðum ekki að þvi gert, þó að framleiöslan verði lak- ari en þeir kysu, vegna þess, að þeir höfðu ekki, af gjald- eyrisástæðum, aðstöðu til að fá öll nauðsynleg efni til þess að varan yrði jafngóð beztu framleiðsluvöru erlendri. Vér minnumst á þetta at- riði í frásögnum dagblaðanna, sem að öðru leyti var mjög greinargóð, af því að oss virt- ist það vera í ósamræmi viö það, er fram kemur í skýrsl- unum sjálfum. Iðnrekendur eru fúsir til ac' viðurkenna það, að það várði. verulega miklu fyrir íslenzk- ?.n iðnaö, að hann sé þac sem kallað er „samkeppnis- fær“ viö erlendan iðnað um verð og gæði. Miklu veltur á um það, hvenær þessu marki. verði náð, á þeim sviðum, þar sem íslenzkur iðnaður er enn ekki v „samkeppnisfær“. Tii. þess er vitnað í rannsóknar- skýrslunni, víðar en á einum stað, að ef iðnaðurinn fær hráefni til þses að notfæra. sér afkastagetu verksmiðj- anna til fullnustu, murii iðn- aðurinn sjá sér fært a'ð lækka vöruverðið, og er í sum um tilfellum ráðgerð stór- felld vörulækkun, fáist trygg ing fyrir nægum hráefnum Stjórn félags vors er reiðu- búin að taka upp viðræður við yður um það, á hvaða svió um og í hvc miklum mæh hægt er að lækka framleíðslu verð íslenzkra iðnaðarvara, með tilliti til lækkaðs fram- leiðslukostnaðar á hyerja vörueiningu, ef hægt .er að tryggja verksmiðjunum gjalc eyrisleyfi fyrir vinnslueínum að vissu lágmarki. ®JÓHANNES BJARNAS0N VERKFRÆOINGUR ' ANNAST ÖLL VERKFRÆÐISTÖRF SKRIFSTOFA LAUGAVEC- M ~ SÍMI 1180 - HEIMASÍMI 5655

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.