Tíminn - 18.08.1948, Side 6

Tíminn - 18.08.1948, Side 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 18. ágúst 1948. 181. blað tfijja Síé Volga — Volga Sprenghlæileg gamanmynd með dönskum skýringartexta. Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. Ðragonwyek Amerísk stórmynd byggð á samnefndri sögu eftir Anya Seton. Sýnd kl. 9. Fílliarmonlska liljémsveiíin í London (London Philharmonic) ■ Hrífandi músíkmynd um bar- ’áttusögu hljómsveitarinnar sögð og leikin af meðlimum hennar. Sýnd kl. 9, aðeins í kvöld. Árás Inslíánanna (Canyon Passage) Æfintýrarík og spennandi stór- mynd í eðlilegum litum. Dana Andrews Brian Donlevy Susan Hayward. Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 5 og 7. Búgarður Kund Kristensciis , .(Framhald af 4. siðu). íímann. Þeir vinna sjálfir baki brotnu alla daga og leggja sjáaniega mikla alúð Við störfin, því öll umgengni á búgarðinum, utan húss sem innan, var með einstökum snyrtibrag, en blátt áfram og Iátlaus. Húsaskipan. Þegar komið er heim að búgarðinum, blasir fyrst við fagur trjágarður, blómum skreyttur og ná trjákrónurn- ar hærra en byggingarnar. Þær eru yfirleitt gamlar, nema hlaðan er nýlega byggð eftir bruna árið 1945. Mikið hús úr rauðleitum múrsteini. Vegghæðin er um 5 m. og all hátt ris. Þar voru geymdar þreskivélar og önnur tæki, sem notuð eru við kornið. birgðir og annað fóður handa kúnum. Hlaðan er á vinstri hönd, þegar komið er heim, Þar voru enn nokkrar hey- en fjósið á hægri. Milli þeirra er stórt hlað, sem lokast á þriðja veginn af íbúðarhús- inu, sem tengir hlöðu og fjós saman. Það er gamalt og virðulegt, með lágum veggj- um og mjög háu risi. Fjósið er drifhvítt hið innra, með mjaltavél, breið- um fóðurgangi, sjálfbrynn- ingu. Við það er byggt mjólk- urhús. Þar er mjólkin kæld og vegin. Við hvern bás í fjós inu. er tafla, sem sýnir ná- kvæmlega mjólkurmagnið úr hverri kú. Skammt frá fjós- inu er stór verkfærageymsla. Þar var sláttuvél, rakstrarvél, plógar, herfi, snúningsvél og yfirleitt flest þau tæki, sem notuð eru við landbúnaðar- störf og hestum er beitt fyr- ir. Hesturinn mun lengi enn gegna mikilvægu hlutverki í dönskum landbúnaði. Rabbað um búskapinn. Ég ræddi fyrst við Hans, sem var að hreinsa arfann úr rófugarðinum og beitti Blesa fyrir vélina. Hann sagði, að búgarðurinn ætti 22 ha. land, sem allt væri ræktað, og mest ur hluti þess væri mjúk leir- mold. Eftir að hafa litið yfir akrana, sem voru í miklum blóma, spurði ég um upp- skeruhorfur. Hann svaraði: „Uppskeran í ár verður með langbezta móti. í fyrra var hún ákaflega léleg vegna þurkanna“. „Hvað kallið þið góða uppskeru?" „Meðal- uppskera eru 36—37 tunnur korns af ha. í ár verður upp- gkeran talsvert meiri og telst því mjög góð“, svaraði Hans og benti yfir rúgakurinn, sem var hávaxnastur og bylgjað- ist fyrir austangolunni í glampandi sólskininu. Hvernig skiptið þið þess- um 22 ha. milli einstakra teg- unda? „Þeim er skipt þannig: Tún (sumt af því er haft til beitar) 6.6 ha. bygg 2.7 — hafrar 2.7 —' rúgúr 2.7 — fóðurrófur 2.7 — kartöflur (Bintje) 2.3 — matari'ófur 1.1 — kartöflur (King Ed- warr) 0.5 — Alls ca. 21.3 ha. Við höfum sáðskipti á hverju ári.Þannig notast bezt að næringarefnum moldar- innar. í sumar hefur hver tegund sinn reit, eins og lit- irnir á ökrunum sýna. Næsta sumar verður þetta allt breytt. Þá verður máske kom inn rúg'ur, þar sem nú eru fóðurrófur, kartöflúr þar sem byggið er o. s. frv.“. Hver er svo bústofninn? „Mjólkurkýrnar eru 17 (allt Jerseykyn), 20 ungviði, hest- arnir eru 3 og hænsni höfum við aðeins til heimliisnota. Svínarækt var hér allmikil áður. En í stríðslokin var hvorttveggja, mikill fóður- skortur og lélegur markaður, svo við hættum allri svina- rækt, að minnsta kosti um sinn. Svínastofn Dana hefir stórminnkað hin síðari ár“. Hvaða grein búsins gefur beztan arð? Óli gekk síðan með mér um akrana og sagði mér sitt af hverju um ræktunarstörfin. Þegar ég spurði hann, hvaö borgaði sig bezt í búsk'apnum, svaraði hann hiklaust: „Korn ræktin gefur undir flestum kringumstæðum beztan arð. Af þessu landi er meðal upp- skera nokkurra ára um 300 tunnur á ári (rúgur, bygg og hafrar). Þótt kýrnar mjólki vel, 3500—4000 lítra hver á ári, er fóðrið svo dýrt og vinn an við þær, að arðurinn af þeim verður alltaf lélegri. Hinsvegar er öruggara að treysta aldrei á eina grein framleiðslunnar“. Óli hafði mikinn áhuga fyrir íslandi, einkum hvernig landbúnaðinum væri háttað og hvað væri sambærilegt með honum í báðum löndun- um. Ég er hérumbil viss um, að hann skreppur hingað eitthvert sumarið, áður en uppskerutíminn hefst í Dan- mörku. Hann hefir örugga trú á dönskum landbúnaði og miklar erfiðleikana ekki fyr- ir sér, eins og margir aðrir. Hann veit af eigin reynslu, að sjálenzka moldin er gjöf- ul og launar sáðmanninum sitt erfiði ríkulega. Ég kvaddi svo bræðurna með þökkum fyrir fræðsluna um búreksturinn á Bivium- gaard. Búgarðinn, sem á sér- stakan hljómgrunn meðal Dana og allir kannast við, svo fágætt er, að bóndi verði Ástleltni ■uiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiHiiiiimimiiiiiimiHiiiiiiiiiiiiiimiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiiiiiiiiiiiiniiiiiiif IGUNNAR WIDEGREN: \Ungfrú t * 78. dagur strós (Erotik) tilkomumikil og vel leikin ung- | versk stórmynd. É myndinni er 1 danskur texti. | Aðalhlutverk: Paul Javor = Klari Toinay i = Sýnd kl. 5 og 7 j Skemmtun félagsins til fegrun- ar bæjarins kl. 9. Frjálsn íStréttirnar á. Ólyiaipíuleikuauam (Framhald af 5. síðu). § heppinn að þessu sinni og munaði | minnstu, að hann kæmist ekki í = úrslit, því að hann kastaði ekki til- i skilda lengd í forkeppninni, 64 m. | Ef tólf keppendunum hefði heppn- j ast að kasta þessa lengd, hefði i hann verið úr sögunni að þessu i sinni. Það hjálpaði honum, að ekki | urðu nógu margh' til þess að kasta 1 þessa lengd og komst hann því í i úrslitakeppnina, sem einn þeirra, = er áttu næstbezt köst innan við = 64 m. | Önnur úrslit í spjótkastinu uröu | þessi: Varzegi, Ungverjaland 67.03 i m., Vesterinen, Pinnland 65.89 m., i Mæhlum. Noregi 65.32 m. og Biles, i Bandaríkin 65.17 m. Úrslitin í spjótkastinu urðu að 1 ýmsu leyti lakari en við var búist. I M. a. urðu Svíum það nokkur | brigöi, að Dalaflod eða Petterson, I skyldi ekki vera meðal hinna- sex j beztu. Varzegi þótti vel að vinningi | sínurn kominn, því að hann er j orðinn gamall í hettunni. Fyrir | 10 árum var hann upp á sitt bezta i og kastaði þá spjótinu yfir 70 m. i Ólympíumetið í spjótkasti er 72.71 i m., sett af Jaervinen, Pinnlandi | 1932, en heimsmetið er 78.70 m., | sett af Finnanum Nikkanen 1938. 1 Eangstökk kvcnna Þennan dag var keppt í lang- I stökki kvenna og urðu úrslitin i þessi: Gyarmati, Ungverjalandi, i 5.695 m„ Portela, Argentínu 5.60 | m.f Leyman, Svíþjóð 5.575 m„ i Kade-Koudys, Holland 5.57 m„ | Karelse, Holland 5.545 m. og Russel, i Jamaica 5.495 m. Heimsmetið í langstökki kvenna i er 6.25 m„ sett af Blankers-Koen S 1943. Ólympiumetiö var ekki til, | því að þetta er í fyrsta sinn, sem | keppt er í þessari íþróttagrein á | Ólympíuleikjunum. Kúluvarp kvenna Þá var keppt í kúluvarpi kvenna. | Hlutskörpust varð Ostemayer hin franska, er sigrað hafði í kringlu- kastinu. Hún kastaði kúlunni 13.75 | m. Önnur úrslit urðu: Piccinini, Ítalíu 13.09 m„ Schiefer, Austur- ríki 13.08 m„ Veste, Prakklandi 12.985 m„ Komarkova, Tékkósló- vakíu 12.92 m. og Bruk, Austurríki 12.50 m. Heimsmet í kúluvarpi kvenna er 14.38 m„ sett af Mauermayer, Þýzkalandi 1934. Þetta var í fyrsta sinn, sem keppt var í þessari íþrótta grein á Ólympíuleikjunum Þ. Þ. forsætisráðherra í Dan- mörku. Heimili hins mikils- virta stjórnmálaleiðtoga, Knud Kristensen, í rúmlega aldarf j órðung. Friðsæll og hlýlegur dvalarstaður hans frá hinum pólitísku stormum lífsins. — Ég er alls ekki hrædd, hvæsti ég og ætlaði að strunsa framhjá honum með nefið beint upp í loftið. Ég vildi líka heldur, að einhver eldingin dræpi mig en ganga í gegnum bæinn með manni eins og þér. Því miður var þessari djörfu yfirlýsingu fylgt eftir með nýrri eldingu. Ég fleygði mér æpandi beint í fang- ið á honum. — Túlli — hjálp, hjálp! — Svona — svona, barnið mitt, sagði hann um leið og hann renndi höndinni yfir hárið á mér. Það væri kannske rétt, að við næðum í bíl? — Ertu frá þér, sagði ég vandræöalega. Heldurðu, aö ég sé einhver kelturakki? Heldurðu, að ég þori ekki að ganga? .... Jú — náðu í bíl, kveinaði ég, þegar þrjátíu eldingar riðu yfir í einni lotu. Geturðu ekki gert, eins og ég bið þig? Farðu og náðu í bíl.... Ég á við — þú mátt ekki fara frá mér, æpti ég, þegar hann gerði sig líklegan til þess að veröa við óskum mínum. Og þannig hefði ég sennilega haldið áfram alla nótt- ina, ef Lagerberg, sem alls staðar var nálægur, hefði ekki komið á vettvang og tilkynnt okkur, að hann hefði þegar náð í bíl handa okkur. Meira veit ég eiginlega ekki — ég sat baja með teppi yfir höfðinu, meðan þrumur buldruöu og dundu, eins og allir koparpottar veraldarinnar væru komnir í villtan dans á Stóratorgi. —- Á ég ekki að fylgja þér alla leið upp? spurði Túlli um leið og hann opnaöi hliðið. — Nei — kærar þakkir fyrir boðið, svaraði ég háðs- lega. Svo steig ég tvö skref af mikilli einbeitni. — Guð minn góður, veinaði ég í næstu andrá og greip utan um eitthvað og þrýsti mér upp að því. Það var ekki hlið- stólpinn, heidui' Túlli. Hann lagði armana þétt utan um mig. Ég ætlaði að fara að veita honum rækilegt tiltal, þegar enn komu hræðilegar eldingar. Ég fann bara, að Túlli hóf mig á loft og bar mig upp þrepin að eldhúsdyrunum. Ég held jafnvel, að ég hafi hallaö höfðinu að brjósti hans. — Þakka þér fyrir, sagði ég hljómlítið, þegar ég fann, að fótur minn snerti dyrapallinn við eldhús- dyrnar. Þú hefir fórnaö miklu að hverfa frá whiskýinu hjá Heimer. En þettá hefði Lagerberg líka getað gert. Nú skaltu fara til þeirra aftur. Að svo mæltu flýtti ég mér upp í herbergi mitt. Fyrst í stað þorði ég ekki að opna gluggann, þótt kæfandi hiti væri inni. Ég þraukaði lengi, svo óbærilegt sem það þó var. Seinast stalst ég til þess að opna gluggann aðeins, | en þegar til átti að taka, gat ég ekki staðizt þá freist- ingu að galopna hann og halla mér út í hann. Þaö var hætt að rigna, og niðri i myrkrinu heyrði ég Ólaf Mot- hander spjalla við hundinn Túlla og reyna með öllum | ráðum að ginna hann til þess að fara nú inn í hunda- byrgið. En Túlli lá kyrr og lét sér nægja aö urra við og við. En svo kom ný persóna á vettvang. Ég heyrði skarka í mölinni og sá einhvern skugga reika upp að húsinu. Þetta var Gústaf frændi, sem var að koma úr hófi Heimers forstjóra. — Gott kvöld, sagði Túlli lágt. — Hver er þar á | ferli? — Hver eruð þér sjálf-hálfur? spurði Gústaf frændi I undrandi. Hann átti auðheyrilega mjög erfitt með að I valda tungunni. Ég er Hamar höfuðsmaður. Hver er ! sá, sem ég hefi þann heiður að tala við? — Þetta er Túlli, var svarað. Hann notaði í fátinu I gælunafn sitt. — Getur verið, að ég sé svo fu-hullur, að mér vi-hirð- ! ist hundurinn vei'a kominn upp í tréð og ta-hala þar I eins og maður? spurði Gústaf frændi sjálfan sig. — Þetta er Túlli, var aftur sagt uppi í trénu. Manstu I ekki eftir mér? í — Re-heyndu ekki að hafa mig að spotti og spéi, j sagði Gústaf frændi reiðilega. Haldið þér, að ég sja-hái \ ekki með mínum eigin augum, að Tu-húlli liggur hér? | Ekki ge-hetur þó hundurinn bæði setið uppi í trénu 1 og legið so-hofandi undir því á sömu stundu. Hvaö j finnst y-hyður? 1 — Þetta er Mothander málaflutningsmaður, sagði j Túlli og reyndi að tala eins skýrt og honum var unnt, = rétt eins og hann væri aö tala við aðra heimsálfu í j síma. Ólafur Mothander. Við hittumst í veitingahúsinu %iiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuuHiiiiHininíiiúíiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiuiuiuuiiUEiiiiuimiiiiiiinniiuiiiiHnunuuiiiii iuiitiuiimmniii...........................................................................„„„„..„„„..........

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.