Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 18. ágúst 1948, 181. blað Daníel Ágústínnsson: Frá Danmörhu VI Búgarhur Knud Krlstensens Einn er sá búgarður í Danmörku, sem allir Danir kannast við. Það er Bivium- gaard. Búgarður Knud Krist- ensen, fyrrv. forsætisráð- herra Dana. Nafn hans hefir, einkum hin síðari ár, verið á hvers manns vörum. Hann var forsætisráðherra 1945— 47 og hefir lengi verið einn umsvifamesti stjórnmálamað ur í Danmörku. Það er sjald- gæft, að bónd verði forsætis- ráðherra þar í landi og vakti stjórnarinyndun Knud Krist- ensen því mikla athygli á sín- um tíma. Ég átti þess kost að heim- sækja þennan búgarð í vor. Mun ýmsum þykja fróðlégt að heyra nokkuð um búskap- arhætti þar. Áður en ég vík að þeim, ætla ég að fara nokkrum orðum um eigand- apjf, Knud Kristensen, fyrrv. forsætisráðherra. Hann er fæddur 26. októ- ber 1880 í Hover við Ring- köbing, og kominn af bænda- ættum. Rúmlega tvítugur gekk hann í Frederiksborgar- ! lýðskóla, síðan í landbúnað-' arskólann í Dalum og dvaldi í Askov veturinn 1906—07. Hann kvæntist Else Christ- ensei 1908, sem einnig er af bændaættum. Þau eiga átta börn uppkomin, fimm dætur og þrjá syni. Árið 1907 keypti Knud j Kristensen búgarð í Ödsted; hjá Vejle á Jótlandi. Þar bjó | hann til 1920, að hann keypti Biviumgaard í Humlebæk á Norður-Sjálandi, sem er 34 km. frá Kaupmannahöfn. Bústaðaskipti þessi gerði hann, til þess að geta sam- einað betur heimilislífið, bú- reksturinn og margþætt stjórnmálastörf, sem þá voru farin að hlaðast á hann. Knud Kristensen lét snemma mikið til sín taka í félagsskap ungra vinstrimanna og var kjörinn þingmaður Randers- amtskjördæmis á Norður- Jótlandi 1920 og hefir síðan setið á þingi fyrir það, að undarVJeknum árunum 1929 —31. Hánn gegndi ýmsum ráð herraembættum á stríðsár- unum og hefir lengi gegnt mörgum virðingar- og trún- aðarstörfum. Form. Vinstri- flokksins hefir hann verið síðan 1941 og formaður þing- flokks vinstrimanna 1942— 45. Hann þykir herskár ræðu- maður — líkingaauðugur og þróttmikill — og vera sýnna um að taka upp forustu í mikilsvarðandi dægurmálum, en vinna að venjulegri lög- gjafarstarfsemi. Knud Kritsensen og Hedtoft Hansen talast við. Knud Kristensen þótti vaxa mjög þau ár, sem hann var forsætisráðherra og kosninga úrsíitin s.l. haust sýndu stór aukið fylgi Vinstriflokksins, enda þótt jafnaðarmenn mynduðu stjórn eftir kosn- ingarnar, sem stærsti flokk- urinn, en aðstaða hans í þing inu verður svipuð og hjá stjórn vinstrimanna áður. -—-j Eftir að Knud Kristensen lét af ráðherradómi, hefir mikið að honum kveðið, sem aðal-' forvígismanni stjórnarand- stöðunnar. Slésvíkurmálið var helzta deiluefni flokk- anna. Vinstriflokkurinn hafði íorustu fyrir þeirri kröfu, að Suður-Slésvík skyldi endur- heimt. Knud Kristensen hef- ir ferðazt mikið um Dan- mörku eftir kosningarnar og haldið áfram að vinna mál- inu fylgi dönsku þjóðarinnar, og efla Vinstriflokkinrf. I vor brá hann sér suöur | fyrir landamærin og heim- j sótti landa sína í Suður- j Slésvík. Kunnur Dani, sem þar var á ferðalagi um líkt leyti, lýsti heimsókn Knud Kristensen á þennan hátt: „Hann flutti ræðu sína í stærsta samkomuhúsi Flens- borgar og urðu mörg hundruð manna frá að hverfa vegna þrengsla. Það var fullkomin þögn í hinum stóra sal, með- an Knud Kristensen talaði. Þegar hann hafði lokið máli sínu, stóðu allir upp og inni- legum fögnuði fólksins ætl- aði aldrei að linna. Margir grétu af hrifningu". Þetta er lítil, en glögg mynd úr lífi þessa stjórn- málamanns. Heimsókn þessi hefir gefið honum aukinn sannfæringarkraft til áróð- urs fyrir málinu 1 Danmörku. Út í Slésvíkurmálið skal svo ekki farið frekar hér. Bræðurnir Óli og Hans. Norræna æskulýðsmótinu í Krogerup var boðið að skoöa þrjá búgarða á Sjálandi af mismunandi stærðum. Sá í miðið var Biviumgaard. Hann liggur um 15 mínútna gang frá Krogerup. Knud Krstensen var ekki heima. Hann hafði verið i Ameríku að undanförnu, en var væntanlegur til Kaup- Kaffi og sætar ltökur. Eftirfarandi bréf hefir Baðstofu- hjalinu borizt frá Bergi í Dal: „Af því að ég hef ferðast tals- vert um landiö í sumar, langar mig aö leggja orð í be'.g í „baö- stcfuhjalið" viðvíkjandi nokkrum atriðum, sern ég hefi kynnzt á ferðum mínum. Á sumum veitingastöðum, þar sem áætlunarbílar staönæmast, svo að ferðafólk geti fengið sér ein- hverja hressingu.er boriö fram jöfnum höndum mjólk og kaffi, smurt brauð og kaffibrauö, svo aö hægt er að velja á milli eftir smekk manna. Ég tel að mjólkin og smurða brauðið sé mikil fram- för frá því að bjóða fólki að'eins kaffi og sætar kökur. Af þessum góðu veitingastoðum vil ég nefna Varmahlið og Fornahvamm. En á öðrum veitingastöðum eink um, þar sem nýlega hefir hafizt veitingasala, ræður kaffið og sætu | kökurnar enn þá ríkjum. En þetta ! þarf að breytast. Sætu kökurnar i þurfa að hverfa. Og þeir, sem j eliki drekka kaffi eiga rétt á því, j að fá eitthvað annað. Slæmur frágangur við brýr. Einkennilegt hirðuleysi er á frá- gangi við brýr hér á landi. Víða liggja beygjur að brúm við gínandi gljúfur, en ekkert öryggi er á vegabrúnunum, ef eitthvað ber út af með ökutæki á þessum stöðum. Aðeins á örfáum stöðum sjást steyptir stólpar á brautarbrúnun- um. Mér er sagt, að brúarsmiðirnir segi, að þetta komi þeim ekki við. Þcir láta sig muna um að gera þetta. Allt lendir í metingi og svo er þetta aldrei gert. Nýlega vildi til sorglegt slys af þessum ástæð- um. Ungur maður beið bana við eina af nýju brúnum okkar, er jeppi valt fram af rétt við brúna. Vegamálastjórnin þarf að taka þetta til athugunar, og fyrirbyggja fleiri slys af þessum ástæðum. Grasafero. Njlega er ég var á ferð eftir Skriðdalnum komu fimm „grasa- konur“ í bílinn og fóru með lronum inn á Breiðdalsheiði ijil að tina fjallagrcs, en ætluðu svo aftur heim með bílnum um kvöldiö. Þetta var kona ein úr sveitinni ásamt þrem dætrum sínum og unglings- stúlku frá öðrum bæ. Mér fannst j þetta gleðilegur vottur þess, að j enn væru þó einhverjir sem kynnu | að meta fjallagrösin okkar. En ! eins og kunnugt er hafa vísindin ! sannað næringargildi þeirra. Og mér fannst þessar konur, sem héldu ! inn á heiðina í kulda og þoku, I tákn sjálfbjargarviðleitni þjóöar- innar á liðnum öldum og ólíkt hyggnari í búskapnum, en stúlk- urnar 1 bæjunum, sem kaupa vín- ber úr búöunum á áttatiu krónur kílógrammið." Afmælisdagur Keykjavíkur. í dag er afmælisdagur Reykja- víkur og hátíðis- og stofndagur félagsins til íegrunar bæjarins. Margir hafa gengið í það undan- farna daga, en þó eiga enn fleiri eftir að láta skrá sig sem stofn- endur. Það ætti að vera metnaðar- mál allra góðra borgara að gerast stofnendur þess félags og gerast virkir þátttakendur í starfi þess. í dag cr tækifærið til þess. Þess cr iíka að vænta, að menn sæki vel skemmtanir félagsins og beri merki þess. Með því er stutt að því, að sá draumur Reykvikinga rætist, að þeir eignist útivistar- svæði í Öskjuhlíðinni, og góðan baðstað við Nauthó’.svíkina. Fjö’svinnur. Biviumgaard. Hlaðan sést vinstra megin við íbúðarhúsið. Bræðurnir Hans (t. v.) og Óli (t. h.) Myndin er tekin í Skrúðgarð- mannahafnar næsta dag. Síð an ætlaöi hann strax út í kjördæmi sitt á Jótlandi og halda fundi þar og víðar. Hann var því ekki væntanleg ur heim til sín fyrr en síðar. Eftir að hann var orðinn forsætisráðherra leigði hann búgaröinn tveimur sonum sínum, Óla og Hans. Þeir tóku á móti hópnum og sýndu staðinn. Með því að hér varð að fara fljótt yfr sögu, ákvað ég að skreppa aftur næsta dag til bræðranna í Bivium- gaard og kynnast búskapnum nánar, og taka myndir af ýmsu því, sem fyrir augu bar. Þeir bræþur eru alúðlegir í viðmóti og leysa greiðlega úr öllum spurningum. Óli er hár og grannur, um þrítugt. Hans er lægri og þreknari, hálfþrí- tugur að aldri. Han.s var að hreinsa arfann úr rófugarðinum og var Blesa beitt fyrir vélina. Óli hreins- aði arfann úr kartöflugarð- inum með handverkfæri, enda var kartöflugrasið orð- ið það mikið, að engum vél- um varð lengur við komið. Verkafólk hafa þeir ekkert teljandi, nema um uppskeru- (Framhald á 6. síðu). Alúöar þakkir færi ég öllum, íjær og nær, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með heimsókn, gjöfum og skeytum þ. 10. þ. m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan og lýstu ófarið æfiskeið. Þorbjörg Björnsdóttir. A 5 v ö r u n i H H H um innflutning á kálmi o. //. H :: :: ♦» ♦♦ H Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að skv. H H lögum nr. 11 frá 1928 er með öllu bannaður innflutn- :: H ingur á hvers konar hálmi og gömlum og notuðum ♦♦ ♦♦ H pokum. H |j Eigi slíkur innflutningur sér stað, verður beitt H H viðurlögum nefndra laga. H ♦♦ :: Tuligtjorinn í Reykjjavík. :: 5, 7, 8 og 10 cm. | Gjallplöíur (Seyðishólagjall) til einangr- unar og í milliveggi. | Vikurholsteinn | | Vikurf jelagið h.f. 1 Sími 1291. | liiiiiiiiiiimmiiittiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiitiiniiiiiiinuiiMiiminiimiiiiiiiiimtKiiiitiiiiiiimiimiiiia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.