Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 18. ágx'ist 1948. 181. blað I dag. Sólarupprás var kl. 5.27. Sólar- lag er kl. 21.33. Árdegisflóð er kl. 5.40. Síðdegisflóö er kl. 16.00. í nótt. Næturlœknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. sími 1760. Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Útvarpið í kvöld. Pastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Jane Eyre“ eftir Charlotte Bronte, XXVIII. (Ragnar Jóhannesson skólastjóri). 21.00 Tónleikar: Strengjakvartett op. 22 eftir Hindemith (endurtek- inn). 21.25 Erindi. 21.50 Tónleikar (plötur)/. 22.00 Préttir. 22.05 Dans- lög (plötur). 22.30 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Skip S. í. S. Varg er á Akureyri, Vigör er á leiö til Páskrúðsfjarðar frá Kaup- mannahöfn, Hvassafell er í Vest- mannaeyjum. Ríkisskip. Hekla er á Austf jörðum á suður- leið. Esja fór frá Reykjavik kl. 22.00 í grerkvöldi til Glasgow. Súö- in er í Reykjavík, og mun liggja hér til viðgerðar um mánaðartíma. Herðubreið átti að koma til Reykja víkur i morgun frá Vestmanna- eyjum. Skjaldbreið er á leið frá Skagafirði til Akureyrar. Þyrill er á Siglufirði. Skip Eimskipafélagsins. Biúarfoss er í Leith. Pjallfoss kom til Reykjavíkur 15. ágúst frá Hu’I. Goðafoss er í Reykjavík. Lag- arfoss fór frá Akureyri siðdegis í gær til Reykjavíkur. með viðkomu á Siglufirði og ísafirði. Reykja- foss kom til Kaupmannahafnar 15. ágúst. Selfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til vestur- og norður- landsins. Tröllafoss kom til New York 14. ágúst. Horsa er í Leith. Sutherland kom til Hull 14. ágúst frá Reykjavík. Úr ýmsum áttum Heimilisritið. nýtt liefti, hefir blaðinu borizt. Eír.i m. a.: Smásögurnar.: Meöal smyglara eftir Jón Björnsson, Tími blómanna eftir H. M. Clamp, Vegna íirmans eftir Elizabeth A. Loring, Jarðarfarirnar eftir Halla Teits, niðurlág sögunnar Sannleikurinn eftir R. Kipling, (í þýðingu Sig- urðar Benediktssonar). Ýmsar greinar eru í heftinu, m. a. Pjölda- morð í kvennabúrinu. Hárprúðu systurnar sjö. Þá eru þrjú ljóð eft- ir Stein Steinarr. Margt fleira er til gamans og fróðleiks i ritinu. m. a. getraunir, skritlur, framhalds- saga o. fi. Læknablaðið, 1. tbl., 33. árg., hefir blaðinu bor- izt. Efni m. a.: Handlæknisaðgerðir við ulcus duodeni, eftir dr. P. H. T. Thorlaksson, yfirlækni við Winnipeg Clinic, Winnipeg. Úr er- lendum læknaritum, o. fl. Guðlaugur Rósinkrans yfirkennari er nýlega farinn til He’singíors. Hann mun sitja þar íulltrúafund norrænu félaganna. Næsta sumar verður fulltrúafund- urinn haldinn á íslandi. GuIIfaxi, Skymasterflugvél Plugfélags fs- lands h.f., er væntanleg hingað frá Prestwiik k'. 14.30 í dag. Hjónaefni. Ungfrú Guðrún Friðgeirsdóttir frá Húsavík, stud. art., og Ari Brynjclfsson, stúdent, Krossanesi við Ai\reyri. Fjórburarnir teknir að veði. Það cr ekki spaug að vera faðir fjórbura í Englandi. Þar ber almenningur ekki fólk á höiidum sér, þótt það slysist til slíkrar fjöldaframleiðslu. Kona landbúnaðarverka- manns í grennd við Bristol ól nýlega fjórbura. Mannauming- inn fékk ckki nema fimm pund í kaup á viku, svo að góðhjart- að fólk ætlaði að safna handa homirn 150 pundum. Minna gat hann ekki komizt af með, ef hann átti að geta staðiö í skil- um með borgunina fyrir lækn- ishjálpina, sjúltrahúsvistina og hjúkrun börnunum til lianda næstu mánuði, því að þau eru mjög þróttlítil, auk þess sem kaupa þurfti á þau föt, vöggur handa þeim að sofa í og stækka hús foreldranna, svo að þar yrði rúm fyrir allt þetta nýja fólk. En fjársöfnunin misheppnaðist algerlega. Það fengust ekki nema 60 pund, og nú vita for- eldrarnir ekki, ltvað þeir eiga til bragðs að taka. Forráða- menn sjúkrahússins neita að skila fjórburunum, fyrr en for eldrarnir leggja fram tryggingu fyrir því, að þeir geti ráðið til sín hjúkrunarkonu, er veiti börnunum fullnægjandi að- hlynningu, því að ella geti lífi þeirra verið hætta búin, og greitt skuldir sínar við sjúkra- húsið, er aukast frá degi til dags. Og nú sitja forcldrarnir heima í öngum sínum, en bless- uðum börnunum er haldið sjúkrahúsinu. Minningarspjöld / HEILSUHÆLISSJÓÐS NÁTTÚRULÆKNINGA- FÉLAGS ÍSLANDS fást hjá frú Matthildi Björnsdóttur, Laugaveg 34 A, og hjá Hirti Hans- syni, Bankastræti 11. — íftímW Ysftiam Verða maurar og býf!ugur arfíakar mannanna? Það liafa oft heyrzt urn það raddir, að svo kuiiní að fara, að mennirnir tortími sjálfum sér og menningu sinni á næstu áratugum. Þeir liafi á valdi sínu meiri tækni cn þeir hafa þroska til að ráða yfir, svo vel fari. Margir cru að vonum bölsýnir — með kjarnorku- sprengjur og önnur háskavopn annars vegar, en skefja’ausa vaida- streitu og fjandskap þjóða og stefna á milli hins vegar. Til cru þó þeir, sem líta á þcssi mál frá öðrurn og hærri sjónarhóli. Einn þeirra er saglifræðingurinn Arnold J. Toynbee prófessor. Hann lieíir skrifað bók um þessi mál, Civilization on Trial. Þessi prófessor áfellist menn fyr- ir að líta of smáum augum á til- vcruna — sjá eklci út fyrir naúða- þröngan hring, er nienn hafa markað sér. Jöröin okkar er ckki nema sand.'corn í ómælanlega kerfi hnatta, segir hann. Saga lífver- anna á jörðinni er sennilega ná- lægt 800 milljón ára gömul, menn- irnir eiga að balci sér 600—1000 þúsund ár, og sú menning, sem nú er við líði, er orðin sex þúsund ára gömul. Menn vita deili á nítján mik’um menningartímabilum. Allt hefir þetta gengið yfir í bylgjum. Nú er sögu okkar þar komið, segir prófessorinn, að' annað tveggja tortíma þjóðirnar sjálfum sér eða þær verða að sameinast og skapa jafnvægi milli þeirra ólíku greina menningar og lífsviðhorfa, sem til eru. En þótt menning okkar hafi ekki í sér fólgnar þror eigindir, er hún þarf til þess að geta lia’dið áfram að þróast og dafna. þá er hitt jafnvíst, að hér rís upp ný menn- ing. í fyrsta lagi er ólíklegt. að allt mannkynið farist. Afskekktar þjóð- ir, eins og Dverg-Svertingjarnir, sem búa lengst inni í frumskóg- um Afriku, væru líklegir til þess að þrauka af ragnarök kjarnorku- styrjaldar og tortímingar. Þá yrðu þeir frumherjar og brautryðjendur nýrrar menningar, sein vænta mætti aö hæfist á næstu þús- undum ára. Eö'a kannske yrðu það Tibetbúar, Eskimóar, Indíánar í fjalllönduin Suður-Ameríku eða Malajar á afskelcktum Suðurhafs- cyjum? Við töpuðum að vísu þvi, sem unnizt hefir síðustu tíu þús- und árin. En hvað er það í sam- anburði við þær 600—1000 þúsund- ir ára, er mennirnir eiga að' baki sér? En Toynbee próícssor telcur einn- ig til íhugunar þann mögu’eika, að' allt raannkyníð kynni að líöa und- ir lok. Og jafnvel það' skelfir hann ekki svo mjög. Þá myndi lífiö' bara byrja á ný, þar sem það hófst fýrir mörgurn niilljónum ára. Það yrðu kannskc flugur cða vængjnð skorkvikindi, sein erfou jörðina, þetta i’iki, sem mennirnir liafa eignað sér — t. d. skorkvikindi, eins og maurar, er sennilega hafa koinið á eins konar þjóðíélagshátt- um hjá sér, löngu áöur cn menn- irnir voru orðnir nógu þroskaðir til þess. Kannske er það þeim búið að drottna á þessari jörð, segir prófessorinn. Þannig hafa ýmsar lífverur drottnað á jörðunni á undan mönnunum, en síöan oröið að lúta í lægra haldi. Einu sinni voru brynjaðir risafiskar hinar drottn- andi lífverur — þeirra blómaskeið hefir ef til vill verið fast að 300 milljónum ára. Það er þess vegna liugsanlegt. að eftir milljónir ára verði jörðin mauraveldi eð'a býflugnaheimur, og í vitund þeirra vera verði drottn- unarskeið mannsins Htils vert tíma bil á löngu þroskaslceiði — stutt stund óróa, hávaða og ribbalda- skapar. Svo segir Toynbee prófessor, hinn mikli og lærð'i sagnfræðingur og vísindamaður. Hitt er svo annað mál, hversu almenningi kann að' vera mikil huggun í þessum bolla- leggingum hans um framhald og þróun líísins á þessum hnetti okkar. J. H. Faríuglar. Perð á Kjalveg. Lagt af stað á laugardag og ekiö að Gullfossi, Hvítárvatni og á Hveravelli síðan ekið norður i Húnavatnssýslu að Blönduósi og þaðan yfir Holtavörðuheiði til Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar gefnar í kvöld kl. 9—10 að V. R. Ath. engin ferð í Heiðarból um helgina. Stjórnin. Miðvikudaginn 18. ágúst. Frjálsíþróttanámskeiö K. R. heldur áfram á íþrótta vellinum í kvöld kl. 6. Drengir í dag — stúlkur á morgun. Fimmtudaginn 19. ágúst. Prjáls- íþróttanámskeið o. s. frv. Stúlkur í dag — drengir á morgun. Föstudaginn 20. ágúst. Prjáls- íþróttanámskeið o. s. frv. Drengir í dag — stúlkur á morgun. Laugardagurinn 21. ágúst. Prjáls- íþróttanámskeiö o. s. frv. Stúlkur í dag — drengir á morgun. Meistaramót íslands og drengja- meistaramót í frjálsum iþróttum fara fram á íþróttavellinum í Reykjavík dagana 28. til 31. ágúst. Þátttökuti'kynningar skulu send- ar til stjórnar Prjálsíþróttadeildar K.R., eigi síðar en mánudaginn 23. þessa mánaðar. Mótnefndin. E.S. Sutherland fermir nú í Hull. — SkipiZf fermir í Antwerpen 19,—20. ágúst. E.s. Reykjafoss fermir í Kaupmannahöfn og Gautaborg 19.—26. ágúst. E.s. Lagarfoss fermir í Bergen um 30. ágúst og í Kaupmannahöfn og Gautaborg 9.—16. september. H.F. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS. 1 i (ekki mótornámskeið Fiskifélagsins). Þeir, sem hyggjast stunda nám við skólann að vetri komanda, sendi umsókn til skólastjórans fyrir fyrsta september. Um inntökuskilyrði, sjá lög. um kennslu i vélfræði frá 23. júní 1936. Þar eð aðeins verður hægt að veita einstökum nem- endum heimavist í skólahiisinu, þarf að senda umsókn- ir um sama til húsvarðarins fyrir 1. september. Þeir, sem áður hafa sótt, verða að endurnýja umsókn sína skriflega fyrir þann tíma. Skólastjórinn. | f (1 (> < ► (► O- (h <► (► (► * lafíhidit 7r. aðeins á jDriðjudögum kl. 1-3. | I Lofíleiðir h.f. | ltlimillllIlllltlltllH*HlllllllltltlHtlllllllttlMIIHIIIIIIIIIHIIIIIHIItlltll»ll*ltlltllllllll,>IHIIII*ll*>ll**HllllllllllllllllIWM*' | Iðnskólinn í Reykjavík | | i Innritað verður í skólann mánudaginn 23. ágúst | [ til og með þriðjudags 31. ágúst kl. 17—19, að undan- | | skildum laugardegi og sunnudegi. Skólagjaldið, kr. | | 500.00, greiðist við innritun. | Vegna þrengsla í skólanum geta ekki aðrir en þeir, § | sem koma á nefndum tíma, og greiða skólagjald um | 1 leið, búist við að fá skólavist. § Undirbúningsnámskeið verða haldin í september | i og verður innritað í þau á sama tíma. Námskeiðsgjald | 1 er kr. 50.00 fyrir hverja námsgrein. | 2 = Skólastjérsim. TMiiniiiiiiiiiiiiiiitiiitiiiiiuninninimiiiiiiiiiiiiiintMiiiiiiiiniiniiiiiuiiMiiiiMmiiiiiiiiiiiMiiiniiiiiiiiitiitiiiiiiiiiM*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.