Tíminn - 18.08.1948, Blaðsíða 5
181. blað
Reykjavik, miðvikudaginn 18. ágúst 1948.
5
Tfli&KÍkuÚi SSL «íffúst
Brezk reynsla
Enska stórblaðið Daily
Telegraph vakti athygli á því
i forustugrein sinni síðastl.
laugardag, að undanfarna
daga hefðu ensku dagblöðin
birt fréttir, sem komið hefðu
einkennilega fyrir sjónir fyr-
ir 10—15 árum. Þessar fréttir
fjöiluðu um uppskeruhorfur,
en þær hafa þótt óvenju góð-
ar í Bretlandi í sumar, þang-
aö til fyrir hálfum mánuði,
er rigningar hófust einmitt
á þeim tíma, er aðaluppsker-
an átti að hefjast. Næstum
daglega birtu fleiri eða færri
ensku dagblaðanna útreikn-
inga um það tjón, er hljótast
myndi af þvi, ef óþurkarnir
héldust fáum dögum, viku
eöa hálfum mánuði lengur.
í stuttu máli sagt, virtust
ensku blöðin fylgjast með
uppskeruhorfunum af svipuö
um áhuga og íslenzku blöðin
með síldveiðunum.
Það mun vera fullkomlega
rétt hjá Daily Telegraph, að
fyrir 10—15 árum myndu
enskum blöðum né enskum
almenningi ekki hafa þótt
það neitt sérstakt umtalsefni,
hvernig uppskeruhorfurnar
væru. Það var þá ríkjandi trú
í Bretlandi, að landbúnaöur-
inn væri ekki neitt sérlega
stór þáttur í þjóðarbúskapn-
um. Landbúnaðarframleiðsl-
an var þá af ýmsum talin ó-
samkeppnisfær við hliðstæöa
framleiðslu í öðrum löndum
og því var ályktað, aö betra
væri að kaupa landbúnaðar-
vörurnar þaðan, en láta
heimaframleiðsluna dragast
saman. Bretar höfðu þá nóg-
an gjaldeyri, því að nýlendu-
veldi þeirra leyfði þeim að
lifa um efni fram. í samræmi
við þetta ríkjandi almennings
álit hnignaði landbúnaöinum
ár frá ári. Aðeins vitrustu
menn, eins og Lloyd George,
höfðu framsýni til þess að
vara við þessari þróun.
Reynsla Breta seinustu 10
árin hefir fengið þá til að
skipta um skoðun. Nú sést
það ekki lengur í neinu ensku
blaði, að landbúnaður á
Bretlandseyjum sé ekki sam-
keppnisfær við landbúnað
hinna suðlægari landa. Nú er
það harmað, að landbúnað-
urinn var látinn níðast niður,
meðan fjármagninu og fólk-
inu var beint til annarra at-
vinnuvega, • sem gáfu meiri
stundargróða, en höfðu ekki
jafntrygga undirstöðu. Nú er
það sameiginlegt markmið
allra brezkra stjórnmála-
flokka að stórauka landbún-
aðinn. Ríkið leggur fram
mikið fé í þeim tilgangi og
bændum er tryggt ákveðið
lágmarksverð fyrir afurðirn-
ar til lengri tíma. Nú stendur
engum hugsandi Breta það
lengur á sama, hvernig upp-
skeran gengur. Hann veit, að
uppskerubrestur myndi þýða
stórum naumari matar-
skammt. því að útflutnings-
tekjurnar hrökkva ekki einu
sinni til að afla annarra
nauðsynja en landbúnaðar-
varanna. Þessvegna eru upp-
skeruhorfurnar orðnar eitt
helzta fréttaefni ensku blað-
anna.
Geta íslendingar sannar-
lega ekkj sitthvað af þessu
lært?
Sá hugsunarháttur hefir
átt alltof mikil ítök hér á.
Fr jálsu íþróttirtmr á ÓltimpíulciUjunum VII.:
Tvær koruir settu heimsmet
Finlefi it'ÍI, en hclt Itt;{It lantla sinna
Eins og áður hefir verið sagt,
unnu Bandaríkin þrefaldan sigur
í kúluvarpinu á fjórð'a degi Ólyrn-
píuleikjanna. Þess var ekki langt
að bíöa, að sú saga endurtæki
sig, því að næsta dag (4. ágúst)
unnu þeir samskonar sigur í 110
m. grindahlaupinu.
Forkeppnin í hlaupinu hafði far
ið fram daginn áður. Það hafði
þá strax sýnt sig, að Bandaríkja-
menn yrð'u líklegastir til þess að
bera af öðrurn keppendum, því að
þeir sigruðu riðla sína mjög auð-
veldlega. Annars vakti það mesta
athygli þá, að enska íþróttagarp-
inum og fiughetjunni Fin’ey, sem
hafði oröið annar í þessari iþrótta-
grein bæði á Ólympíuleikjunum í
Los Angeles 1932 og í Berlín 1936,
varð' fótaskortur við marklínuna,
þegar hann var aö sigra í sínum
riðli og varð hann síðastur að
velta sér á bakinu yfir marklín-
una. Eitt ameríska blaðið komst
svo að orði um þennan atburð, að
Bretar, sem horfðu á þetta, myndu
hafa farið að gráta, ef það væri
ekki jafn óbrezkt að gráta. Bretar
tóku þessu líka mjög vel og hylltu
Finley ákaft, er hann stóö upp
og gekk út af leikvanginum. Ef
til vill hafa þetta orðiö beztu lokin
á hinum sögulega íþróttaferli hans,
því að hann hefði vafalaust beðið
ósigur í millikeppninni. Hann er nú
fertugur að aldri og hinir ungu
íþróttagarpar orönir honum ofjarl-
ar. Það var Finley, sem vann Ólym
píueiðinn, þegar leikirnir voru
settir.
Mi’likeppnin í 110 m. grindahlaup
inu fór fram nokkru á undan úr-
siitakeppninni. Yfirburöir Banda-
ríkjamanna kornu þá enn betur í
ijós. í úrslitakeppninni sigruðu
þeir líka auðveldlega. Fyrstur varð
Porter á 13.9 sek., annar Scott á
14.1 sek. og þriðji Dixon á sama
tíma. Fjórði var Triulsi, Argen-
I»essi mynd sýndi, að Blankers-Koen hafði orðið aöeins fyrri í rnark)
í 80 m. grindahlaupinu en Gardner og var úrskurðurinn byggður á’1
henni. Tíminn var jafn lijá báðum. Blankcrs-Koen cr til hægri..
Astralíu og sjötti Lidman, Svíþjóð.
Timi Porters var nýtt Ólympíu-
met. Gamla metiö var 14.1 sek.
og hlupu þeir Scott og Dixon á
þeirn tíma. Heimsmetið er 13.7 sek.,
sett af Towns, Bandaríkin, 1936
og Walcott 1941.
Bczti grindahlaupari Bandaríkj-
anna á þessari vegalengd, Harrison
Dil'ard. tók ekki þátt í þessari
keppni af ástæðum, sem áður hefir
veriö greint frá. Sumir Bandaríkja-
menn óttuðust. að fjarvist Dillards
kynni að kosta þá gullpeninginn, en
sá ótti reyndist ástæðulaus. Sigur
Bandaríkjamanna er ekki sízt tal-
inn að þakka þvi, að þeir notuðu
nýjan stíl, sem er talinn hafa gert
þeim auðveldara að fara yfir grind-
urnar. Allir eru þessir amerísku
sigurvegarar ungir menn, sem virð-
tínu, á 14.6 sek., fimmti Gardner, ast líklegir til mikiila afreka.
landi, að landbúnaðurinn
væri ekki samkeppnisfær við
svipaða íramleiðslu annars-
staðar og því væri réttast að
leggja hann sem mest á hill-
una. Við ættum að efla aðr-
ar atvinnugreinar og flytja
inn landbúnaðarvörur frá
öðrum löndum. Einkum náði
þessi hugsunarháttur sterk-
um ítökum í gullvímu styrj-
aldaráranna og náði há-
marki sínu í þeim ummælum
eins af áhrifamestu stuðn-
ingsmönnum „nýsköpunar-
stjórnarinnar' svonefndu, Þór
odds á Sigiufirði, að eiginlega
væri það bölvun fyrir þjóð-
ina, að nokkurt strá skyldi
vaxa á íslandi.
Sú stjórnarstefna, er var
ríkjandi fyrstu misserin eftir
styrjöldina, mótaöist líka
mjög af þessum hugsunar-
hætti. Landbúnaðurinn varð
þá fullkomlega hornreka.
Ekkert var gert til að tryggja
honum jafnvægi við aðrar at-
vinnugreinar.
Svo langt hefir áróðurinn
gegn landbúnaðinum gengið,
að sá stjórnmálaflokkurinn,
sem barizt hefir fyrir jafn-
rétti landbúnaðarins við aðra
atvinnuvegi, hefir verið
rægður af hinum flokkunum
meðal kaupstaðabúa og tal-
inn þeim fjandsamlegur á
allan hátt. Þannig hefir ver-
ið reynt aö telja kaupstaða-
búum trú um, að efling land-
búnaðarins og jafnrétti hans
við aðra atvinnuvegi sam- i
rýmdist ekki hagsmunum.
þeirra. 1
Þeir tímar, sem nú fara í Ljósmyndin, sem var birt i blöðun-
hönd, ættu vissulega að um, vakti m. a. athygli fyrir það,
sannfæra þjóðina um, að það að Blankers-Koen var með gal-
er hagsmunamál hennar ( opinn munninn, en Gardner með
80 m. grindahlaup kvenna
Sú keppni, er sennilega hefir
vakið mesta athygli þennan dag,
var úrslitakeppnin í 80 m. grinda-
hlaupi kvenna. Forkeppnin, sem
farið hafði fram daginn áður.
hafð'i gefið til kynna, að Blankers-
Koen hin hollenzka yrði líklegust
til sigurs, en Strickland hin ást-
ralska og Gardner, 19 ára brezk
balletmey, myndu veita henni
harða keppni.
Úrslitakeppnin varð líka eins æs-
andi og mest mátti verða. Blankers-
Koen ætlaöi sér auðsjáanlega að
vinna glæsilega og þaut yfir grind-
urnar með ótrúlegum hraða og
léttleika. Gardner gaf henni hins
vegar aldrei neitt eftir, en þær
hlupu hlið við h’.ið, Blankers-Koen
á 1. braut og Gardner á 2. Svo
jafnar urðu þær, að dómararnir
uröu að fá fratnkallaöa ljósmynd,
er var tekin af þeim við markið, i
áður en þeir felldu úrskurðinn,
því að tímaverðirnir gáfu þeim
sama tíma, 11.2 sek., sem var nýtt
heimsmet. Ljósmyndin sýnli, að
Blankers-Koen var aðeins fremri.
allrar, að landbúnaðurinn sé
efldur og njóti fulls jafnrétt-
is við aðra atvinnuvegi. Það
er ein bezta vörnin gegn gjald
eyriserfiðleikunum — alveg
eins hér og í Bretlandi. Það
er ekki síður mál kaupstaða-
búa en sveitafólks. Ef vel á
að fara, verður viðhorfið til
landbúnaðarins að verða
framvegis allt annað en það
var í tíð „nýsköpunarstjórn-
arinnar" svonefndu, og sama
gildir um ýmsar atvinnu-
greinar, eins og t. d. raforku-
framleiðsluna, er alveg var
látin sitja á hakanum þá.
Það þarf að hafa atvinnuveg-
ina sem fjölbreyttasta og
eölilegt jafnvægi milli þeirra.
Þessu gleymdi „nýsköpunar-
stjórnin", er hún ráðstafaði
stríðsgróðanum. Sá hluti
hans, sem ekkj fór til sjávar-
útvegsins, fór mest í ýmsa ó-
þarfa eyöslu, en hinum at-
vinnuvegunum var gleymt.
Af því sýpur þjóðin nú
seyðið.
saman klemmdar varir. Stærðar-
munur var einnig verulegur, þvi
að Gardnér er heldur iítil vexti.
Strickland varð þriðja í röðlríni
á 11.4 sek. og sést á því, að hún
gaf þeim Blankers-Koen og Gardn
er lítið eftir. Röð hinna varð þessi:
Manginou, Frakklandi, Oberbreyer,
Austurríki, Lomska, Tékkóslóvakíu.
Gamla Ólympíumetið var 11.6
sek., sett af Valla, Ítalíu 1936, en
heimsmetiö 11.3 sek., sett af Tertoni,
Ítalíu 1939 og Blankers-Koen 1943.
Spjótkast
Þennan dag var einnig keppt
til úrslita í spjótkasti. Úrslitin
þar urðu þau, að Rautavara hinn
finnski varð sigurvegari. Kastaði
hann 69.77 m. Annar varð Banda-
ríkjamaðurinn Seymour, sem kast-
aði 67.56 m. Hann þótti einna
líklegastur til sigurs, enda talinn
bezti spjótkastari heimsins um þess
ar mundir. Hann virtist mjög ó-
(Framliald á 6. síSu).
Forðumst skulda-
söfnuu
Síldarvertíðinni lýkur bráS
lega og hafa síldveiðarnat'
brugðizt svo mjög, að ná
finnst flestum, að undanfar-
in þrjú sumur, sem voru köll-
uö aflatreg, hafi verið allt aS
því aflasæl. Innan skamms
lieldur síldveðiiflotinn heim
aftur frá Norðurlandi með
þyngri skuldabyrði en hann
fór með, og þeir, sem á hon-
um störfuðu, með létta
pyngju og brostnar vonii-.
Afleiðingar aflabrestsins
eru miklar og margvislega?
og verða ekki í tölum táldar,
sízt að svo komnu, og mun
þeirra gæta verulega um
nokk»arra mánaða skeið, "affi
minnsta kosti. Verðmæti út-
fluttra afurða verður mikíum
mun minna en ella, jafnvei
síldarmjölsframleiðslan év
svo lítil, affi hún nægir ekki
inuanlandsþörfinni. Síldar-
lýsið er aðeins hluti þess,
sem þurfti með sölu hráffi-
frysta fisksins til að tryggja
verð hans. Útfluttar síldaraf-
urðir á árinu 1947 munu haía
verið milli 70 og 80 millj.
króna, en nokkru miríni
1946. Að þessu sinni verða
síldarafurðir sumarsins að-
eins hluti þess, sem þá reyrid -
ist, þótt lélegt væri þá 'taífffi.
Snemma á þessu ári var
gerð áætlun um útflutning-
inn og nam hún fullum 400
millj. króna, en við hana vav
innflutningsáætlunin síðan
miðuð.
Vcgna síldarleysisins lækk
ar þessi f járhæð stórkostlega*
ef til vill um fjórða hluta,
þannig, að útflutningsverð—
mætið alls þetta ár vérði
svipað eða litlu meira en
1946 og 1947, en þá var þaffi
um 290 millj. króna hvprt át-
ið.
Bcin afleiðing þessa er sú,
að greiðslur í erlendum gjald
eyri verður að minnka frá
því, sem áætlað var, í stór-
um mæli.
Kemur þar fyrst til greina
affi draga úr innflutningi
vara svo sem unnt er á, sein-
asta fjórðungi ársins, svo og
að fella niður aðrar erlendar
greiðslur eftir mætti. Fullum
greiðslujöfnuði verður að ná
á árinu, frá því má ekki á
neitt hátt hvika.
Kaup almennra lífsnauð-
svnja verður að sitja fyrir
öllu. Fresta verður kaupum
á því, sem tök eru á, þar á
meðal ýmsum „kapital“ vör-
um, er annars hefðu yeriffi
keyptar.
Þegar vöruaðflutnhigur
minnkar, hlýtur að yera
hægt að losna við eitthvað af
þeim mörgu erlendu leigu-
skipum, sem hafa verið í ,sigl
ingum til landsins, því held-
ur sem verzlunarfloti lands-
manna hefir síóraukist. Én
hér er um að ræða stórfellda
notkun á erlendum gjaldeýrL
I»á verður og að taka fyrir
þá óhófsnotkun erlends gjald
eyris, sem átt hefir sér staffi
í sambandi við ferðalög til
útlanda. Hér eru aðeins fá
atriði nefnd, er fella verður
nður með öllu eða draga stór-
lega úr.
Við megum ekki láta okk-
ur henda það, að taka erlend
lán til að mæta hallanum.
Á undanförnum ármn hef-
ir innflutningur verið stór-
um meiri en útflutningur, en
til þess að jafna þann hálla,
hafa verið notaðar erlendar
innstæður þjóðarinnar, um
(Framhald a, 7 Mðu)