Tíminn - 18.11.1948, Side 8
32. árg.
Reykjavík
18. nóv. 1948.
256. blað
íeröir til Norð
urlanda m Skotlands
Að andanförnu hafa bæði íslenzku flugfélögin Loftleiðir
og Fluglélag íslands haft vikulegar áætlunarferðir til Skot-
ianas og Noröurlanda. Mzkinn hluta ársins er fátt fólk að
íiytja á þessari leið, og væri því miklu hagkvæmara að fé-
lögin skiptust á að fara þessar ferðir, og mun nú slík sam-
vinna vera í undirbúnmgi.
Dagens Nyheter í Stokkhólmi birti nýlega ir.ynd af hópi tékkneskra flóítamanna, sem komizt liöfðu frá
Rússlandi, og voru nú á Ieið til Vestur-Þýzkalanls. Tékknesk flóttakona, sem lengi hafði harmað
horfinn son sinn, þekkti hann á myndinni. Hér er myndin úr Dagens Nyheter, og konan og fundni
sonur hennar sitt til hverrar handar
Blaðið Faxi í Keflavík hefir
komið út í átta ár
Félag tólf áhugamaima hefir séð um útgáfu
þess frá upphafl
í Keflavik er geíiS út blað, sem heitir Faxi. I*aö varð átta
ára í s. 1. mánuði. Samnefnt félag gefur blaðið út. Það ræðir
aöallega menningar- og framfararmál Keflavikur og ná-
grennis og er htð vandaðasta og snotrasta að búningi.
Félagið Faxi var stofnað í
Kefl'avík 10. okt. fyrir níu ár
um. Það var málfundafélag
og félagsmenn þess voru tólf.
Skyldi sú tala haldast og
félagsmenn vera hvorki fleiri
né færri. Ef einn gekk úr
félaginu var aðeiixs einum
bs^tt við. Félagið ræðir menn
ingar- og framfaramál Kefla
víkur og nágrennis á fundum
sínum, sem eru haldnir
reglulega hvern fimmtudag,
og skiptast félagsmenn á um
að hafa fundina heima hjá
sér.
Fyrir átta árum ákvað fé-
lagið s.ð gefa út blað, sem
nefndist Faxi og skyldi það
helgaö sömu áhugamálum og
félagið og bera sama nafn.
Fyrsta blaðið kom út 21. des.
1940 og hefir það komið út
síðan. Blaðið er vandað að
frágangi, flytur myndir og
fréttir sem varða Keflavík og
ræðir ýmis áhugamál hér-
aðsins. Oftast munu hafa
komið út um 10 blöð á ári.
Það, kemur út 1 700 eintök-
um.
Félagið gengst fyrir þrem
samkomum á ári til styrktar
blaðinu. Verður það að telj-
ast mjög lofsverður áhugi og
dugnaður að gefa út blað í
svo litlum bæ sem Keflavík,
og að þar skuli aldrei hafa
orðið hlé á í þau átta ár sem
liðin eru síðan blaðið hóf
göngu sína. Það þarf og
mikía' elj u til þess að halda
þrjár samkomur á ári til þess
að tryggja fjárhag blaðsins,
og kemur dugnaður hins fá-
menna félags ljóst fram í því.
Þetta er menningarlegt afrek
sem vert er að halda á loft,
og mikils virðj fyrir bæ á
stærð við Keflavík að eiga
blað sem ræðir framfara- og
menningarmál héraðsins.
f stjórn félagsins eru nú
Ragnar Guðlaugsson, formað
ur, Steindór Pétursson, vara-
formaðuT og Kristinn Péturs
son gjaldkeri. Ritstjórn Faxa
skipa nú Jón Tómasson, Hall-
grímur Th. Björnsson og Val-
týr Guðjónsson.
íhaldsmenn vilja
víkja brezka stál-
Aðalfundnr F.U.F.
í Reykjavík
Félag ungra Framsókn
armanna hélt aðalfund
sinn í gærkvöldi. Fundur-
inn var vel sóttur og gengu
margz'r í félagið. f stjórn,
voru kosnir: Skúli Bene-
diktsson formaður og með-
stjórnendur þeir Torfi ’
Torfason, Eznar Sverrisson,
Björn Jónsson og Stefán
Jónsson. — f varastjórn:
Kristján H. Benediktsson
varaformaður, Bjarni V.
Magnússon og Björn Bene-
diktsson.
Á eftir aðalfundarstörf-
unum var rætt um stjórn-
málavzðhorfið og hafði
Skúli Benediktsson fram-
sögu. Urðu allmiklar og
fjörugar umræður um það.
Einnig var rætt um starf-
semz félagsins á vetrinum
og má gera sér vonir um,
að félagiö starfi af miklu
fjcri í vetur.
Flugvélin Geysir fer á
morgun héðan til Parísar og
Rómaborgar, en þangað á
hún aö sækja innflytjendur,
sem ætla til Suður-Ameríku.
Kernur vélin við hér í Reykja
vík á leið sinni vestur, en
flýgur svo til Caracaz í Vene-
zúela. Ekki er alveg fullvíst,
hve margir farþegar verða
með vélinni þessa ferð.
Loftleiðir hafa farið tvær
áætlunarferðir til Bandaríkj
anna, síðan félagið fékk rétt-
indi til að fljúga áætlunar-
flug til Bandaríkjanna. Það
hefir komið í ljós, að tiltölu-
lega fátt fólk þarf að ferð-
ast á milli íslands og Banda-
ríkjanna, að minnsta kosti á
þessum tíma árs. Verða áætl-
unarferðirnar vestur því
fyrst um sinn í sambandi við
flug íslenzku flugvélanna
vestur um haf með ítalska
innflytjendur, en allmargar
ferðir hafa verið farnar með
ítali og Frakka í haust, sem
ætla að setjast að í Banda-
ríkjunum.
Þetta er hins vegar fyrsta
feðrin, sem íslenzku flugvél-
arnar fara að þessu sinni til
Suður-Ameríku, en i fyrra
voru farnar allmargar ferðir
þangað með Heklu.
Þegar Geysir kemur hing-
að frá Ítalíu, tekur hún
nokkra farþega í Reykjavík,
sem ætla vestur um haf til
New York.
De Gauíle ræðir við
blaðamenn
De Gaulle ræddi við blaða-
menn í gær. Ræddi hann um
Ruhrmálin og varnarbanda-
lag Vestur-Evrópu. Einnig
krafðist hann nýrra kosninga
í Frakklandi og lcvaðst ekki
mundi telja sig bundinn af
stjórnarskránni ef hann nái
meirihluta í þinginu.
L
mn
Umræður um frumvarp
brezku stjórnarinnar um þjóð
nýtingu járn- og stáliðnaðar-
ins fóru enn fram í brezka
þinginu í gær. íhaldsmenn
hafa borið fram tillögu um
að vísa máiinu frá. Málið
verður enn til umræðu á
morgun og er Morrison þá á
moíiendaskrá en að ræðu
hans lokinni verður gengið
atkvæða um frávísunartil-
löguna.
Litla allsherjarþing-
ið starfi í eitt ár
Stjórnmáianefnd allsherj-
arþingsins hélt fund í gær og
flutti dr. Bunche þar ræðu.
Lagði hann til að litla alls-
herjarþingið yrði látið starfa
í eitt ár eftir að þessu alls-
herjarþingi lyki og fjalla um
ýmis mál, sem úrlausnar biðu.
Vesturveldin hafa svarað
sáttatilmælum Lie og Ewatts
Seg’pst ekkl sitja ráðstefuu hisi deilama
fyrr en fliitningaSiaiminn til Berlínar
sé aflétt.
Vesturveldin þrjú hafa nú svarað sáttatilmælum
Trj'ggve Lie og dr. Ewatts. Segja þau, að ekkz þurfi að minn-
así á fjórveldaráðstefnu um Berlínardeiluna fyrr en Rússar
hafi aflétt flutningabanninu tzl Berlínar.
Þau segja einnig í svari
sínu, að reyndar hafi verið
allar hugsanlegar leiðir til
sátta, en allt hafi til þessa
strandað á óbilgirni og ill-
vilja Rússa. Segja þau nú,
að ekki hafi verið annað ráð
til úr því sem komið var en
að vísa deilunni til Öryggis-
ráðsins, og þar sem það sé
nú gert, sé Öryggisráðið eini
rétti vettvangurinn til um-
ræðna um þetta mál.
Varðandi íjórveldaráðstefnu
um Berlínardeiluna segja
þau, að hún komi ekki til
Bára blá - sjó-
mannabókin 1948
í fyrra gaf Farmanna- og
fiskimannasamband íslands
út bók er nefnist Bára blá
og er safn frásagna og ljóða
um sjó og sæfarir. Var þetta
eins konar árbók sjómanna
1947. Sá Gils Guðmundsson,
ritstjóri, um útgáfuna og
valdi efnið. Nú er Bára blá —
sjómannabókin 1948 komin
út og er með sama sniði og
fyrr. Er þar margt frásagna
og ljóða allt í stuttu máli,
um sjómenn og sæfarir. Efnið
er valið hvaöanæva, J,afnt
gamalt sem nýtt. Mest af
því er tekið úr áður prentuð-
um ritum, en þar er einnig
að finna frásagnir, sem ekki
hafa sézt á prenti áður. Efnið
virðist vel valiö’, frásagnir
yfirleitt stuttar og ljóðum og
Ijóðabrotum skotiö inn á
milli. Er bókin því líkleg til
þess að verða skemmtilegur
og heppilegur lestur í stop-
ulum tómstundum auk þess,
sem þarna verður um að ræða
ailstórt og vel valið safn sæ-
farasagna, ef útgáfa þessara
árbóka sambandsins heldur
áfram. Bækurnar eru vand-
aðar að frágangi og efni hæfi
lega og vel þjappað saman.
mála fyrr en Rússar hafi af-
létt flutningabanninu til
Berlínar, enda hafi þau
margoft sett það að ófrávíkj-
anlegu skilyrði fyrir siíkri
ráðstefnu.
Rússar hafa líka svarað til
mælunum og segjast fagna
þeim, þar sem í þeim birtist
auknar vonir um sættir milli
Rússa og vesturveldanna.
Bramuglia forseti Öryggis-
ráðsins mun að líkindum
halda. . sáttaumleitunum.. í
Berlínardeilunni áfram.
Nýtt tímarit um
andíeg mál
Fyrir nokkru hóf göngu
sína nýtt tímarit um andleg
mál, sem gefið e.r út af fé-
iaginu Alvara í Reykjavík.
Ritstjörinn er Sigfús Eiíasson
og flytur ritið einungis efni
aldlegs efnis, dulheyrnir,
bréf til biskupsins. Við landa
mærin, kvæði eftir ritstjór-
ann og margt fleira. Komin
eru út tvö hefti af ritinu og
er það hið vandaðasta að
öllum ytri frágangi og prent-
að á góðan pappír.