Tíminn - 04.01.1949, Side 3

Tíminn - 04.01.1949, Side 3
1. blað TÍMINN, þriðjudaginn 4. janúar 1949. I: u ♦♦ í? « / ” ingajDættir 1 :: Minningarorð: Guðmundur Einarsson, þvotíá í Álftafirði Árið 1860 fæddist hjónun- um í Stekkjarhjáleigu í Geit- hellahreppi í Suður-Múla- sýslu sonur. Áður höfðu þau eignazt marga syni, en aðeins einn lifði, annar en þessi ný- fæddi. Tvo drengi höfðu þau látið heita nafninu Guð- mundur, en báðir dóu þeir ungir. Þessi nýfæddi drengur var einnig skírður Guðmund- ur, í þeirri trú, að honum yrði langra lífdaga auðið. Það fór líka svo, því að Guðmund ur varð áttatíu og átta og hálfs árs gamall. Hann and- aðist hinn 26. september síð- astliðinn að heimili fóstur- sonar síns, Guðmundar Eyj- ólfssonar bónda að 'Þvottá í Álftafirði. Foreldrar Guðmundar Ein- arssonar voru Ragnheiður, dóttir Guðmundar á Star- mýri, Hjörleifssonar hins sterka. Sú ætt er all f j ölmenn austanlands og rakin til ýmsra merkra manna, svo sem Einars prests Sigurðs- sonar í Heydölum og Jóns biskups Arasonar. Faðir Guð- mundar var Einar Magnús- son, ættaður úr Hornafirði. Sú ætt er mér lítið kunn, en móðir hans hét Ragnheiður og var tvígift. Hún átti átján börn, níu með hvorum manni. Margt af þeim börnum flutt- ist austur í Múlasýslu og staðfestist þarf ög talið hið merkasta fólk. Foreldrar Guðmundar Ein- arssonar eignuðust fimmtán börn; mörg þeirra dóu í æsku, en önnur uppkomin. Son misstu þau tuttugu og fjögra ára gamlan og dóttur tvítuga um sama leyti. Árið 1869 missti Ragnheið- ur mann sinn. Hann var að sækja matföng í heimiliö að vorlagi og kom með bagga á bakinu. Börnin sáu hvar hann kom, en tíminn leið og hann kom ekki heim. Ragn- heiður gekk þá út að gá til hans. Sá hún þá hvar hann sat á bakkabroti og hvíldist upp að bagganum. Þar sat hann örendur, er hún kom að. Ragnheiður stóð nú ein uppi með fjögur börn sín ung, það elzta á tíunda ári og hið yngsta á þriðja ári. Efni voru engin, þau höfðu ætíð verið fátæk, enda átt fyrir mörgum börnum að sjá, og er dauða Einars bar að, var fellisveturinn mikli 1867 ný- afstaðinn, en þá misstu þau flest sitt fé eins og fleiri, og lifði heimilið eftir það mest á því, sem Einar aflaði úr sjó. Það kom sér nú vel, að Ragnheiður var dugmikil og kjarkurinn óbiiandi. Heimil- inu hélt hún uppi í tvö ár eft- ir lát manns sins, en að þeim tíma liðnum leystist heimilið upp og fór Ragnheiður þá í vinnumennsku og hafði yngsta barnið með sér; hin fóru til vandalausra. Það varð hlutskipti Guð- mundar, að hann lenti að Bú- landsnesi til Björns hrepp- stjóra Gíslasonar og konu lians, Þórunnar Eiríksdóttur. Þá var hann á ellefta ári, er hann kom þangað. Þau góðu Annie Þórðar- son látin Það var fyrir rúmum fjór- tán árum, haustiö 1934, sem ég hitti frú Annie Cl. Þórðar son fyrst. Hún var þá nýgift á leið til íslands, drauma- lands síns, með manni sínum Þorleifi Þórðarsyni. Starfsmannahald ríkisins Eftir Kmit Þorsteinsson fi*á ílfsstö^um hjón reyndust honum svo vel, að hann minntist þeirra æ síðan sem annars foreldris. Á Búlandsnesi var hann fram yfir fermingaraldur, en þaðan fór hann í Papey og var þar í eitt ár. Það ár taldi hann eitt með þeim erfiðustu, sem hann hefði lifað, ekki sízt vegna kveljandi óyndis. Fólkið var honum gott, en það dugði ekki. Á útmánuðum þetta ár veiktist hann skyndi lega og mun það hafa stafað af ofkælingu; blés hann svo upp um holið, að rista varð af honum fötin. Þá var talið allra meina bót að taka mönn um blóð, en það dugði ekki, því Guðmundur missti ráð og rænu og lá lengi, svo að tví- sýnt var um líf hans. Að þrem vikmn liðnum hafði hann þó náð sér svo, að hann gat; klæðzt á ný, en var þá mjög máttfarinn og horaður. Þá var komin krossmessa á vori og vinnuhjúaskildagi á Aust- urlandi. Guðmundur vildi þá fara úr vistinni í Papey, því alltaf hafði hann þráð að komast aftur í land. Hjónin í Papey vildu aftur á móti að hann yrði þar áfram, á með- an hann væri aö jafna sig eftir veikindin, en þó fór svo, að Guðmundur fór aftur að Búlandsnesi og var þar og á Hálsi næstu ár. Árið 1879 íór hann til Stef- áns móðurbróður síns að Starmýri í Álftafirði og var þar í vinnumennsku næstu ár og á ýmsum fleiri stöðum í Álftafirði. Árið 1884 kvæntist hann Kristínu Jónsdóttur; móðir hennar var Þórunn Sigurðar- dóttir, Brynjólfssonar hrepp- stjóra að Múla, en faðir Kristínar var Jón Jóhannes- son, ættaður úr Mývatns- sveit. Þau hófu búskap að Markúsarseli árið 1889 með lítil efni og við erfiðar að- stæður á margan hátt. Á þeim árum ríkti hin mesta einokun í verzlun, og illt ár- ferði um langan tíma, enda varð mörgum frumbýlingn- um erfiður róðurinn til sjálfs bj argar. Eftir eins árs búskap í Markúsarseli fór hann aftur í vinnumennsku og þá til séra Jóns Finnssonar að Hofi og þar var hann næstu fjögur ár. Árið 1904 byrjaði hann bú skap á ný, þá að Kambsseli í sömu sveit, og bjó þar og á fleiri stöðum fram til 1917, er hann fluttist með fóstur- syni sínum Guðmundi Eyj- ólfssyni að Starmýri; hjá hon um og konu hans, Þórunni, dvaldist hann í mörg ár og síöar að Þvottá, og þar and- aðist hann. Snemma ásótti hann sjón- depra, og alblindur var hann í aldarfjórðung. Það var þungt áfall fyrir mann með hans skapgerð og gott vinnu- þrek, þótt hann væri þá far- inn að láta á sjá. En sjónleys inu tók hann með hinni mestu þolinmæði, svo undra- vert mátti heita, því hann var maður fullur ákafa og á- huga til umbóta og starfa, og 'Framhald & 6. siðu) Við stóðum þrjú við öldu- stokkinn á Brúarfossi, er létti lega klauf lágar öldur Atlants hafsins og stefndi til íslands stranda. Það var bjartur og f fagur haustdagur. Við horfð- i um til norðurs til þess að - reyna að eygjaíslandsfjöll.Jú, | okkur tókst það, þarna glamp , aði á hvítan koll Eyjafjalla- ! jökuls. Við bentum hinni ungu frú á þessa fögru sjón-J Augu hennar Skær og tindr- j andi, leiftruðu af gleði og á- . huga um leið og hún hrópaði: j „ísland hlýtur að vera dásam legt ævintýraland, en hvað ég hlakka til þess að koma þangað". i Annie varð heldur ekki fyr ir vonbrigðum. Hér undi hún sér vel. Eignaðist ánægjulegt heimili, tvö indæl börn, og marga ágæta vini. Hún til- einkaði sér íslenzkt mál á- gætlega, tók þátt í félags- starfi og söngstarfsemi hér í bænum. bæði í kórum og sem einsöngvari. Hún hafði skæra hljómfagra rödd, er hún beitti. af kunnáttu og smekkvísi, og var hún hvers manns hugljúfi. Frú Annie var af austur- rísku bergi brotin, fædd og uppalin í smábæ nærri Wien. Hún var fædd 27 júlí 1911. Gekk í skóla í fæöingarbæ sín um og síðar í Wien og í París. Hún giftist eftirlifandi manni sínum Þorleifi Þórðarsyni forstj. Ferðaskrifstof unnar haustið 1934. Þau eignuöust tvö börn Örn, sem nú er 11 ára og Ros-Marie 7 ára. Frú Annie kenndi þýzku í nokkra vetur við Samvinnuskólann og Kvennaskólann og auk þess frönsku í einkatimum. Þótt frú Annie væri orðin á- gætur íslendingur, þætti værit um ísland og kynni hér ágætlega við sig, var hún tryggur vinur ættlands síns og þjóðar, hugsaði oft heim til sinna fögru æskustöðva, skyldmenna og vina og tók sér sárt örlög og hörmungar þjóðar sinnar, er hún hefir orðið að þola á undangengn- um árum. Við hittumst að jafnaði á jólunum. Hin síðustu jól voru þau fyrstu um langt árabil sem okkur auðnaðist ekki að hittast'. Annie lá þá helsjúk á heimili sínu og lézt fjórða i jólum. Okkur vini hennar grunaði ekki að veikindin væru svona1 alvarleg og kom lát hennar því á óvart. Sökn- Ein af mörgum misfellum í stjórnarfari okkar eru hin sí- hækkandi útgjöld hins opin- bera til embætta og skrif- stofuhalds. í fjárlagafrumvárpi-því-fyr ir næsta ár, sem liggur-nú fyrir Alþingi, eru rekstrarút- gj öld rikisins & nae'sta várf á- ætluð um 20 millj. kr. Jiærri en á fjárlögum yfirstandandi árs. Þó er í þessu-sama fjár- lagafrumvarpi lagt * til, að lækkað verði tillag ríkisins til ýmsra framkváemda,“svo;sem t. d. þjóðvega, og efnni'glið greiðslur ríkisins vegna dýr- tíðarráðstafana lækki um,_16„ millj. kr. Það, að fjármálaráðherra telur, að_ rekstrarútgjöldin þurfi að hækka um ea« 20 millj. þrátt fyrir úrrigfetnar lækkunartillögur á ýmsum liðum, sýnir, að embætta,- og skrifstofukostnaður fer sí- hækkandi og að enn er hald-.- ið áfram á sömu braut. ..... Hið gífurlega skrifstofu- bákn og hin-n mikli embættis- mannahópur ríkisins er að verða sú byrði á skattþegnum þjóðarinnar, og sá kostnaðar- liður á þjóðarbúskaþnum, sem vart verður með góðu móti risið undir öllu lengur en orðið er. Og sú spurning hlýtur að vakna hjá hverjum hugsandi manni, hvort þjóð, sem svo er fámenn, að hún telur aðeins á annað hundrað þúsund manns, þurfi virkilega slíkan fjölda af fjölmennum nefnd- um, skrifstofum og embætt- um til að fara með stjórn síns þjóðfélagsbúskapar. Sé það rétt, sem opinber- lega hefir verið haldið fram, að 112 nefndir fari með stjórn þjóðmála okkar, verður eigi komist hjá að álykta, aö lítt sé þar í hóf stillt um starfs- lið hins opinbera, því varla sýnist það líklegt, að sérstaka nefnd þurfi til að stjórna hverju þúsundi manna i þjóð félaginu. Tæplega mun held- ur nokkur treysta sér til að halda því fram, að sú sé hin raunverulega ástæða til emb- ættafjölda ríkisins, heldur muni ásælni ýmsra gæðinga stjórnmálaflokkanna í laun- uð störf og bitlinga og veik- leiki ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma til að starida gegn slíkri ásælni, vera höf- uðorsökin. En þá kröfu verður þjóðin að gera til valdhafa sinna, að þeir láti hagsmuni hennar í því efni sem öðrum sitja í fyrirrúmi fyrir flokkshags- munum, eða bitlingaþörf pólitískra stuðningsmanna. Við hverjar kosningar til Al- þingis eru flokkarnir jafnan fúsír á að gefa „háttvirtum kjósendum“ loforð úm sparn- að í ríkisrekstri, fækkun embætta og lækkandi skatta. Því miður sýnir reynslan, að þessi loíorð hafa farið í gagn stæða átt við það, sem heit- ið hefir verið. Skattabyrðar þegnanna aukast ár frá ári, svo að heita má, að kröfur hins opinbera í þeim efnum á hendur borgurunum stáppi nærri fjárnámi. Og fjárlög ríkisins sýna, að mikill hluti þeirra fjármuna, sem ríkið krefur þegnana um, fer til að standa straum af starfsmannabákni, sem.. . í engu hlutfalli stendur við fjölmenni þjóðarinnar. ' Hér verður að láta staðar numið. Allir skattþegnar rík- isins hljóta og verða að sætta sig við það, að greiða eftir efnum og ástæðum skatta og gjöld til hins opinbera, til styrktar athafna- og menn- ingarlífi í þjóðfélaginu. En hitt er ekki sanngjarnt né eðlilegt, að menn sætti sig við það, að af hálfu ríkisvaldsins. séu lagðar á þungar skatta- byrðar til að halda uppi ó- hóflegu og meira og minmy óþörfu skrifstofu- og emb- ættabákni. Og því sízt geta skattgreið- endur þjóðfélagsins sætt sjg- við það, að á erfiðleikatím- um, þegar draga verður úr fjárframlögum hins opinbera. til brýnna nauðsynjamála, enn haldið áfram að auka og hækka embættis- og skrif- stofukostnað ríkisins. ■ >o Ef vel á að vera, ætti það að verða eitt af aðalmáTúfftf núverandi ríkisstjórnar og Alþingis að vinna svo ósleiti- lega sem hægt er að því, að færa saman og fækka hínuftT opinberu erribættum og skríf- stofum. Það er áreiðanlegtL að sé góður vilji fyrir hen(|i‘£ þeim efnum, er á þann bi|i% hægt að lækka rekstrarút^j. gjöld ríkisins um svo stórár upphæðir, að verulegu mun- ar í þjóðarbúskapnum. Auk þess á jafnframt'ri#* láta fylgja fjárlagafrumvarpi í hvert sinn starfsmannaskrú, yfir alla, er launuð störf Ixala,- hjá ríkissjóði. Sú venja var. jafnan höfð í fjármálaráð- herratíð Eysteins Jónssonar,* en hefir því miður verið lögð’ niður. Það er réttlætiskrafa bcfrgy" aranna tí! valdhafa sinria ög forráðamanna, að eigi sé meiru fé varið til starfs- mannahalds hins opinbera en þörf þjóðfélagsins krefur, og að þjóðinni gefist kostur á að sjá og vita sem gerzt um bað, hvað og hvernig fyrir það fé er unnið. uður okkar eftir þessa lífs- (glöðu, gáfuðu og góðu konu ( er því sár. Sárastur er þó sökn (uður manns hennar, er bar hana á höndum sér og mat ! hana svo mikils, og litlu barn . anna þeirra, sem nú hafa misst yndislega og ástríka móður. Bý únglinga undir skóla Tómas Tryggvason Grettisgötu 6. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Gl. R. HeiIsuverndarstöSin Bólusetning gegn barnaveiki held ur áfram og er fóik minnt á að láta endurbólusetja börn sín. Pönt- unum veitt mótttaka aðeins á þriðjudögum frá kl. 10—12 í sima 2781. „ _ _^j

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.