Tíminn - 14.01.1949, Side 7

Tíminn - 14.01.1949, Side 7
10. blað' TÍMINN, föstudaginn 14. janúar 1949. 7 óla Islands Á morgun verður dregið i í. flokki happdrættisins 1949 Viimingar á árinu eru 7233 — samtals 2.52&.ÖÖ0.90 krónur. — í 15 ár írá stofmm < iiagspdrættislns hefir það greitt viðskigstamöuuum sínum í viiminga náleg'a W/i miiijén króna. Vinningarnir eru tekjuskatts- og tekjuútsvarsfrjálsir. í dag er sððasti söiudagur. Þeir sem ekki hafa enn vitjað miða sinna, ættu að gera það strax. Umbóðsmenn í Reykjavík og Hafnarfirði hafa opið til kl. 10 í kveld. Méttlættir fyrir náðina. (Framhald af 4. slöu). Rússlandi. Séra Torvík sá það rétt fyrir sér: „Hvað myndu þeir gera hér?------Fyrst að útrýma 1 öllum, sem höfðu siðferðilegt hugrekki, reynslu í almenn- um málum eða hæfni til þess að verða stofninn í and- stöðuhreyfingu. — — Lik- lega einhverjar kosningar í blekkingarskyni. — Eining- arlisti, nokkur nöfn, fáeinir vesalingar, sem höfðu látið hræða sig til þess, eða loks- ins fengið tækifæri, sem heil brigð dómgreind almennings hafði hingað til neitað þeim um til að verða höfði hærri ,en aðrir. Ákafur áróður i út- varpinu, hótanir undir rós gegn öllum, sem ekki kysu. Á kjördegi hermenn á kjörstað og aðeins einn listi.----- Umboðsmaður kinkar kolli á- nægður. Góð kjörsókn, ef- laust þessi 90%, sem hann hefir fengið skipun um“„ Þetta er ekki glæsilegt. En þó eru rússnesku hermenn- irnir, sem á að pynta og líf- láta til að afstýra þessu, mennskir menn eins og við, bundnir fjölskylduböndum með samskonar tilfinning- um gagnvart konu og börn- um. Hvað segir svo boðberi krist indómsins? Hvað finnst hon- um rétt að svipta mörg rúss- nesk börn, mæður og eigin- konur ástvinum sínum til að komast hjá þessu? Og hvað mörg heimili handán landa- mæranna vill hann sjálfur leggja í rúst, limlestandi og1 drepandi það fólk, sem þar býr, til þess að mega halda í þjóðskipulag sitt? Er það rétt í augum hans að gera sjálfan sig að mann- drápara í stórum stíl vegna þessara mála? Þetta munu mörgum þykja óþarfar spurningar á þessum tímum. íslendingar eru orðin hetjuþjóð, herská og vígreif. En það mætti kannske minna á það einu sinni, að jafnvel undir einræöisstj órn eiga menn þó ótal margt til að lifa fyrir og margt, sem gef- ur lífinu gildi sitt, ef þeir eru trúir hugsjón sinni og lífs- skoðun. Ef til vill vilja fáir heyra þetta. Þá það, en ég veit þó ekki, nema sú verði reyndin hjá mörgum, ef þeir athuga þetta í ró og næði, að hér sé ekki neitt djúp á milli þess, sem Kristur kenndi, samvizk an segir þeim og róleg og rök- rétt hugsun leiðir til. Þetta þýðir ekki, að við sé- um skoðanalega hlutlaus í deilum stórveldanna, eða kunnum engar óskir að eiga um sigur annars aðila yfir hinum, ef til styrjaldar er komið. En þö að prestar sögunnar trúi ekki á betrunina, telja þeir samt, að breytni manna eigi að batna vegna trúar- innar. Ekki til þess að rétt- lætast, heldur af því, að við erum frelsaðir fyrir náð. í þessu er mikill sannleiki, en hann er ekki bundinn við svona þröngar skorður. Menn batna við það, að aðrir eru þeim góðir, einkum þegar þeir finna til þess, að það er umfram verðskuldun. Þannig frelsa þeir heiminn, sem frið- þægja fyrir annarra syndir og bera þeirra sekt, svo að notuð séu kirkjuleg orð. Þetta viðurkennir líka Bo Giertz í sögu sinni. Hann lætur rétttrúaða konu segja: „En fyrir kemur að okkur er unnt að líða fyrir annarra syndir. Það er hluti af leynd- ardómi friðþægingarinnar. Þegar maður samtengist Kristi fær maður að lyfta hluta byrðarinnar af ein- hverjum syndara og líða í hans stað“. Slíkar mannbætur duga þó hvorki til réttlætingar né frelsunar samkvæmt þessari trú. Nú mun það vera eitt hið algengásta fyrirbæri mann- legs lífs, að menn þjáist fyr- ir aöra og saklausir beri sekt hinna. Stundum er það gert af fúsum vilja. Daglega legg- ur gott fólk ýmiskonar byrð- ar og fórnir á sjálft sig, til að verða öðrum til hjálpar, án vonar um endurgjald. Þetta á sér rætur í eðli mannsins. Því er stundum talað um guðsneistann í eðli mannsins eða guðseðli hans. Þeir gera það, sem trúa, að þar sé vísir til fullkomnunar. En þeir, sem ekki trúa á ann- aii en spillingu í hjartanu leiða slíkt vitanlega hjá sér. Það skal ég svo játa að lok- um, að ég á erfitt með að skilja hvernig menn fara að trúa á réttlátan og algóðan föður allra manna, sem hafi skapað þá með ólæknandi spillingu í hjartanu og gefið þeim aðeins einn stuttan frest í skóla jarðlífsins til að Sláturfélag Suðurlands Rcykluis — Frystihús Mðnrsnðnverksmiðja — Bjngnagerð Reykjavík. Sínii 1249. Símnefni: Sláturfélag. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýroykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt alls konar, fryst og geymt í vél- frystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar efbir óskum, og pantanir afgreidd- ar um allt land. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS gera út um örlög sín um alla eilífð, og löngum búið þeim heldur slæm skilyrði til að læra það, sem mestu varðar í þeim skóla. Þegar fjölmarg ir menn eru kringum 20 ár að búa sig undir sín jarð- nesku viöfangsefni, virðist 60—80 ár skanunur námstími til að læra lögmál eilífðar- innar. En það er ekki efni þessar- ar ritgerðar að ræða um trúna á eilífðarþroska hins breyzka manns. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Slmi 6530. Annast sölu fasteigna, sklpa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar, svo sem brunatryggmgar, innbús-, líf tryggingar o. fl. 1 umboði Sjó- vátryggingarfélag fslands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5 aðra tíma eítlr sam- komulagi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.